Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Slæmar stelpur í samnefndri mynd. INNAN VEGGJA RVIRMYNDAVERANNA eftir Sæbjörn Valdimarsson SEM VIÐAST hvar annars staðar var síðasta ár með afbrigðum gott hvað snertir aðsókn í kvik- myndahúsunum vestan hafsins. Samdrættinum sem hófst fyrir þrem árum er lokið, menn greiddu alls 5,24 miHjarða dala í aðgöngumiða sem er 8% aukning frá síðasta ári og fjöldi seidra miða var sá mesti í ein fimm ár. Þetta var ár Júragarðsins sem setti nýtt aðsóknarmet, ekki að- eins í Bandaríkjunum og Kanada heldur um víða veröld. Bandarísk- ar myndir eru sem fyrr allsráð- andi á heimsmarkaðnum og halda iðnaðinum gangandi. Staðreyndin er sú að án þeirra heyrðu kvik- myndahúsin að mestu leyti sög- unni til, a.m.k. eins og við þekkj- um þau í dag. Það er hugur í Hollywoodframleiðendum eftir góðærið og forvitnilegt að sjá hvernig árið kom út og hvað þeir eru að bauka. WARNER BROS. Þetta var afar gott ár hjá Wamer sem var á toppnum í fyrra, með tveggja prósenta forskot á næsta kvikmyndaver. Þétta þakka menn fyrst og frémst að sömu mennirnir hafa verið við stjórnvölinn um árabil, traustir og færir menn með einkar árangursríkar auglýsinga- og markaðsdeildir að baki sér. Warner nálgaðist það að verða fyrsta kvik- myndaverið í sögunni með ársveltu yfir einn milijarð dala. Myndirnar sem skutu Wamer í efsta sætið í ár voru fyrst og fremst Flóttamaðurinn, Freísum Willy, Dave, Denni dæmalausi, Sommersby og Lífvörðurinn. Tvær jólamyndanna gerðu það gott; Fúll á móti, með gömlu refunum Walther Matthau og Jack Lemmon og Ann-Margret sem hressti uppá útlitið. Hin er Pelíkana- skjalið, gerð eftir metsölubók Johns Grishams með Juliu Roberts í aðal- hlutverkinu. En það var ekki allt dans á rósum hjá Warner frekar en öðrum. Full- kominn heimurstóð ekki undir vænt- ingum þrátt fyrir Eastwood, Costner og góða dóma. Sama var að segja um Hinn eina sanna — Mr. Wonderf- ul, Mann án andlits, M. Butterfly, og The Saint of Fort Washington, og Óttalaus, nýja myndin hans Pet- ers Weirs kolféll þrátt fyrir rómaðan leiksigur Jeff Bridges (ekki þann fyrsta). Þá hafa vinsældir smámynd- arinnar Ace Ventura komið heldur betur á óvart. Warner frumsýndi 37 myndir 1993. Meðalkostnaðarverð þeirra var 25,9 millj. dala, meðalaf- koman 33 millj., hagnaðurinn að meðaltali aðeins 18%. Til framtíðar líta menn einkum til kvikmyndagerðar The Client, annarrar metsölubókar Grisham; The Hudsucker Proxy, Interview With the Vampire, skreytt miklum stjömufans; Boys on the Side og Second Best, sem báðar fjalla um eyðni. Þá eru miklar vonir bundnar við vestrana Wyatt Earp og Mav- erick; jólamyndina í ár, Richie Rich, með Macauley Culkin, On Deadly Ground með Steven Seagal og næstu mynd Quentins Tarantinos, sen heit- ir Natural Bom Killers. Honum líkt. Warner mun frumsýna 30-35 mynd- ir í ár, svipað og í fyrra. NÚ ER að hrökkva eða stökkva fyrir Schwatzenegger — nýjasta stórmyndin hans, Sannar lygar, VERÐUR að slá rækilega í gegn. BUENA VISTA Buena Vista, dreifmgarfyrirtæki framleiðsluarmanna þriggja; Touch- stone, Hollywood Pictures og Walt Disney Pictures, er rfrtfe í öðru sæti í ár og það voru einmitt teiknimyndirnar sem skiluðu mestum hagnaði á þess- um bæ, Aladdin, The Night Before Christmas, Homeward Bound: The Incredible Journey, og fleiri góðar. Svalar ferðir, mynd sem var fram- leidd af hinni sögufrægu Steel Dawn (stjórnaði um tíma Columbia Pictur- es), gerði það gott, sama máli gegn- ir um Tengdasoninn, ódýra mynd sem skiiaði af sér einhverjum mesta hagnaði í sögu Disney-samsteypunn- ar. Leikur hlæjandi láns og Tina (What’s Love Got To Do With It) fengu frábærar undirtektir hjá al- menningi sem gagnrýnendum. Jóla- vestrinn Tombstone spjaraði sig. Vonbrigðum ollu hins vegar Fath- erhood, Life With Mikey, Aftur á vaktinni, Hókus, Pókus, Money for Nothing, Bound By Honor, Swing Kids o.fl. Mistakalistinn er langur. Og tvær jólamyndanna brugðust björtum vonum; Skytturnar þtjár og Systragervi 2. Buena Vista frum- sýndi 28 myndir í fyrra. Hver kost- aði að meðaltali 19,7 millj. (það dap- rasta í ár) og skilaði 23,9 millj. (einn- ig það lægsta). Hagnaðarhlutfallið 21%. Hjá hinni öflugu Walt Disney samsteypu horfa menn björtum aug- um fram á við (þrátt fyrir að Holly- wood Pictures sé ætíð sami höfuð- verkurinn) og bjóða um 30 myndir í ár og veðja helst á teiknimyndina The Lion King — Konung Ijónanna, I Love Trouble, nýju myndina henn- ar Juliu Roberts og Nicks Noltes; Renaissance Man, með Danny De- Vito undir Ieikstjórn Penny Mars- hall og Blank Check, sem þeir spá a.m.k. 60 millj. dala tekjum á heima- markaði. UNIVERSAL Kvikmyndaverið átti eitt sitt besta ár í fyrra og þann árangur verður það að þakka aðeins einni mynd, og þvílík mynd — a.m.k. aðsóknarlega séð! Júra- garðurinn gerði sér lítið ^Tnram'' fyrir og varð mest sótta mynd kvikmyndasog- unnar. Ekki aðeins í Norður-Amer- íku heldur um heim allan (sjá lista annars staðar á síðunni). En ef þessi virta og veigamikla stórbrellumynd hefði ekki komið til hefði vegur Universal orðið öllu dapurlegri þar sem Júragarðurinn stendur á bak við helming veltunnar. Aðeins ein önnur mynd hlaut umtalsverða að- sókn, Konuilmur með A1 Pacino. Ástæðuna telja sérfræðingar skort á stjömum í aðalhlutverkum mynda Universal 1993 og 25% niðurskurð á útgjöldum. Kvikmyndaverið hagn- aðist einnig á myndunum Cop and a Half, Dragon: Saga Bruce Lee og Leið Carlitos. Mistökin voru nokkur. Heart and Souls og Lorenzo’s Oil þrátt fyrh mjög góða dóma. Oðru máli gegnir um The Real McCoy, Splitting Hcirs og Army of Darkness. Þessar mynd- ir fengu slæmar viðtökur jafnt hjá gestum sem gagnrýnendum. Univer- sal frumsýndi 22 myndir á síðasta ári. Meðalkostnaður 25,9 millj. Með- altekjur 37,2 millj., hagnaðarhlut- fallið varð það næst-hæsta í Holly- wood, 51%. í ár eru miklar vonir bundnar við Schindler’s List, nýjustu myndina hans Stevens Spielbergs (sem var reyndar frumsýnd í des. í nokkrum kvikmyndahúsum), enda braut hún blað í sögu þessa einstaka leikstjóra, nú hlaut hann náð fyrir augum kvik- myndaakademíunnar í fyrsta sinn og fékk myndin flest veigamestu Óskarsverðlaunum í vetur. Steinald- armönnunum er spáð mikilli vel- gengni í sumar, einnig The River Wild og Casper. En það er nokkuð ljóst að metaðsóknarmyndir á borð við Júragarðinn skjóta ekki upp koll- inum nema á áratugsfresti. Univer- sal hyggst frumsýna u.þ.b. 15 mynd- ir í ár. CÖLUMBIA 1993 var stormasamt hjá þessu stærsta fyrirtæki Sony Pictures Ent- ertainment (hin eru TriStar Pictures, Sony Pictures Classics og Triumph Releasing). Hver mynd skilaði tapi að meðaltali, gróusögur á kreiki um viðskipti frammámanna þess við mellumömmuna Heidi Fleiss, þeir anda vonandi léttar í ár. / skotlínunni, tekjuhæsta myndin, var ekki „innanhússmynd" heldur framleidd af Castle Rock. Hins veg- ar gerðu þær það gott Groundhog Day, Poetic Justice, My Life og Malice. Þá eru ótaldar tvær myndir sem óneitanlega birtu yfir mæðu- svipnum á gyðjunni með blysið, Öld sakleysisins og Dreggjar dagsins. Hafa hlotið frábæra dóma og skilað frambærilegum fúlgum í kassann. Vonbrigðin voru ófá og fátt kom meira á óvart í þeim efnum á síð- asta ári en dáðlaus frammistaða nýjustu Schwarzenegger-myndar- innar, Síðustu hasarmyndahetjunn- ar. Hún kolféll miðað við þær miklu væntingar sem við hana voru bundn- ar, auglýsingaherferðina og leikar- inn hefur ekki brugðist í áraraðir. En haft er fyrir satt að Bandaríkja- menn hafi ekki þolað að sjá garpinn gera grín að spennumyndahetju- ímynd sinni. Útkoman sannar samt enn og aftur að kvikmyndafram- leiðsla er mesta fjárhættuspil sam- tímans. Leikir sem lærðir hristu höf- uðið yfir Lost in Yonkers, Hexed, Nytsamir sakleysingjar, Calendar Girl, Josh & S.A.M. og The Pickle, nýja myndin hans Pauls Mazurkys komst ekki á blað. Jólavestrinn Ger- onimo olli vonbrigðum í miðasölu. Svo dræm var aðsókn þessara mynda að margar þeirra fá ekki kvikmyndahúsadreifíngu utan Bandaríkjanna, heldur fara beint á myndbandið. Columbia frumsýndi 26 myndir í fyrra. Meðaltekjur voru aðeins 24,8 millj. dala, kostnaðurinn hins vegar 31,6 millj., hagnaðarhlut- fallið 22% — í mínus. Columbiamenn hafa ástæðu til bjartsýni í ár, margir sérfróðir spá Wolf með Michelle Pfeiffer og Jack Nicholson velgengni. í sumar koma svo City Slickers II, North, eftir Rob Reiner, Little Big League og, hjálpi oss nú allir heilagir, The Next Kar- ate Kid. Kvikmyndaverið mun frum- sýna 14 myndir í ár. 20TH CENTURY FOX Hér eru nýir menn teknir við stjórn, verið að umbylta innviðum, ímynd og myndasam- setningu. Því var árið 1993 heldur atkvæða- lítið en útkoman góð og undir árslok féll aðsóknarsprengjan, Mrs. Doubtfire, sem er búin að hala inn nokkuð á þriðjá hundrað milljón- ir dala vestan hafs og hefur tryggt sér annað sætið á vinsældalista mynda frumsýndra í fyrra — á eftir hinum ósigrandi Júragarði. Árið byijaði heldur rólega. Síðan komu myndir sem slógu í gegn á heima- markaði, sumar þeirra bætti aðsókn- in víðs vegar um heim; Flugásar 2, The Sandlot, Rookie of the Year, Hrói höttur — karlmenn á sokkabux- um, The Good Son og Beverly Hill- billies. Allar skiluðu þær sómasam- legum og oft óvæntum hagnaði. Sama er ekki upp á teningnum hvað skellina varðar. Miklar vonir voru bundnar við Jack The Bear og Hvarf- ið (enn ein illa sótta ágætismyndin með Jeff Bridges). Annars kom árið mjög vel út. Fox frumsýndi 21 mynd 1993, hver kostaði að meðaltali 24,1 millj. dala en skilaði af sér 31,3 millj., hagnaðarhlutfallið hér 30%. Það er margt spennandi á döfinni hjá Fox eins og öðrum kvikmynda- verum í ár. Sumarmyndinni Sannar lygar (True Lies), 120 millj. dala brellumynd með Schwarzenegger undir leikstjórn James Camerons, er spáð metaðsókn. Sömuleiðis kvennavestranum Slæmar stelpur (Bad Girls), með Drew Barrymore og öðrum stólpaleikkonum, nýjustu stórmyndinni hans John Hughes, Baby’s Day Out, Speed og endur- gerð jólamyndarinnar sígildu, Miracle on 34th Street. 20th Cent- ury Fox mun frumsýna a.m.k. 15-20 myndir í ár. PARAMOUNT Það stóð stríð um kaup og sölu á Paramount-kvikmyndaverinu mest- allt árið 1993 en það ^om furðu iítið niður á framleiðslugetu eða iBrTvv®* velgengni þess. Þar «„w/ er Sherry Lansing við * stjómvölinn, var áður hjá 20th Century Fox og er ein valdamesta konan í kvikmyndaborg- inni. En að verinu sótti m.a. Barry Diller, annar fyrrum stjórnandi Fox. Hann tapaði slagnum fyrir fjölmiðla- risanum Viacom. Árið var allgott, smellimir höfðu betur en skellimir. Eldur á himni, lítil og ódýr mynd, spjaraði sig vel. Fyrirtækið og Ösið- legt tilboð vom þó myndirnar sem rifu upp hagnaðarprósentuna hér. Sliver, Addams-fjölskyldugildin, Leitin að Bobby Fisher og Wayne’s World II ollu vonbrigðum. Cone- heads, The Thing Called Love, Bop- hal, It’s All True og Flesh and Bone, hreinræktaðir skellir. Paramount frumsýndi aðeins 15 myndir í fyrra en útkoman var næstbest allra dreif- ingarrisanna. Hver mynd kostaði að meðaltali 25,9 millj. dala en skilaði 37,2 millj. í kassann. Hagnaðarhlut- fallið því 43%. Útlitið er misgott í augum spá- manna. Full ástæða er þó til bjart- sýni hvað snertir Drop Zone, nýjustu mynd handritshöfundarins Jebs Stu- arts (Flóttamaðurinn) og leikstjór- ans Johns Badhams. Onnur álitleg sumarmynd er gerð eftir metsölubók Clancys, Clear and Present Danger, með Harrison Ford. Þá eru menn vongóðir um að jólamyndin The Sa- int — Dýrlingurinn hitti í mark. Og síðan eru það allar framhaldsmynd- imar: Beverly Hills Cop III, Star Trek VII og Naked Gun 33 'A. Para- i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.