Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994
C 5
FRANSKI listamaðurinn Hervé
Nahon og þýska listakona Simone
Stoll opna í dag, laugardag, sýn-
ingu á verkum sínum í Portinu,
Hafnarfirði. Sýningin setur enda-
punkt á fimm mánaða dvöl hér-
lendis, en þau komu hingað í boði
Kjarvalsstaða og menningarmála-
nefndar Reykjavíkur í janúar og
hafa unnið að listsköpun sinni síð-
an. Sýningin í Portinu stendur til
29. maí næstkomandi.
Simone og Hervé búa bæði í
Lundúnum þar sem þau tilheyra
hópi listamanna sem kallast
PULLIT, og hafa unnið saman og
hvort í sinu lagi undanfarin þijú
ár. Seinustu mánuði á íslandi hafa
þau einkum beint sjónum sínum
að einu viðfangsefni, þ.e. birtu og
dimmu, ásamt því að kynna sér
hinar miklu andstæður landsins.
„Ég gjörþekki íslenska list vita-
skuld ekki, en talað frá eigin
brjósti og miðað við þau verk sem
ég hef skoðað, tel ég að hugleið-
ingar okkar um ljós og dimmu séu
verulega frábrugðnar því sem hér
tíðkast. Það merkir þó ekki endi-
lega að sambærilegar hugrenning-
ar um birtuna séu ekki til í mynd-
list hérlendis, heldur eingöngu að
ég hafi ekki orðið þeirra vör til
þessa,“ segir Simone Stoll. „Auga
gestsins sér ýmsa þætti sem fólkið
í landinu er hætt að taka eftir eða
hefur aldrei veitt sérstaka athygli,
þar sem þeir hafa frá fyrstu tíð
verið hluti af umhverfinu."
Mikilsverð umhverfisbreyting
Simone segir það misvísandi að
nota orðið „ánægjulegt“ til að lýsa
dvöl þeirra hérlendis, orðið
„spennandi" eigi betur við. „Rætur
okkar liggja í Mið- og Suður-Evr-
ópu og við búum í London, og lífs-
skilyrði og umhverfi þar eru mjög
frábrugðin því sem hér tíðkast.
Nærvera náttúrunnar er alls ekki
til staðar þar, maður skynjar hana
varla. Þess vegna var afskaplega
mikilvægt að skipta um umhverfi
og ég held að það hafi í senn breytt
verkum okkar og sýn okkar á hlut-
ina. Þegar allt er nýtt gefst aðeins
tóm til að sanka að sér ótal brotum
en raunveruleg úrvinnsla tekur
lengri tíma og að þróa það sem
maður hefur reynt. Ég held raunar
að ekki sé hægt að sjá fyrir end-
eftir Jóhann Hfálmarsson
í nýjum Skími jvor 1994, ritstjór-
ar Vilhjálmur Árnason og Ástráð-
ur Eysteinsson) skrifar Berglind
Gunnarsdóttir um nýlegar ljóða-
þýðingar úr spænsku, úrval spæn-
skra ljóða í þýðingu Guðbergs
Bergssonar, Hið eilífa þroskar
djúpin sín, þýðingar Þorgeirs Þor-
geirssonar á Sígaunaljóðum Fed-
ericos García Lorca (hér eftir kall-
aðar Tataraþulur að hætti Þor-
geirs) og Jóns Halls Stefánssonar
á Skáldi í New York eftir Lorca.
Berglind víkur að þýðingum ann-
arra úr spænsku og að vandanum
að þýða yfirleitt.
Eins og Berglind Gunnarsdóttir
segir í upphafi greinar sinnar
hefur líklega aldrei verið þýtt jafn-
mikið af ljóðum erlendra skálda
og nú og þá sérstaklega frá Spáni
og spænskumælandi löndum.
Mikilvægi kynna af erlendum
skáldskap fyrir gerð skáldverka
og þýðinga í sögu bókmennta
dregur enginn í efa.
Vandinn að þýða
Vandanum að þýða gerir Berg-
lind tilraun til að lýsa. Þar virðist
mér komist að skynsamlegri niður-
stöðu. Þær aðferðir eða reglur sem
Berglind nefnir sérstaklega eru
annars vegar að byggja lauslega
á frumtexta svo að mörkin verða
óljós og hins vegar að þýða sem
nákvæmast: „Auðvitað er aldrei
FRANSKUR LISTAMAÐUR OG ÞÝSK
LISTAKONA SÝNA í PORTINU
Morgunblaðið/Þorkell
ann á þeirri keðjuverkan sem dvöl-
in hérna hefur hleypt af stað, og
við munum veija næstu árum til
að vinna úr henni,“ segir hún.
Ólík
Á sýningunni í Portinu eru tvær
myndraðir með afstrakt-málverk-
um eftir Simone Stoll og tvær ljós-
myndaraðir og „forgengileg" inn-
setning úr ís eftir Hervé Nahon,
ásamt innsetningu sem þau hafa
bæði unnið að. Simone segir þau
Hei’vé vera afar ólík, bæði með
tilliti til nálgunar og vinnuaðferða.
í þeirri staðreynd sé áskorunin við
samvinnuna hins vegar fólgin.
„Værum við alveg eins, væri í
raun óþarfi að vinna með honum,
því það bætti engu við það sem
Veróur Garcia Lorca ekki þýddur?
Brotgjamar Ijóðabýðingær
í skogga fnimtexta
hægt að þýða þannig að ekki verði
einhver munur á frumtexta og
þýðingu. Hægt er
að ganga of langt
í nákvæmnisvinnu-
brögðum á kostnað
skáldlegra eigin-
leika textans. Víki
þýðandinn hins-
vegar um of frá
frumtexta má saka
hann um að týna
niður öðrum mikil-
vægum þáttum,“
skrifar Berglind og
telur ekki nauðsyn-
legt að þýðendur
fylgi alfarið ann-
arri hvorri aðferð-
inni heldur tileinki
sér þær eftir þörf-
um. Þýðingar eru
„sköpunarstarf“.
í samræmi við
þá ályktun skapar
„hver sinn Lorca“, menn þýða
hann „áberandi ólíkt“. Berglind
telur hann réttilega vera það skáld
sinnar kynslóðar sem „smýgur“,
eins og hún orðar það „liðlegast
undan tökum þýðenda“. Hún lýsir
sérkennum skáldsins þannig að
þar kalli allt á andstæðu sína:
„draumkennt og
jarðbundið, spegil-
slétt og úfíð, fín-
legt og þó fastofið.
Þar er allt dulið og
þó augsýnilegt."
Hvernig á Lorca
að vera?
Síðan Magnús
Ásgeirsson þýddi
af mikilli snilld
Vögguþulu García
Lorca hafa íslensk-
ir lesendur talið að
þýðing hans væri
dæmigerð fyrir
skáldið spænska,
þannig ætti Lorca
að vera. En Magn-
ús er háður ís-
lenskri Ijóðhefð í
þýðingu sinni, hann íslenskar um
of. Sama þykir mér gilda um flest-
ar þýðingar Þorgeirs Þorgeirsson-
ar á Lorca, ekki síst Tataraþulur,
enda sýnir Berglind fram á það
með dæmum og samanburði.
Garcia Lorca
ég geri. En sem betur fer getum
við gefið hvort öðru ýmislegt.
Vakni einhveijar sérstakar spurn-
ingar, hefur hann eina skoðun en
ég aðra og lokalausnin verður betri
en ef aðeins annað okkar hefði
velt málinu fyrir sér. Þýðing sam-
vinnunnar felst í þessum tjáskipt-
um, spennu og líklegast gagn-
kvæmum áhrifum að nokkru leyti.
En ef um ágreining er að ræða
förum við oftast eigin leiðir í verk-
um okkar, fylgjum eigin samvisku.
í innsetningunum er hins vegar
um fullkomna samvinnu að ræða,“
segir hún.
Breytingar birtunnar
Málverk Simone endurspegla
breiðan sjóndeildarhring og sí-
felldar og öfgafullar breytingar á
birtunni hérlendis, en hún sækir
einnig hugmyndir til hijóstugs
landsins, frumkrafta þess og lífs-
baráttunnar. Afrakstur síðar-
nefndu hugmyndanna getur að líta
á grófgerðum pokastriga, sem
strekktur er út.
Hervé Nahon sýnir svarthvítar
ljósmyndir sem meðhöndlaðar
hafa verið á margvíslegan hátt til
að fanga tvíeðli ljóss og myrkurs
og eiga samkvæmt túlkun hans
að tjá sérstakt andrúmsloft og
kenndir með því að gera hluti
ókennilega. Litmyndir listamanns-
ins eru hins vegar sprottnar af
eldri tilraunum til að endurskapa
sýnir undirmeðvitundarinnar.
Hann reynir jafnframt að efnis-
klæða sýn sína af íslandi í líki
innsetningar sem byggist aðallega
á notkun elds og íss.
Simone Stoll er frá Frankfurt
og stundaði listnám í Berlín, en
hélt síðan til náms í leikmynda-
hönnun í London Institute og lauk
framhaldsnámi þar í borg í Centr-
al School of Speech, Drama &
Visual Art. Hervé Nahon er frá
Marseilles og stundaði listnám í
Ecole des Beaux Art Luminy í
heimaborg sinni, en starfaði síðan
við ljósmynda-, myndbanda- og
kvikmyndagerð. Þau sýna verk sín
í Þýskalandi í júlí og í undirbún-
ingi er sýning í Frakklandi á næst-
unni til að „leyfa löndum okkar,
sem hafa ekki upplifað ísland, að
horfast í augu við túlkun okkar á
landinu". SFr
Það sem aftur á móti glatast
ekki hjá Magnúsi, en oftar en einu
sinni hjá Þorgeiri, er einfaldleiki
frumtextans. Þorgeir á það til að
vera fyrndur í orðavali og sér-
viskulegur í orðalagi og orðaröð.
Það getur farið vel í hans eigin
ljóðum en gefur ekki sanna mynd
af García Lorca.
Guðbergur Bergsson og Jón
Hallur Stefánsson eru aftur á
móti flatneskjulegir á köflum í sín-
um þýðingum, þýðingar Jóns Halls
víða trúar texta Lorca, en meira
í ætt við versjónir en ljóðlist. Ég
tel þó að þýðing Jóns Halls á
Skáldi í New York eftir Lorca sé
alls ekki forkastanlegur skáld-
skapur og út af fyrir sig virðingar-
vert að leggja í jafn viðamikið
verkefni. Til þess þarf kjark.
Hið eilífa þroskar djúpin sín
hefur marga líka galla og frums-
amin ljóð Guðbergs. Lesandinn
hefur ekki nógu oft á tilfinning-
unni að hann sé að lesa ljóð eftir
ljóðskáld (ég undanskil þó bókina
Endurtekin orð, 1961). Aftur á
móti skal það viðurkennt að stund-
um tekst Guðbergi afar vel að
miðla spænskum skáldskap, ég
nefni sem dæmi ljóð eftir yngstu
skáld úrvalsins sem standa þýð-
andanum nærri. Þetta eru helst
Ijóð af raunsæisskóla.
„Smekkur einstaklings“, eins
og það heitir hjá Guðbergi, skiptir
auðvitað meira máli en „óbrigðult
vit“. Hann segir aðferð sína við
þýðingar felast í því að reyna „að
Hafnarfiörður
Nýr tónlistar-
skóli til sýnis
FYRSTI áfangi nýja tónlist-
arskólans í Hafnarfirði verður
til sýnis nk. sunnudag frá kl.
15. í september 1992 var
fyrsta skóflustungan tekin að
skólanum og er fyrsta áfanga
nú senn að Ijúka. Ráðgert er
að kennsla geti hafist í nýja
skólanum í september 1995.
í skólanum verða 22
kennslustofur af ýmsum
stærðum auk vinnuaðstöðu
fyrir kennara og starfsfólk
skólans. í tengslum við sýn-
inguna efnir Tónlistarskóli
Hafnarfjarðar til tónleika í
nýja skólanum á sunnudag og
heijast þeir kl. 15. Fram koma
nemendur í lúðra- og strengja-
sveit skólans, auk annarra
samspilshópa. Foreldrafélag
lúðrasveitarinnar verður með
veitingasölu á staðnum.
Sýning Tryggva
Ólafssonar
Jazztfinleikar
haldnir á
hvítasunnudag
JAZZTÓNLEIKAR verða
haldnir á sýningu Tryggva
Ólafssonar á Listasafni ASÍ,
sunnudaginn 22. maí kl. 16.
Þeir sem spila eru Árni
Scheving víbrafón, Carl Möller
píanó, Tómas R. Einarsson
bassa og Guðmundur Stein-
grímsson trommur. Þetta er
síðasta sýningarhelgi mál-
verkasýningarinnar og er
ókeypis aðgangur.
virða hinn upprunalega texta í eins
ríkum mæli og hægt hefur verið
með getu minni, jafnvel örlítið á
kostnað móðurmálsins og almenns
smekks í íslenskum bókmennt-
um“.
Útgáfa þýðingasafns Guðbergs,
eljusemi hans við að þýða spænsk
ljóð og kynna höfundana í æviá-
gripum og með stuttum lýsingum
á einkennum þeirra gerir safnið
ómissandi þeim sem hirða um
spænskan skáldskap. Margt er í
það að sækja. Skringileg umfjöll-
unin sem líkist palladómum á köfl-
um kemur ekki í veg fyrir það.
Svo að aftur sé komið að Garc-
ía Lorca held ég að best sé að
þýðendur fari sér hægt í að túlka
hann á íslensku. En rétt er að
hafa það hugfast að García Lorca
er meira en Tataraljóðin og meira
en Skáld í New York. Hann hefur
ort svo margs konar ljóð, ekki síst
stutt ljóð og þau eru mjög við-
kvæm'og vandmeðfarin.
Stundum eru íslenskir þýðendur
að baksa við þessi ljóð, til að
mynda ljóðið um riddarann á leið
til Kordóvu eða dauðann á kránni,
en árangurinn því miður oftast
bágborinn. Einfaldleika ljóðanna,
andalúsískri hrynjandi þeirra, í
ætt við flamenco, er erfitt að ná
og ekki unnt með því að grípa til
íslenskrar hefðar. Úr getur orðið
tilgerð og tómur bægslagangur.
Gleymum ekki að vandinn að
þýða úr spænsku er líka vandinn
að þýða úr öðram málum.