Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.05.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 B 25 HVÍTASUNNULILJA (Narcissus poeticus) HVÍTASUNNU- LILJAN er ein hinna fjölmörgu tegunda narcissus- ættkvíslarinnar, sem á íslerisku hef- ur fengið heitið há- tíðaliljur. Þekktast- ar þeirra eru auðvit- að páskaliljurnar (N. pseudonarciss- us) sem þrífast hér mjög vel og blómstra oftast um páskaleytið. Á síð- ari tímum hefur orðið til mikill fjöldi kynblendinga þessara tegunda, eru það einkum Englendingar og írar sem hafa lagt sig fram við þessar kynbæt- ur. Afbrigðin skipta nú orðið mörg- um þúsundum og gerð og litur blómanna er afar breytilegur. Enska garðyrkjufélagið hefur skipt garðaafbrigðum í 11 höfuð- flokka, og hefur sú flokkun fengið alþjóðlega viðurkenningu. Páska- liljur og kynblendingar þeirra og hvítasunnulilja, eru í flokknum 1-4. Hvítasunnuliljur eru í flokkn- um nr. 8 og samkvæmt skilgrein- ingunni eru í þeim flokki aðeins þau garðaafbrigði sem sýnilega eru ekki blönduð páskaliljum eða öðrum tegundum af narcissus-ætt- kvíslinni. Hvítasunnuliljur heita þessu sama nafni á hinum Norður- löndunum og þá auðvitað vegna þess að þær blómgast um hvíta- sunnuleytið. Englendingar og Þjóðveijar nefna þær aftur á móti skáldaliljur (The poet’s narcissus) þar sem þær koma oft fyrir í skáldskap grísku skáldanna Hó- mers og Sófóklesar og raunar fleiri skálda og er þar af komið lat- neska heitið poeticus. Blóm hvítasunnu- liljunnar eru hreinhvít með gulri disklaga miðju sem er rauð- brydd og nefnist hjá- króna. Næst miðjunni er liturinn oft græn- leitur. Hjá afbrigðinu N. poeticus var. po- etarum er hjákrónan gulrauð og næstum einlit. Afbrigðið N. poet. var. recurvus er til í ræktun hér á landi en erfið- lega gengur að fá það til að blómgast. Englendingar nefna það „Phesant’s Eye Narcissus" vegna þess hve hjákrónan líkist mjög augum fasana. Blóm hvíta- sunnuliljunnar hafa sterkan sæt- an ilm. Heimkynni þeirra eru víða um Suður-Evrópu. Hinar villtu hvítasunnuliljur hafa yfirleitt reynst fremur erfiðar í ræktun bæði hér á landi sem erlendis. Garðaafbrigðin, eða að minnsta kosti sum þeirra, hafa aftur á móti reynst mjög vel. Er það sér- staklega eitt sem heitir actaea og er af hollenskum uppruna. Á Norður-írlandi og einnig í Banda- ríkjunum hafa komið fram nokkur ný afbrigði af hvítasunnuliljum. Verið er að reyna sum þeirra hér á landi og lítur út fyrir að mörg þeirra muni þrífast vel. Þá má hér að lokum segja frá sérstakri hvítasunnulilju - senni- íega ættaðri frá Miðjarðarhafs- löndum - sem Christian Zimsen apótekari flutti hingað til lands frá Danmörku fyrir mörgum ára- tugum, og rælrtaði um árabil í garði sínum í Reykjavík. Síðar var hún flutt í sumarbústaðaland við Elliðavatn, óx þar villt og blómg- aðist allvel að sagt er. Um meðferð hvítasunnulilja er það að segja að laukamir hafa mjög stuttan hvfldartíma og geym- ast því afar illa. Þarf því að setja þá niður strax eftir komuna til landsins. Laukamir era nokkra minni en páskaliljulaukar en eru settir niður í svipaða dýpt og þeir. Hvítasunnuliljur hafa á undan- förnum_ árum einatt verið á lauka- lista GÍ. Kr. Guðst. BLOM VIKUNNAR 288. þáttur llmsjón Ájjústa Björnsdóttir Nýr gnð- fræði prófessor FORSETI íslands hefur, með bréfi dagsettu 15. aprfl sl., skipað dr. Pétur Pétursson, prófessor í kenni- mannlegri guðfræði við guðfræði- deild Háskóla íslands frá 1. janúar 1994. Dr. Pétur var skipaður dósent í áðurnefndri grein við guð- fræðideild 1. janúar 1993. Áður var hann dósent við fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands frá haustinu 1990 en árið 1988 varð dós- ent við guðfræðideild Lundarhá- skóla í Svíþjóð, en hafði áður einn- ig kennt við félagsvísindadeild Lundarháskóla. Pétur Pétursson prófessor er með tvöfalda doktorsgráðu. Hann lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Lundarháskóla 1983 og doktors- prófi í guðfræði frá sama skóla árið 1990. Dr. Pétur hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi fræði- manna og birt mikinn fjölda fræði- greina í innlendum og erlendum tímaritum auk nokkurra bóka og bókakafla sem hann hefur ritað. Dr. Pétur er fæddur á Akureyri árið 1950. Hann er sonur hjónanna Sólveigar Ásgeirsdóttur og Péturs Sigurgeirssonar biskups. Hann er kvæntur Þuríði Gunnlaugsdóttur sjúkraliða og eiga þau fjögur böm. RAD AUGL YSINGAR Til leigu Til leigu er á Suðurlandsbraut 41 fm teppa- lagt húsnæði með sérinngangi og sérsnyrt- ingu í bakhúsi. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 91-15328. Skrifstofuhúsnæði óskast Þjónustufyrirtæki óskar eftir rúmgóðu 100-160 fm skrifstofuhúsnæði til leigu. Stað- setning í austurborginni eða miðborginni. Áhugasamir aðilar sendi upplýsingar til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „ Skrifstofa - 777“. Til leigu Til leigu glæsilegt húsnæði í Sundaborg 9, Reykjavík. Um er að ræða ca 300 fm. Húnæðið skiptist til helminga, á jarðhæð er gott lagerpláss með stórum innkeyrsludyrum og á efri hæð er stór skrifstofa og góð sýn- ingaraðstaða. Nánari upplýsingar í síma 91-688104. Fiskverkun Hafnarfirði Til leigu eru tvö fiskverkunarhús hvort að grunnfleti 300 fm. í öðru húsinu er frysting og kæling með góðri aðstöðu. ( hinu húsinu er fullkomin skreiðarþurrkun. Mjög góð staðsetning stutt frá Fiskmarkaðn- um. Leigist saman eða hvort í sínu lagi. Upplýsingar hjá: Ásbyrgi, fasteignasölu, Suðuriandsbraut 54, Reykjavík, sími 682444. Kaupmannahöfn íslensk hjón starfandi tímabundið í Dan- mörku óska eftir að leigja 2ja-3ja herb. íbúð með húsgögnum í Kaupmannahöfn eða ná- grenni, tímabilið 1/6-15/9 '94. Skilvísar greiðslur fyrir rétt húsnæði. Upplýsingar í síma 91 -12980 eða 91 -656995 eftir kl. 17.00. Óska eftír sérbýli á leigu í Garðabæ eða Bessastaðahrepp Upplýsingar í síma 651565. Kaupi gamla muni s.s skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silf- ur, Ijósakrónur, lampa, bollastell, hatta, veski, gömul póstkort og smærri húsgögn. Upplýsingar í síma 91-671989 eftir kl. 16. Geymið auglýsinguna. Stokkhólmur 2ja herbergja íbúð með eldhúsi og baði (u.þ.b. 70 fm) í úthverfi Stokkhólms, Rinkeby (17 mínútur með lest úr miðbænum), til leigu frá 1. júní til 1. september. íbúðin er búin húsgögnum. Leigan er sek. 3000. Upplýsingar í síma 91-43253. Til leigu Til leigu er einbýlishús á einum besta stað í Kópavogi. Húsið er 260 fm á tveimur hæð- um og með tvöföldum bílskúr. Áhugasamir leggi nöfn sín inn á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Hús - 599". Fundur með ungu fólki verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 18.00 á kosninga- skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins, Hraun- bæ 102b, við hlið Skallasjoppu. Gestir: Inga Jóna Þórðardóttir og Kjartan Magnússon. Fjölmennið. Stjórnin. Æ Starfsmiðstöð eldri borgara íValhöll M Reykjavíkurferðir Starfsmiðstöð eldri borgara í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, er opin alla virka daga frá kl. 12.00 til 18.00. Þar er boðið upp á skoðunarferðir og síðdegiskaffi. Allt stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokksins er velkomið. Frambjóðendur og forystumenn Sjálfstæðisflokksins koma í heimsókn. Næsta kynnisferð um borgina verður þriðjudag 24. maí. Lagt verður af stað frá Aflagranda 40 kl. 14.00. Síðan verð- ur haldið að Grandavegi 47, KR-heimili, Neskirkju og Ráðhúsi. Þaðan verður faríð í 1-1V2 tíma skoðunarferð um borgina, sem endar með síðdegiskaffi í Valhöll. Fólki verð- ur síðan ekið heim í sín hverfi um kl. 16.30. Það eru allir velkomnir, en við hvetjum sérstak- lega borgara 60 ára og eldri til að koma með. Hittumst hress og glöð! Áfram Reykjavfk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.