Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ATVIMMA/BAÐ/SMA SUNNUDAGUR 22. MAÍ1994 B 19 ATVINNUAUGiyS/NGAR Verkfræðingar/ tæknifræðingar Verkfræðistofa óskar eftir að ráða bygginga- verkfræðing eða -tæknifræðing til starfa fljót- lega. Góð kunnátta á tölvur og tölvuteiknun er nauðsynleg. Upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á Verkfræðistofuna Fjölhönnun hf., Grensásvegi 8, Reykjavík, fyrir 6/6 ’94. Verkfræðistofan Fjölhönnun hf. Ritari - bókhald GSS á íslandi hf. óskar að ráða ritara til starfa hluta úr degi, frá kl. 8.30 til kl. 14.00. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á bókhaldskerfinu Fjölni (Bústjóri). Góð ensku- kunnátta er æskileg. Laun í samræmi við reynslu. Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst. Umsækjendur vinsamlegast sendi okkur eig- inhandarumsókn. Heimilisfang okkar er Mörkin 6, 108 Reykjavík. íslensk fjallagrös hf. óska eftir að ráða: Framkvæmdastjóra þróunarverkefnis íslensk fjallagrös hf. vinna að þróun á heilsu- vörum af ýmsu tagi úr fjallagrösum og öðrum íslenskum villigróðri. Óskað er eftir starfsmanni með menntun í lyfjafræði, matvælafræði eða skyldum svið- um og helst með reynslu úr lyfja- og mat- vælaiðnaði. Um er að ræða 6 mánaða ráðningu en með möguleikum á framhaldi ef vel tekst til. Nánari upplýsingar veitir Jakob K. Kristjáns- son í síma 674488 kl. 10.00-12.00. Umsóknir sendist til: íslenskra fjallagrasa hf. Efna- og líftæknihúsi, Keldnaholti, 112 Reykjavík. T ónlistarskólastjóri Staða skólastjóra við tónlistarskólann á Kirkjubæjarklaustri er laus til umsóknar. Milli 30 og 40 nemendur stunda nám við skólann og er m.a. kennt á hljómborðshljóð- færi, málmblásturshljóðfæri, strengjahljóð- færi og blokkflautur, auk tónfræðigreina. Fyrir hendi er íbúðarhúsnæði og á Klaustri er öll almenn þjónusta t.a.m. grunnskóli, leik- skóli, heilsugæsla, verslun, hótel og banka- útibú. Hér er því kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk sem vill breyta til og setjast að á rólegum stað, sem rómaður er fyrir náttúrufegurð og veðursæld. Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar um menntun og starfsreynslu, sendist til skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri, fyrir 1. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 98-74840 á skrifstofutíma. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39,108 Reykjavík, sími 678500 Starfsmannastjóri Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða starfsmannastjóra til stofnunarinnar. Starfið felur í sér umsjón með öllu starfs- mannahaldi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Starfsmannastjóri mun ennfremur hafa með höndum skipulagningu á fræðslu og símenntun starfsfólks í náinni samvinnu við yfirmenn sérsviða. Starfsmannastjóra er ætlað að starfa sjálf- stætt en í náinni samvinnu við félagsmála- stjóra og aðra yfirmenn stofnunarinnar. Markmið stofnunarinnar með þessu starfi er m.a. að efla starfsmannahald og auka gæði þeirrar þjónustu sem stofnunin veitir. Starfsmannastjóri þarf að hafa hafa hald- góða háskólamenntun, eiga gott með að hafa samvinnu við og umgangast fólk og hafa áhuga á félagslegri þjónustu. Umsóknir berist Láru Björnsdóttur, félags- málastjóra fyrir 15. júní nk. merktar starfsmannastjóri. Leikskóli St. Franciskussystra, Stykkishólmi Fóstrur Fóstra óskast til starfa á leikskóla St. Franc- iskussystra frá 8. ágúst 1994. Við skólann starfa um 80 börn í blönduðum deildum og 12 fullorðnir (fóstra og annað mjög gott starfsfólk) auk skólastjóra. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-81028 eða 93-81128. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Laus staða Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra f Reykja- vík leitar að áhugasömum starfsmanni með faglegan metnað og hæfni til að taka þátt í öflugu uppbyggingarstarfi f þágu fatlaðra með aðferðum gæðastjórnunar. Áskilin er menntun og reynsla f störfum að málefnum fatlaðra. Um er að ræða vítt verksvið sem tekur til lögbundinnar afgreiðslu umsókna um aðstoð og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, ráðgjafar og samvinnu við aðrar þjónustu- stofnanir. Staðan veitist frá 1. ágúst eða fyrr eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til 8. júní nk. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 621388. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Rafmagnsverk- eða tæknifræðingur SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Innflutnings- og verkfræðifyrirtæki óskar að ráða rafmagnsverkfræðing eða rafmagnstæknifræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Umsjón með innflutningi á raf- magnsvörum, samskipti við erlend fyrirtæki og markaðs- og kynningarstarfsemi. Viðkomandi þarf að hafa menntun á sterk- straumssviði, þekkingu á raflagnakerfum og góða efnisþekkingu auk almenns áhuga á viðskiptum. Góð tungumálakunnátta nauðsynleg. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu Guðna Jóns- sonar, Tjarnargötu 14, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 27. maí nk. Gudni Tónsson RÁÐGJÖF & RÁÐN1NCARHÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Frá Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands Húsvörður Æfingaskóli Kennaraháskóla íslands óskar að ráða húsvörð til starfa frá 1. ágúst nk. Starf húsvarðar er m.a. fólgið í umsjón með húsum skólans, lóð og húsmunum. Hann hefur einnig umsjón með viðhaldi fasteigna og sér um að lagnakerfi og brunavarnir séu í samræmi við gildandi reglur. Laun eru skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar um starfið veitir aðstoð- arskólastjóri Æfingaskólans í síma 633950. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar skrifstofu Æfingaskóla KHÍ, við Háteigsveg, 105 Reykjavík, fyrir 3. júní nk. Tækni-,verk- og tölvufræðingar Tölvusamskipti hf. er ungt og framsækið fyrirtæki, sem framleiðir faxhugbúnaðinn Skjáfax fyrir einkatölvur og tölvunet. Helsta verkefni fyrirtækisins er útflutningur á Skjá- faxi. Við leitum að traustum einstaklingi með góða þekkingu á tölvunetum, Windows og enskri tungu. Tækni-, verk- eða tölvufræði- menntun áskilin. Við bjóðum skemmtilegt og krefjandi starf við þjónustu á Skjáfaxi innanlands sem utan. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til Tölvusamskipta hf., pósthólf 5114, 125 Reykjavík, fyrir 28. maí 1994. Sumarvinna með öldruðum Sjúkrahúsið Sólvangur í Hafnarfirði óskar að ráða starfsmann til þess að sjá um vistfólk í sumardvöl. Um er að ræða: Tímabilið 12. júní til 22. júlí í húsi Sólvangs í Hvera- gerði. Öll aðstaða er til fyrirmyndar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu við aðhlynningu aldraðra. Upplýsingar gefa forstjóri eða hjúkrunarfor- stjóri í síma 91-50281 24. maí til 27. maí milli kl. 10.00-12.00. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis Eftirtaldar kennarastöður við grunnskóla í Reykjanesumdæmi eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. júní nk. Holtaskóli í Keflavík, staða sérkennara, skriftarkennara og tölvu- kennara. Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi, staða sérkennara. Framlengdur er til 5. júní umsóknarfrestur um eftirtaldar kennarastöður. Myllubakkaskóli í Keflavík, stöður í hand- og myndmennt og tónmennt. Grunnskóli Grindavíkur, staða almenns kennara og sérkennara. Grunnskólinn í Sandgerði, staða tónmenntakennara. Fullorðinsfræðsla fatlaðra, stöður sérkennara. Umsóknir berist til skólastjóra viðkomandi skóla sem gefa nánari upplýsingar. Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.