Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994 C 11 Lúðra- sveita- tónleikar DAGANA 24., 26. og 28. maí halda Lindo Concert Band frá Odense Danmörku og Lúðra- sveit verkalýðsins tónleika í Kópavogi, Reykjavík og á Þor- láksvöku í Þorlákshöfn. Þriðjudaginn 24. maí í Lista- safni Kópavogs kl. 20 leika Lindo Conert Band, stjórnandi Anders Christensen, fimmtu- daginn 26. maí í Bústaðakirkju kl. 20. leika Lindo Concert Band og Lúðrasveit Verkalýðs- ins, stjórnendur Anders Christ- ensen og Malcolm Holloway. Laugardaginn 28. maí kl. 13 á Ingólfstorgi í Reykjavík leika Lindo Concert Band og Lúðra- sveit Verkalýðsins og þann sama dag leika Lindo Concert Band einnig á Þorláksvöku, Þorlákshöfn kl. 20. Aðgangur að öllum tónleik- unum er ókeypis. Morgunblaðið/Úlfar Reynir Ingason og Reynir Torfason Reynir Torfa- son með mál- verkasýningu ísafirði - Reynir Torfason fyrrum skipstjóri og núverandi starfsmaður Ísaíjarðarhafnar opnar málverkasýningu í húsi verkalýðsfélaganna við Pólgötu á laugardag. Við opnunina syngur Reynir Ingason nokkur lög við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur píanóleikara. Reynir Torfason er farinn að leggja nokkra stund á list- málun, eftir að hann kom alveg í land, en hann var fram undir fimmtugt sjómaður og lengst af skipstjóri á eigin báti. Hann hefur þegar haldið nokkrar sýn- ingar og er þegar farinn að undirbúa næstu sýningu sem verður í Eden í Hveragerði með haustinu. Reynir Ingason tenór hefur lært söng nokkur undafarin ár. Hann hefur haldið nokkra kon- serta auk þess sem hann er einsöngvari með Sunnukórn- um. málverkasýningin verður opnuð á laugardaginn klukkan 16. Tónleikar í Ytri-Njarð- víkurkirkju Á ANNAN í Hvítasunnu 23. maí kl. 17 mun Kór Ytri-Njarð- víkurkirkju halda tónleika í kirkjunni. Á efnisskránni eru bæði trúarleg og veraldleg lög. Með kórnum leikur lítil hljómsveit skipuð þeim Sigurði H. Guðmundssyni á gítar, Guð- mundi Vigfússyni á bassa og Ólafi Ingólfssyni á trommur, auk organista og stjórnanda kórsins Gróu Hreinsdóttur á píanó. Einsöngvarar verða Guðmundur Sigurðsson, Einar Júlíusson og Jóhanna Harðar- dóttir. Miðaverð er 1.000 krónur og verða miðar seldir hjá kórfélög- um fyrirfram, en einnig við inn- ganginn. Hlj ómsveitamót 1000 tónlistar- nemendur Norð- urlanda og kenn- arar sóttu mótið DAGANA 22.-24. apríl stóðu Sam- tök tónlistarskóla á Norðurlöndun- um fyrir hljómsveitamóti tónlistar- nemenda og fór mótið fram í bæn- um Kolding í Danmörku. Tæplega 1000 nemendur og kennarar sóttu mótið frá Finnlandi, Álandseyjum, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Fær- eyjum, Grænlandi og íslandi. íslensku þátttakendumir voru 90 talsins og mynduðu 3 hljómsveitir. Tvær þeirra voru sinfónískar, önnur frá Tónlistarskólanum á Akureyri undir stjórn Guðmundar Ola Gunn- arssonar og hin sameiginleg sin- fóníuhljómsveit tónlistarskólanna í Keflavík, Hafnárfirði, Garðabæ, á Seltjarnarnesi og Akranesi undir stjórn Bernharðar Wilkinsson. Sú fékk nafnið „IS-KOLD sinfóníu- hljómsveitin" (ísland og Kolding) og vakti nafnið mikla athygli. Þriðja íslenska hljómsveitin var Bossa Nova bandið frá Tónlistarskólanum á Seltjarnamesi. Mótið fór þannig fram að hljóm- sveitirnar léku víða um bæinn á laugardagsmorgni s.s. í verslun- armiðstöð bæjarins, kirkjum og víð- ar. Um eftirmiðdaginn héldu hljóm- sveitirnar síðan sjálfstæða tónleika í glæsilegri menningarmiðstöð bæj- arins, Kolding Teater. Skemmst er frá að segja að allar íslensku hljóm- sveitirnar stóðu sig með mikilli prýði og höfðu íslensku þátttakend- urnir af þessu mikla ánægju og lærðu mikið. Blaðamaður og ljósmyndari Kolding Folkeblad voru staddir í verslunarmiðstöðinni Kolding Storcenter og birtust meðfylgjandi myndir í blaði þeirra sunnudaginn 24. apríl sl. Þar má meðal annars sjá Alexöndru Kjeld, fíðlunemanda úr Garðabæ, Sturlaug Björnsson og Láru L. Magnúsdóttur, kontra- bassanemendur úr Keflavík. Á sunnudeginum fóru fram há- tíðartónleikar þar sem ein hljóm- sveit frá hveiju landi kom fram og lék Bossa Nova bandið fyrir íslands hönd og slógu piltarnir frá Seltjarn- arneskirkju þar rækilega í gegn. Lokaverkið á efnisskránni var syrpa sem Bud nokkur Lacey hafði sett saman af þessu tilefni og innihélt hún eitt þekkt lag frá hveiju Norð- urlandanna. Sameiginleg hljómsveit allra þátttakenda mótsins flutti verkið, samtals um 800 manns og var það tilkomumikill flutningur. íslenska lagið Hani, krummi, hund- ur, svín var notað en heldur þótti íslensku nemendum það kraftlítið í útsetningu Laceys. Þeir ákváðu því að syngja það með tilheyrandi takt- breytingum og áherslum við mikinn fögnuð viðstaddra tónleikagesta. Mánudeginum eyddi hluti hóps- ins í Kaupmannahöfn og það voru ánægðir en þreyttir ferðalangar sem komu heim að kvöldi mánu- dagsins. Norrænu skólastjórasamtökin NMR eiga miklar þakkir skildar fyrir að hafa staðið fyrir þessu móti, sem heppnaðist í alla staði mjög vel og gaf þátttakendum mik- ið. Fulltrúi Islands í NMR er for- maður Samtaka tónlistarskóla- stjóra, Lárus Sighvatsson skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akranesi. Dægurvísa í flutningi „Erlendar“ LEIKHÓPURINN „Erlendur“ flyt- ur leikþátt byggðan á skáldsögu Jakobínu Sigurðardóttur, Dægur- vísu, í leikstjórn Helgu E. Jónsdótt- ur mánudagskvöldið 30. maí. Leik- þátturinn verður fluttur í Þjóðleik- húskjallaranum á kvöldi Lista- klúbbsins kl. 20.30. Stuðst er við leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem hún vann ásamt höfundi fyrir Ríkisútvarpið. Verkið var frumflutt í maí 1974. „Erlend- ur“ samanstendur af fimm leikurum sem nýlega hafa lokið námi í leik- list frá Bandaríkjunum og Bretlandi þeim; Gísla Ólasyni Kærnested, Ragnhildi Rúriksdóttur, Rannveigu Þorkelsdóttur, Sigrúnu Gylfadóttur og Skúla Ragnari Skúlasyni. LEIKHÓPURINN „Erlendur"; Skúli Ragnar Skúlason, Sigrún Gylfadóttir, Gísli Ólason Kærnested, Rannveig Þorkels- dóttir og Ragnhildur Rúriks- dóttir. Elfar Guðni á Stokkseyri ELFAR Guðni opnar sýningu í sam- komuhúsinu Gimli á Stokkseyri í dag kl. 14. Á sýningunni verða sýndar olíu- myndir málaðar á masónít og sér- stakan pappír fyrir olíuliti. Myr.defn- ið er aðallega frá Stokkseyri, Eyrar- bakka og Þjórsárdal. Þetta er 23. einkasýning Elfars Guðna. Opið verður alla daga frá kl. 14-22 nema fimmtudaginn 26. maí þá verður lok- að eftir kl. 18. Sýningin er til 5. júní. Minna er meira VORTÓNLEIKAR Drengjakórs Laugarneskirkju verða haldnir í kirkjunni á þriðjudag. Laugarneskirkja Vortónleikar Drengjakórsins MYNPLIST Gallcrí Bor£ MÁLVERK JensUrup Opið 12-18 virka daga, 14-18 um helgar. Til 29. niaí. Aðgangur ókeypis. DANSKIR listamenn fara margir hveijir sínar eigin leiðir í málverk- inu, en eru sér þó vel með-. vitandi um hræringar í heimslistinni. Ég hef þekkt þá ýmsa og stundum furðað mig á andlegri breidd þeirra og fordómaleysi. Þannig var frumheiji alþýðuraun- sæisins (sosial-realismans) í Danmörku, náinn vinur nokkurra hörðustu ab- straktmálara Parísarborg- ar á árunum eftir stríð! Minnist þessa í sambandi við sýningu Jens Urups í listhúsinu Borg, vegna þess, að hann hefur ekki bundið sig við eina stefnu í myndlist og list hans er þannig blessunarlega fordómalaus. Hann hefur meira að segja skreytt kirkjur og gert hefðbundin textíllistaverk, en margur áhangandi abstraktmál- verksins hafnaði alfarið kirkjulist. Það var vísast öðru fremur pólitísk afstaða, því í kirkjum finnst allskon- ar list og þær eru sjálfar að utan sem innan spegill listhræringa í gegnum aldirnar. Það teljast þannig engin svik við listina, að vinna jöfnum höndum að kirkjulist, enn síður svo til sam- tímis í hefðbundnum og óhefð- bundnum grunnmálum. Þeir sem unnu þannig jöfnum höndum hlut- lægt og óhlutlægt í málverki eins og t.d. Jean Hélion og Francis Picabia hafa fyrir löngu fengið upp- reisn æru. Jens Urup, sem sýnir nú í þriðja skipti á Islandi, hefur kosið að kynna að þessu sinni einungis ab- straktverk sem hann hefur unnið að á síðustu fimm árum, og skiptist þetta nokkurn veginn jafnt í akrýl- verk á dúk og pappír. Dúkarnir eru yfirleitt stærri og áleitnari og hér virðist listamaðurinn ganga út frá þeirri gömlu speki, að minna er meira. í öllu falli fer hann mjög sparlega með form og línur á einlit- um grunni, svo að á stund- um virka myndirnar hálf tómlegar í upphafi, en venj- ast vel við nánari skoðun og fleiri heimsóknir. Þó var það svo að myndir djúpra stemmn- ingahrifa eins og t.d. „Úmbra“ (5) og „Rautt málverk“(8) orkuðu sterkast á mig. í þeim er sem fram komi skyldleiki við glermálverkið og litræna dýpt þess. Pappírsverkin undir gleri eru heildstæðári þáttur sýningarinnar, í þeim er meiri nánd og þar ber mest á stórri blárri mynd, sem er í fjórum einingum. Þetta er yngsta myndin á sýningunni, gerð á þessu ári, en er þó ein sú ferskasta. Hér svífa ýmis ókennileg form í víðátt- um blámans, en þau eru kyrfilega skorðuð á myndflötinn með klass- ískum lögmálum myndlistarinnar. B.ragi Ásgeirsson DRENGJAKÓR Laugarneskirkju heldur vortónleika sína í Laugar- neskirkju þriðjudaginn 24. maí nk. kl. 20. Tónleikar þessir eru haldn- ir í tilefni af alþjóðlegu kóramóti í Bandaríkjunum í apríl sl. Þar vann kórinn fyrstu verðlaun í kóra- keppni og tveir meðlimir kórsins sigruðu í tvísöngskeppni. Á tónleikunum verða flutt mörg þeirra verka sem kórinn söng á kóramótinu og Ólafur F. Magnús- son og Hrafn Davíðsson munu syngja Maiglöckchen und die Blumelein eftir Mendelssohn, sem færði þeim sigur í tvísöngskeppni kóramótsins. Einnig mun Jóhann Ari Lárusson og Laufey Geirlaugs- dóttir sópran syngja Pie Jesu eftir Andrew Lloyd-Webber. Kórinn hefur undanfarið unnið að upptökum fyrir geisladisk sem kemur út í haust. Undirleikari kórsins er Davíð Knowles Ját- varðsson og stjórnandi Ronald Vilhjálmur Turner. Miðaverð er 500 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir börn. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Jens Urup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.