Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 2

Morgunblaðið - 25.03.1994, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 Morgunblaðið/Þorkell Ægir Breiðfjörð og kona hans, Sigríður Gunnlugsdóttir, en hún mun einnig starfa við fasteignasöluna Borgir, sem hefur aðsetur að Ár- múla 1. hreyfing á minni íbúðum og mikið um skipti á 2-3ja herb íbúðum og stærri eignum. Seljendur stórra eigna eru líka miklu opnari nú fyr- ir slíkum skiptum en var. Eg tel, að í framtíðinni verði fast- eignasölur af hæfilegri stærð. Með því verður sambandið við viðskipta- vini nánara og persónulegra. Það er ennfremur æskilegt, að þær séu á jarðhæð með góðu gluggarými, eins og hér er, þar sem hægt er að stilla myndum af eignum út í glugga fyrir vegfarendur. — í framtíðinni verður líka lögð áherzla á, að væntanlegir kaupend- ur eigi enn greiðari aðgang að teikningum, ljósmyndum og öllum hugsanlegum upplýsingum um fast- eignir en verið hefur, sagði Ægir Breiðijörð fasteignasali að lokum. — Þannig er það að verða æ algeng- ara að fólk fái send söluyfirlit og teikningar með símbréfum eða í pósti. Lýsingar á eignum í gegnum síma ráða einar og sér ekki eins miklu um söiu og áður var. Persónulegt samband vid vidskiptavinl nauðsynlegt — segir Ægir Breidfjöró í nýju fasteignasölunni Borgir. ÞAÐ vekur alitaf athygli, þegar ný fasteignasala fer af stað, ekki hvað sízt í samdrættinum. Þá þarf áræði til. Fyrir skömmu hóf fasteignasaian Borgir starfsemi sína og hefur hún aðsetur að Ármúla 1. Þar er að verki Ægir Breiðfjörð, fasteignasali. — Það þarf vissulega kjark til þess að setja á stofn fasteignasölu nú, sagði Ægir. — Ég tel samt, að það séu bjartari tímar framund- an i þessari grein og nú sé góður tími til þess að vinna sig upp sem fasteignasali. Ægir er enginn nýgræðingur í fasteignasölu, því að hann hefur unnið við hana í sjö ár á fast- eignasölunni Þingholti. Lögildingu sem fasteignasali hlaut hann sl. vor. Ægir auglýsir nú til sölu ein- býlishús við Viðarrima. Húsið er 183 ferm með 36 ferm innbyggðum bílskúr. Það selst tilbúið til innrétt- ingar, það er að enn vantar í það hurðir, gólfefni, innréttingar og tæki á bað og í eldhús. Teikningar eru til staðar með fleiri en einni útfærslu. Þannig er hægt að hafa í því 3 eða 4 svefnherbergi. Húsið Húsið við Viðarrima er 183 ferm með 36 ferm innbyggðum bílskúr. Húsið selst tilbúið til innréttingar og verður afhent í júlí í sumar. Á það eru settar 12 millj. kr. er uppkomið og til skoðunar á staðnum, en verður afhent í júlí í sumar. — Á þetta hús eru settar 12 millj. kr. staðgreitt, sem er hag- stætt verð að mínu mati, sagði Ægir. — Ýmis greiðslukjör koma einnig til greina. Þannig er m. a. hægt að fá hluta kaupverðsins lán- aðan, á meðan kaupandi selur sína eign. Ægir kvað meiri áhuga vera á húsum í smíðum nú en áður. — Ef verðið er hagstætt, þá seljast þau, sagði hann. — Viðbrögðin við aug- lýsingunni um þetta hús við Viðar- rima hafa verið mjög góð og betri en ég bjóst við. — Markaðurinn tók vel við sér eftir áramótin og ég held, að það verði framhald á því í vor, sagði Ægir ennfremur. — Það er mest Samslarffsneftid i byggingariónaói lnnflult aUinnuleysi i byggingariðnaði Vaxandl noffkun erlendra bygg- Ingarefna á míklnn þátff i at- Ylnnuleysi byggingarmanna Samdráttur í vinnuafli í íslenzkum byggingariðnaði er mun meiri en samdrátturinn í greininni sjálfri. Þetta stafar fyrst og fremst af því, að notkun erlendra byggingarefna og byggingarhluta fer stöðugt vaxandi hér á landi og svo kann að fara, að eins fari fyrir byggingar- iðnaðinum og skipasmíðaiðnaðinum. Kom þetta fram á blaðamanna- fundi, sem samstarfsnefnd ýmissa helztu aðila í íslenzkum byggingar- iðnaði efndi til nú í vikunni, en þar var fjallað um nauðsyn á aukinni notkun íslenzks efnis og íslenzks vinnuafls í byggingariðnaðinum hér á landi. Við nýbyggingu Verkmenntaskólans á Akureyri er notaður íslenzk- ur hleðslusteinn, sem er einföld, traust og ódýr byggingaraðferð og reynslan hefur sýnt, að er mun hagkvæmari en flest innflutt veggefni. Myndin er af tveimur múrurum að störfum við nýbygg- ingu Verkmenntaskólans, þeim Tryggva Gunnarssyni og Jónasi Ró- bertssyni. Aðilar að þessari samstarfsnefnd eru Múrarafélag Reykjavíkur, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Steypustöðin hf., B. M. Vallá hf., S. Helgason hf. Steinsmiðja, Sandur hf., Sementsverksmiðjan hf., Verk- fræðingafélag íslands og Arkitekta- félag Islands. í bréfi, sem þessi samstarfsnefnd hefur sent stjómvöldum, segir m. a. að vegna minnkandi sjávarafla og þar með útflutningstekna sé nú nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að spara gjaldeyri og þá m. a. með nýtingu innlendra byggingarefna, sem að verði til eru vel samkeppnis- fær hérlendis en eiga takmarkaða möguleika sem útflutningsvara vegna mikils kostnaðar við flutning á erlendan markað. Sum erlend efni varasöm Notkun sumra erlendra bygging- arefna er varasöm við tilteknar að- Selfossi. UNNIÐ er að því að kanna frek- ari nýtingu og uppbyggingu á Sjúkrahúsi Suðurlands. Teikning- ar liggja fyrir nánast fullbúnar af viðbyggingu við sjúkrahúsið í tveimur áföngum. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra heimsótti Sjúkrahús Suðurlands fyrir skömmu og kynnti sér viðhorf stjórnar og starfsmanna sjúkra- stæður svo sem í baðherbergjum, þar sem þau draga í sig raka og aflagast og endast því mjög illa, á meðan innlendu efnin veijast raka mjög vel og breyta sér ekki, þótt raki komist í þau. Við allar fram- kvæmdir er nauðsynlegt að horfa jöfnum höndum til endingartíma byggingarefna og upphaflegs bygg- ignarkostnaðar. Ekki ná tjalda til einnar nætur. Það hefnir sín síðar. Minna má á, að árið 1988 nam sala á íslenzku sementi tæplega 132.000 tonnum en var komin niður í 85.000 tonn árið 1993. Þetta er um 35% minnkun og samsvarandi fækkun hefur orðið á starfsfólki Sementsverksmiðjunnar. Þó að þetta megi að hluta til rekja til samdrátt- ar í byggingaframkvæmdum, er al- veg vafalaust, að ört vaxandi notkun erlends byggingarefnis á hér drjúg- an þátt. Lítið eftirlit er haft með þessum innflutningi og vitað er, að mikið hússins um framtíðaruppbyggingu, Á fundi ráðherra með stjórnar- mönnum og starfsfólki var farið yfir málefni sjúkrahússins. Niður- staða þess fundar var að stjórn sjúkrahússins og fulltrúar ráðu- neytisins munu fara nánar yfír málefni þess. Teikningar af ný- byggingu munu fara til samræm- ingar hjá heimamönnum og ráðu- neyti. Sig. Jóns. af byggingavörum, sem ekki stand- ast íslenzkar byggingareglugerðir, streyma inn í landið. Á þessa stað- reynd hefur Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins bent, eftir að hafa margsinnis prófað slík efni, sem ekki stóðust kröfur. Innflutningur á byggingavörum hefur siðan leitt af sér vaxandi atvinnuleysi í röðum byggingamanna, sem bætist við þann vanda, sem skapast af minnk- andi byggingastarfsemi. Ógnvekjandi þróun Þessi þróun er orðin það ógnvekj- andi, að stjómvöld verða að hugsa leiðir til að mæta henni, áður en í óefni er komið. Nægir þar að minna á vandamál skipasmíðaiðnaðarins, sem betur hefði verið tekizt á við fyrr en gert var. Til þess að bæta samkeppnisstöðu innlends sements gagnvart annars konar byggingar- efnum mætti hugsa sér að flutnings- jöfnunargjald það, sem á því er, væri greitt úr ríkissjóði, en gjaldið veldur nú hærra verði en annars á sementi á aðalmarkaðssvæðum Se- mentsverksmiðjunnar hf. Ljóst er, að innflutningur á bygg- ingavörum af mismunandi gæðum án alls eftirlits eins og nú er, er ekki viðunandi. Vitað er að eftirliti á vinnustað er mjög ábótavant og það felur fremur í sér eftirlit með vinnugæðum en vörugæðum og at- hyglisvert er það, að þar sem vöru- gæði eru metin á vinnustað, eru það fremur íslenzk byggingarefni en inn- flutt. Þannig er framleiðsla innan- lands á sementi og steinsteypu und- ir stöðugu opinberu eftirliti. Engu raunhæfu eftirliti verður komið við nema á einum stað og það er við tollafgreiðslu. Þar er hægt að krefj- ast gæðavottorða eða að athugun fari fram á því, hvort viðkomandi vara uppfylli íslenzkar reglugerðir. Nauðsynlegt er, að þessi mál verði rædd við sérfræðinga á sviði þeirra milliríkjasamninga, sem gerðir hafa verið að undanförnu og þá sérstak- lega EES-samningsins. Ennfremur þarf að vinna að því með lagfæring- um á aðflutningsgjöldum, að fram- leiðendur íslenzkra byggingarefna sitji við sama borð og erlendir keppi- nautar, hvað varðar verð á innflutt- um aðföngum og tækjum. Þá væri rétt að huga að því, hvort ekki væri skynsamlegt að breyta reglum um húsbréf á þann veg að fella niður stærðarmörk, sem nú eru og þá einn- ig að gefa þeim, sem minnka vilja við sig, kost á húsbréfalánum. Viðhald skapar fleiri störf Enn skal á það bent, að ástæða er til að hvetja til stóraukins og bætts viðhalds húsa með lagabreyt- ingum og stjórnvaldsákvæðum, segir ennfremur í bréfi samstarfs nefndar- innar. — Reynsla í nágrannalöndum okkar sýnir, að viðhald og endur- bygging mannvirkja skapar þar fleiri störf en nýbyggingar. Með því móti fara einnig minni verðmæti forgörð- um, auk þess sem menningarverð- mæti endast og geymast og hefð skapast fyrir viðgerðum. Þetta mætti t. d. gera með því að gera viðhald íbúðarhúsnæðis frá- dráttarbært frá skatti eins og áður var, sem myndi svo væntanlega skila sér í því, að svo kölluð svört vinna hyrfi, þar sem það yrði þá hagur verkkaupa að telja hana fram. Til eigendanna myndi þetta svo skila sér í hærra endursöluverði og betra umhverfi. Fast- eigna- sölur í blaðinu Agnar Gústafss. 6 Ás 7 Ásbyrgi 7 Berg 28 Borgareign 23 Borgir 18 Eignaborg 5,18 & 19 Eignamiðlunin 14 Eignasalan 5&19 Fasteignamark. 12 Fasteignamiðlun 26 Fasteignamiðst. 25 Fjárfesting 22 Framtíðin 24 Garður 5 Gimli 8-9 Hátún 21 Hóll 16-17 Hraunhamar 11 Húsakaup 27 Húsið 28 Húsvangur 3 Kjörbýli 22 Kjöreign 10 Laufás 24 Lyngvík 6 Óðal 4 Séreign 5&21 Skeifan 15 Stakfell 6 VagnJónsson 15 Valhús 20 Þingholt 13 SjáiiraliMS Suóurlands Frekari nýtíng »g upp- bygging I atliiigiin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.