Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 C 3
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Þetta er
fyrirþig,
pabbi
- sagði Patrick Ewing eftir sigur New
York gegn meisturum Chicago
PATRICK Ewing gerði 18 stig í seinni hálfleik og átti stóran þátt
í 87:77 sigri New York gegn Chicago í undanúrslitum Austur-
deildar NBA. Þetta var sjöundi leikur liðanna og þar með eru
meistarar þriggja síðustu ára úr leik. „Mér líður vel,“ sagði
Ewing, sem tók 17 fráköst. „Allir hafa sagt að við værum ekki
nógu góðir, en við sýndum að lið okkar er betra en þeirra.
Pabbi sagðist ekki vilja fá mig snemma heim í sumar og þetta
er fyrir þig, pabbi,“ sagði kappinn, sem hefur leikið í níu ár í
deildinni og sér fram á fyrsta meistaratitlinn.
Chicago sló New York út undan-
farin þijú ár, en þetta er í
fyrsta sinn sem New York hefur
betur í úrslitaviðureign liðanna und-
anfarin sex ár. Liðið tók á móti
Indiana í nótt, en sigurvegarinn
mætir Houston eða Utah í úrslitum
NBA.
Charles Oakley var með 17 stig
Barkley
heldur
öllu opnu
Charles Barkley, sem hafði
sagt að ferillinn í NBA-
deildinni væri á enda, gaf til
kynna um helgina að möguleiki
væri á að hann héldi áfram
næsta vetur.
„Ef þeir [læknar] geta lækn-
að mig kem ég aftur,“ sagði
hann eftir tap Phoenix gegn
Houston í sjöunda leik liðanna
i undanúrslitum Vesturdeildar á
laugardag. „En ef þeim tekst
það ekki píni ég mig ekki leng-
ur,“ bætti hann við.
Barkley var nálægt því að
láta drauminn rætast fyrir ári,
þegar liann lék með Phoenix í
úrslitum NBA-deildarinnar, en
varð að láta í minni pokann fyr-
ir Michael Jordan og félögum í
Chicago. Hann hefur verið
slæmur í baki í allan vetur og
kom það greinilega niður á leik
hans í úrslitakeppninni. „Ég fer
í meðferð hjá liðslækni okkar
og tveimur öðrum sérfræðing-
um. Ef þeim tekst að laga mig
kem ég aftur en ef ekki þá hef-
ur þetta verið skemmtilegur
tími.“
og 20 fráköst fyrir New York, en
Charles Smith 11 stig. Scottie Pipp-
en skoraði 20 stig fyrir Chicago og
tók 16 fráköst. Horace Grant var
með 17 stig og Pete Myers 15 stig.
Ewing fékk tvær villur snemma
leiks og lék aðeins í þijár mínútur
í fyrsta leikhluta, en staðan var
38:37 fyrir Knicks í hálfleik. „Þetta
er frábært og uppörvandi," sagði
Greg Anthony eftir sigurinn. „En
við megum ekki gleyma okkur, þvi
við eigum erfiða leiki framundan
gegn Indiana." Pat Riley, þjálfari,
tók í sama streng. „Þetta er bara
bytjunin.“ Oakley var glaðari en
allir aðrir. „Ég var seldur frá Bulls,
seldur frá þremur meistaratitlum.
í lokin leið mér vel, betur en nokkru
sinni fyrr.“
„Það var undarlegt að ganga af
velli og vera ekki meistari,“ sagði
Horace Grant. „Við óskuðum þeim
til hamingu eftir leikinn vegna þess
að við urðum þrisvar meistarar með
sóma og vildum tapa með reisn. „I
fyrra tapaði New York með reisn
og ég vona að liðið fari alla leið,
sérstaklega vegna Oakley." Phil
Jackson, þjálfari, sagði að Chicago
hefði fallið á eigin bragði. „Barátta
New York hafði allt að segja.“
Phoenix úr leik
Phoenix lék til úrslita í fyrra, en
mátti sætti sig við 104:94 tap gegn
Houston í undanúrslitum Vestur-
deildar. Hakeem Olajuwon skoraði
37 stig og tók 17 fráköst fyrir
Houston, sem leikur í fyrsta sinn
til úrslita í Vesturdeild síðan 1986.
„Ég er svo ánægður með sigurinn,"
sagði Olajuwon, „og ég vona að við
förum alla leið.“
Nýliðinn Sam Cassell skoraði 22
stig. „Rudy [þjálfari Houston] gaf
mér tækifæri á að leika, ég vildi
njóta þess og var ákveðinn.“
Kevin Johnson gerði 25 stig fyr-
ir Phoenix og átti 11 stoðsending-
ar. Charles Barkley lék meiddur,
en skoraði 24 stig og tók 15 frá-
köst. „Þetta hefur verið erfitt ár,
sem hefur einkennst af meiðslum
og vandamálum," sagði Barkley,
„en draumurinn var að komast aft-
ur í úrslitin og sigra."
Houston tapaði tveimur fyrstu
leikjunum heima, en hafði betur í
heildina. Los Angeles komst áfram
eftir sömu byijun 1969 og eru þetta
einu liðin sem hafa náð að snúa
dæminu við eftir slíka byijun.
Karl Malone var með 31 stig í
91:81 sigri Utah gegn Denver, sem
tapaði þremur fyrstu leikjunum, en
náði að jafna metin. Jeff Hornacek
skoraði 18 stig, en Reggie Williams
var stigahæstur Nuggets með 17
stig.
Morgunblaðið/Einar Falur
Patrlck Ewing gerði 18 stig í seinni hálfleik gegn meisturum Chicago og
lagði grunninn að sigrinum. Hann tók auk þess 17 fráköst.
Milwaukee
Bucks
lékk stóra
vinninginn
Milwaukee Bucks datt í lukku-
pottinn er dregið var um það
hvaða lið í NBA-deildinni fengi að
velja sér fyrst nýjan leikmann úr
háskóladeildinni fyrir næsta keppn-
istímabil. Bucks hefur ekki fengið
fyrsta valrétt síðan 1977, en valið
fer fram 29. júní.
Dallas Mavericks, sem vann að-
eins 13 leiki í deildinni í vetur, fær
að velja númer tvö og Detroit Pist-
ons númer þijú og Minnesota núm-
er Qögur. Drátturinn fer þannig
fram að þau þijú lið sem eru með
lakasta árangurinn á keppnistíma-
bilinu fá að velja fyrst.
Glenn Robinson frá Purdue, sem
var stigahæsti leikmaður háskóla-
deildarinnar, er væntanlega efstur
á óskalistanum hjá NBA-liðunum.
Grant Hill frá Duke og Jason Kidd
frá Californiu eru einnig eftirsóttir.
Minnesota
selttil
IMew Orlans
Eigendur Minnesota Timberwol-
ves, Harvey Ratner og Marv
Wolfenson, hafa selt liðið til tveggja
kaupsýslumaitna New Orlans fyrir
152,5 milljónir bandaríkja dala. Lið-
ið hefur aðeins verið þrjú ár í
Minneapolis.
Nýju eigendurnir hyggjast flytja
liðið til New Orlans, en til þess að
það geti orðið verða eigendur 2/3
hluta liðanna í NBA-deildinni að
samþykkja það. Nýju eigendurnir
segja að nú sé kominn markaður
fyrir gott körfuknattleikslið í New
Orlans.
Hakeem Olajuwon
óstöðvandi gegn Utah
Hakeem Olajuwon miðheiji
Houston Rockets var nánast
óstöðvandi í fyrsta úrslitaleiknum
í Vesturdeildinni gegn Utah Jazz
á mánudagskvöld. Houston sigraði
■■■■■■ örugglega á heima-
Frá velli 100:88 og
Gunnari gerði Olajuwon 31
Valgeirssyni stig, tók sex frá-
/ Bandaríkjunum ^ >)blokkaði.<
fjögur skot og stal boltanum jafn
oft.
Jerry Sloan, þjálfari Utah, sagði
að stórleikur Olajuwon hafi ráði
úrslitum. „Við reyndum allt sem
við gátum til að stöðva hann. Hann
er besti miðheiji deildarinnar og
sannaði það enn einu sinni í þessum
leik. Við reyndum að setja á hann
tvo og þijá leikmenn, en án árang-
urs. Við verðum að fínna leið til
að stöðva hann annars er þetta
tapað,“ sagði Sloan.
Kenny Smith lék einnig vel fyrir
Houston, gerði sex þriggja stiga
körfur og alls 27 stig. Houston,
sem er að leika í fyrsta sinn til
úrslita í Vesturdeild síðan 1986,
var yfir allan leikinn og var mestur
munurinn 20 stig, 54:34, undir lok
fyiri hálfleiks. Karl Malone, helsta
von Utah, náði sér ekki á strik og
gerði aðeins 4 stig í fyrri hálfleik.
Reuter
Hakeem Olajuwon miðheiji Houston Rockets hefur leikið mjög vel í úrslita-
keppninni. I gærkvöldi var hann útnefndur leikmaður ársins.