Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
fKtorgttnMs&fö
c
1994
MIÐVIKUDAGUR 25. MAI
BLAÐ
adidas
KR leikur í Adidas
HANDKNATTLEIKUR / HM-KEPPNIN A ISLANDI 1995
íslendingar velja sér mótherja
- þegarfjórar þjóðir eru eftir í hattinum. Dregið í HM-riðla í Perlunni 24. júní
að er nú ljóst að íslendingar
geta valið sér mótheija í riðla-
keppninni, þegar dregið verður í
riðla í heimsmeistarakeppninni á
íslandi 1995 í Perlunni 24. júní.
„Við fengum staðfestingu um þetta
fyrirkomulag í dag,“ sagði Þorberg-
ur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í
stuttu spjalli við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Leikið verður í fjórum sex þjóða
riðlum á íslandi og eru íslendingar
í öðrum styrkleikaflokki ásamt
Spánveijum, Þjóðveijum og Tékk-
um. í fyrsta styrkleikaflokki eru
Rússar, Svisslendingar, Frakkar og
Svíar. Fyrirkomulagið verður þann-
ig á drættinum að fyrst verður
dregið úr styrkleikaflokkum eitt,
þijú, fjögur, fimm og sex. Þegar
það er afstaðið er aðeins eftir þjóð-
irnar úr styrkleikaflokki tvö. íslend-
ingar fá þá að velja sér riðil en þá
fyrst verður dregið hvar Spánveij-
ar, Þjóðveijar og Tékkar lenda.
„Við reiknum með að velja þann
riðil sem Svisslendingar eru i úr
fyrsta styrkleikaflokknum," sagði
Þorbergur. „Það hefur mikla þýð-
ingu að hafna í fyrsta sæti í riðla-
keppninni, því að þær þjóðir sem
hafna þar fá þjóðir sem lenda í
fjórða sæti í riðlunum við hliðina í
sextán liða úrslitum — þjóð í fyrsta
sæti í A-riðli lendir gegn þjóð í
fjórða sæti í B-riðli og öfugt,“ sagði
Þorbergur.
Þorbergur mun ekki stjóma
landsliðinu í fyrsta landsleiknum
gegn Portúgal — á morgun í Porto.
Aðstoðarmaður hans, Einar Þor-
varðarson, stjórnar landsliðinu, sem
fór utan í gær. Þorbergur er á full-
um krafti í kosningabaráttunni í
Reykjavík, en hann skipar áttunda
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Þorbergur heldur til Portúgal á
föstudaginn og stjórnar liðinu í
leikjum á laugar- og sunnudag, og
í æfingabúðum við Lissabon í næstu
viku. Hann mun einnig fylgjast með
Evrópukeppni landsliða, sem hefst
í Portúgal 3. júní.
Geir Sveinsson komst ekki út
með landsliðinu og heldur ekki
Héðinn Gilsson og Einar Gunnar
Sigurðsson, sem eiga við meiðsli
að stríða.
Svíar
vilja
hærri
bónus
Sænsku landsliðsmennirnir í
handknattleik standa nú í
deilum við sænska handknattleiks-
sambandið. Leikmönnum hefur
HHi verið boðnar 8.000
Frá sænskar krónur (75
Grétarí Þór þúsund ísk.) fyrir
fsvfþé/0' s'gur ' Evrópu-
keppninni sem
hefst í Portúgal 3. júní, en það
vilja leikmennirnir ekki sætta sig
við — vilja fá meira.
Hver leikmaður liðsins fékk
34.000 sænskar (rúmlega 300
þúsund ísk.) í bónus fyrir heims-
meistaratitilinn árið 1990. Leik-
menn hóta að spila ekki með
landsliðinu fái þeir ekki hækkun.
Carlén á fundum
Per Carlén, fyrirliði landsliðsins,
hefur verið í samningaviðræðum
við handknattleikssambandið
sænska og var útlit fyrir að sætt-
ir næðust í gærkvöldi um að leik-
menn fengju 18 þúsund sænskar
fyrir gullið í Portúgal.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
■ Allt um 1. deildarkeppnina á B2, B4, B5, B6, B7, B10, B12
Allt komið á fulla ferð
Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson
BARÁTTAN um íslandsmeistaratitilinn hófst á fimm vígstöðum á mánudaginn — og aðeins KR-ingar fögnuðu sigri. Þeir skoruðu fimm af þeim sjö mörkum
sem skoruð voru í fyrstu umferð 1. deildarkeppninnar. Það tók leikmenn 339 leiknar mín. að skora mark. Áður en að Serbinn Marko Tanasic hjá Keflavík skoraði
það að Hlíðarenda, var búið að veija tvær vítaspyrnur. 4.996 áhorfendur sáu leikina fimm, þannig að meðaltal á leik var 999,2 áhorfendur. Margir ungir og
efniiegir leikmenn voru í sviðsljósinu — yngstur Eiður Smári Guðjohnsen hjá Val, 15 ára og 250 daga gamall, en elsti leikmaðurinn var Skagamaðurinn Karl
Þórðarsson, 39 ára, sem var búinn að leika sex keppnistímabil áður en Eiður Smári fæddist. Dómarar eru einnig komnir á ferðina og fengu sextán leikmenn að sjá
gula spjaldið, einn það rauða. Hér á myndinni fyrir ofan má sjá Braga Bergmann sýna Mihajlo Bibercic gula spjaldið, sem hann fékk fyrir leikaraskap.
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA: „ÞETTA ER FYRIR ÞIG, PABBI!“ / C3