Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 6

Morgunblaðið - 22.05.1994, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MANNLÍFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Aldraðir eiga leik Eitt samfélag fyrir alla! er gott og mikið notað slagorð. í rauninni ætti það að vera svo sjálfsagt að samfélagið sé fyrir alla, að óþarfi sé að taka það fram. Ekki aldeilis! Skoðanakann- anir hafa átt upp á paliborðið að undanfömu og ber hæst kannan- ir á kjósendum í Reykjavík. Ekki þó öllum, heldur völdum kjósend- um. Og hver velur þá? Fyrirtæki að nafni Gallup, sem hefur verið að birta úrslit skoðanakannana, útsskúfar fyrirfram nær 12.000 kjósendum. Öllum þeim Reykvík- ingum sem eru eldri en 69 ára. Vill ekki heyra hvað þeir kunni að kjósa. Enginn veit og enginn veit af hverju þeir vilja ekki hafa alla kjósendur í úrtakinu. Þó er tíundað hve margir ekki hafa neina skoðun eða vilja ekki svara. Hlýtur það ekki að gera tölur þeirra óáreiðanlegar ef þeir sjálf- ir velja úr kjósendum áður en þeir fara að draga út? Og þeim mun óáreiðanlegri sem geðþót- taúrkastið er meira. Er þetta nokkurt slembiúrtak? Félagsfræði- stofnun gerir þetta líka, en úrkastið er minna þar sem þeir spyrja upp að 75 ára. Því skyldi svona fyrirtæki endilega vilja láta svona „óæski- lega“ kjósendur rugla tölunum fyrir sér? Er það í einhverjum tilgangi gert? Nú þegar í ljós hefur komið að skoðanakönnun getur myndað flokka eða flokka- samsteypur og skift um forystu- menn, er ekki óeðlilegt að spurt sé hver ákveður hverja eigi að útiloka, rauðhærða, einhleypa, fatlaða eða aldraða. Ég hallast nú frekar að því að þarna sé á ferð ungt fólk og í stíl við tísku- fyrirbrigðið að nú um stundir skuli ekkert fullorðnum fært í okkar samfélagi. í lýðræðisríkjum er kosninga- réttur mannréttindi. Og að úti- loka hluta kjósenda hlýtur að jaðra við mannréttindabrot. Og þama óvirtir 12.000 kjósendur. Skoðanir þeirra taldar óæðri skoðunum annarra kjósenda. Eina bótin að eldra fólk getur átt svar við slíkum dónaskap. Það flykkist bara einfaldlega til að kjósa. Hver og einn sem vettlingi getur valdið. Leggur jafnvel nokkuð á sig til þess! Lætur ekki vísa sér úr mannfélaginu sem ónýtum kjósendum. Enda hafa þeir ekki gert það hingað til. Þetta er fólk með reynslu, þekk- ingu og skoðanir. Ég hefi verið svolítið hissa á að ekki skuli hafa heyrst frá neinum mótmælendum úr félögum aldraðra. Svo miklu máli sem skiptir að fólk fái að halda reisn sinni fyrir dónum. En því getur sámað. Væntanlega verður það þetta fólk sem núna mótmælir með_ því að nýta sinn kosningarétt. Á stöðum þar sem margt fólk á þessum aldri býr eða kemur saman ætti það að hvetja hvert annað til að láta ekki deigan síga og sýna þeim sem alltaf eru að reyna að ýta því út úr samfélaginu að reikna þurfi með þeim. „Han skal live, hann skal live, han skal live til hann dör,“ er sungið upp á dönsku til að óska manneskju góðs og farsæls lífs. Það er ekki nóg að ná einum hæsta meðalaldri í veröldinni, eins og íslendingar gera og monta sig af, ef fólk fær ekki að lifa sem þátttakendur í þessu lífi og samfélaginu. Það er býsna víða í okkar þjóðfélagi að verið er að hrinda fólki fyrir það eitt að lifa lengi. En ef farið væri nú með eitthvað af þessum mann- réttindabrotum vegna mismun- unar eftir aldri fyrir mannrétt- indadómstólinn? Ennþá gerðist ekki mikið, því við Islendingar höfum vaðið fyrir neðan okkur. Ekki gert Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við viðurkennum í orði, að íslenskum lögum. Því hægt að hafa hann fyrir plat. Alþingi hafði ætlað að rausn- ast til þess á 50 ára lýðveldisaf- mælinu á Þing- völlum að gera mannréttindi Evrópuþjóða að íslenskum lög- um. Hefði verið reisn yfir því. En þingið guggn- aði á því. Manni skilst að alþingis- menn hafí ekki mátt vera að því að ræða það á þinginu í vetur, svo önnum kafnir voru alþingis- menn við að ræða, ja, allir gátu séð í beinni útsendingu á sjón- varpsskjánum hvað var svona miklu brýnna en að lögfesta mannréttindi. Og svo lá þeim svo á að komast heim, að það var skilið eftir. Gott ef ekki eru hug- myndir um að hafa bara uppi sem fyrr á sjálfu Lögbergi á 50 ára afmæli lýðveldisins frómar óskir í formi þingsályktunartillögu, sem ekkert hald getur verið í fyrir neinn. Og allt eins hægt að halda áfram að samþykkja lög sem brjóta mannréttindi. Hvað um það, aldraðir í Reykjavík geta látið sem vind um eyrun þjóta þennan síðasta dóna- skap við eldri kjósendur. Þeir eiga leik á kosningadaginn. Slíkt tæki- færi býðst þeim ekki oft þegar á þá er hallað. Og markið færist í okkar samfélagi ætíð nær, líka þeim sem gera skoðanakannanir. Nýlega var í útvarpinu erindi eða frásögn af því hvað gömlu kon- urnar á Norðurlöndum væru að starfa. Kom víst í ljós að á Is- landi eru þær miklu lengur og fleiri eitthvað að iðja en í hinum löndunum. En á hvaða aldri ætli þessar „gömlu konur“ hafí verið? Allt frá 55 ára, að því er einn hlustandi sagði mér furðu lostinn. Er það ekki skrýtið að þær skuli ekki allar dauðar úr öllum æðum á íslandi og sestar í þennan helga stein? Tvisvar verður víst hver feginn sem á steininn sest og ætti þá ekki að sitja of lengi á þessum. Kannski verður í næstu kosningum ekkert að marka skoðun þeirra kjósenda sem orðn- ir eru yfir 55 ára? Þá mega nú stjómendur skoðanakannana fara að vara sig. Gárur eftir Elinu Pálmadóttur vtsaan/útþemia ab eilífu Efitið í upphafi alheimsins ÞAÐ er þekktara en frá þarf að segja að lausn einnar vísindalegrar gátu leiðir iðulega til nýrra vandamála. Þetta gerist á öllum sviðum vísinda, ekki síst þó þeim þar sem framfarir eru örar og vandamál- in margslungin og flókin. Alheimsfræðin er gott dæmi um þetta, en þar koma hugmyndir og fara, hraðar en á flestum öðrum sviðum eðlisvisindanna. Nýlega hafa bandarískir stjarnvísindamenn sett fram tilgátu sem ætlað er að skýra myndun viðamikilla vetrarbrauta- kerfa snemma á æviskeiði alheimsins. Öðrum vinsælum hugmyndum á sviði alheimsfræðinnar hefur ekki tekist að skýra myndun þessara efniskerfa. Vandamálið við nýju hugmyndina er að hún veitir ekki einungis lausn á gömlu vandamáli heldur skapar hún einnig ný vanda- mál. Iupphafí langrar ævisögu al- heimsins var öllu efni hans dreift jafnt um alheimsrúmið. í dag horfír allt öðruvísi við. Efnið hefur klasast saman og myndað flókin og umfangsmikil efniskerfi, sem teygja arma sína um tíma og rúm alheimsins. Um er að ræða stjörnur af öllum mismunandi stærðum, vetrar- brautir og heil kerfi vetrar- brauta. Þær hug- myndir sem njóta mestra vinsælda um þessar mundir gera ráð fyrir því að efnisdreifing- in hafí haldist tiltölulega jöfn í all langan tíma eftir upphaf alheims- ins og að efnisklasarnir hafi mynd- ast hægt og við samfelldan sam- runa minni efniskerfa. Nýlega uppgötvun risastórra og fjarlægra vetrarbrautakerfa virðist í mót- sögn við þessa hugmynd þar sem jafn fjarlæg kerfi eru æva forn og hafa því myndast fljótlega eftir upphaf alheimsins. Tilgáta bandarísku stjarnvís- indamannanna, Cen, Ostriker og Peebles sem gengur undir nafninu „primeval baryon isocurvature“ (PBI) gerir ráð fyrir því að efni alheimsins samanstandi eingöngu af „venjulegu efni“, þ.e.a.s. þeim þungeindum sem atómkjarnar frumeindanna samanstanda af. Þetta er í andstöðu við aðrar vin- sælar hugmyndir, sem telja að mest allt efni alheimsins saman- standi af framandi efni, sem enn hefur ekki verið greint. Höfundar PBI-tilgátunnar gera einnig ráð fyrir því að snemma á ævi alheims- ins hafi nokkurskonar sveiflujafn- vægi ríkt á milli þungeinda og ljó- seinda. Þau svæði sem höfðu minna en meðalþéttni þungeinda einkenndust af fleiri ljóseindum en þau svæði sem höfðu lága þun- geindaþéttni. Stjarnfræðingar hafa þróað tölvulíkan sem byggist á þessari hugmynd. Líkanið sýnir fram á að einungis nokkurhundruðþúsund árum eftir fæðingu alheimsins hafi risastórar stjörnur þegar orð- ið til. Þyngd þessara stjarna var a.m.k. milljón sinnum meiri en þyngd sólarinnar. Þær brunnu því hratt og leiddu fljótlega til mynd- unar efnismikilla svarthola, sem enn eru til víðsvegar í alheiminum. Þremenningarnir gera ráð fyrir því að mest allt efni alheimsins sé falið í iðrum þessara svarthola. Það urðu hins vegar ekki örlög alls efnis að falla inn í svartholin þungu. Það efni sem enn sveif fijálst um rúmið fann fyrir stöð- ugri geislun Ijóssterkra stjarna. Upphitunin sem efnið varð fyrir kom í veg fyrir myndun efnisklasa sem síðar hefðu getað orðið uppi- staða nýrra stjarna. Engu að síð- ur, eftir hundruðir milljóna ára kólnaði efnið og leiddi með tíman- um til myndunar þeirra stjarna og vetrarbrauta sem við þekkjum í dag. Þetta er í stuttu máli saga stjörnu- og stjarnkerfamyndunar eins og henni er lýst af PBI-líkan- inu. Það sem sérstaklega er áhugavert við þetta líkan er að það leiðir til myndunar vetrar- brautakerfa sem hafa lögun og efnisdreifingu svipað því sem við sjáum í dag. Stærsta vandamál líkansins er hinsvegar að það gerir ráð fyrir efnisþéttleika sem er allt annar en sá sem finnst með aðferðum annarra líkana. Óðabólgutilgátan svokallaða segir til að mynda fyrir um efnisþéttleika sem er allt að tíu sinnum meiri en sá sem PBI- líkanið segir fyrir um. Líkan þre- menninganna gerir því ráð fyrir því að ekki sé nægjanlegt efni í alheiminum til að stöðva útþenslu alheimsins, sem muni halda áfram að eilífu. Það er ef til vill lítið verð fyrir tilgátu sem virðist skýra vel ýmsa aðra og vel þekkta eigin- leika alheimsins. eftir Sverri Olofsson Stangveiði íJugóslavíu STÆNGVEIÐI7/irr áfiskmn? ÞESSA DAGANA dettur fæstum í hug friðsæld og veiðiskapur í fögrum fjalladölum þegar fréttir berast frá löndum Suðurslavíu. Þar eins og annars staðar á guðs grænni jörð hefur þó verið fiskað í ám og vötnum frá alda öðli því að veiðar eru alþjóðlegar þótt aðstæður séu misjafnar. Negley Farson hét bandarískur rithöfundur og fréttaritari sem ferðaðist viða um heim og hafði jafnan veiðistöng í farteskinu. Hann skrifaði veiðisögur en lýsti jafnframt löndum, þjóðum og þjóðfélagsháttum m.a. í bókinni GOING FISHING. Farson veiddi í Júgóslaviu á sínum tíma en þar fylgdi böggull skammrifi. Eftirlitsmaðurinn var þyrnirinn í þessari fjallaparadís. Hann og yfírvaldið, lítill kerfískarl með hundssvip. Á höfði bar valdsmaður- inn grænan hatt, skreyttan stórum hárskúf af gemsu. „Þú verður að greiða 150 dinara í skatt til ríkisins," sagði yfirvaldið. Það samsVaraði um 15 shillingum, andvirði silungs- veiðileyfis í Som- erset en - „Þú verður að borga 10 dinara fyrir hvern veiðidag." „Hveijum?" „Ríkinu.“ Shillingur á dag var svo sem eng- in ósköp en - „Þú verður að afhenda alla silung- ana sem þú veiðir en getur keypt þá aftur á 45 dinara kílóið.“ „Af hveijum?" „Af ríkinu.“ „En ég á silungana." „Þeir eru eign ríkisins. Ríkið á allan físk. Óskir þú ekki að kaupa silunginn verður þú ekki krafínn um gjald en ríkið heldur fískinum. „Jæja, og hvað svo?“ „Þú verður að hafa veiðieftirlits- mann.“ „Nei, heyrðu nú!“ andmælti ég. „Þú ætlar ekki að segja mér að ég verði að hafa mann á hælunum meðan ég sulla í þessum lækjum?" Yfirvaldið kinkaði kolli. í verunni var þetta geðfelldur náungi. Hann klæddist aðskornum, grænleitum veiðifötum og hafði málmnælu, mynd af alpafífli, framan í græna veiðihattinum sínum. „Ég er ekki njósnari!" mótmælti ég. Það er alger óþarfi að fylgjast með mér allan tírnann." „Þetta er reglugerðarákvæði," sagði yfirvaldið. Ég reyndi að snúa þá félaga af mér. Fyrsta daginn fór ég á báti út á vatnið. Ég reri á afvikinn stað og setti þar í rúmlega punds fisk - en rnissti hann. „SCHADE!“ heyrðist úr kjarrinu á vatnsbakkanum. „Þetta var leitt!“ Þarna stóð maður og horfði í átt til mín. Hann var ekki í grænum veiðifötum úr mjúku efni en ég vissi að brúnu flauelsfötin hans voru ein- hvers konar einkennisbúningur. Gemsubrúskur var hvergi sjáanlegur og ekki bar hann byssu um öxl. „Ég,“ sagði hann, „er veiðieftir- litsmaðurinn.“ eftir Gylfa Pólsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.