Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 11

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 11
MORGUNBMÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 ' B 11 jöf, og er sagt, að þetta hafi allt verið þvegið og þurrkað á þessum stað. I Heljarkinn, klettabelti fyrir aust- an Stofuna, er stór grastó, sem nefnd er Ábótasæti. Aðstæðum svipar til staðar í Skálholti, þar sem nefnt er Þorlákssæti. Gæti þetta bent til þess, að hinir vígðu menn fyrri tíða hafi gjaman sótt til skjólgóðra staða utan dyra, er þeir sátu og hugleiddu æðri sannindi. Norðaustur af Viðeyjarklaustri er Klausturhóll. Ekki vita menn tilefni nafnsins, en e.t.v. leiða fornleifa- rannsóknir eitthvað í ljós um það. Siðbreytingin Siðbreyting Lúthers komst fyrr á í Danmörku en hér. Henni fylgdi það, að konungur lagði undir sig all- ar klaustraeignir. Munu konungs- menn þegar hafa hugsað gott til glóðarinnar hér á landi einnig. Það fór og svo, að þeir gátu ekki beðið lögformlegrar siðbreytingar, sem varð í Skálholtsstifti árið 1540 en 1550 í Hólastifti. Aðfaranótt hvíta- sunnudags árið 1539 gengu menn fógetans á Bessastöðum á land í Viðey, rændu þar og rupluðu og fluttu flest fémætt með sér til Bessa- staða. Ábóti var ekki heima, en þeir, sem í Viðey voru, flýðu í land á tveim- ur bátum, sem nefndir voru eftir tveimur af dýrlingum Viðeyjarkirkju, Tumáskolli og Maríusúð. (Bátur ráðsmannsins í Viðey nefnist nú Tumáskollur, en farþegafetjan heitir Maríusúð.) Þessar aðgerðir lömuðu að sjálfsögðu alla starfsemi klaust- ursins, en þó munu bræður hafa fengið að vera þar áfram til æviloka, ef þeir vildu, eins og venjan var í öðrum klaustrum. Þau voru látin deyja út: En 11 árum eftir þetta gerðist annar óvæntur atburður í Viðey. Á sinni miklu herfór hér um Suður- land, árið 1550, kom Jón biskup Arason til Viðeyjar, rak Dani á brott og endurreisti, enduivígði bæði klau- strið og kirkjuna og kom aftur á reglulifnaði. Mælti hann meira að segja fyrir um byggingu virkis í Við- ey, klaustrinu til vamar. Er talið að enn sjái fyrir því á svonefndum Virk- ishöfða. I þessari Viðeyjarför kvað biskup hina þekktu vísu: Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða trúi ég hann svamli, hinn gamli. Við danska var hann djarfur og hraustur, dreifði þeim á flæðarflaustur með brauki og bramli. En virkið kom ekki að gagni og klausturstarfið lagðist fljótlega niður aftur, því herra Jón var tekinn af lífi í Skálholti um haustið þetta sama ár, og þar með var siðbreytingin orð- in að staðreynd í báðum biskups- dæmum landsins. Kaþólsk messa í Viðey í fyrsta sinn eftir siðaskipti Um miðja síðustu öld, u.þ.b. 300 árum síðar, hófst aftur rómversk- kaþólskt trúboð á íslandi. Um all- marga áratugi hefur kaþólski söfn- það áherslu, að Viðeyjarkirkja sé opin öllum kristnum mönnum til helgihalds. Á það ekki síst við um rómversk-kaþólska menn, sem svo lengi gerðu þar garðinn frægan. Það er því ánægjuiegt, að í ráði er að flytja eina eða tvær kaþólskar mess- ur í Viðey á þessu ári. Opnunartími og ferðir út í Viðey Viðeyjarferðir annast um flutn- inga til og frá Viðey. Siglingin tekur 5-7 mfnútur. Yfir sumarið, frá 1. júní til 15. september, eru fastar ferðir síðdegis, en á öðrum árstímum er farið eftir þörfum. í Viðeyjarstofu er rekið veitingahús, sem einnig hef- ur fasta opnunartíma yfir sumarið, en er annars opið fyrir hópa, sem þangað vilja koma. í Viðeyjarnausti er einnig góð aðstaða fyrir hópa, sem vilja fara og grilla, en hafa jafnframt húsaskjól og aðstoð við matreiðslu. Fjölskyldufólki hefur verið leyft að tjalda í Viðey, og þar eru tveggja tíma gönguferðir með leiðsögn alla laugardaga yfir sumartímann og staðarskoðun á sunnudögum. Messur hefjast um hvítasunnu og eru svo aðra hveija helgi fram á haust. Kirkj- an er einnig mjög vinsæl til hjóna- vígslna og skírna. Ýmis önnur þjón- usta stendur til boða, en um þetta allt er hægt að fá nánari upplýsingar hjá staðarhaldara Viðeyjar í síma 680573. Séra Þórir er staðarhaldari í Viðey, Kolbrún María rekur fyrirtæki í Reykjavík og er í kaþólska söfnuðinum. Úr kirkjunni í Viðey Séra Þórir Stephensen, kaþólski biskupinn herra Al Jolson og séra Patrick Breen. uðurinn hér á landi haft sinn eigin biskup, sem nú er kenndur við Reykjavík. I áranna rás hefur orðið mjög gleðileg þróun í samkirkjulega átt hérlendis, þannig að vinátta og samvinna hefur farið vaxandi í sam- skiptum kirkjudeildanna. Herra Alf- red Jolson Reykjavíkurbiskup, sem nú er nýlátinn, gerði allt sem í hans valdi stóð til að efla hin hlýju tengsl og naut við það góðrar samvinnu hinna lúthersku biskupa íslands, herra Péturs Sigurgeirssonar og herra Ólafs Skúlasonar. Einn af ánægjulegustu atburðunum á bisk- upsferli Jolsons var, er hann náði því að fá að syngja fyrstu rómversk- kaþólsku biskupsmessuna í Viðey, síðan herra Jón Arason endurvígði kirkjuna og klaustrið árið 1550. Þetta gerðist fyrsta vetrardag, 23. október 1993, er biskup flutti brúðar- messu í Viðeyjarkirkju. Sr. Patrik Breen, sóknarprestur í Landakoti, aðstoðaði hann og sr. Þórir Stephen- sen, staðarhaldari í Viðey, flutti hjónavígsluræðuna. Þessi sögulegi atburður var ekki aðeins merk viðbót við mikla sögu Viðeyjar. Hann verð- ur einnig ógleymanlegur öllum, sem tóku þar þátt. Forráðamenn Viðeyjar hafa lagt á Nokkur ártöl í sögu rómversk- kaþólsks siðar á íslandi Nokkrir landnáms- menn frá írlandi, Skotlandi og Suðureyjum voru kristnir eins og Helgi bjóla, Helgi magri, Auður djúpúðga, Ketill fíflski og Örlygur gamli. Ýmsir íslendingar létu skírast fyrir kristnitöku á Alþingi. 1000: Kristnitaka með laga- setningu Alþingis á Þingvöll- um 24. júní. 1020: Allsheijarkirkja. reist á Þingvöllum sem er gjöf frá Ólafi Haraldssyni Noregskon- ungi. 1551: Lúthersk kirkjuskipan lögtekin í Hólabiskupsdæmi. Rómversk-kaþólskur siður er bannaður á íslandi allt til árs- ins 1874. Ýmsir kaþólskir sið- ir og hlutir varðveitast en mik- ið glatast af kirkjugripum, rit- máli, tónlist og myndlist. 1855-57: Bertel Högni Gunnlaugsson og Ólafur Gunnlaugsson eru skírðir að kaþólskum sið. Ólafur fær áheyrn hjá Píusi IX páfa og afhendir álitsgerð sína um endurreisn kaþólskrar kirkju á Islandi. Hann bendir m.a. á þörf franskra sjómanna á ís- landsmiðum fyrir andlega þjónustu. Maí 1857: Starfsemi róm- versk-kaþólskrar kirkju hefst að nýju á íslandi með því að til Fáskrúðsfjarðar koma Frakkinn sr. Bemard og ít- alski presturinn Odenino ásamt Ölafi Gunnlaugssyni. Fyrstu árin dveljast þeir að mestu á Seyðisfirði. 1859: Sr. Bernhard kaupir jörðina Landakot í Reykjavík. 3. apríl 1864: Fyrsta mess- an sungin í nýsmíðaðri kapellu í Landakoti. 1902: St. Jósefsspítali vígð- ur. Þetta var fyrsta sjúkrahús- ið með nútímasniði á íslandi og þjónaði eitt öllu landinu til ársins 1930. 1909: Landakotsskóli vígður og tekur til starfa í húsi sem enn er notað. THL RÁRISARMEÐ F14JGLEKMUM • TIL PARISAR MEÐ FLUGLEIÐUM • TILPV9SAKiMED FIJUGIJEIDOSiB • TIL PARÍSAR á manninn í tvíbýli í 4 daga og 3 nsctur á Homc Plazza. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað mánud. - föstud. ffá kl. 8 - 19 og á laugard. frá kl. 8 - 16.) 46.155 kr.* á manninn í viku m.v. 2 í bíl í A-flokki. Náðu þér í ferðabæklinga Flugleiða, Út í heim og Út í sól. * I;lu£vallarskattar innifaldir. 14 daga bókunarfyrirvari. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi ** Flugvallarskatrarekki innifaldir. 21 dags bókunarfyrirvari. TIL FMtíSAK IIED FLJL')OLiEIi3ÍLIM • TIL PARÍSAR MEÐ FLUGLEIÐUM • TTHLIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.