Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994 eflir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur Enginn dregur í efa nauðsyn þess að bókaútgáfa fyrir börn og unglinga sé kraft- mikil og vönduð, svo mikið er í húfi þegar um er að ræða að unga kynslóðin kynnist bókmenntum, hafi gaman af því að lesa og kynn- ist bókmenntaarfinum af eigin-raun fremur en af afspurn. Þar skiptir erígu máli hvort við veiðum nokkr- um tonnum meira eða minna af fiski. Hér er um langtíma sjónar- mið að ræða sem ekki þolir neinar hagsveiflur. Sem betur fer er eitt- hvað sem vert er að geta um og athygli vekur þegar litið er yfir útgáfu liðins árs. í þessari grein er ekki mögulegt að geta um öll þau bókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem út hafa komið og því valin sú leið að nefna nokkur dæmi um það sem merkilegt getur talist í útgáfunni árið 1993. Viðhorf til barnabókaritunar Lengi hefur það viljað loða við að barnabókahöfundar teldust á einhvern hátt óæðri en þeir sem stíla rit sín á eldri lesendur. Nægir þar að nefna baráttu bamabókahöf- unda fyrir því að fá sinn skerf af starfslaunum og þeim styrkjum sem gera íslenskum rithöfundum mögu- legt að sinna list sinni. Eitt af því sem nú er að breytast fínnst mér vera að nú þykir það ekki eins merkilegt að „viðurkenndir rithöf- undar“, þ.e. þeir sem aflað hafa sér virðingar fyrir að skrifa fyrir full- orðna, lyfti penna og ávarpi yngri kynslóðirnar. Áður fyrr voru skilin mjög skörp á milli barna- og ungl- ingabókahöfunda og „annarra höf- unda“ og þeir sem skrifuðu fyrir yngri kynslóðina áttu sífellt undir högg að sækja. Þetta er ekki eins afgerandi lengur og á hveiju ári koma nú fram barna- og ungl- ingabækur eftir þá sem þekktari eru fyrir annars konar rit. Vel er þekkt bók Guðbergs Bergssonar, Tóta og táin á pabba sem kom út fyrir nokkrum árum og vakti þá verðskuldaða athygli og síðan hafa aðrir bæst í hópinn, svo sem Einar Guðmundsson og Einar Kárason. Sá fyrrnefndi hefur einkum lagt fyrir sig efni í myndasögur og á nú bókina Hundakex en sá síðar- nefndi sendi frá sér bók nú fyrir jólin með því frumlega nafni Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur. Sú bók er leynilögreglusaga í anda Enid Blyton nema hvað sögusviðið er Öskjuhlíðin. Frásagnargleðin er nk og sagan öll hin besta lesning. Ég tel þetta mjög jákvæða þróun af tveimur ástæðum. Annars vegar er augljóst að virðing fyrir barna- bókum hefur aukist og hins vegar er líka augljóst þegar samanburður er gerður, að þeir sem skrifa ein- göngu fyrir böm og unglinga eru á engan hátt síðri rithöfundar en hinir. Nýir höfundar Annað sem okkur öllum ætti að þykja mjög gleðilegt er þegar nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið. Á hverju ári ráðast nokkrir nýir höfundar fram á ritvöllinn, sumir fara varlega af stað en stundum stökkva rithöfundar alskapaðir með byrjendaverk sem vekur undrun og aðdáun. Af nýliðum frá síðastliðnu ári má nefna sem dæmi Jón Hjart- arson leikara sem sendi frá sér bók um grallarastráka sem hann kallar Snoðhausa. Sagan er fyndin og létt aflestrar og stíllinn léttur og lipur. í bók Eyvindar P. Eiríkssonar, A háskaslóð, sigla tveir strákar með föður sínum um strendur Danmerk- ur og Svíþjóðar og lenda þar í ýmsum ævintýrum. Sagan er á kjammiklu máli og einnig kemur þekking höfundar á siglingum þar mjög vel fram. Sólveig Tráustadótt- ir hefur samið hugljúfa sögu, Him- inninn er alis staðar, um gömul minni, litla stúlku með stuttan fót og sorgir hennar og gleði. Þórey Friðbjörnsdóttir sendi frá sér ungl- ingasöguna Aldrei aftur, drama- tíska unglingasögu þar sem tæpt Myndskreyting eftir Brian Pilkington Islenskar barnabækur og krepputal er á eiturlyfjavandanum og sem endar með skelfingu. Meðal þeirra sem nýir geta talist eru þjár konur sem komið hafa nálægt ritun, þótt þær hafi ekki skrifað fyrir börn mér vitandi. Þetta eru þær Þórunn Sigurðardóttir, Jónína Leósdóttir og Vilborg Dav- íðsdóttir. Þómnn hefur getið sér gott orð sem leikritaskáld og hefur sett saman vönduð söguleg leikrit þar sem efni er sótt til íslenskrar fortíðar. Bók hennar, Klukkan Kassíópeia og húsið í dalnum, er nútímasaga en Þórunn tengir sam- an nútímabörn með sín viðhorf og skoðanir og löngu liðna atburði. Sagan er vönduð og vel unnin, lit- rík og skemmtileg. Persónurnar eru vel gerðar enda hefur sagan einnig verið unnin sem leikrit. Augljóst er að þekking höfundar er mikil og hugmyndaflugið ríkt og hún sækir skírskotanir víða. Stjörnumerki með framandi nöfnum verða kunningjar svo sem Kassíópeia og Kefeifur sem gefa sögunni framandi blæ. Klukk- an er frá Portúgal og skipið sem strandaði í flæðarmálinu er frá Hollandi. Jónína Leósdóttir hefur skrifað samtalsbækur í ævisagnaformi og einnig stundað þýðingar en skrifar nú unglingabókina Sundur og sam- an. Þetta er mjög vel skrifuð bók um skilnað og afleiðingar þess fyrir börn þegar heimili leysist upp. Jón- ína er mjög góður penni og sagan hennar er sannfærandi og eðlileg og tilfinningar söguhetjunnar mjög vel dregnar. Einnig er fjallað um sjúkdóminn lystarstol og viðbrögð við honum. Vilborg Davíðsdóttir er blaða- maður og því þjálfuð að skrifa þótt þetta sér fyrsta bók hennar. Saga Vilborgar, Við Urðarbrunn, er metnaðarfullt ritverk sem verð- skuldar athygli. Vilborg fer ótroðn- ar slóðir og sækir efnivið sinn til íslenskrar fortiðar, í raun allt aftur til landnámsaldar. Sögð er saga ambáttardótturinnar Korku og samskipta hennar við eigendur sína og annað fólk. Þetta er saga mik- illa örlaga, grimm og oft ómannúð- leg á nútíma mælikvarða en samt falleg og ótrúlega vel unnin sem byijendaverk. Höfundi tekst að draga upp svo skýra og trúverðuga mynd af umhverfi og lifnaðarhátt- um, hugsanahætti og viðhorfum að snilld má teljast. Þetta er örugglega ein af þeim bókum sem í framtíð- inni mun fylla flokk sígildra ís- lenskra unglingabóka. Gamalt vín á nýjum belgjum Enn ein mjög jákvæð þróun hef- ur átt sér stað að undanförnu en það er að klæða gamalt íslenskt efni í fallegan búning sem höfðar til nútímabarna. Þar má nefna nokkrar útgáfur á þjóðsögum, Ijóð- um og barnagælum. Þessi þróun hélt áfram árið 1993 og þar má jafnvel sjá enn eina nýjungina þar sem ljóð Tómasar Guðmundssonar, Fjallganga, er snilldarlega mynd- skreytt af Erlu Sigurðardóttur. Erla er óðum að skapa sér sess sem einn helsti myndlistarmaður fyrir barnabækur og hefur margt mjög fallega gert á undanförnum árum. Söguhetja Erlu er lítill strákur sem leggur á fjallið og lendir í þeim hremmingum sem alþjóð þekkir. Myndirnar geisla af glettni og í heild er bókin sannkallað listaverk. Anna Vilborg Gunnarsdóttir hef- ur gert myndir við þjóðsöguna Fyr- ir austan sól og vestan mána. Mynd- ir Önnu Vilborgar eru mjög falleg- ar, vandlegar unnar og sumar hrein snilld eins og myndin af Norðan- vindinum þar sem rétt má greina litlu stúlkuna andspænis ofurefli náttúrunnar. Þjóðsögur eru enda- laus uppspretta skemmtunar og fróðleiks og því mjög ánægjulegt að sjá þær klæddar í nýjan búning. Þessar tvær síðastnefndu bækur eru svo fallegar og vel gerðar að þær ættu fullt erindi á erlendan markað ef áhugi væri á því. Enn má nefna eina bók þar sem saman er tekið eldra efni en það er útgáfa Æskunnar á bók Mar- grétar Jónsdóttur, Vorið kallar. Bókin er gefin út í tilefni þess að á síðastliðnu ári voru 100 ár liðin frá fæðingu hennar. Margrét var einn af fyrstu skáldsagnahöfundum okkar fyrir börn og sögur hennar um Toddu frá Blágarði og Geiru glókoll glöddu marga fyrr á árum. Ljóð Margrétar hafa verið rifjuð upp nýlega og eitt hið best þekkta er ísland er land þitt sem Magnús Þór Sigmundsson gerði lag við og einnig er Draumur aldamótabarns- ins heiti á ljóði eftir Margréti en það ljóð gaf plötu Magnúsar nafn- ið. Það sem er einnig athyglisvert við þessa bók er að Ijóðunum fylgja nótur svo hægt er að syngja þau. Ljóðin eru lipur og auðskilin og því mikill fengur að fá þau í hand- hægri útgáfu. Aðrar myndabækur Það vekur undrun í öllu kreppu- talinu að bókaútgefendur skuli treysta sér til að gefa út myndabækur fyrir þennan örsmáa markað. Þó má ef til vill merkja að þessum bókum hafi aðeins fækk- að frá fyrra ári. Brian Pilkington á tvær bækur í þessum flokki sem eru mjög ólíkar. Önnur er í ritröð hans um afa gamla jólasvein, Jóla- ævintýri afa gamla, en hin er mynd- skreyting við ævintýri eftir Ólaf Gunnarsson, Snæljónin. Brian er fjölhæfur myndskreytingamaður og sýnir þarna á sér tvær mjög ólíkar hliðar. í seríunni um jólasveininn er það grínið og glensið sem situr í fyrirrúmi í samræmi við efni sagn- anna. Bækur þessar hafa verið þýddar á mörg tungumál og komið út í tugþúsundum eintaka. Snæljónin er dæmisaga um ljón og hænu sem telur þvi trú um að hún sé göldrótt. Sagan flýgur frá Afríku, þar sem ljón eiga venjulega hejma, til Hvalfjarðar og endar á Grænlandsjökli. Þessi mikla fjöl- breytni gerir meiri kröfur til snilld- ar myndlistarmannsins og í heild tekst honum að gæða þetta litla ævintýri lífi og sál. Einkum eru svipbrigði dýranna, montnu hæn- unnar og hrædda ljónsins, skemmti- leg; I þessum flokki mætti einnig telja bók Sigrúnar Eldjám, Beinagrind- ina, þó þar sé um að ræða mikið myndskreytta bók með meiri texta en hinar. Sagan er full af líflegum hugmyndum og hugdettum krakk- anna og myndirnar styrkja þráðinn og undirstrika efni sögunnar. Kjarnahöfundarnir Fátækleg væri barnabókaútgáf- an ef þeir sem eldri eru og reynd- ari létu íslensk börn ekki njóta verka sinna. Lauslega áætlað er það um einn tugur höfunda sem sendir frá sér bók á hverju ári eða nálægt því. Stundum líður ár á milli eða svo, en þetta er sá kjarni höfunda sem hægt hefur verið að reikna með. Þessir höfundar hafa ekki brugðist lesendum sínum þetta árið. Guðrún Helgadóttir sendir frá sér bókina Litlu greyin sem fléttar sam- an ævintýk og íjölskyldudrama. Iðunn Steinsdóttir lætur söguhetjur sínar sem eru skólakrakkar takast á við eitt stærsta vandamál nútím- ans, eineltið, á jákvæðan hátt í sögu sinni Er allt að verða vitlaust? Þor- grímur Þráinsson brá ekki út af venjunni og átti metsölubók ársins, Spor í myrkri, sem er æsispennandi saga um unglinga sem eyða viku á eyðibýli. Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson notar gamla íslenska minnið um álagabletti sem leiðar- hnoð sögu sinnar, Álagaelds, sem segir frá leit nokkurra pjakka að fjársjóði Ráðhildar ríku í Skiphóli. Helga Möller á sögu númer tvö um Lísu í Fjörugötu. Sagan hennar, Leiksystur og labbakútar, er beint framhald af sögunni um Puntrófur og pottorma frá 1992. Guðmundur Ólafsson skrifaði þriðju söguna um Emil og Skunda og í þetta sinn er efnið sótt í umhverfi Ólafsfjarðar. Gunnhildur Hrólfsdóttir skrifar um stelpur sem kynnast ólöglegri áfengisdreifínguog og lenda óvilj- andi í klandri út af því í sögu henn- ar Komdu að kyssa. Loks má nefna verðlaunasögu Elíasar Snælands Jónssonar, Brak og bresti, sem seg- ir frá ævintýrum í jöklaferð. Allt eru þetta sögur þar sem sviðið er einhver hluti íslensks samfélags í allri sinni fjölbreytni. Á jaðrinum eru Andrés Indriðason með sögu sína um tröllastrákinn Dusa sem flakkar um Reykjavík í leit að mömmu sinni í lögreglufylgd. Tröll eru bestu skinn er fyndin og ærsla- full saga og inn í hana blandast nútíminn þar sem Grýla er að fara á ráðstefnu um gervijólasveina. Meiri ævintýrablær er á sögu Heiðar Baldursdóttur sem sendi frá sér sína síðustu bók um Galdur steinsins. í þessari bók tengir hún saman nútímann og ævintýrið og stundum finnst lesandanum að hann sé með tvískipta persónu fremur en tvær sem tilheyra hvor sínum heiminum. Það er mikið skarð fyrir skildi nú þegar Heiður er fallin frá. Ævintýri hennar eru um margt einstök í islenskum bók- menntum. Bók um barnabækur Á síðastliðnu ári kom út mjög merkilegt rit sem tengist barnabók- um og verður væntanlega mikið hjálpartæki öllum þeim sem vinna á einhvern hátt við barnabækur. Er það bók Önnu Margrétar Birgis- dóttur, Söguþræðir, Handbók fyrir alla barna- og bókavini. Anna Mar- grét hefur unnið það ótrúlega afrek að lesa og skrifa stuttan útdrátt úr rúmlega eitt þúsund barna- og unglingabókum. Hún rekur sögu- þráð hverrar bókar, skýrir söguper- sónur og helstu viðburði og loks eru bókunum gefin efnisorð í samræmi við það um hvað þær fjalla. Anna Margrét hefur víða leitað fanga og er hér um að ræða bæði gamlar sögur og nýjar og væri það vel þess virði fýrir útgefendur að líta yfir bókalistann hjá henni og endur- útgefa sögur sem ekki eru lengur á prenti. Lokaorð Varla höfum við íslendingar opn- að svo blað eða hlustað á fréttir að undanförnu að ekki berist nötur- legar fréttir af bágstöddu efnahags- ástandi þjóðarinnar. Þjóðartekjur minnka og minna veiðist af þorski. Á síðastliðnu ári var mikill bölmóð- ur í öllum bókaútgefendum sem óttuðust mjög að álagning virðis- aukaskatts á bækur mundi hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þessa menningariðkun. Manni gæti dottið í hug að íslendingar þrífist best á svartagallsrausi og eigi sér aðeins eitt lífsmottó: „Allir eru að gera það gott nema ég.“ Þeir sem lagt hafa trúnað á allar þessar raunatölur gátu alls ekki reiknað með því að nokkurt bitastætt bókmenntaverk kæmi yfirleitt út í þessu guðs vol- aða landi sem svo illa væri komið fyrir. En þegar upp er staðið kemur allt annað í ljós og eins og undanfar- in ár er barnabókaútgáfan einn Ijós- asti og kraftmesti hluti íslenskrar bókaútgáfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.