Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 27

Morgunblaðið - 22.05.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1994 B 27 S VEITARSTJORN AKOSIMING AR Seltjarnarnes Ve stur-Barðastrandarsýsla TVEIR listar bjóða fram á Seltjarn- arnesi í kosningunum, D-listi Sjálf- stæðisflokks og N-listi Bæjarmálafé- lags Seltjarnarness. Oddvitar list- anna tveggja eru sammála um þá stefnu að halda álögum á íbúa í lág- marki en ósammála um ijármála- stjórn bæjarfélagsins. Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri og efsti maður á D-lista, segir stöðuna vera góða, en Siv Friðleifsdóttir, efsti maður á N-lista, segir fjárhagsstöðu bæjarfé- lagsins ekki slæma. Sömu listar buðu fram til síðustu kosninga og hlaut Sjálfstæðisflokkur þá 5 fulltrúa en N-listinn 2. Sigurgeir segir samstöðu um það innan bæjarstjómarinnar að halda álögurh á íbúa í lágmarki. Hann tel- ur fjárhag bæjarins vera góðan og skuldastöðuna vera með því besta sem gerist. Skipulagsmál séu ofarlega á dag- skrá í bænum, nýlega hafi verið aug- lýst samkeppni um deiliskipulag úti- vistarsvæðis á Seltjarnamesi og spennandi verði að sjá hvaða tillögur berist. í skólamálum sé það helst á dag- skrá að byggja við Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Þá standi til að Greinir á um fjár- málin Sigurgeir Siv Friö- Sigurðsson leifsdóttir byggja nýjan leikskóla í bænum. Hreinsun strandarinnar sé {fullum gangi, þegar sé búið að hreinsa norð- urströndina en verið sé að byija á suðurströndinni. Sigurgeir segir að kosningabarátt- an hafí verið með hefðbundnum hætti, gefin hafa verið út blöð, haldn- ir hverfafundir og frambjóðendur hafi heimsótt íbúa. Fjárhagsstaða slæm Siv er ósammála Sigurgeir um að fjárhagsstaða bæjarfélagsins sé góð og hún er ekki sammála þeirri fjár- málastjórn sem þar er. Ástæða þess að minnihlutinn hafi samþykkt árs- reikninga Seltjarnarness sé að end- urskoðandi minnihlutans hafi sagt að þeir væru rétt færðir. Hún segir að N-listinn sé sammála þeirri stefnu að halda skattaálögum í lágmarki. Hún bendir á að hagur bæjarfé- lagsins hafi vænkast vemlega vegna niðurfellingar aðstöðugjalda og Sel- tjamames fengið um 40 mílljónir frá ríkinu til að bæta upp tap vegna niðurfellingar gjaldanna, sem ekki var mikið. Helstu stefnumál listans em fram- kvæmdir við íþróttamannvirki og að íþróttaiðkun verði efld í bænum. Einnig vilja þau að atvinnuleysi ungs fólks verði leyst og hefja byggingu hjúkranarheimilis fyrir aldraða. N-listinn býst ekki við því að ná meirihluta í kosningunum. Siv segir að þau vonist hins vegar til að ná inn þriðja manni, og geti þannig veitt meirihlutanum meira aðhald. Eskifjörður Hrafnkell A. Jónsson Persónuleg og rætin barátta PmlrrlKAim \f Arm i nhl n ði A Egilsstöðum. Morgunblaðið. A ESKIFIRÐI eru í boði fimm flokk- ar fyrir komandi bæjarstjómarkosn- ingar og er það einum flokki meira en síðast. Núverandi meirihluti er skipaður 3 þremur fulltrúum frá Framsóknarflokki, einum frá Al- þýðubandalagi og einum frá Alþýðu- flokki. Sjálfstæðisflokkur situr í stjórnarandstöðu með tvo fulltrúa. Sömu verða í boði nú og auk þess E-listi Eskfirðinga. Margir þeirra sem nú sitja í bæjarstjórn munu hætta og von er á nýjum andlitum í forystu bæjarins eftir kosningar. Sigurður Freysson Framsóknar- flokki segir að umhverfismál þar sem aðaláherslan er lögð á frárennsli í bænum verði aðalmál framsóknar- manna á næsta kjörtímabili fái þeir umboð frá kjósendum. Hann sagði atvinnustigið hafa verið gott á Eski- firði undanfarið kjörtímabil. Fram- kvæmdir vom miklar við gatnagerð og einnig er unnið við bryggjufram- kvæmdir. Auk þess verður heilsu- gæslustöð tekin í gagnið á næsta Sigurður Freysson Hrafnkell A. Jónsson Emii Thorar- ensen ári. Sigurður segir Framsókn ætla sér að ná inn þremur mönnum í kosn- ingunum og þær leggist vel í sig. Vonast hann til að málefnin verði látin ráða ferðinni en ekki persónur. Hrafnkell A. Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, telur kosningabaráttuna í ár vera óvenju rætna og persónulega. Nýir fletir séu að koma upp sem hann hafí ekki þekkt áður þrátt fyr- ir mörg ár í pólitík. Hann lýsti einn- ig þeirri skoðun sinni að málefnafá- tækt væri með mesta móti hjá stjórn- arflokkunum. Hrafnkell sagði að at- vinnumál, íþrótta- og tóm- stundamál og umhverfismál væru sett á odd- inn hjá sínum flokki. Þrátt fyr- ir að atvinnu- stigið væri við- unandi mætti gera mun betur á ýmsum svið- um. Að lokum kvaðst hann hæfilega bjartsýnn á útkomu kosninganna. Emil Thorarensen, oddviti E-lista Eskfirðinga, sagði að ýmsar persónu- legar væringar hefðu orðið til þess að hann ákvað að segja skilið við Framsóknarflokkinn og stofna E- listann. Samfara því hefði losnað úr læðingi óánægja ýmissa með stjórn- arathafnir meirihlutans og telur hann framboðið eiga fullt erindi í kosning- arnar. Á stefnuskrá eru atvinnumálin höfð fyrst og er þar þung áhersla lögð á að störf tapist ekki af svæðinu. Dalabyggð Brýn verk- efni bíða Búðardal. Morgunblaðið. MIKIÐ fjölmenni var á framboðs- fundi þeirra fjögurra framboðslista sem bjóða fram í nýja sveitarfélaginu Dalabyggð. Fram kom að mörg brýn verkefni bíða, til dæmis stækkun Dvalarheimilisins Silfurtúns og meiri umönnun íbúana þar. Einnig stækk- un hjúkmnarheimilisins á Fellsenda. Þá þurfi að gera átak í atvinnu- og samgöngumálum. Morgunblaðið/Kristjana MARGMENNI var á framboðsfundinum í Búðardal. Erfitt að spá um úrslitin KOSIÐ verður í fyrsta sinn til sveit- arstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Patreks-, Bíldudals-, Barðastrandar- og Rauðasandshrepps í vor. Viðmæl- endur Morgunblaðsins eru sammála um að erfitt sé að segja til um hvern- ig kosningarnar fari því sameiningin breyti einhveiju, en búist er við því að sjálfstæðismenn vinni á. Fimm listar eru í framboði, A- listi Alþýðuflokks, D-listi Sjálfstæð- isflokkSj B-listi Framsóknarflokks, F-listi Oháðra og J-listi Óháðra og jafnaðarmanna, sem er klofningur út frá Alþýðuflokki. Hrepparnir sem standa að sam- einingunni standa misvel fjárhags- lega, Bíldudals- og Patrekshreppar skulda mikið en dreifbýlishreppamin tveir standa betur. Ólafur Arnfjörð, sveitarstjóri og efsti maður A-listans, segir atvinnu- málin vera mikilvægustu málin i þessum kosningum. A stefnuskránni sé að hætta fjáraustri í gjaldþrota fyrirtæki, fjárhagur sveitarfélagsins þoli það ekki lengur. Hann segir að fjárhagsstaðan hafi batnað verulega vegna skulda- niðurfellingar ríkisins og því ætti fjárhagsstaða hreppsins að vera betri. Gísli Ófafur Ólafsson Arnfjörð Ólafur segir að hingað til hafi Alþýðuflokkurinn sótt fylgi sitt til Bíldudals og Patreksfjarðar, en sjálf- stæðismenn séu sterkir í Barða- strandar- og Rauðasandshreppi. Auka þarf bjartsýni Gísli Ólafsson, efsti maður D- lista, segist vona að sameiningin komi Sjálfstæðisflokknum til góða. Flokkurinn leggi áherslu á at- vinnumál og að eyða atvinnuleysi á svæðinu. Mest hafi vantað atvinnu á Bíldudal og á því þurfi að taka. Því þurfi að hefja sókn og skapa hagstæð ytri skilyrði fyrir fyrirtæki og auka bjartsýni meðal fólks. Stofna beri atvinnuþróunarsjóð sem ynni að því. Þá þurfi að styða við bakið á þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem em í rekstri. Kanna þurfi möguleika á loðnu- frystingu fijá þeim frystihúsum sem eru á svæðinu og fjárfesta í tækjum til þess. Gísli segir engar stórar fram- kvæmdir vera fyrirhugaðar á kjör- tímabilinu, byggingu barnaskóla á Patreksfirði sé að ljúka og hafin sé bygging íþróttahúss á Bildudal. Sauðárkrókur Þarf að snúa vörn í sókn í atvinnumálum EINS OG viðast annars staðar eru atvinnumálin ofarlega í hugum frambjóðenda til bæjarstjórnar á Sauðárkróki. Nú verður einungis kosið um sjö sæti, því bæjarstjórnar- mönnum hefur verið fækkað úr níu í sjö. Fimm listar bjóða fram til kosn- inganna eins og fyrir íjórum árum. Listarnir fimm eru D-listi Sjálf- stæðisflokks, A-listi Alþýðuflokks, B-listi Framsóknarflokks, G-listi Al- þýðubandalags og K-listi Óháðra borgara. í síðustu kosningum fengu framsókn og Sjálfstæðisflokkur þijá menn hvor, en Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og óháðir einn hver. Meirihlutinn samanstóð af Sjálf- stæðisflokki, Alþýðuflokki og óháð- um. Jónas Snæbjörnsson, efsti maður á D-lista, segir að bæjarsjóður hafi á yfirstandandi kjörtímabili þurft að eyða talsverðu fé í að bjarga fyrir- tækjum í bænum sem hafi þurft á fjárhagsaðstoð að halda. Nú sé hins vegar þörf á að efla atvinnurekstur á svæðinu eftir föngum og sjálfstæð- ismenn hafi hug á að skapa gott umhverfi til fyrirtækjareksturs. Hann segist ekki sjá fram á að hægt verði að lækka skuldastöðu bæjarins á næsta kjörtímabili, en skuldir nema nú um 155 þúsundum króna á hvern íbúa. Heildarskuldir bæjarfélagsins nema hins vegar um 470 milljónum króna, þar af skuldi bæjarsjóður 420 milljónir. Bjartsýnn á úrslit kosninganna Stefán Logi Haraldsson, oddviti B-listans, er bjartsýnn á úrslit kosn- inganna. Hann segir að spjótin i baráttunni standi á flokknum, því möguleiki sé á að framsókn hljóti hreinan meirihluta í kosningunum vegna fækkunar bæjarráðsmanna. Hann segir að í atvinnumálum þurfí bærinn að fara að sýna meira frumkvæði, fara í sókn og hætta í vörn. Þá vilji framsóknarmenn að stofnaður verði atvinnuþróunarsjóð- ur með það markmið að efla nýsköp- un og styðja við bakið á fyrirtækjum og einstaklingum sem fyrir em í bænum. Að vísu sé fjárhagsstaða bæjar- sjóðs ekki góð og því þurfi bærinn að gera langtímaáætlun í fjármálum. Það hafi ekki verið gert hingað til og ekki sé enn búið að gera lög- bundna þriggja ára fjárhagsáætlun. Ekki sé hægt að vinna að fram- gangi á Sauðárkróki nema slíkar áætlanir séu fyrir hendi. Seyðisfjörður Seyðisfírði. Morgunblaðið. KOSNINGABARÁTTAN á Seyðis- fírði hefur verið með daufasta móti. Enginn framboðslistanna hefur birt stefnuskrá og ekkert kosningablað séð dagsins ljós. Búast má við því að bætt verði úr þessu á næstu dög- um ef marka má þá líflegu starfsemi sem fer fram á kosningaskrifstofum. í framboði eru sömu þrír listar og í kosningunum 1990. Framsóknar- menn með 3 fulltrúa og sjálfstæðis- menn með 2 mynda meirihluta en T-listinn er stærstur með 4 fulltrúa. Deilt um bæjarábyrgðir Nokkuð hefur verið deilt um bæj- arábyrgðir og segjast Tindar vilja betri úttektir á fjárhagsstöðu og áætlunum fyrirtækja sem sækja um slíkt og segja að ekki hafi verið rétt staðið að þeim málum. Þessu neitar Litlar upplýs- ingartil kjósenda núverandi meirihluti og segir að slík- ar ábyrgðir hafi einungis verið veitt- ar að vel athuguðu máli. Jónas Hallgrímsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins, segir helsta baráttumálið vera að koma öllum í vinnu. Halda eigi áfram þeirri atvinnuupp- byggingu sem bærinn hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Hann nefnir einnig að mikilvægt sé að standa vel að 100 ára afmæli bæjarins á næsta ári. Hann vill að haldið verði áfram við þau verk sem hafin eru; tekin verði ákvörðun um hvort íþróttahús fái forgang fram fyrir áframhaldandi skólabyggingu. Einnig á að dýpka og breikka nýju höfnina. Arnbjörg Sveinsdóttir er fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Hún segir atvinnumálin efst á baugi Arnbjörg Jónas Hall Sveinsdóttir grímsson sem fyrr. Á yfirstandandi kjörtíma- bili hefur meirihlutinn séð til þess að bæjarsjóður hefur lagt hlutafé í Dvergastein hf. og Birting hf. og látið byggja dráttarbraut. Arnbjörg telur að hlúa beri að vaxtarbroddum í atvinnulifi, eins og ferðamálin em. Markaðssetja á höfnina og sjúkra- húsið. Hún segir flokkinn vilja beita sér fyrir því að keypt verði skip fyr- ir það fé sem bærinn hefur lagt í Birting hf. og að ráðinn verði at- vinnufulltrúi. Efsti maður á lista Tinda, Pétur Böðvarsson, segir atvinnumálin mik- ilvægust, en leggur jafnframt áherslu á að vel verði unnið í fé- lags- og tómstundamálum og öllu sem þeim tengist. Hann telur mikil- vægt að vel sé stutt við bakið á fijálsum félagasamtökum þannig að allir, ungir sem aldnir, fái góða lífs- t fyllingu í frítíma sínum. Pétur segir erfitt að gagnrýna starf fráfarandi meirihluta, þar sem þeir fari eftir sínum skoðunum og maður verði að virða þær. Þó vill hann helst setja út á það að rokið sé úr einu verki í annað og ekki tekið tillit til nefnda bæjarins. Pétur Böðvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.