Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
ATVINNA/RAÐ/SMA
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU/\( JGLYSINGAR
Bakarí
Eitt af stærri bakaríunum í Reykjavík óskar
að ráða góðan fagmann til starfa sem fyrst.
Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar
Mbl., merktum: „ÞE-11720", fyrir 16. maí.
Kvikmyndatöku-
maður
Kvikmyndatökumaður eða maður, vanur
klippingu og samsetningu myndefnis, óskast
til starfa.
Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „K - 4790“, fyrir 12. maí.
Sjúkraþjálfarar
Gigtarfélag íslands óskar eftir sjúkraþjálfur-
um til starfa sem verktaka frá 1. júní eða
eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari í síma
35310 fyrir hádegi.
Umsóknir óskast sendar á Gigtlækningastöð
Gigtarfélags íslands, Ármúla 5, fyrir 16. maí.
Auglýsingahönnun
Stórt útgáfufyrirtæki í borginni óskar að
ráða hönnuði til starfa við auglýsingagerð.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 22. mai nk.
GuðniTónsson
RÁÐCJÓF b RÁÐN I NCARhjÓN LlSTA
TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Kvenfataverslun
í miðbænum óskar eftir starfskrafti strax,
vönum verslunarstörfum. Æskilegur aldur
30-50 ár. Vinnutími frá kl. 12.00-17.00 fimm
daga vikunnar.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
14. maí, merktar: „KÖ - 400“.
Matreiðslumaður
Matvælafyrirtæki í Kópavogi óskar eftir mat-
reiðslumanni í sumar.
Vinnutími frá kl. 05 til ca 14.00.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „M - 14793“, fyrir föstudaginn
13. maí nk.
Bakari
Óskum að ráða bakara til starfa hjá stönd-
ugu brauðgerðarfyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið:
Yfirumsjón og stjórnun vöruþróunarverkefna
og nýsköpun í brauðgerð.
Við leitum að lærðum bakara. Viðkomandi
þarf að vera hugmyndaríkur, hafa frumkvæði
og geta starfað sjálfstætt.
Starfreynsla æskileg.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Bakari 151", fyrir 14. maí nk.
Haevangurh if
Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir |
Securitas hf.
Ræstingar - afleysingar
Ræstingadeild Securitas hf. leitar að nokkr-
um harðduglegum, samviskusömum og
þjónustulunduðum einstaklingum, eigi yngri
en 25 ára, sem geta tekið að sér fjölbreyttar
afleysingar sem framtíðarstarf.
Vinnutími er eftir kl. 16.00 virka daga auk
óreglulegrar helgarvinnu. Viðkomandi þarf
að ráða yfir bifreið.
Áhugasamir leggi inn handritaðar umsóknir
á auglýsingadeild Mbl. fyrir miðvikudaginn
11. maí, merktar: „Securitas - ræstingar".
Akureyrarbær
Forstöðumaður
Þjónustumiðstöðinni íHlfð
Öldrunardeild Akureyrarbæjar auglýsir hér
með til umsóknar stöðu forstöðumanns í
Þjónustumiðstöðinni í Hlíð. Á heimilinu eru
um 45 íbúar, flestir á dvalarheimilisgjöldum.
Einnig er þar dagvist með 12 rýmum. í stöðu
forstöðumanns kemur til greina að ráða
hjúkrunarfræðing, félagsráðgjafa eða iðju-
þjálfa.
Upplýsingar um starfið gefur deildarstjóri
öldrunardeildar í síma 96-27930, og um kaup
og kjör gefur starfsmannastjóri Akureyrar-
bæjar í síma 96-21000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.
Deildarstjóri öldrunardeildar.
T ónlistarskólastjóri
Staða skólastjóra við tónlistarskólann á
Kirkjubæjarklaustri er laus til umsóknar.
Milli 30 og 40 nemendur stunda nám við
skólann og er m.a. kennt á hljómborðshljóð-
færi, málmblásturshljóðfæri, strengjahljóð-
færi og blokkflautur, auk tónfræðigreina.
Fyrir hendi er íbúðarhúsnæði og á Klaustri
er öll almenn þjónusta t.a.m. grunnskóli, leik-
skóli, heilsugæsla, verslun, hótel og banka-
útibú.
Hér er því kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk
sem vill breyta til og setjast að á rólegum
stað, sem rómaður er fyrir náttúrufegurð og
veðursæld.
Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar
um menntun og starfsreynslu, sendist til
skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10,
880 Kirkjubæjarklaustri, fyrir 1. júní nk.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma
98-74840 á skrifstofutíma.
Fjármálastjóri
Öflugt fjármálafyritæki f borginni, með fjöl-
breytta starfsemi óskar að ráða fjármála-
stjóra til starfa.
Starfssvið: Ber ábyrgð á daglegum rekstri
stjórnunarsviðs, yfirumsjón með áætlana-
gerð og fjármálastýringu, bókhalds- og upp-
gjörsmálum, sér um starfsmannamál, hús-
næðismál, tækni og tölvumál.
Leitað er að viðskiptafræðingi, hagfræðingi
eða lögg. endurskoðanda. Algjört skilyrði
að viðkomandi hafi víðtæka starfsreynslu á
fjármálasviði ásamt stjórnunarreynslu.
Launakjör samningsatriði.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 17. maí nk.
_ GitðmJónsson
• RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNU5TA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstra eða þroskaþjálfi óskast á leikskólann
Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Verkfræðingur
- tæknifræðingur
Verktakafyrirtæki óskar að ráða verkfræðing
eða tæknifræðing til starfa.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af
stjórnun verklegra framkvæmda.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 16. maí, merktar: „K - 11719“.
Laus störf
1. Innflutningsfyrirtæki með rafbúnað ósk-
ar að ráða rafmagnsverkfræðing/-tækni-
fræðing eða aðila með sambærilega
menntun í sölu, ráðgjöf og hönnun á lýs-
ingu og sjálfvirkum stýringum. Góð tungu-
málakunnátta.
2. Hugbúnaðarfyrirtæki óskar að ráða tölv-
unar- eða kerfisfræðing við nýsköpun og
þróun á kerfum. Unnið er með Power
Builder, SQL-gagnagrunn og í Windows
umhverfi.
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavördustíg 1a - 101 ReYkjavlk - Slmi 621355
Fóstrur
Yfirfóstra óskast á leikskólann Hvamm.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 650499.
Yfirfóstra óskast á leikskólann Hlíðarberg.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 650556.
Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar
um störfin í síma 53444.
Félagsmálastjórinn íHafnarfirði.
Hjúkrunarfræðingar
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar
eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í fast starf
nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Mjög góð vinnuaðstaða er í nýlegu húsnæði.
Á sjúkradeild, ásamt fæðingardeild, eru 32
rúm, auk þess er rekin 11 rúma þjónustu-
deild í tengslum við sjúkrahúsið.
Ódýrt húsnæði er í boði og aðstoð veitt við
flutning á búslóð.
í Neskaupstað er leikskóli og dagheimili,
tónskóli, grunnskóli og framhalds- og verk-
menntaskóli. Veðursæld er rómuð og fjöl-
breyttir möguleikar til tómstundaiðkana eru
fyrir hendi.
Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma
97-71403 eða framkvæmdastjóra í síma
97-71402, sem gefa allar nánari upplýsingar.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumar-
afleysinga.
Framkvæmdastjóri.