Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 7

Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 7
6 C MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR + IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 C 7 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Höfum ekki enn fundið taktinn í sóknarieiknum — sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Valsmanna, eftirjafntefiið við IBK. „Eigum eftirað leika miklu betur" „EG er ekki yfir mig ánægður með leik okkar. Við höfum leik- ið fáa leiki og höfum ekki náð að finna rétta taktinn í sóknar- leiknum — áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegnum vörn Keflvíkinga," sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Valsmanna, eftir að þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Keflvikinga að Hlíðarenda. „Þá var varnarleikur okkar ekki nægilega öruggur. Ég er ekki að örvænta, því að ég veit að við eigum eftir að leika miklu betur." Marko Tanasic skoraði fyrsta mark 1. deildarkeppninnar á 53. mín. — og var markið afar glæsilegt. Knötturinn barst snöggt út á hægri kantinn, þar sem hann brunaði fram með knöttinn og rétt inn í vítateig Valsmanna. Lárus Sigurðsson, markvörður Vals, kom út á móti honum — flestir reiknuðu með fyrirgjöf, en Tanasic var fljótur að hugsa — vippaði knettinum glæsilega yfir Lárus. Knötturinn hafnaði í hliðametinu fjær. 4 |4| Jón Grétar Jónsson I ■ I jafnaði fyrir Val á 68. mín. Það var Eiður Smári Guðjo- hnsen sem átti allan heiður af markinu, en hann brunaði fram með knöttinn — sendi hann síð- an glæsilega inn til Jóns Grét- ars, sem komst á auðan sjó inn í vítateig og var fljótur að þakka fyrir sig með því að renna knett- inum framhjá Óiafi Gottskálks- syni, markverði Keflvíkinga. Kristinn sagði að leikurinn hafí oft verið á rólegu nótunum. „Ég er ánægður með hvemig við náðum að komast Sigmundur ó. inn í leikinn á ný,. Steinarsson eftir að Keflvíking- skrifar ar höfðu skorað fljótlega í seinni hálfleik. Það er allt- af erfitt að leika gegn Keflvíking- um, sem eru með líkamlega sterka leikmenn sem gefast aldrei upp. Keflvíkingar léku mjög skemmti- lega knattspyrnu í fyrra, þar sem knötturinn var látinn ganga. Nú hafa þeir tekið upp kraftaknatt- spyrnuna á ný — leikur þeirra byggist á einni stuttri sendingu og síðan langri. Þeir sleppa oft stuttu sendingunum og leggja áherslu á langar sendingar upp kantana,“ sagði Kristinn. Keflvíkingar lengi meö yfirhöndina Leikur liðanna að Hlíðarenda var langt frá því að vera skemmti- legur. Það var hart barist um knöttinn á miðjunni, en Keflvík- ingar voru lengi vel með yfirhönd- ina. Þeir náðu þó aldrei að skapa sér veruleg markækifæri — Ragn- ar Margeirsson og Kjartan Einars- son, markahrókarnir miklu, náðu sér ekki á strik, en sýndu að þeg- ar þeir komast á ferðina, eiga þeir eftir að gera varnarmönnum lífið leitt. Það vakti óneitanlega athygli að Serbinn Marko Tanasic, hinn klóki miðvailarspilari, sem var potturinn og pannan í sókna- raðgerðum Keflvíkurliðsins í fyrra, lék út á hægri kantinum — náði sér aldrei verulega á strik, en mark hans var afar glæsilegt. Með ákveðnari leik hefðu Keflvíkingar átt að vera búnir að gera út um leikinn áður en Valsmenn náðu að jafna. Vantaði festi í leik Valsmanna Það vantaði festu í leik Valsliðs- ins — festu sem kemur öruggiega með Guðna Bergssyni og Agústi Gylfasyni. Eiður Smári Guðjo- hnsen sýndi marga skemmtilega hiuti — eins og þegar hann lék að vörn Keflvíkinga og sendi knöttinn til Jóns Grétars Jónsson- ar, er hann skoraði jöfnunarmark- ið. Þar sýndi þessi fimmtán ára leikmaður hvers hann er megnug- ur — hann gerði allt rétt. Tómas Ingi með þrennu og hefur því skorað meira en leikmenn allra hinna liðanna til samans — Bett með tvö ífyrsta leiknum Bett Morgunblaðið/RAX opnar markareikninginn JAMES Bett lék mjög vel á miðjunni í fyrsta leik sínum fyrir Vesturbæjarliðið og skoraði m.a. tvö mörk. Hér fagnar hann því fyrra. Bett þrumaði í markið utan úr teig eftir mjög laglegt samspil. við Tómas Inga Tómasson. Eiður Smári sá yngsti í 1. deild frá upphafí Eiður Smári Guðjohnsen er yngsti leikmaðurinn, sem hefur leikið í 1. deildarkeppninni í knattspymu. Hann lék með Valslið- inu gegn Keflavík á mánudagskvöldið — var 15 ára og 250 daga gamall. Þorbjöm Atli Sveinsson átti gamla metið — var 15 ára og 270 daga gamall þegar hann lék með Fram gegn Þór í fyrra. Eiður Smári lék mjög vel með Valsliðinu og átti jöfnunarmark Vals- manna — sendi knöttinn glæsilega til Jóns Grétars Jónssonar, sem skor- aði. „Eiður Smári er maður framtíðarinnar. Hann sýndi það gegn Kefla- vík og mark okkar kom eftir einstaklingsframták hans. Þegar Eiður Smári er búinn að átta sig á hlutunum og aðlaga sig að fýrstudeildar- keppninni að hann hefur að gera góða hluti. Það verður skemmtilegt að fylgjast með honum í framtíðinni," sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Valsmanna, sem var óhræddur við að tefla hinum unga leikmanni fram gegn grimmum leikmönnum Keflvíkinga. Sá yngsti lék vel með Valsliðinu EIÐUR Smári Guðjohnsen, yngsti leikmaðurinn sem hefur leikið í 1. deild, sýndi marga góða hluti gegn Keflvíkingum og lagði meðal annars upp jöfnunarmarkið sem Jón Grétar Jónsson skoraði. Hér hefur Eiður Smári betur f viðureign við Ragnar Steinarsson. Þess má geta að faðir Eiðs, Arnór Guðjohnsen, var aðeins Morgunblaðið/Kristinn 16 ára er hann l6k fyrst >' f- deildinni. Hilmar Björnsson tök horn frá ■ | vinstri T hátt fyrir markið. Cardaklija, markvörður, virtist hafa bolt- ann, en missti hann klaufalega fyrir fætur Tómasar Inga Tómassonar, sem skoraði af öryggi af stuttu færi á 68. mín. Oa ^iCardaklija gerði aftur mistök ■ aLsjö mínútum síðar. Hann ætlaði að hreinsa frá, en boltinn fór út til vinstri. Jón Þórir náði boltanum út við hornfána — sendi beint á Heimi Guðjónsson, sem var rétt utan vítateigs. Hann renndi inn á miðjuna á Bett, sem sendi á Tómas Inga sem lék inní vítateiginn og renndi til hliðar á James Bett sem var réttur maður á réttum stað og spymti viðstöðu- laust og af öryggi frá vítapunkti í markið. Oa^jEinar Páll Tómasson var að ■ ■^gaufa með boltann rétt fyrir framan vítateig Breiðabliks á 82. mín. Tómas Ingi Tómasson sá sér leik á borði, stal af honum boltanum og komst á auðan sjó og skoraði framhjá Cardaklija sem kom út á móti. Oa il Vítaspyrna var dæmd á Carda- ■"♦klija fyrir að brjóta á Porca sem komst einn innfyrir vöm UBK eftir að hafa stoiið boltanum af Vilhjálmi Vil- hjálmssyni á 85. mín. Tómas Ingi Tómas- son tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi framhjá Jóni Þóri Jónssyni, sem tók stöðu markvarðar. Þar með var fyrsta þrenna Tómasar Inga í 1. deild í höfn. OafSHilmar Bjömsson hóf góða ■ 5#sókn KR-inga með því að senda upp hægri kantinn á Tómas Inga, sem lék upp að endamörkum og gaf út í vítateig- inn á 90. mín. Þar var James Bett mætt- ur og vippaði laglega yfir Jón Þóri. Éggetekki kvartað - sagði Tómas Ingi Tómasson sem gerði íyrstu þrennu sína í deildinni „ÉG get ekki kvartað yfir þess- um leik,“ sagði Tómas Ingi Tóm- asson, sem gerði þrennu fyrir KR gegn Breiðabliki á Kópavog- svelli. „Ég hef aldrei áður gert þrennu í fyrstu deildinni svo það er nýtt fyrir mig,“ sagði marka- skorarinn. Tómas Ingi sagði að leikurinn hafi verið erfiður. „í fyrri hálf- leik vorum við að þreifa fyrir okkur, en í síðari hálfleik náðum við að stjórna leiknum og pressa á þá. Þó ég hafi gert þessi þijú mörk, er það allt liðið sem á heiðurinn. En það er gott að byija svona vei,“ sagði Tóm- as Ingi. „Við fórum varlega í fyrri hálfleik og þreifuðum okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við höfðum kraft í níu- tíu mínútur og ég vissi að þetta kæmi. Ég er mjög ánægður að byrja mótið með svona góðum sigri, eins og með ÍA í 1. umferð gegn FH í fyrra. Við vorum með tvo leikmenn í banni og ég held að okkur hafi tekist að leysa það vandamál bæri- lega, breiddin er góð,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR. Bett ánægður James Bett var að vonum ánægð- ur með fyrsta leikinn með KR. „Ég get ekki annað en verið ánægður og það skemmir ekki fyrir að skora tvö mörk. Við vorum seinir í gang, en fundum okkur vel í síðari hálfleik. En við eigum eftir 17 leiki í deild- inni og þeir verða allir erfiðir," sagði Bett. Ingi Björn Albertsson var óhress með tapið. „Við gerðum bamaleg mistök í nánast öllum mörkunum sem við fengum á okkur. Vonandi tókum við út öll mistökin fyrir sum- arið í þessum leik — mistökin eru til að læra af. Við gáfum þeim alltof mikið pláss og lékum óagað. Við raunum hvernig fór fyrir FH í fyrstu umferð í fyrra gegn ÍA. Við tökum því FH til fyrirmyndar og tökum okkur saman í andlitinu og snúum dæminu við. Það er engin uppgjöf í hverbúðum okkar,“ sagði Ingi Björn. Óskabyvjun KR-inga < KR, SEM spáð er meistaratitlinum, fékk sannkallaða óskabyrjun í deildinni, er liðið burstaði Breiðablik á Kópavogsveili með fimm mörkum gegn engu. Öll mörk- in voru gerð f síðari hálfleik. Tómas Ingi Tómasson gerði þrennu fyrir KR og Skotinn James Bett byrjaði vel í sínum fyrsta leik með liðinu og setti hin tvö. Card- aklija, markverði Breiðabliks, var vfsað af leikvelli undir lokin fyrir að brjóta á Porca innan vítateigs. ValurB. Jónatansson skrifar Leikurinn var frekar bragðdaufur í fyrri hálfleik og fátt sem gladdi augað. Leikmenn áttu erfitt með að finna taktinn og var hending ef boltinn rataði á milli samherja. Það markverðasta sem gerðist í fyrri hálfleik voru tvær vítaspyrnur, sem nýttust liðunum ekki. Blikar fengu vítaspyrnu á 15. mínútu er Óskar Hrafn braut á Arnari Grétarssyni. Arnar tók spyrnuna sjálfur en Kristjan Finn- bogason varði meistaralega út við stöng. Sjö mínútum síðar var dæmd vítaspyrna hinum megin er Carda- klija braut á Daða Dervic, sem kom- inn var einn inn fyrir vörn Breiða- bliks. Óskar Þorvaldsson tók spyrn- una fyrir KR, en Cardaklija varði laust skot hans auðveldlega. Besta færi hálfleiksins kom í hlut Breiðabliks á 38. mínútu. Guðmund- ur Guðmundsson átti þá góða fyrir- gjöf á Arnar Grétarsson frá hægri, en Óskar Hrafn náði að bjarga í horn á síðustu stundu. Blikar voru síst lakara liðið í fyrri hálfleik og voru óheppnir að vera ekki yfír. Síðari hálfleikur var algjörlega eign Vesturbæjarliðsins. Það setti í annan gír og sóknirnar dundu á marki Breiðabliks. ísinn var þó ekki brotinn fyrr en síðari hálfleikur var hálfnaður. „Ég vissi að markið lá í loftinu. Ég sagði við strákana á varamannabekknum „nú fer hann að detta inn“ og það stóð,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR-inga. Tómas Ingi gerði fyrsta markið eft- ir homspyrnu og síðan komu þau á færibandi og voru orðin fímm áður en yfir lauk. Blikar geta þakkað fyrir að leikurinn var ekki lengri því þeir voru sprungnir. Þeir færðu gestunum mörkin á silfurfati með eigin mistökum og klaufaskap. KR-ingar voru ekki sannfærandi í fyrri hálfleik, en óx ásmegin í síð- ari hálfleik og léku þá á öðrum hraða en Blikar. Vörnin var sterk og eins var Kristján traustur í markinu 5 þau fáu skipti sem reyndi á hann. Bett naut sín vel á miðjunni í seinni hálfleik — dreifði spilinu með snögg- um sendingum kantanna á milli. Hann var líka mjög ógnandi og nýtti færin vel. Tómas Ingi var mjög sprækur og vann vel allan leikinn og uppskar samkvæmt því. Það er of snemmt fyrir KR-inga að gleðj- ast um of því Kópavogsbúar voru alltof gjafmildir og það er ekki víst að önnur lið í deildinni verði það. Annar í hvítasunnu er ekki dagur Breiðabliksmanna karlaflokki. Þeir urðu fyrir áfalli strax á 2. mínútu leiksins er þeir misstu Val Valsson út af. Síðan misnotuðu þeir víta- spyrnu og eftir það gekk allt á aft- urfótunum og í lokin var markverði þeirra vísað af leikvelli og var þá fokið í flest skjól. Það var aðeins Arnar Grétarsson sem lék vel og var reyndar besti leikmaður vallar- ins í fyrri hálfleik. Liðið sýndi ágæta kafla í fyrri hálfleik, en síðari hálf- leikur var hrein martröð og er best gleymdur fyrir þá. FOLK ÞRÍR leikmenn Keflavíkur- liðsins voru á meðal áhorfenda á leiknum gegn Val að Hlíðarenda — meiddir. Sigurður Björgvinsson, Gestur Gylfason og Jóhann Magnússon. GEORG Birgisson, leikmaður Keflavíkurliðsins, lék með gifs á hægri hendi — er handarbrotinn. ÓLI Þór Magnússon sat á varamannabekknum hjá Keflvík- ingum. Hann kemst ekki að, þar sem tveir miklir markahrókar eru í fremstu víglínu — Ragnar Mar- geirsson og Kjartan Einarsson. ■ ÁGÚST Gylfason leikur ekki með Valsliðinu fyrr en í júní, þar sem hann er enn í Sviss. U GUÐNI Bergsson er ekki orð- inn góður eftir meiðsli og var hann ekki í leikmannahópi Vals, en aftur á móti var hann í liðsstjórnarhópn- um. ■ VALUR Valsson spilaði aðeins með Breiðabliki í tvær mínútur gegn KR. Hann lenti í samstuði við Hilmar Björnsson — fékk spark í hendi og bringuna og átti erfítt með andardrátt. Siguijón Sigurðs- son, læknir, sagði að Valur hefði marist og reiknaði með að hann Írði að hvíla í eina til tvær vikur. I HAJRUDIN Cardaklija, markvörður Breiðabliks, verður í leikbanni gegn IBK í 2. umferð annað kvöld. Hann fékk rauða spjaldið í leiknum gegn KR. Stöðu hans tekur Gísli Þ. Einarsson. ■ JÓN Þórir Jónsson er fjölhæf- ur íþróttamaður. Hann hefur nýlok- ið handboltatímabilinu með Sel- fyssingunum og nú er hann byijað- ur á fullu í knattspymunni með Breiðabliki. Hann virðist líka geta spilað hvaða stöðu sem er ef marka má leikinn gegn KR. Hann byijaði sem vinstri bakvörður en fór í mark- ið eftir að Cardaklikja var rekinn útaf undir lokin. „Ég valdi Jón Þóri því hann hefur sýnt góð mark- manns tilþrif á æfingum," sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Breiðabliks. ■ LAZORIK Raspislav frá Slóv- akíu lék fyrsta leik sinn fyrir Breiðablik á mánudaginn. Hann kom inná sem varamaður á 77. mínútu. ■ TVEIR leiknienn úr röðum KR-inga tóku út leikbann í fyrsta leik. Það eru þeir Einar Þór Dani- elsson og Tryggvi Guðmundsson, sem reyndar á eftir að taka út tvo leiki í viðbót. ■ ATLI Eðvaldsson, knatt- spyrnugarpur og nú þjálfari HK, var ekki með liðinu í fyrstu umferð 2. deildar sl. föstudag, og segist reyndar aðeins ætla að þjálfa liðið í sumar, ekki spila með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.