Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
eftir Huldu Valtýsdóttur, formann menningar-
mólefndar Reykjavíkurborgar.
MENNINGARMÁL verða sífellt
fyrirferðarmeiri í daglegu lífi
nútímafólks og því mikilvægt að
borgaryfirvöld hlúi vel að þeim
málaflokki. Reykjavík gegnir for-
ystuhlutverki í menningarmálum
á Islandi, enda hefur stuðningur
borgarinnar við fjölþættar grein-
ar menningar aukist stórlega á
undanförnum árum. Sú aukning
birtist m.a. í því að fjárframlag
úr borgarsjóði til listrænnar
starfsemi á vegum borgarinnar
hefur þrefaldast á undanförnum
árum og fjárframlag til listaver-
kakaupa hefur tvöfaldast. Lista-
verkasafn Reylqavíkur er nú hið
umfangsmesta á Iandinu.
Hulda Valtýsdóttir
Fró Arbæjarsofni.
Morgunblaðið/Emelía
í Gerðubergi er
rekin f jölþætt
starfsemi sem
tengist ýmsum
hliðum menning-
ar og félagslífs.
Safn Ásmundar
Sveinssonar
myndhöggvara
hefur verið aukið
að stærð og húsa-
kynnin endur-
bætt.
Aðalsafn Borgar-
bókasaf nsins mun
innan skamms
flytja í nýtt hús-
næði við Aðal-
stræti.
Helstu menningarstofnanir
sem reknar eru á vegum
Reykjavíkurborgar eru:
Kjarvalsstaðir, Borgar-
bókasafn, Arbæjarsafn, Gerðuberg
og Ásmundarsafn. Málefni þessara
stofnana eru tekin fyrir á fundum
* menningarmálanefndar ásamt öðr-
um sem snerta lista og menningar-
mál.
Auk þessara fyrrnefndu stofn-
ana er Borgarleikhús rekið að lang-
mestu leyti með framlagi frá borg-
arsjóði.
Starfsemin á Kjarvalsstöðum
hefur tekið nokkrum breytingum á
síðustu árum. Útleigu sýningarsala
hefur verið hætt en tekinn upp sá
háttur að listamönnum er boðið til
sýningarhalds sér að kostnaðar-
lausu. Hefur sú breyting mælst vel
fyrir enda aukið framboð á sýning-
arsölum til leigu í borginni.
í tengslum við sýningar á Kjarv-
alsstöðum eru gefnar út vandaðar
listaverkabækur, efnt er þar til tón-
leika og staðið að kynningu á ljóð-
um. Þá hefur og verið stofnað til
safns um íslenskan arkitektúr sem
ætlað er að safna heimildum um
síðari tíma húsagerðarlist.
Til nýjunga telst að tekið hefur
verið upp samstarf milli Kjarvals-
staða og Endurmenntunarstofnun-
ar Háskóla íslands um námskeið
þar sem íjallað er um sögu nútíma-
listar og arkitektúr. Vegna mikillar
aðsóknar er ákveðið að endurtaka
námskeiðið á hausti komanda.
Aðalsafn Borgarbókasafnsins
mun flytja í nýtt húsnæði við Aðal-
stræti innan skamms. Með stað-
setningu þess við Ingólfstorg í
hjarta borgarinnar og hagræðingu
húsnæðis má gera ráð fyrir að
starfsemi þess muni eflast til muna
og hægt verði að fitja upp á ýmsum
nýjungum, sem gera það enn virk-
ara í borgarlífinu. Útibú frá
Borgarbókasafni eru 5 talsins á víð
og dreif um borgina. Auk þess rek-
ur Borgarbókasafn 2 bókabíla,
þjónustu, sem heitir Bókin heim,
og sérstaka þjónustu við ýmsar
stofnanir borgarinnar. Nú er verið
að ljúka við hönnun á 6. útibúinu
í Grafarvogshverfi.
Árbæjarsafn hefur mjög fært út
kvíarnar á undanförnum árum og
notið vaxandi vinsælda borgarbúa.
Þaðan er haldið úti uppgreftri forn-
minja og rannsóknum á sögu og
varðveislu gamalla muna. Safnið
hefur húsavernd á sinni könnu og
þar hefur verið skrásett mikið ljós-
myndasafn. Staðið er að útgáfu þar
sem fjallað er um efni sem tengj-
ast safninu og þar eru haldnar sýn-
ingar um ákveðið þema á hverju
ári. Á sumrin er boðið upp á sér-
staka dagskrá fyrir alla aldurs-
hópa.
I Gerðubergi er rekin fjölþætt
starfsemi sem tengist ýmsum hlið-
um menningar og félagslífs. Hæst
ber tónleikahald sem einsöngvarar
og einleikarar setja svip á. Tónleik-
arnir hafa verið haldnir í samvinnu
við Ríkisútvarpið og efni þerira síð-
an gefið út á geisladiski.
Safn Ásmundar Sveinssonar
myndhöggvara hefur verið aukið
að stærð og húsakynnin endur-
bætt. Mörg verka hans, stór og
smá, hafa verið steypt í varanlegt
efni og afsteypur gerðar af minni
verkum. Sala á afsteypum hefur
létt mjög undir með rekstur safns-
ins. Þar eru settar upp nýjar sýn-
ingar árlega á verkum Ásmundar.
í sumar verður gengið frá lóðinni
í kringum húsið.
Stofnað hefur verið til víðtæks
samstarfs við samtök listafólks í
öllum listgreinum og haldinn hefur
verið fyrsti kynningarfundur með
fulltrúum þeirra. Akveðið var að
halda slíkum fundum áfram með
reglubundnum hætti.
Á gjaldalið borgarsjóðs eru veitt
um 5% til menningarmála að jafn-
aði en það hlutfall er álíka og í
öðrum höfuðborgum á Norðurlönd-
um. Árið 1994 eru áætlaðar tæp-
lega 560 milljónir af heildarútgjöld-
unum sem eru alls um 13 milljarð-
ar.
Ástæða er til að fagna því að
tillaga Sjálfstæðisflokksins í borg-
arráði um að Reykjavíkurborg skuli
sækja um útnefningu sem menn-
ingarborg Evrópu árið 2000 var
samþykkt samhljóða. í framhaldi
þess er nauðsyn að gera nánari
grein fyrir hvað í slíkri útnefningu
felst og hvílíkur ávinningur það
væri fyrir ísland og íslendinga að
hljóta það hnoss. En frekari útlist-
anir verða að bíða betri tíma.
Hlutverk þeirra menningarstofn-
ana sem reknar er af Reykjavíkur-
borg er í höfuðatriðum þetta: 1.
söfnun, 2. varðveisla, 3. úrvinnsla,
4. rannsóknir, 5. útgáfustarfsemi.
Þess utan er í verkahring þeirra
að halda skrá yfir listaverk og safn-
gripi í eigu borgarinnar — viðhalda
safngripum, halda uppi safn-
kennslu fyrir yngri borgara sem
eldri, standa að tónleikahaldi, fyrir-
lestrum, námskeiðum, skipuleggja
og samræma sýningar á vegum
borgarinnar og efla samskipti við
erlend söfn og menningarstofnanir.
Sú starfsemi hefur aukist til muna
á undanförnum árum og markvisst
hefur verið unnið að því að kynna
íslenska list erlendis, bæði nútíma-
list og list frá fyrri tímum. Ráð-
gerðar eru sýningar á verkum ein-
stakra listamanna á næstunni sem
og samsýningar á íslenskri sam-
tímalist í ýmsum löndum Evrópu .
Mjög hefur verið til umræðu
hvernig koma megi til móts við
íslenska listhönnun og listiðn í víð-
tækum skilningi og skapa þeim
greinum rými í reykvískum lista-
söfnum. Lausn á þeim málum er í
augsýn.
Þá er og hvatt til þess að hvers
konar sköpunarstarf fái meira svig-
rúm í skólum borgarinnar í mynd-
list, tónlist, söngmennt og Ieiklist.
Reykjavíkurborg veitir tvenn
starfslaun á hveiju ári, önnur til
eins árs, hin til þriggja ára.
Þá má geta þess að Reykjavíkur-
borg á og rekur tvær gestavinnu-
stofur fyrir erlenda listamenn í
Reykjavík. Aðsókn hefur verið afar
mikil og voru umsóknir á síðsta
ári um 500 talsins. Þess utan er
Reykjavíkurborg aðili að gesta-
vinnustofu fyrir íslenska listamenn
í París þar sem húsnæði er úthlut-
að til nokkurra mánaða í senn.
Reykjavíkurborg rekur sérstakt
ljósmyndasafn sem er gríðarmikið
að umfangi en þar er unnið að
skrásetningu mynda og Reykja-
víkurborg er aðili að rekstri Sinfó-
níuhljómsveitar íslands.
Korpúlfsstaðir
Árið 1989 var samþykkt sam-
hljóða í borgarstjórn að á Korpúlfs-
stöðum skyldi rísa alhliða menning-
armiðstöð og sérstök nefnd skipuð
til að íjalla um undirbúning. Nefnd-
inni til aðstoðar voru embættis-
menn og fulltrúar frá bygginga-
deild borgarverkfræðings.
Verkefnið er tvíþætt: Varðveisla
og endurbygging hússins að Korp-
úlfsstöðum og hönnun og skipulag
alhliða menningarstarfsemi innan-
húss.
Unnið var jöfnum höndum að
könnun og úttekt á steypu og burð-
arþoli af þar til kvöddum sérfræð-
ingum og fyrirkomulagi starfsem-
innar innanhúss.
Hönnunarvinnu er nú að mestu
lokið og hefur kostnaður við hana
staðist ágætlega. Hins vegar hefur
ekki verið tekin endanleg ákvörðun
um hvernig að endurbyggingu skuli
staðið. Frekari ákvörðun um fram-
hald hefur verið frestað um sinn
með tilliti til alvarlegs ástands í
atvinnumálum í borginni og því
eðlilegt að íjármagni borgarsjóðs
sé fyrst og fremst varið til að bæta
úr á þeim vettvangi.
Að lokum: Þeir sem nokkur
kynni hafa af því fjölþætta menn-
ingarstarfi sem rekið er á vegum
Reykjavíkurborgar geta varla ann-
að en glaðst yfir auknum áhuga
almennings á þessum málaflokki.
Það er mikilvægt að við sinnum
menningarhlutverki okkar af reisn
— bæði hérlendis og í samfélagi
þjóðanna — enda viljum við tengja
tilveru okkar menningararfinum.
Mér fínnst ástæða til þess í til-
efni þessara skrifa að benda á það
öfluga starf sem nú er rekið í menn-
ingarstofnunum borgarinnar og að
það er fyrst og fremst að þakka
þeim embættismönnum sem þar
eru í forsvari og starfsmönnum
þeirra, enda hefur aðsókn aukist
jafnt og þétt.
Þar eru fólgnir lyklarnir að far-
sælu menningarlífi í Reykjavík
samhliða vaxandi áhuga borgar-
stjórnarmeirihlutans á þeim mála-
flokki.