Morgunblaðið - 22.05.1994, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
eftir Árna Matthíasson
BRÁTT verður lióió ár sióan
Björk Guómundsdóttir
sendi ffrá sér breióskifuna
Debut, eftir „sextán ára
meógöngu" eins og hún
oróaói þaó sjáif. Þaó ár
hefur veríó sannkallaó
„annus mirabilis" fyrir
Björk Guómundsdóttur,
sem sagói stuttu áóur en
platan kom út aó eina von
sem hún gerói sér um hana
væri aó hún seldist fyrir
kostnaói svo hún hefói efni
á aó gera aóra. Þegar
þetta er skrifaó heffur Deb-
ut selst i á þrióju milljón
eintaka um heim allan,
Björk verió á allra vörum
i poppheiminum og er enn
og á liklega næga sjóói til
aó geta einbeitt sér aó tón-
list næstu árin. Hún ætti
aó vera oróin hagvön i tón-
listarheiminum, eftir aó
hafa starfaó meira og
minna aó tónlist sióan hún
var á barnsaldri. Björk
fékk nasasjón af frægóinni
þegar hún sló i gegn meó
Sykurmolunum 1986,
óvart aó þvi er Sykurmol-
arnir sögóu sióar, enda
stóó aldrei til aó úr gaman-
inu yrói atvinnumanna-
hljómsveit. Þegar Sykur-
molana þraut örendi fyrir
tveimur árum, var Björk
þegar farin aó velta ffyrir
sér aó taka upp sólóskif u
og þegar hljómsveitin lauk
tónleikahaldi til aó fylgja
efftir sióustu breióskif-
unni snemma árs
1992, fór Björk aó
leggja grunninn aó
breióskifu.
Frumraunin
Fyrsta smáskífan af Debut,
Human Behaviour, kom út fyrir
ári, í maí 1993, og var strax vel
tekið af gagnrýnendum og tónlist-
aráhugafólki, þó ekki hafí lagið
farið ýkja hátt á vinsældalistum,
fór í 24. sæti í Bretlandi og í
40. sæti í vikunni á eftir. Lag-
ið var þó valið lag vikunnar í
breska poppvikublaðinu Mel-
ody Maker og fimm síðna
forsíðuviðtal við Björk
birtist í blaðinu um svip-
að leyti. Myndband við
lagið, sem franski
kvikmyndagerðar-
maðurinn Michel
Gondry gerði, vakti
öllu meiri athygli
og var til að mynda
í forgangsspilun í
MTV-sjónvarpinu.
Um svipað leyti
Jiii
hennar
^^Fíðustu misseri Sykurmolanna
var Björk búin að sanka að sér
nokkrum lögum ólíkrar gerðar, var
meðal annars með í huga lög þar
sem hún syngi á móti þremur saxó-
fónum, lög þar sem hún syngi með
hörpuleikara og lög sem voru meira
danskyns. Hún leitaði til Dereks
Birketts hjá One Little Indian, út-
gáfufyrirtækis Sykurmolanna, og
óskaði eftir liðsinni hans við að
gefa plötuna út sem var auðsótt,
en hann sagðist eftir á hafa fylgt
sömu stefnu við Björk og alla aðra
tónlistarmenn; ef hann vildi á ann-
að borð gefa út plötu með einhveij-
um skipti hann sér ekkert af því
hvernig platan hljómaði eða hvað
væri á henni. Hann segist þá hafa
talið víst að plötu Bjarkar mætti
selja í einhvetjum tugþúsundum
eintaka og því gæti útgáfan staðið
undir sér. Þegar hér var komið hét
platan Björk’s Affairs, eða Bjarkar-
mál, og enn nokkuð laus i reipun-
um. Áður en lengra varð haldið
barst Sykurmolunum boð um að
leika á nokkrum tónleikum með
írsku hljómsveitinni U2, sem hljóm-
sveitin þáði, meðal annars sem
gott tækifæri til að ljúka samstarf-
inu í bili. Sú ferð var farin haustið
1992 og eftir það flutti Björk til
Bretlands til að sinna sólóferlinum
og til að Sindri sonur hennar fengi
notið meiri samskipta við móður
sína, en ef þau hefðu búið á ís-
landi. Snemma árs 1993 lauk Björk
svo við plötuna með aðstoð upp-
tökustjórans Nellees Hoopers, sem
gaf henni heillegra yfirbragð, án
þess þó að glata sérkennum lag-
anna. Platan var þá búin að fá
endanlegt heiti, Debut, eða frum-
birtust svo forsíðuviðtöl við Björk
í tískublöðunum I-d og Face og
fleiri blöðum.
Debut kom út 28. júní hér á landi
en í Bretlandi og víðar um heim
kom platan út mánudaginn 7. júlí.
Fyrirframpantanir voru gríðarmikl-
ar og allt benti til þess að platan
myndi stökkva beint inn á topp tíu
í Bretlandi. Um miðja vikuna spáði
Gallup-fyrirtækið í Bretlandi því
að platan myndi fara í annað sæti
listans, en þegar upp var staðið
endaði hún í þriðja sæti og vantaði
víst ekki nema 23 eintök upp á að
hún hefði farið sæti ofar, en sam-
kvæmt heimildum seldust af plöt-
unni um 30—40.000 eintök þessa
fyrstu viku. Við þetta ráku margir
upp stór augu, enda hafði íslenskur
listamaður aldrei komist nálægt
þessum árangri. Útgefandi plöt-
unnar, Derek Birkett, var og
kampakátur og sagðist þess fullviss
að takast mætti að selja 300.000
eintök af plötunni í Bretlandi áður
en yfír lyki. Vikuna á eftir féll plat-
an niður í 11. sæti listans, og sat
þar í tvær vikur að hún seig niður
í 14. sæti.
í kjölfar þessarar velgengni
hófst önnur viðtalslota Bjarkar, en
ásókn í viðtöl var slík að hún neydd-
ist til að takmarka mjög viðtöl og
útiloka sum lönd um tíma til að
geta sinnt öðrum. Þannig fór hún
í viðtalaferð til Ítalíu og Bandaríkj-
anna stuttu eftir að Debut kom út
og MTV-sjónvarpsstöðin bauð
henni að koma fram í sérstökum
þætti sem sendur yrði út í beinni
útsendingu síðar á árinu. Til þess
hafði Björk þó ekki tíma, því vel-
gengni plötunnar þrýsti á að hún
kallaði saman hljómsveit til að
fylgja henni eftir með tónleikahaldi.
Fjdltijoðleg hljómsveit
í hljómsveit sína réð Björk tón-
listarmenn frá öllum heimshornum;
Walesverja, Grikkja, Englending,
Tyrkja, Barbadosveija, Irana og
Indveija, og hljóðfæraskipan var
nokkuð óvenjuleg, því í sveitinni
var hljómborðsleikari, fíðluleikari,
saxófón- og flautuleikari, Slag-
verksleikari, trommuleikari og
bassaleikari. Æfíngar hófust ekki
fyrr en í ágústbyijun en þó var
hljómsveitin tilbúin til tónleika-
halds í ágústlok. Fyrstu tónleikam-
ir voru í London Forum 19. ágúst,
þar sem Björk tróð upp með Sykur-
molunum í fyrsta sinn í Bretlandi
á sínum tíma, og allir miðar á tón-
leikana seldust upp áður en tókst
að að auglýsa þá. Tveimur dögum
síðar lék Björk svo með hljómsveit-
inni frammi fyrir 50.000 manns á
Wembley-leikvanginum, en þá var
hún að hita upp fyrir U2. Tónleika-
haldið varð tilefni mikillar umfjöll-
unar í breskum blöðum og meðal
annars birtust greinar um tónleik-
ana í dagblöðunum The Guardian,
The Independent, Financial Times
og Daily Telegraph og dagskrárrit-
ið Time Out lagði forsíðu blaðsins
undir Björk og langa grein inni í
blaði að auki. Þrátt fyrir lofsamlega
umfjöllun fór ekki á milli mála að
hljómsveitin var ekki tilbúin í stíft
tónleikahald og því afþakkaði Björk
að hita frekar upp fyrir U2 að sinni
og lék þá meðal annars ekki á tón-
leikum sveitarinnar í Dyflinni.
Þegar hér var komið sögu lokaði
umboðsskrifstofa Bjarkar fyrir öll
viðtöl til að gefa henni næði til að
æfa hljómsveitina, en platan hélt
áfram að seljast af kappi og var
komin í 500.000 eintaka sölu um
heim allan þegar hér var komið
sögu, rúmum mánuði eftir útgáfu.
Ónnur smáskífan af Debut, Ven-
us as a Boy, kom út 2. ágúst og
fór þá í 29. sæti breska vinsælda-
listans. Af því tilefni kom Björk
fram í sjónvarpsþættinum Top of
the Pops, en þar hafði hún síðast
komið fram með Sykurmolunum.
Debut sat enn á topp tuttugu og
seldist enn allvel í Bretlandi og
reyndar um heim allan. í Banda-
ríkjunum kom platan út nokkru
seinna en annars staðar í heiminum
og fór í 141. sæti Billboard-listans