Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAl 1994 B 13 í Kópavogi -sveitarfélaginu sem er í örustum vexti. Nú eru að hefjast vordagar í Kópavogi í samvinnu bæjar og fyrirtækja. Sunnudagur 8. maí. HAMRABORG. Fjöldi frábærra tilboða í verslunum við götuna. Afsláttar- og prúttmarkaður í risatjaldi. s Lionsklúbburinn Yr heldur hlutaveltu og flóamarkað í Hamraborg 10. Skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa. Skólahljómsveit Kópavogs, Emilíana Torrini úr MK, sigurvegari í söngvakeppni framhaldsskólanna og hljómsveitin Spoon. Georg sparibaukur hittir bömin og spjallar við þau. Kodak-krílið verður á svæðinu. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn - verður opið og Leikskólinn Kópasteinn verður til sýnis. Uppstigningardagur, BYGGINGARDAGURIKOPAVOGSDAL. 12. mai. Á uppstigningardag, 12, maí, kl. 14 - 18, efna Kópavogsbær og verktakar í Kópavogsdal til byggingardags í dalnum. Miðstöð kynningarinnar verður í nýju Tennishöllinni, sem ekki á sér sinn líka hérlendis. Þar verður skipulag dalsins kynnt með myndum og líkönum og verktakar sýna teikningar af húsum sem eru í byggingu og til sölu á svæðinu og veita allar upplýsingar um þær. Skipulagðar skoðunarferðir með leiðsögumönnum verða frá bílastæði Tennishallarinnar um dalinn. Meðal þess sem sýnt verður er: Leikskólinn, sem opnaður verður daginn áður. Þangað kemur kór leikskólans Efstahjalla og syngur klukkan 15:30. Smáraskóli, sem tekur til starfa í haust. Iþróttahúsið, þar sem leikir í heimsmeistarakeppninni í handbolta munu fara fram og íþróttasvœði Breiðabliks. Byggðin í dalnum, Nónhœðinni og Digraneshlíðum. Þar taka verktakar á móti þeim er vilja fræðast nánar um húsin sem þar eru í byggingu. Skólahljómsveit Kópavogs, Skólakór Kársness, Emilíana Torrini og hljómsveitin Spoon skemmta sýningargestum í Tennishöllinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.