Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 7
MpftGUlNBMEHÐ:, MANNLÍFSSTRAUMAR TÆKNI/En/ geimferdir að verða sameiginlegt átak mannkyns? ______ Geimstöðvar komandi ára SKIPTING hins iðnvædda heims í tvær meginblokkir hélt mörgu við, sem við tókum fyrir gefið. Hrun járntjaldsins og kommúnismans austan þess hefur til dæmis orðið til að allt annað á við um geimferðir og geimrannsóknir en áður. I stórum dráttum má segja að erfiðara sé en áður að fá fé til áætlana. Þetta er vitaskuld vegna þess að allt sem viðvék geimferðum hafði óbeina eða beina hernaðarþýðingu. Enn er það, að ýmis samvinna sem áður kom ekki til greina á milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna er gerleg á milli þeirra og núverandi Rúss- lands. Þetta og sparnaðarsjón- armið ráða því að nú er fyrir- sjáanleg miklu meiri samvinna — þessara þjóða og fleiri — en áður var talið hugsanlegt. að hefur enn ýmsa tækni- lega og þjóðfélagslega kosti í för með sér að láta geimferðir ekki dankast niður, fyrir vestan tjald vegna þess að þeirra sé hernaðarlega ekki þörf, fyrir austan tjaldið gamla vegna þess að fjár- munir eru ekki til. Tækni sem ekki er haldið úti gleymist að nokkru leyti. Það er einnig löng reynsla komi fyrir því, að sú hátækni sem búin er til frá grunni vegna geimferða kemur til góða bæði í iðnaði almennt, og hún eykur tækniþekkingu. Það eru enn rök í þessu máli, að mannaflinn á við þann sem sem í þetta fer yrði atvinnulaus að öðrum kosti. Það styður enn þessa samvinnu, að geimferða- ríkin hafa einmitt upp á mismun- andi þætti að bjóða, og mynda saman sterka heild. Núverandi Rússar hafa haldið úti geim- stöðvum á braut um jörðu í á þriðja áratug og hafa geysilega reynslu í því efni, hvað varðar tengingar mismunandi eininga í geimnum, langa dvöl manna þar, og áhrif þeirra. Þeir hafa einni þróað betur öðrum ýmis kerfi innan slíkra geimstöðva, svo sem loftræstikerfi o.þ.h. Hin sterka hlið Bndaríkjamanna hefur ætíð verið bandaríski dalurinn, semsé fjármagn. Auk þess þróaðasta hátæknin, þ.e. tölvuútbúnaður og stýritækni sem hann er tengd- ur. Alfa-geimstöðin Árið 1997 hefjast fram- kvæmdir við stærsta samvinnu- verkefni í geimnum til þessa. Það er geimstöð, sem hefur hlotið nafnið Alfa. Hlutaðeigandi eru hvorki meira né minna en Banda- ríkin, Rússland, Evrópusam- bandið, Kanada og Japan. Til að spara orku verður stöðin sett saman afar lágt yfir jörðu, eða i um 3-400 kílómetra hæð. Þar er núningur lofts orðinn nógu lítill til að hlutir geti haldist í nokkur ár án þess að þeir breyti braut sinni verulega. En það tek- ur um fjögur ár að setja geim- stöðina saman. Um er að ræða 100 m langt ferlíki þegar allt er komið saman. Rússneskar Pro- ton-eldflaugar og bandaríska geimskutlan vinna meginverkið við að lyfta hlutunum upp, en ferðir til aðfanga verða margar. Þegar stöðin er samsett verður henni lyft upp á varanlega braut, þ.e. í tæplega 500 km hæð. Sé spurt til hvers eigi að nota slíka risageimstöð, þá er svarið við því það sama og til hvers sé verið að geimrannsóknum. Það er mikil spurning sem er ekki ætlunin að fást við hér. Aðeins skal þess getið, að auk þess að vera sjónarhóll stjarnfræðilegra rannsókna, eru afar mikilvæg verkefni í hátækni, líf- og læknisfræði, sem er einungis hægt að framkvæma í þyngdar- leysi. Til smádæmis má taka að krabbameinsfrumur er auðveld- ara að rækta í þyngdarleysi. Myndun veirukristalla er annað. Þá má e.t.v. betur búa til úti í geimnum. Með bognun röntgen- geisla má fá mikilvægar upplýs- ingar um sameindagerð veir- anna. SUNN.ypApyR, 2$. MAÍ1984, Bí 7-j Sumarblóm - trjóplöntur - runnar Úrval og verð aldrei hagstæðara. Opnunartilboð á mörgum tegundum. Garöyrkjustööin Grímsstaöir, í meira en 50 ár, Heiðmörk 52, Hveragerði. Sími 98-34230. Sendum plöntulista. sólpallur 11 | CVl O eldhús Til sölu Til sölu nýtt heilsárs sumarhús, nær fullklárað. (2. byggingastig) Húsið er tilbúið til flutnings. c stigi bað I Grunnflötur 44 fm auk 20 fm | svefnlofts. Verönd ca.12 fm. f. Verð 2.260 þús. eða hæsta boð. % 9 Upplýsingar í síma 91 - 88 40 60 brekld 5.4m Pantiö fyrír sumariö núna Sundbolir og bikini frá kr. 1.449r Kíktu á verðið! Fatnaður á alla fjölskylduna. Full búð af vörum. Pöntunarsími 52866 BMB.MAGNUSSON ■VB «■ HOLSHRAUNU 2 SlMI S2866 ■ HAFNARFIROI Veiðieftirlitsmaðurinn hafði á bakinu kvartil. Það var í laginu eins og tröllaukinn vindill af- sneyddur í báða enda. Kvartilið var fullt, af vatni. í það voru sett- ir fiskarnir sem veiðimaðurinn veiddi um daginn og geymdir lifandi til kvölds. Þá var þeim ráðstafað eftir atvikum? „Já, komdu nú sæll,“ sagði ég. „GRÚSS GOTT,“ hann brosti góðlátlega. „Þú verður," tilkynnti hann, „að hafa veiðieftirlitsmann." FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTID MEÐSANDI OG GRJOTI | SANDUR SIGURSTEINAR Þú færð sand og allskonar grjót hjá okkur. . Viö mokum þessum efnum á bíla eða f í kerrur og afgreiðum líka í smærri 1’ einingum, traustum plastpokum sem V þú setur í skottið á bílnum þínum. ' VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 ^Yfpyy SÍMI: 68 18 33 \. Ilkjj y Afgreiðslan við Elliðaár er opin: ■ • Mánud.-fimmtud. 7.30-18.30. l J Föstud. 7.30-18.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.