Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994 + eftir SigríAi Ingvarsdóttur SÝNINGU á listmunum eftir Fa- bergé sem staðið hefur yfir í Victoria og Albert safninu í Lundúnum er að Ijúka. Um er að ræða all ýtarlega úttekt á list- munum meistarans úr silfri, gulli, smelti og gimsteinum. Carl Fabergé fæddist árið 1846 í Pétursborg á þeim tíma sem veldi Rússlands reis sem hæst. Hann átti ekki langt að sækja áhuga sinn á listum því faðir hans var gullsmiður og mikill listunnandi. Heimili Carls Fabergés var mikið menningarheimili þangað sem listamenn vöndu komur sínar og ræddu listir og önnur hugðar- efni við húsráðendur. Slíkt um- hverfi í bernsku var ómetanlegt veganesti ungum manni sem sjálfur hneigðist svo mjög til lista. Átján ára gamal! var hann sendur til náms í skartgripasmíði til Evrópu. Lengst af lærði hann hjá gullsmiðn- um sem stjórnaði fyrirtæki föður hans. Tuttugu og eins árs lauk Fabergé meistaraprófi í skartgripa- smíði. Sex árum síðar kvæntist hann Augustu Jakobs og þótti hún henta honum afar vel þar sem hún kom frá listrænni fjölskyldu eins og Fabergé. Á næstu árum tók hann við stjórn fyrirtækisins. Fyrstu árin sem hann starfaði bar lítið á honum sem gullsmið. Það sem ef til vill skipti sköpum varð- andi velgegni hans var að góð vin- átta tókst með honum og safn- stjóra listmunasafns vetrarhall- arinnar, Hermitage í Pétursborg. Þarna fékk hann að sjá aldagamla dýrgripi sem höfðu verið í eigu rússnesku keisaranna. Margir þess- ara listmuna höfðu ekki verið til sýnis fyrir almenning. í frístundum sínum aðstoðaði Carl Fabergé safn- ið að skrá og gera við ýmsa af list- munum safnsins. Þetta umhverfí reyndist honum ómetanlegt vega- nesti því þegar Agathon bróðir hans kom heim frá námi í skar- gripasmíði fengu bræðurnir heimild frá yfirvöldum að gera eftirlíkingar af ýmsum dýr- gripum safnsins og selja. Þeir tóku þátt í stórri skrautlistsýn- ingu í Moskvu. Verndari sýn- ingarinnar var Alexandar III. Rússlandskeisari. Með sýningu Fabergés árið 1884 má segja að brotið hafí verið blað í sögu rússneskrar gull- og silfur- smíði á 19 öldinni. Keisarahjónin komu á sýninguna og urðu yfir sig hrifin af sýningarbás Fabergés og keyptu af honum ermahnappa. Listmunir Fabergé úr gulli og silfri vöktu strax gífurlega athygli og Falerae fengu mikið lof. Carl Fabergé stjórnandi fyrir- tækisins var sæmdur gullmed- alíu fyrir framlag sitt á sýningunni. Það sem gerði Carl Fabergé frá- brugðinn öðrum gullsmiðum var hæfileiki hans að setja saman gull, smelti og gimsteina. Honum tókst að breyta hversdagslegum hlutum í hreinustu snilldarverk, hvort sem um var að ræða vindlingakassa, neftóbaksdósir, myndaramma, silf- urmuni eða páskaegg. Það leið ekki að löngu að Carl Fabergé var skipaður gullsmiður keisarans. Þegar best lét hjá gullsmíðaverk- stæðinu voru um 500 manns sem störfuðu undir stjórn Carls Faberg- és. Bræðurnir Agathon og Carl vörðu nú meiri tíma við hönnun list- muna en létu aðra um gullsmíðina. Listrænar tillögur og nýjungar komu frá hönnuðum sem störfuðu gjarnan í hópvinnu. Síðan voru til- lögumar bornar undir gullsmiði fyrirtækisins. Engu að síður fylgdu þeir listmunum sínum eftir frá upp- Sýning á verkunt gull- smiös rússn- esku keisara- f jölskyldunnar í Lundúnum hafi til enda. Agathon Fa- bergé lést árið 1895, þegar hann var aðeins þijátíu og þriggja ára gam- all. Carl Fabergé eignaðist Ijóra syni sem allir lærðu gull- smíði og áttu eftir að starfa hjá fyrir- tækinu við góðan orðstír. Öllum sem þekktu Fabergé ber saman um að hann hafi verið hið mesta ljúfmenni en gert miklar kröfur til sín sem listamanns. Þetta átti ekki síður við þegar um var að ræða gæði og listrænt gildi list- muna sem voru smíðaðir hjá hon- um. Þetta mikla ljúfmenni gat þó breyst í óvæginn dómara sem missti ekki sjónar afneinu smáat- riði þegar um var að ræða listmuni sem voru smíðaðir hjá fyriríæki hans. Vinna Carls Fabergé fyrir rúss- nesku keisarafjölskylduna jókst stig af stigi. Keisarafjölskyldan var svo hugfangin af listmunum Fa- bergé að hún notaði hvert tækifæri til að notá og sýna þá hvort sem um var að ræða brúðkaup, afmæli, Gylltur vinkælir sem keisara- fjölskyldan gaf dönsku kon- ungshjónunum órió 1891. skírnarveislur, jól eða páska. Þegar Nicholas II., elsti sonur keisarans, kvæntist konu sinni Alexöndru átti hún það til að senda teikningu af skartgrip ásamt því verði sem hún var tilbúin að greiða. Þetta gat komið Fabergé í veruleg- an vanda þar sem keisaraynjan hafði takmarkað vit á gullsmíði og oft reyndist erfitt að fylgja fyrir- mælum hennar, Fabergé bar þó ákveðin skylda að þóknast henni. Það var óhugsandi að breyta því verði sem frúin setti upp, jafnvel þótt það dygði engan vegin fyrir kostnaði. Það var litið á það sem forréttindi að vinna fyrir keisarann. Einhveiju sinni kvartaði Fabergé undan því að keisarafjölskyldan gæti verið full tilætlunarsöm, hún krafðist þess að ganga fyrir í einu og öllu hjá Fabergé jafnvel þótt það kostaði að tugir manna störf- uðu heilu næturnar. Á merkis brúðkaupsafmælum innan keisaraijölskyldunnar tíðkaðist að gefa veglegar gjafir úr silfri. Árið 1892 áttu dönsku konungshjónin, foreldrar rússn- esku keisaraynjunnar Maríu Feod- orovnu, fimmtíu ára brúðkaupsaf- mæli. Carl Fabergé var fenginn til að smíða tvær dýríndis gylltar vín- skálar sem nánustu ættingjar gáfu dönsku konungshjónunum við þetta tækifæri. Á hverri vínskál eru þrír fílar sem eru fyrir handföng. Sagt er að Danadrottning noti enn þess- ar skálar til að kæla kampavín í Fredensborgarhöll. Fabergé hannaði einnig gjafir fyrir keisarahjónin sem þau færðu fólki sem hjálpaði þeim í opinberum ferðalögum. Einföldustu gjafírnar sem Fabergé hannaði við þessi tækifæri voru vasaúr eða vindl- ingakassar úr silfri með arnartákni keisarans. Þjónustufólki og lífvörð- um sem aðstoðuðu keisarahjónin í opinberum ferðalögum voru færð- ar þessar gjafir að skilnaði. Yfirlögregla og háttsettari opinberir starfsmenn fengu gullúr eða vindl- ingakassa úr gulli. Keis- araynjan gaf hirðdömum drottninga og yfírþern- um skrautnælur. Hátt- settir embættismenn sem höfðu veg og vanda af opinberum heimsóknum keisarans fengu gjarnan ermahnappa með gimstein- um eða smelta vindlingakassa. Þeir voru yfirleitt úr dökk- eða föl- bláu smelti merktir keisaraerninum úr gulli. Konungum, drottningum, forsetum og yfirmönnum erlendra ríkja voru skiljanlega færðar fín- ustu gjafirnar. Það voru vindlinga- kassar, neftóbaksdósir, mynda- rammar úr gulli og smelti merktir keisaraerninum með gimsteinum. Það voru fleiri en rússneska keis- arfjölskyldan sem hrifust af list- munum Fabergés. Flestar kon- ungsfjölskyldur í Evrópu voru aðdáendur og tryggir viðskiptavinir Fabergés. Hann átti einnig stóran viðskiptamannahóp í Austurlönd- um og Bandaríkjunum. Milljóna- mæringar eins og J.P. Morgan frá New York, Henry Walters frá Balti- more og Vanderbilt söfnuðu list- munum eftir Fabergé. Stærsti viðskiptavinur Fabergés fyrir utan rússnesku keisaraíjöl- skylduna var milljónamæringurinn Emmanuel Nobel frá Svíþjóð. Hann stundaði olíuviðskipti við Rússland. Hann átti mörg hundruð hluti eftir Fabergé. Konur höfðu einstakt dá- læti á honum því hann hafði þann sið að fela litla listmuni eftir Fab- ergé við servétturnar í kvöldverðar- boðum sínum. Alexandar Kelch, auðugur gullgrafari, var annar kærkominn viðskiptavinur Faberg- és. Hann pantaði mikinn silfurborð- búnað frá meistaranum sem kost- aði 125.000 rúblur eða mörg hundruð þúsund dollara. Eiginkona Kelchs, Barbara, varð svo hugfang- in af páskaeggjum Fabergé að hún einsetti sér að eignast slíkan dýrgip. Páskaegg Fabergé voru eingöngu búin til fyrir keisaraíjöl- skylduna. Þarna gerði hann eina undantekningu. Gerð voru sex páskaegg fyrir frú Kelch. Hvers konar egg voru þetta eig- inlega sem keisaraijölskyldan og frú Kelch höfðu slíkar mætur á? Við nánari athugun kemur í ljós af öllum þeim dýrgripum sem Fab- ergé hannaði þá eru það páskaegg- in sem hafa vakið mesta athygli. í Rússlandi voru páskar stærsta hátíð rússnesku réttrúnaðarkirkj- unnar. Flestir sóttu miðnætur- messu á páskum. Eftir messu kyssti fólk hvert annað þijá kossa og sagði „Kristur er upprisinn!" og gaf hverí öðru páskaegg. Páska- eggin sem almúginn notaði voru venjuleg máluð hænuegg. Miðstétt- in gaf egg úr gleri, postulíni eða lituðum við. Auðmannsstéttin gaf egg úr silfri eða gulli. Það hefur eflaust aldrei verið gert meira úr þessari hefð en í tíð Alexanders III. keisara. Árið 1885 sem Fabergé var útnefndur gull- smiður keisarafjölskyldunnar smíð- aði hann páskaegg fyrir Alexander III. sem átti að koma keisaraynj- unni Mariu Feodorovnu á óvart. Því hefur verið haldið fram að fyrsta egg Fabergé, eða „hænuegg- ið“ svokallaða, ætti að minna keis- araynjuna á Danmörku, en hún var dönsk prinsessa. Eggið er úr gulli BANDARÍSKAR SAMTÍMAB Ef maður er hvorki hestamaður né spænskumaður getur tekið tíma að átta sig á verðleikum verðlauna- sögu Cormacs McCarthys, All the Pretty Horses, sem kalla mætti Allir fallegu hestamir. Eins og titill- inn gefur til kynna eru hestar þar í fyrirrúmi, atburðarásin snýst að verulegu leyti um þá, þeir renna hinum dramatísku sköpum sögu- hetjanna. Að vísu hneggja þeir ekki á spænsku, en botna þó ef til vill eitthvað í því máli eins og margar sögupersónanna, enda er sögu- svæðið landamæri Texas og Mex- íkó. Aftur til fortíðar AU the Pretty Horses hlaut ein virtustu bókmeniitaverðlaun Bandaríkjanna á síðastliðnu ári, The National Book verðlaunin. Sag- an gerist árið 1949. Það eru breyt- ingatímar, heimsstyijöldinni nýlok- ið og kynslóðaskipti fyrir dyrum í ætt söguhetjunnar, Johns Gradys. Stórbóndinn afí hans er borinn til grafar í byijun bókarinnar og erf- inginn, fráskilin móðir hans, hefur 1 hyggju að bregða búi, enda áhuga- mál hennar önnur. í föður hans, því til sinna ráða, söðlar hest sinn og leggst út ásamt vini sínum, upp- fullur af rómantískum hugmyndum um kúrekalíf, rétt eins og hann hyggist lifa hina deyjandi goðsögn um villta vestrið. um. Fljótlega verður á vegi þeirra pasturslítill sveinn, Jimmy Blevins, sennilega eftirminnilegasta persóna bókarinnar, og leiðir einn veikleiki hans til að draumurinn um áhyggju- laust líf í náttúrunni snýst upp í martröð. Blevins óttast af vissum Siiaadi spenna sveitalffsiis nýkomnum úr herþjón- ustu, er heldur enginn landbúnaðardugur. Þetta fínnst hinum 16 ára John Grady grábölvað, enda búskapurinn, einkum þá hestarnir, líf hans og yndi. John hefur ekki aldur til að taka við búsforráðum og getur ómögulega hugsað sér bæjar- eða borgarlíf. Hann tekur Tvœr töltandi veró- launa- sögur Hér hefst ferðalag með táknrænum skírskotun- um, eins og við var að búast. Það er í raun flótti frá samfélagi í hamskipt- um, flótti frá olíulindum og iðnvæðingu Texasrík- is. Mexíkó virðist þeim legátum lausnarorðið, þangað stefna þeir gæðingum sín- Jane Smiley hefur vaxiA meA hverri bók.Lérkonung- ur er henni hug- leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.