Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 14
14 B ' SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ rryggvi Ólafsson málari í Kaup- mannahöfn er kominn heim með stóra sýningu í farteskinu, sem var opnuð í Listasafni alþýðu í gær, laugardaginn 7. maí. Við höfum oft eldað „rautt“ og grátt silfur, deilt um listir og mann- lífið en líka verið sammála inn á milli. Metið að við gáturrr rifist og slegið í borðið, en samt umborið hvor annan, jafnvel verið prýðisgóð- ir ferðafélagar um hálfa Evrópu og víðar. Að sjálfsögðu heimsótti ég hann og Freyju hans er leið mín lá um Höfn í febrúar sl. og fékk þá hugmynd að taka af honum viðtal í tilefni væntanlegrar sýningar. Ekki um sýninguna sjálfa heldur lífið og listina. Listamaðurinn hefur ákveðnar skoðanir og er ómyrkur í máli, enda tilheyrir hann kynslóð sem varð að vinna hörðum höndum og skilur síð- ur barlóm fólks sem þiggur laun frá ríkinu meðan það er við nám. Hann er sem kunnugt er frá því alræmda kommabæli Neskaupstað og var um árabil togarasjómaður, og þá gjarn- an pokamaður, en það gat verið giæfralegt starf á þeim árum og oft munaði sáralitlu að eitthvað færi úrskeiðis. í Kaupmannahöfn vann Tryggvi fyrir sér samhliða náminu á listakademíunni og var ekki vand- látur á störfín, því menn urðu að taka það sem bauðst og aðalatriðið var að skrimta og geta um leið stundað sitt nám. Og enn verður hann að vinna hörðum höndum, en nú á listavettvangi, og hér er ekki gefíð eftir, því að mörgu þarf að sinna dag hvern til að það megi takast. Það kemur stundum ferðafiðring- ur í Tryggva er mig ber að garði, því hann hefur áhuga á þessari ár- áttu minni við að rýna í mannlífið, og hefur stundum hlaupið frá pensli og litaspjaldi til að fylgja mér eftir. „Ferðalög segja mér mikið, og það er einnig alltaf sérstök ánægja að fara heim, því að þar á ég mínar rætur. Ég kem austan af fjörðum og á heimili mínu var mikið bóka- safn og borin virðing fyrir skáldun- um; talað um hvernig nýjasta bókin eftir Tómas eða Kiljan væri. Nú á dögum koma stundum landar mínir til Kaupmannahafnar og eru ósköp stoltir yfir að einhver amerísk gangstermynd er sýnd í Reykjavík, áður en hún er komin á tjaldið hér í Höfn: Þessir drengir opna senni- lega ekki bók. Að minnsta kosti minnast þeir aldrei á það. En þeir ganga gjanian með glerharða stresstösku og tala í farsíma á næsta götuhorni, rétt eins og þeir séu að fá upplýsingar frá aðalstöðv- unum um það hvort tími sé til að fara fótgangandi yfir götuna! Ég hef sem betur fer gott samband við skáldin og geng ekki með síma á mér. Mér fínnst það vera mannleg réttindi að geta skoðað tilveruna í friði. Að taka ekki afstöðu til lífsins er að vera ekki til. Smáborgarinn er normal. Fyrir honum eru allir hlutir nokkurn veginn jafngóðir. Þetta fínnst mér ekki. En það er líka mikið sem ég ekki skil. Það eru margir hlutir undir sólinni sem þykja býsna fínir og dýrmætir, sem ég lofa guð fyrir að vera laus við. Stundum þegar ég hjóla á vinnu- stofuna mæti ég heilum halarófum af smábörnum. Það eru mörg barna- heimili í nágrenni hennar. En þegar maður sér dúðuð böm, vaknar sama tilfínningin og þegar maður verður ástfanginn. Þá er gott að koma á stofuna og geta teiknað í nokkra tíma.“ Mér er kunnugt um að vinnudag- ur þinn er mjög formfastur og vilt þú segja þeim er les undan og ofan af honum? „Ég vakna klukkan sjö á hveijum morgni, afgreiði ýmis smáerindi, en hjóla svo á vinnustofuna fyrir klukk- an tíu. Þar á ég alltaf lager af dóti sem er mér uppspretta þess að teikna eða „variera“ einhveija mynd. Teikna svo til hádegis eða lengur. Breyti sömu teikningurmi margoft, eða legg hana til hliðar og endurskoða eftir tvo til þijá daga. Hráefnið er ferðalög og bókagrúsk og það sem ég finn í blöðum, á sýningum, söfnum og f rusli. Ég á ótal vasabókarfrumriss og Ijós- myndir. Þegar ég er svo búinn að yfírfæra hugmyndina á léreft byija ég að prófa litasamsetningarnar. Þær geta breyst afar mikið, jafnvel yfír í andstæður sínar í litum.“ Tryggvi situr ekki auðum hönd- um heima milli 7 og 10, heldur er hann önnum kafínn við hvers konar stúss. Fyrst er það kjarngóður morgunverður við stóra sporöskju- laga borðið í stofunni og þar hefur hver sinn stað, konan, sonurinn, til- fallandi gestur og jafnvel kötturinn! Þá eru það símhringingar og bréfa- skriftir, pósturinn athugaður og flett í Politiken. Allt um kring á borðum, kistlum og stólum eru hrúgur af nýjum eða nýlegum ís- lenzkum bókum, með dönskum í bland, og umræðuefnin erú óþijót- andi. „Það er ekki oft sem ég fullgeri mynd á einum degi, en það kemur fyrir. Oft tekur það tvær til þijár vikur. Myndin verður að ráða. Ef einhveijum finnst myndin minna á mig, er það vegna þess að hún hef- ur verið að Ieita eftir því hvernig ég er. Þetta er eins konar ferð. Og málarinn má alls ekki skrökva neinu á leiðinni. En sumar myndir eru dauðar frá fæðingu, sumar myndir eru erfiðar í fæðingu og sumar leika í lyndi. Svona er þetta áreiðanlega líka með konur sem eiga mörg börn. í þessu er líka eitthvað skylt veiði- mennsku. Maður veit aldrei hvernig fískast fyrr en maður er kominn út á bleyðuna. Heppni og óheppni eru með í spilinu. Svo-er líka gott að vinna hratt, fínnst mér, alveg eins og þegar maður er á handfærum. En þar með er ekki sagt að það geti ekki verið þolinmæðisverk að Ijúka mynd. Einhvern veginn svona líða venju- legir dagar hjá mér og svo þvæ ég mér og fer heim og bý til mat handa fjölskyldunni, og gestum ef þeir eru. Matargerðin er hvíld frá ein- beitingu dagsins og skemmtilegt samtal við gott fólk gefur strax vonir um góðan vinnudag að morgni. Að mála er að vera í núinu, verða tímalaust barn í dálitla stund. Þetta er eins og í gamla daga þegar maður sat inni í dimmu torfhúsi, lokaði augunum og tíminn stóð kyrr, það er mikil Drottins gjöf að fá að vinna í friði.“ Eru þessi viðhorf eitthvað í sam- hengi við heimsmyndina eða tækni- guðinn? „Ég hugsa kannski ekki mikið um fyrrnefndan Drottin, en ég gæti ímyndað mér að þetta væri eins konar gælunafn. Kannski er þetta samnefni fyrir samhengið á hlutun- um. Hér á árunum voru vísindin sett í staðinn fyrir Guð. Það hefur aukið líkurnar á heimsendi. Þeir sem trúðu þessu - eða trúa enn - þeir hafa gert það af sér að nú efast allir um náttúruna og lífíð. Fyrir mér er hið stóra samhengi hið æðsta sem fyrirfinnst. Ég virði þetta fyrir mér og reyni að ná útúr því smá póesíu. Ég hlusta lítið á hvað fræð- ingarnir segja. Þeir hafa búið til þennan hroll sem ég fínn að kominn er, af því að hið óhugsanlega er orðið hugsanlegt. Tæknihrokinn er kuldalegur. í þessari „þróun“ kýs ég að vera sá sem situr úti á steini og horfir upp í himininn og raular. Stundum finnst mér eins og tækni- þróunin sé notuð til að skilja ekki heiminn. Tilfinningar mannsins eru fjandakornið þær sömu, að mestu leyti. Þess vegna hef ég svo mikinn áhuga á gamalli list og frumstæðri list. Hér kemur andi mannsins fram. Hér eru ekki andlausir tæknimenn á ferðinni. Ég fór til sjö borga í Hollandi og Belgíu í hitteðfyrra. Sá fjölda af söfnum og kirkjum. Þá fann ég ákaflega sterkt í hvaða samhengi ég á heima, hvaðan mín málarahefð kemur. Ég fæ tár í augun þegar ég sé Saenredam og Willem Kalf og Heda og Ruisdael (störfuðu allir á fyrri hluta sautjándu aldar). Alla þessa guðdómlegu Niðurlendinga með einlægnina sína. Það er alltaf eins og þeir máli til þess að skilja betur. Og þegar þeir hafa skilið dásemdina í hversdagslegum hlut- um skila þeir henni til okkar sem póesíu í litum og formi. Svona ferð endist mér alla ævi enda er ég enn að sjóða súpu úr því efni sem ég fann í Niðurlöndum.“ Satt segir þú, það er með sanni undursamleg veizla að ferðast borg úr borg og skoða kirkjur og söfn, jafnvel kirkjugarða, blanda sér svo í iðandi mannlífið og fá sér einn gráan og annan bláan. Og vegna þess að þú minnist á guðdóminn, dettur mér í hug það sem kvik- myndaleikstjórinn frægi Krzysztof Kieslowski, sem fær Sonning-verð- launin í ár, sagði m.a. i viðtali. „Fyrst og fremst álít ég að kvik- mynd sé ekki list. Það kemur mjög sjaldan fyrir, - en þó mjög, mjög sjaldan. Hægt er að telja það á fingrum annarrar handar, kannski báðum höndum. List er eitthvað háleitara en kvikmynd. Kvikmynd er frumstætt verkfæri. Það eru dýpstu tilfinningar mannsins sem skapa list, og það er með sömu djúpu tilfinningum sem við meðtökum hana. Og hvað varðar miðla er sjálft orðið mikilvægast, því það er svo sveigjanlegt, það má móta það, það sigtar frásögnina og eykur andagiftina. Málaralistin gef- ur einnig hugarfluginu meiri víddir en kvikmyndin. Hún opnar fyrir skilgreiningar. Málarinn hefur sitt litaspjald, hann hefur sína liti, hann hefur sinn pensil, hann umformar veruleikan og gerir hann að sínum veruleika. Og það hjálpar skoðand- anum til að setja sig í spor málar- ans og byggja upp nýjan og per- sónulegan veruleikaheim." „Ég bý steinsnar frá Aðaljárn- brautarstöðinni í Kaupmannahöfn, og mér finnst það vera mikið og dásamlegt undur að geta farið yfir götuna og inn í járnbrautarlest að kveldi; vakna svo í Achen, fá mér kaffi, og verið kominn á safnið í Brúgge fyrir hádegi. Þegar komið er inn á Memling-safnið blasir við eikartunna, sem á stendur: „Lichen islandicus", og útleggst „íslenzk fjallagrös". Safnhúsið var nefnilega spítali í nokkrar aldir og þeir þarna „ hafa flutt inn C-vítamín frá Fróni. Söfnin í Brúgge, Gent, Antwerpen, Rotterdam, að ógleymdri Amster- dam, eru ómetanleg. Sonur okkar, þrettán- ára, hafði líka gaman af ferðinni. Ég hugsa að hann muni best eftir Hieronymus Bosch í dag. Þessir Niðurlendingar voru breyskir, en líka trúaðir. Þeir mál- uðu leikaraskap, himnaríki og hel- víti jöfnum höndum. Þeir mála ekki i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.