Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 B 15 fyrstu vikuna, fór þá í 91. sæti og svo upp í 81. sæti og giskaði Derek Birkett á að platan hefði selst í um 200.000 eintökum þar í landi. Þriðju tónleika hljómsveitar Bjarkar voru á tónlistarhátíð í Árósum 9. september og síðan ráku hverjir tónleikarnir aðra í Belgíu og Bretlandi, en einir tónleikamir í Bretlandi voru hljóðritaðir fyrir breska útvarpið BBC og meðal annars útvarpað hér á landi nokkru síðar. Þá var gert hlé á tónleika- haldi til að Björk gæti farið í myndatökur fyrir stórar greinar hjá Face, Clothes Show, Looks, Har- pers & Queen og Rolling Stone og undirbúið Bandaríkjaför. Fyrstu tónleikarnir vestan hafs voru í New York 9. nóvember og í kjölfarið komu tónleikar í Boston, Toronto í Kanada, Chicago, San Fransisco og Los Angeles. Þeir tón- leikar voru 19. nóvember ög þaðan var haldið beina leið til Hollands og leikið á tónleikum í Tilburg 22. nóvember. Á eftir fylgdu fleiri tón- leikar í Hollandi og Þýskalandi, en Debut hafði náð milljón eintaka sölu um þær mundir. Eftir þessa tónleika tók Björk langþráð og verðskuldað jólafrí frá því í lok nóvember og fram í miðjan janúar og hélt íslensk jól með fjölskyldu sinni hér heima, en í janúar var langferð framundan. Eyjaálfa ÁSTRALiA Tónleikar Bjarkar, ágúst '93 til apríl '9 Big Day Out, Gold Coast Big Day Out, Melboume Big Day Out, Sydney Big Day Out, Adelaide Big Day Out, Perth KANADA: 13. nóv., Torontó BEGUR: des., Centrum, Ósló 22. nó) Los Angeles ^ j ■ BANDARÍKIN: 9. nóv„ Webster Hall, 14* 10. nóv., í sjónvarpi / !■ 11. nóv., Avalon, Bostoi/ VH 16. nóv., Park West, ChlcntfUH 17. nóv., Warfield Theatre, 19. nóv., Wiltem Theatre, Los^ff! 15. apr., í sjónvarpi, Los Angele\ 16. apr., Glam Slam, LoS Angeles Melody, Stokkhólmi Melody, Stokkhólmi DANMÖRK: 9. sep., Árósum 5. des., Pumpehuset, Kaupmannah. JiS SPÁNN: 19. feb., Morden Lights, Tij 3aradiso. Amster pYSftALAND: nóy., HuxfeyA Be | * ; .5. nbv, ZepReífri Halle. MuM ,*■*. 29.-/ÍÓV. Tur 3, Ddsseldcrf ■ 6.ldes;f Grosse Freih’éit, Harr.l FRAKKLAND: il ■1, des.. LaCite Rennei a’Áfeb.; Elysée Montmartre, Par(s ifijjfeb.. Elysee Vontnihrtre. Paris íXlffluiíw ■fX. 21. j 23. j iyimiiÉiftíiiiii|\k|nni 26.j : iVlii>ÍBr • StCTjnS? um tónleikunum, í skemmtistað Prince í Los Angeles, lék á tromm- ur Sigt.ryggur Baldursson, sem áður var með Björk í Sykurmolun- um. Eftir þennan útúrdúr tók Björk aftur upp þráðinn í hljóðverinu, en trú þeirri yfirlýsingu sinni að vinna plötuna með sem flestum var hún fyrir stuttu að taka upp með skosk- um slagverksleikara, eldri konu, sem er talin einn fremsti og um leið sérkennilegasti slagverksleik- ari Breta. Annað hlé verður svo á upptökum þegar Björk kemur hing- að til lands til tónleikahalds á Lista- hátíð á vegum Morgunblaðsins og Smekkleysu s.m. hf., en síðar i sumar verður hún eitt af aðalnúm- erum Hróarskelduátíðarinnar og leikur á jasshátíð i Nice í júlí. Það er því ljóst að ekki gefst fullkomið næði til að taka upp næstu plötu, en enn er þó stefnt að því að plat- an komi úr snemma á næsta ári og ný undraár geti hafist. Debut er enn að seljast, hefur selst í 600.000 eintökum í Bret- landi og ríflega 2.000.000 eintaka um heim allan. Engu verður spáð um framhaldið, enda vænlegt að láta slíkt eiga sig þegar Björk Guðmundsdóttir á í hlut, því það eina sem sjá má fyrir með vissu er að hún gerir einmitt það sem hana langar til að gera en ekki það sem einhver segir henni. Um miðjan janúar hafði Debut selst í 1,3 milljónum eintaka, þar af tæp 400.000 eintök í Bretlandi, sem var allmiklu meira en Derek Birkett hafði áður spáð, um 400.000 eintök höfðu selst í öðrum Evrópulöndum og álíka mikið í Bandaríkjunum. I Noregi hafði platan selst í um 14.000 eintökum, í 13.000 eintök- um og í Svíþjóð í 55.000 eintökum. Áhugi fyrir plöt- unni virtist síst í rénum því platan var komin aftur inn á topp tíu í Bretlandi og komst öðru sinni í þriðja sæti breiðskífulistans. Ekki varð góður árangur í ára- mótavali blaða um allan heim til að letja kaupend- ur, enda var platan yfirleitt talin með bestu plötum ársins 1993 ef ekki sú besta. Hér á landi var plat- an valin plata ársins, af einhveijum orsökum „besta erlenda platan“ sumstaðar, og Björk var valin mað- ur ársins. Jólafríið var nú búið og Björk og hljómsveit hófu undirbúning að tónleikahaldi í Eyjaálfu og Asíu. Haldið var til Ástralíu 20. janúar og fyrstu tónleikarnir þar voru haldnir 21. janúar. Alls urðu Ástralíutónleikar fimm, en þá hélt Björk til Japans að leika á sex tón- leikum þar í landi, en að sögn tón- leikahaldara þar hafði platan þá selst í um 50.000 eintökum í Japan og töldu þeir heimsóknina eiga eft- ir að auka þá sölu til muna. Brit-verðlaunin Snemma árs var tilkynnt að Björk væri í hópi þeirra sem til- nefnd hefðu verið til verðlauna breska tónlistariðnaðarins, Brit- verðlaunanna svonefndu. Hún fékk tilnefningu sem besta alþjóðlega söngkonan og keppti þar meðal annars við Janet Jackson, Mariah Carey og Tinu Turner og einnig var hún tilnefnd sem besti nýliðinn. Að auki fékk Nellee Hooper tilnefn- ingu sem besti upptökustjórinn fyr- ir vinnu sína við Debut. Sjálf verðlaunaafhendingin átti sér stað strax á eftir Japansför Bjarkar og hreppti hún áðurnefnd tvenn verðlaun. I kjölfarið kom svo annar skammtur af blaðaumfjöllun og Debut sigldi aftur upp breska breiðskífulistann. Eftir hátíðina hélt Björk enn af stað, að þessu sinni til að leika á tónleikum í Frakklandi og á Spáni og loks á tvennum tónleikum í Bretlandi. Málshilðun Um þetta leyti bárust fregnir af því að breskur tónlistarmaður, Sim- on Fisher, sem kallaði sig Lovejoy, hefði höfðað mál gegn Björk á þeirri forsendu að hann hefði í raun samið með henni fjögur lög á Debut, Human Behaviour, Ven- us as a Boy, Aeroplane og Crying, og ætti því rétt á að fá drjúgan hluta af því fé sem inn hefði komið fyrir plötuna. Simon þessi kom hing- að til lands á vegum Pakk- húss postulanna 1990, sem var félagsskapur og flutti inn erlenda listamenn til skemmtanahalds, en Björk og Simon hafði orðið vel til vina og sú hugmynd vaknað að þau myndu semja einhverja tónlist sam- an. Af því varð þó ekki, en eitthvað tóku þau upp, sem Simon hélt fram að sannaði mál sitt. Að sögn Bjark- ar fékk hann gjafsókn vegna þess að hann hafði upptökuna undir höndum, en hún þarf eðlilega að greiða allan sinn málskostnað, sem gæti hlaupið á milljónum króna. Að hennar sögn kæmu svona mál upp oft á ári, þar sem málshefjandi reiknar með því að viðkomandi vilji frekar greiða honum einhveijar milljónir, en að greiða tugmilljónir í málskostnað þó hann ynni málið. Björk sagði að til að byija með myndu lögfræðingar hennar reyna að fá málinu vísað frá, en ef það gengi ekki sagðist hún ekki vita hvað hún myndi grípa til bragðs; það væri svívirðilegt að semja við slíkt fólk, en skynsemin segði að það væri hagkvæmara en að leggja í langvinna kostnaðarsama baráttu. Frí oo bó ekki Upphaflega ætlaði Björk sér að láta af flakki og ferðalögum í mars og taka sér átta mánaða frí til að hefja upptökur á næstu breiðskífu. Hún fór og í hljóðver að bytja á breiðskífunni og fékk meðal annars til liðs við sig Graham Massey úr bresku danssveitinni 808 State, en varð að gera hlé á upptökum til að leika á tvennum tónleikum í Bandaríkjunum, 15. og 16. apríl. Til gamans má geta þess að á öðr- Árið sem liðið ei Irá kví Debut kom út befur verið sannkailað jnnus mirabilis" íyrir Björk Guðmundsdóttur, sem sagðist bafa gengið með plotuna í sextán ár. 15 rétta gimilegt austurlenskt sumathlaðborð Súpa dagsins Steiktar núðlur með grœnmeti - Anshau rúllur Vermicelli baunir tau-sec- Fragrant kjúklingur Svínarif með Pekingsósu - Szechuan fiskur Lambakjöt með ostrusósu - Steikt grœnmeti Yu-sidng skelfiskur - Svinakjót með yang-chai Rœkjuflögur - Karrýkjúklingur að heetti Malasíubúa Luo nautakjöt - Sœt hrísgrjón - Salat Súrsatsósa, karrýsósa barbecuesósa, sataysósa Eftirréttur dagsins Ming-court kokteill veitingahúsið á íslandi Laugovegi 28b Sími 16513 - 23535 - Fax 624762 E.B'ACKMÁN ouglýsingosiofo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.