Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 21 ATVINNUAUGi YSINGAR Afleysingastörf Fiskistofa óskar eftir að ráða 5 starfsmenn til sumarafleysinga í veiðieftirliti frá 1. júní nk. til loka september nk. Umsækjendur verða að hafa skipstjórnar- réttindi og reynslu í stjórnun fiskiskipa. Enskukunnátta er nauðsynleg. Umsóknir berist veiðieftirliti Fiskistofu, Ingólfsstræti 1,150 Reykjavík, fyrir 15. maí nk. Fiskistofa. Fræðsluskrif- stofu Suðurlands Lausar stöður við grunnskóla í Suðurlandsumdæmi. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Staða skólastjóra við Grunnskóla Gaulverjabæjarhrepps. Stöður kennara: Kirkjubæjarskóla, Víkurskóla, meðal kennslugreina enska, samfélagsgreinar. Grunnskólann íSkógum, Hvolsskóla, meðal kennslugreina myndmennt, tónmennt, íþróttir, almenn kennsla. Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður framlengist til 22. maí. Barnaskólann Vest- manneyjum, meðal kennslugreina tónmennt, hannyrðir, líffræði. Hamarsskóla Vestman- neyjum, meðal kennslugreina eðlisfræði, stærðfræði, tónmennt. Sandvíkurskóla Sel- fossi, Sólvallaskóla Seifossi, Grunnskólann Hveragerði, Grunnskóla Austur-Landeyja- hrepps, Fljótshlíðarskóla, Grunnskólann Hellu, kennsla yngri barna. Grunnskóla Djúp- árhrepps, Grunnskólann Stokkseyri, meðal kennslugreina íslenska, danska, enska, myndmennt. Barnaskólann Eyrarbakka, Grunnskóla Villingaholtshrepps, Reykholts- skóla Biskupstungum, Grunnskólann Þor- lákshöfn, meðal kennslugreina smíðar. Umsóknir berist viðkomandi skólastjóra. Fræðslustjóri. Frá fræðslustjóra Vesturlands- umdæmis Lausar eru til umsóknar stöður grunnskóla- kennara við Grunnskóla Borgarness. Kennslugreinar: Heimilisfræði, íþróttir. Umsóknarfrestur er til 5. júní 1994. Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýst- ar stöður grunnskólakennara framlengist til 25. maí 1994. Brekkubæjarskóla, Akranesi: Kennsla í sérdeild fatlaðra. Heiðarskóia, Leirársveit: Heimilisfræði. Grunnskólann Hellissandi: Almenn bekkjarkennsla, íþróttir. Grunnskólann Ólafsvík: Almenn kennsla, handmennt, heimilisfræði, tónmennt. Grunnskólann Grundarfirði: Kennsla yngri barna, enska, hannyrðir, heim- ilisfræði, íþróttir, myndmennt, raungreinar. Grunnskólann Stykkishólmi: Almenn bekkjarkennsla. Grunnskólann Búðardal: Eðlisfræði, líffræði, íþróttir. Laugaskóla, Dalasýslu: Almenn kennsla, handmennt. Umsóknir skal senda til skólastjóra viðkom- andi skóla, en þeir veita allar nánari upplýs- ingar. Fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis. Upplýsingafulltrúi - hlutastarf - Þjónustustofnun óskar að ráða, sem verk- taka, háskólamenntaðan starfsmann í u.þ.b. 8-10 tíma starf á viku. Starfið felst í umsjón með efnisöflun, gerð kynningar og upplýsingaefnis til nota innan og utan stofnunarinnar, umsjón með bóka- safni o.fl. sérverkefnum. Leitað er að skipulögðum aðila með góða íslenskukunnáttu. Gæti verið tilvalið fyrir heimavinnandi einstakling, bókasafnsfræð- ing eða blaðamann. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir milli kl. 9 og 12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Upplýsingamál", fyrir 17. maí nk. RÁÐGARÐURhf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRAÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688 Frá Fræðsluskrif- stofu Austurlands- umdæmis Lausar stöður við eftirtalda grunnskóla í Austurlandsumdæmi. Umsóknarfrestur er til 8. júní 1994. Stöður skólastjóra við grunnskólana á Bakkafirði og á Eiðum. Kennarastöður við eftirtalda grunnskóla: Grunnskóla Reyðarfjarðar: Meðal kennslugreina; mynd- og tónmennt. Grunnskólinn Eiðum: Almenn kennsla; meðal kennslugreina; stærðfræði, náttúrufræði, enska og íslenska. Nesjaskóli: Kennsla yngri barna og almenn kennsla eldri barna. Hafnarskóli: Meðal kennslugreina; sérkennsla og hand- mennt. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður framlengist til 24. maí 1994. Seyðisfjarðarskóli: Meðal kennslugreina; sérkennsla, hand- mennt, íþróttir og náttúrufræði. Grunnskólar í Neskaupstað: Almenn kennsla, meðal kennslugreina; hand- mennt. Grunnskóli Eskifjarðar: Almenn kennsla, meðal kennslugreina; heim- ilisfræði og smíðakennsla. Grunnskólinn Bakkafirði: Almenn kennsla. Vopnafjarðarskóli: Meðal kennslugreina; sérkennsla. Brúaráskóli: Almenn kennsla og handmennt. Grunnskólinn Borgarfirði: Almenn kennsla. Egilsstaðaskóli; Almenn kennsla; meðal kennslugreina; smíðakennsla og íþróttir. Alþýðuskólinn Eiðum: Meðal kennslugreina; íslenska, enska, stærðfræði og viðskiptagreinar. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Meðal kennslugreina; danska, myndmennt, handmennt og stuðningskennsla. Grunnskólinn Djúpavogi: Kennsla yngri barna, raungreinar eldri barna, myndmennt, íþróttir og smíðakennsla. Upplýsingar veita viðkomandi skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra. FræðslustjóriAusturlandsumdæmis. aai ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA Sumarstarfsfólk Atvinnumiðlun námsmanna útvegar fyrir- tækjum og stofnunum sumarstarfsfólk. Öll störf eru vel þegin hvort sem er til lengri eða skemmri tíma. Fjöldi námsmanna á skrá með margvíslega menntun og reynslu. Skjót og örugg þjónusta. Atvinnumiðlun námsmanna, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, sími 621080. Leikskólar Reykjavíkurborgar Lausar eru til umsóknar fóstrustöður á neðangreinda, nýja leikskóla: Lindarborg v/ Lindargötu og Funaborg v/Funafold. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dagvistar barna. Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur viðkom- andi leikskóla- og deildarstjóri fagdeildar í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESI Stuðningsfjölskyldur Svæðisskrifstofa Reykjaness um málefni fafl- aðra óskar eftir að komast í samband við einstaklinga og fjölskyldur á stór-Reykja- víkursvæðinu, sem gætu veitt fötluðum börn- um og aðstandendum þeirra stuðning. Stuðningur felur í sér að taka að sér fatlað þarn eða ungmenni og annast það í 3 sólar- hringa á mánuði eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Svæðis- skrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópa- vogi, í síma 641822. Hveragerðisbær Félagsmálastjóri Hveragerðisbær óskar eftir að ráða félags- málastjóra frá og með 1. júní nk. Félagsmálastjóri Hveragerðisbæjar hefur umsjón með allri félagslegri þjónustu og starfar í nánu samstarfi við Grunnskóla Hveragerðis. Félagsmálastjóri hefur umsjón með félagslegum íbúðum auk þess sem hann hefur stjórnunarskyldur á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Leitað er eftir einstaklingi með menntun á sviði félagsráðgjafar og/eða starfsreynslu á skyldu sviði. Lögð er áhersla á að félagsmála- stjóri hafi einnig reynslu á sviði stjórnunar og geti tekið þátt í stefnumarkandi verkefn- um undir umsjón bæjarstjórnar og bæjar- stjóra. Umsóknir sendist bæjarskrifstofum í Hvera- gerði, Hverahlíð 24, 810 Hveragerði, sími 98-3 40 00, fyrir 20. maí nk. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Bæjarstofnanir í Hveragerði eru reyklausir vinnustaðir. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri og skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar. Bæjarstjórinn í Hveragerði, Hallgrímur Guðmundsson. ma*m*mxmHmmmmmmmrmMamammmummamHmm&mmmmmmmmammmmmmmmmmmmmKmmmmmmemmmmmmmmnn<mmemuiœímmm'tii'immmmnmnmmmBmmmmmmm ............ ....... im m r-1— im nmmn n m ,,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.