Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994 C 3 Lia Frey-Rabine sem Brynhildur á æfingu var fastráðin við óperuna í Bern í Sviss og óperuhúsin í Flensburg, Niirnberg, Hagen og Frankfurt í Þýskalandi 1973 -1985. Síðan þá hef- ur hún komið fram í fjölda óperu- húsa víðsvegar í Evrópu. Eftir 1983 hafa hlutverk hennar eingörfgu verið dramatísk sópranhlutverk, þ.á m. Brynhildur í öllum óperum Niflunga- hringsins. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir list sína, m.a. fyrir túlkunina á Brynhildi í upp- færslu John Dew á Niflungahringn- um í Þýskalandi. Hún er heiðursfé- lagi í Wagnerfélaginu í Freiburg í Þýskalandi. „Ég byijaði að syngja Wagner árið 1983. Þá hafði ég sungið öll helstu sönghlutverk í Verdi- og Pucc- ini-óperum fyrir unga dramatíska söngkonu. Ég byijaði á Elísabetu í Tannhauser. Þegar John Dew bauð mér hlutverk Brynhildar var það eins og opinberun fyrir mig. Þetta var í rauninni það sem mig hafði alltaf langað til að gera og það reyndist mér auðvelt. Því þróaðist ég smám saman út úr þeirri raddgerð sem ég áður var skipuð í. Þá hafði ég verið fastráðin við óperuhúsið í Haag en ég kvaddi mín fyrri hlutverk 1983 og hef síðan haldið mér við þessa rödd.“ - Rödd og manngerð Brynhildar? „Það er mjög erfítt að aðgreina sönginn og persónluleikann. Wagner skrifaði frábærlega fyrir raddir. Mér líður vel að syngja þessa tónlist, hún er rökrétt og fagurlega samin. Eins og ön mikil tónskáld skrifaði Wagner allt inn í tónlistina. Ef þú syngur það sem hann samdi þá er tilfinningin til staðar. En fyrir mér er Brynhildur lang áhugaverðasta hlutverkið í öllu höfundarverki Wagners. Hún þróast frá því að vera ung og áhyggjulaus, gegnum gelgjuskeiðið er hún hittir Sigurð til þess er hún þroskast og verður fullorðin. Hún missir guðdóm sinn og verður mannleg, en býr þó yfir fyrri þekkingu. Er hún gerist manneskja fínnur hún vakna með sér mjög viðkvæmar tilfinningar sem hún hefur aldrei fundið fyrir áður. Þegar hún verður fyrir svikunum að lokum í Ragnarökum þá nær hún fullum þroska. Hlutverkið er sann- kallaður þroskaferill, þar sem ég fínn nýjar víddir í sjálfri mér. Þórhildur leikstjóri hefur komið með hárréttar athugasemdir um þroska Brynhildar sem hafa snert mig að hjartarótum og opnað mér enn nýja sýn á hlut- verkið. Ég var svo glöð yfir að hún skyldi skynja á sama hátt og og ég hvar lykillinn að þroska Brynhildar sem konu liggur. Ég elska texta Wagners og finnst ég stundum svolít- ið einmana í hvernig ég skynja hann. Þýska er mitt annað tungumál." Lia Frey-Rabine tók að sér hlut- verk Brynhildar hér fyrirvaralaust í forföllum Önnu Linden. „Það var hringt í mig fyrir viku og ég spurð hve hratt ég gæti kom- ið mér til íslands að syngja Bryn- hildi. Ég kom í fyrradag. Mig hefur alltaf dreymt um að koma til Is- lands. Faðir minn las fyrir mig goða- fræði þegar ég var smábarn. Ég hafði líka gaman af Grikkjunum og Rómverjunum en ég varð hugfangin af norrænu goðafræðinni. Og ung varð ég hrifin af tónlist Wagners. Þegar ég eltist uppgötvaði ég aðrar norrænar bókmenntir eins og Sigrid Undset. Það er mikið af fólki af nor- rænum uppruna í heimabæ mínum, Minnesota. Því kynntist ég og kann alltaf vel við hugsanagang Norður- landabúa. Hingað komin líður mér eins og heima hjá mér. Það er undar- leg tilviljun að þegar við bóndi minn héldum í brúðkaupsferðina frá Evr- ópu til Bandaríkjanna þá flugum við með Loftleiðum, því það var ódýrast. Við ákváðum að láta gamlan draum rætast og bóka vikudvöl á Islandi á Í Niflungahringnum notar Wagner tvœr meginsögur úr norrænni goóa- fræói og hetjusög- um, annars vegar söguna aff upphafi og endi veraldar, sem er varóveitt i Völuspá, og hihs vegar söguna um Siguró Fáfnisbana heimleiðinni. En þegar við lentum í Keflavík var rigningarsuddi, kuldi og slæm veðurspá fyrir alla vikuna svo okkur var ráðlagt að koma frek- ar seinna. Nú rættist það loksins hvað mig varðar." - Tilfínningar þínar gagnvart Wagner? „Eg tel að tónlist Wagners sé hafin yfír allt það sem stjómmála- menn Þriðja ríkisins undir Hitler gerðu úr henni. Það verður að taka skrif hans með fyrirvara. Hann var tækifærissinni. Hann var oft ómyrk- ur í máli gagnvart gyðingum en fyrsti hljómsveitarstjóri hans var gyðingur. Hann var ekki alltaf sjálf- um sér samkvæmur. Ég hef valið að láta það ekkert rugla mig hvað stjórnmálamenn hafa gert úr honum. Tónlist hans og gullfallegur texti eru það eina sem máli skiptir. Tónlistin er sniðin fyrir mig og manngerðirnar eru mér að skapi. Sem áhugamaður um sálfræði fínnst mér þemun í verk- um hans merkileg. Ég er ekki að segja að það finnist ékki dýpt í per- sónum annarra tónskálda en ég mér finnst að list Wagners komi mér meira við en nokkurs annars tón- skálds, nema kannski Strauss. Ég á í vandræðum með persónur sem þroskast lítið. Kannski er það nor- rænni skapgerð minni og uppeldi að kenna. Brynhildur, ísold og Senta eru konur sem ég á auðvelt með að túlka. Elsa er eina Wagnertýpan sem ég hef ekki samúð með enda hentar ’nún ekki minni rödd. Adelía í Grímu- ballinu og Elísabet í Don Carlos eru erfíðari viðfangs fyrir mína skap- gerð. Þó elska ég Verdi. Annars er þetta hin aldagamla spurning um hvort kom fyrr, hænan eða eggið - ég veit ekki hvort raddgerðin mótar skapgerðina eða öfugt. Allt er þetta þó samtvinnað." - Og hvað er næst á dagskránni hjá Lia Frey-Rabine? Ragnarök í Wiesbaden og ný uppfærsla á þeim í Dortmund, sem frumsýnd verður í ágúst eða septem- ber, en þar höfum verið að vinna okkur gegnum Niflungahringinn í nokkur ár. í vor sýnum við svo allar óperur Niflungahringsins ásamt Fid- elio.“ Sigurður Fáfnisbani Ungverski tenórinn Andras Moln- ár túlkar Sigurð Fáfnisbana í sam- nefndri óperu og Ragnarökum. Hann hefur verið fastráðinn við ungversku ríkisóperuna frá 1978. Auk þess að syngja fjölda hlutverka í heimalandi sínu hefur hann verið gestasöngvari víða í Evrópu. Síðast söng hann Flor- estan í Zurich og tenórhlutverkið í 9. sinfóníu Beethovens í London und- ir stjórn Harnoncourt. Á einsöngs- plötu hans eru lög úr ýmsum óperu- uppfærslum, sem hann hefur sungið .Wagner nýtur sannarlega vin- sælda í Ungveijalandi. Allar Wagn- eróperurnar hafa verið fluttar þar og eru oft á döfínni. Ég hef sungið öll tenórhlutverkin í Wagneróperun- um, var síðast að syngja hlutverk Sigmundar og mun bæði syngja hlut- verk hans og Sigurðar næsta vetur. Ég er Wagnertenór en syng jafn- framt í óperum Verdis og Puccinis. Hlutverk Sigurðar er erfítt bæði hvað varðar texta og söng, en glíman við iað er skemmtileg. í Búdapest syngja heimamenn á ungversku en gesta- leikarar á þýsku. Ég nýt þess að vera hér í þessu fallega landi þó ís- lenskan sé óskiljanleg. Reynsla mín af vinnunni hér er mjög ánægjuleg. íslenskir söngvarar eru á heimsmæli- kvarða enda syngja þeir í góðum óperuhúsum víða um heim.“ Óðinn Bandaríski bassa-baritónninn Max Wittges hefur sungið í ýmsum óperuhúsum í Bandaríkjunum og Kanada og síðast í óperunni í Nice í Frakklandi. Hér fer hann með hlut- verk Óðins í fyrsta sinn í Rínargull- inu og Valkyijunum. Aðspurður um reynslu af Wagner kveðst hann hafa sungið Hollendinginn fljúgandi og í Niflungahringnum bæði Þór í Rínar- gullinu og Gunnar í Ragnarökum. „Hlutverk Óðins er óskahlutverk og eitt þeiira sem þú vinnur þig lengi í áttina að. Það er dásamlegt að fá tækifæri til að glíma við hann og lifa sig inn í þroskaferil hans. Radd- lega er þetta hlutverk þannig að hægt er að vinna að því oft og lengi og finna stöðugt nýjar leiðir í túlkun- inni. Hlutverkið kemur mér sífellt á óvart. Það krefst mikils úthalds enda liggur Óðni mikið á hjarta. Tónlist Wagners er gullfalleg, en hlutverk Óðins er langt, einkum í óstyttri út- gáfu. Það er einstök upplifun að vera hér, líta út um gluggann til sjávar og hugsa til þess að hér fæddust þessar sögur. Ég skrapp til Þingvalla um daginn og þegar ég leit þessi fögru fjöll, sem umvafin voru þoku- mistri, gat ég séð fyrir mér að á einu þeirra hefði Valhöll sómt sér vel. Það er sérstök reynsla að vera á staðnum þar sem allir þekkja sögu Hringsins. Sagan er flókin og fjarlæg fyrir marga Evrópubúa, en hér vinn ég með fólki sem allt þekkir söguna frá upphafi og þarf ekki útskýringa við. Þetta er hluti af arfleifð ykkar og það fínnst mér uppörvandi og það gefur mér óviðjafnanlegan innblást- ur. Mér finnst vinnan við uppfærsluna ganga mjög vel og allir virðast vel undirbúnir. íslensku söngvararnir eru frábærir enda eru margir þeirra orðnir viðurkenndir í evrópskum óperuhúsum. Þeir koma heim til að syngja fyrir landa sína og það er alltaf gott. Það er úrvalsfólk sem situr við stjórnvölinn, hljómsveitar- stjórinn Alfred Walter er dásamlegur og Þórhildui' hefur sýnt einstakan skilning á fornsögunum og hvernig Wagner hefur unnið úr þeim. Hún nýtir leikarana ótrúlega hugvitsam- lega í þvi að tengja sögurnar. Ég er mjög hamingjusamur með hvernig til hefur tekist. Islendingar mega vera stoltir af þessu framtaki. Þetta er þrekvirki.“ Diddú er í hópnum Sigrún HjáÍmtýsdóttir syngur hlutverk Freyju í Rínargullinu, Hjálmveigar í Valkyijunum og Igð- unnar (Waldvogel) í Sigurði Fáfnis- bana. „Ég hef aldrei sungið Wagner áður og ekki hlustað mikið á hann. Ég ætlaði að geyma mér það til betri tíma. Maður þarf að hella sér út í Wagner, bæði að hlusta á hann og lesa sér til um óperurnar. Efnið er það viðamikið og tónlistin stórbrotin og frábær. Ég hef náttúrulega kynnt mér það verkefni sem við erum að fást við núna, Hringinn. Ég vissi fyrir að hann væri byggður á nor- ræniri goðafræði og tengdist menn- ingu okkar og hélt að það væru hæg heimatökin, en Wagner fer fijálslega með sögumar. Ég hef alltaf haft ákveðna ímynd um fólk sem fengist við Wagner og kallað það Wagner- ista. Þá hef ég bæði haft ákveðnar raddgerðir og manngerðir í huga. Mér fannst ég aldrei falla undir þessa fyrirsögn. En þegar maður fer að kynnast Wagner nánar þá kemur í ljós að hann skrifar fyrir venjulegt söngfólk eins og við emm. Það em bara burðarhlutverkin sem em mjög sérhæfð. Stíllinn er þó mjög sérstak- ur og þarf að laga sig að honum. En Wagner er svo magnaður að mann langar í meira. Ég var svo heppin að geta séð Valkyijurnar í Berlín um áramótin. Það var áhrifamikil sýning og flutn- ingurinn svo frábær að manni hund- leiddist í hléunum. Þannig er Wagn- er. Bæði áhugamenn og söngvarar sem hafa kynnt sér hann þeir krvfja hann ti! mergjar. Menn ánetjast hon- um og ég er ekki hissa því, tónlistin er svo stórbrotin. Það er svo margt í henni. Ég skil ekki hvemig svona lítill maður komst yfir að afkasta svona miklu. Það er frábært að vera að syngja með svona mörgum íslenskum ein- söngvumm í þessari ópem. Bæði fólkinu að utan og þeim Qölda söngv- ara sem em búsettir hér á landi og ekki hafa fengið að syngja sem skyldi því tækifærin em svo fá. Samt kom- ast auðvitað ekki allir að. Þegar við vomm öll samankomin á fyrstu hljómsveitaræfíngunni þá varð mér hugsað: Af hveiju er ékki hægt að byggja eitthvað yfir okkur? Nota okkur öll? Það em nú til nánast allar raddgerðir héma, ef við hefðum tækifæri til að þjálfa okkur upp sem óperusöngvara að staðaldri. Þetta er menningarglæpur að hafa ekki að- stæður fyrir okkur! Það er enginn fastráðinn söngvari á íslandi og hef- ur aldrei verið. Ég skil ekki af hveiju það er ekki, eins og við emm mikið notuð! Burtséð frá því finnst mér stórkostlegt að fá að vera með í þessu. Bæði vegna verkefnisins og hvað við emm mörg í því, fimmtán íslenskir einsöngvarar og þrír erlend- ir. Þetta er stórkostlegt!" Og Viðar kom að utan Viðar Gunnarsson hefur verið fastráðinn hjá Ríkisleikhúsinu í Wies- baden í fjögur ár og farið þar með mörg burðarhlutverk. Hann var fenginn heim til að fara með hlut- verk Regins í Rínargullinu, Fáfnis í Sigurði Fáfnisbana og Högna í Ragnarökum. „Ég er búinn að syngja allan Nifl- ungahringinn áður í Wiesbaden. Bæði hlutverkin þijú sem ég syng hér og hlutverk Hundings í Valkyij- unum svo ég var undir það búinn að koma heim fyrir þessa uppfærsiu. Það er sérstaklega gaman að geta tekið þátt í þessari uppsetningu hér. Wagner höfðar til mín. Ég hafði sungið Tannhauser í konsertupp- færslum hér heima en kynntist Wagner ekki náið fyrr en ég fluttist til Þýskalands. Það er afar sjaldan sem tækifæri gefst til að syngja með svo mörgum íslenskum söngvurum og það er af- skaplega gaman.“ - Hvað tekur við hjá þér að þess- ari sýningu lokinni? „Ég kem aftur heim i haust til að taka þátt í sýningunni á Valdi örlag- anna hér í Þjóðleikhúsinu. Það hlut- verk er ég reyndar líka búinn að syngja í Wiesbaden. í september held ég til Moskvu til að taka þátt i uppfærslu á 9. sinfóníu Beethovens sem jafnframt verður sjónvarpað beint um sjónvaipskerfi Evrópuþjóða eða Eurovision. Fimni eða sex hlut- verk bíða min í Wiesbaden á næsta ári. Ýmsar aðrar hugmyndir eni á döfinni en það er erfitt að fá frí.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.