Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 1
16
KRAFTAVERK VORSINS
SUNNUDAGUR
SUNNUDAGUR
22. MAI 1994
BLAÐ
B
STRIÐINN
HARflJAXL
Þorbjörn
Jensson,
fyrrum
landslids-
fyrirliói
hef ur nóð
geysigóó-
um árangri
sem þjálf-
ari Vals
Þorbjörn Jensson stýrði
ungu Valsliði til íslands-
meistaratignar í hand-
knattleik um síðustu helgi
og lýktu sumir þeim árangri við
hálfgerða galdra, eftir þá miklu
blóðtöku sem liðið varð fyrir áður
en keppni hófst í haust. „Ef ég
á að segja alveg satt,“ sagði
Þorbjörn í upphafi samtals við
Morgunblaðið, „fannst mér í
fyrstu að við ættum ekki mikla
möguleika á að verða íslands-
meistarar eftir breytingarnar á
hópnum. Liðið er mjög ungt,
en þegar ég fór að kíkja á
hin liðin, hugsaði ég með mér
að við ættum auðvitað mögu-
leika þegar færi að halla á
vorið. Og eftir því sem leið
á veturinn sannfærðist ég
enn meira um að við gætum
unnið."
Þorbjörn var ekki árenni-
legur mótherji þegar hann var
að spila á árum áður. Varnarjaxl-
arnir gerðust vart sterkari og
frændur vorir Danir sögðu hann
einhverju sinni líkari hnefaleika-
kappa en handboltamanni, hann
væri svo grófur. Margir muna
Þorbjörn á vellinum; hann var
hörkutól, oft brúnaþungur, hvatti
menn til dáða og tók á öllu sem
hann átti í baráttunni við and-
stæðingana. Þorbjörn segir fólk
oft hafa talið hann algjört rudda-
menni, vegna framkomunnar inn-
an vallar, en þegar betur er að
gáð er Ijóst að hann er ekki all-
ur þar sem hann er séður; leik-
stíllinn var hluti af sálfræðihlið
keppnisíþróttarinnar. Harðjaxlinn
er Ijúfur sem lamb og hlyti eflaust
titilinn stríðnasti þjálfari Islands
ef keppni um hann færi fram.