Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA
Góðir taktar
en engin mörk
FRAM og Stjarnan gerðu jafn-
tefli ífremur bragðdaufum leik
á Valbjarnarvelli á mánudaginn.
Hvorugt liðið náði að skora, og
þegar á heildina er litið verða
úrslitin að teljast sanngjörn.
Leikmenn beggja liða virtust
lika sæmilega sáttir þegar upp
var staðið, en áhorfendur voru
heldur súrir yfir markaleysinu.
Þrátt fyrir markaleysið sýndu
leikmenn beggja liða góða
takta, sem lofa góðu fyrir sum-
arið.
Leikurinn fór nokkuð rólega af
stað, bæði lið náðu að skapa
sér færi en án árangurs. Um miðjan
^■■1 hálfleikinn var
Stefán Stjarnan kominn
Eiríksson með nokkur tök á
skrifar miðjunni en engu að
síður voru það Fram-
arar sem áttu bestu færi hálfleiks-
ins. Það fyrra er Kristinn Hafliðason
þrumaði í stöng Stjörnumarksins á
31. mínútu frá vítateigsjaðrinum
vinstra megin, og það síðara er Sig-
urður Guðmundsson varði meistara-
lega skot Ágústs Ólafssonar af
stuttu færi á 40. mínútu.
Besta færi Stjörnumanna I leikn-
um kom á 54. mínútu, er Birkir
Kristinsson varði mjög vel skot frá
Leifi Geir Hafsteinssyni, sem var á
auðum sjó hægra megin í vítateign-
um. Þegar á leið þyngdust sóknir
Framara nokkuð. Síðustu fimm mín-
úturnar eða svo var boltinn ansi oft
í nágrenni við vítateig Stjörnunnar,
og uppskáru Framarar nokkrar
homspyrnur. Þeir voru nálægt því
að stela sigrinum undir lokin, en
Helgi Sigurðsson skaut framhjá
fjærstönginni frá markteigshorninu
vinstra megin á 89. mínútu.
Leikurinn var eins og áður sagði
mjög jafn. Bæði lið náðu að skapa
sér færi, en færi Framara voru mun
hættulegri. Þeir voru hins vegar
óstyrkir í vörninni lengi vel og gekk
illa að byggja upp spil á miðjunni.
Sóknarmennirnir fengu því ekki úr
miklu að moða, en Helgi Sigurðsson
var engu að síður sprækur frammi.
Pétur Marteinsson sem leikið hefur
sem aftasti varnarmaður í æfinga-
leikjum að undanförnu var ekki með
vegna veikinda. Helgi Björgvinsson
tók stöðu hans, en hann er nýkom-
inn til landsins sem og Ríkharður
Daðason, sem einnig var með. Leik-
mennirnir eiga eftir að spila sig bet-
ur saman og gangi það vel upp verða
Framarar mun ofar en spá fyrirliða
og þjálfara segir til um.
Stjörnumenn sýndu líka góða
takta. Þeir léku með fjóra í vörn,
fimm á miðjunni og Leif Geir Haf-
steinsson einan frammi. Valdimar
Kristófersson var ekki með vegna
veikinda, og þegar hann er til í slag-
inn verður sóknarleikur Stjörnu-
manna eflaust árangursríkari. Bald-
ur Bjarnason var besti maður vallar-
ins, lék á vinstri kantinum og gerði
marga góða hluti. Valgeir Baldurs-
son lék einnig vel sem og Bjarni
Benediktsson, en hann og Baldur
gerðu sóknir Framara upp hægri
kantinn nær bitlausar.
„Eg er nokkuð sáttur við þetta.
Það er reyndar svekkjandi að ná
aðeins jafntefli þegar við fáum ekki
á okkur mark. Leikurinn var jafn
og sigurinn hefði getað hrokkið
hvorum megin sem var,“ sagði
Bjarni Benediktsson fyrirliði Stjörn-
unnar.
„Ég er auðvitað aldrei sáttur við
jafntefli, en úrslitin voru eflaust
sanngjörn. Það hefði reyndar verið
gaman að sjá Helga [Sigurðsson]
skora í lokin qg taka öll stigin,"
sagði Ágúst Olafsson leikmaður
Fram.
Morgunblaði/Júlíus
Steinar Guðgeirsson og Ingólfur Ingólfsson léku saman með Fram sl.
sumar, en Ingólfur leikur nú með Stjörnunni. Þeir beijast hér um boltann í
leik liðanna á mánudaginn, með Esjuna í baksýn.
1. DEILD KVENNA
Sprækar Blikastúlkurfengu mikilvæg stig með öruggum sigri gegn meisturunum ífyrsta leik
, Morgunblaðið/Kristinn
Stúlkurnar í Breiðabliki og KR voru sprækar í viðureign liðanna á Kópavogsvelli á mánudag. Hér eru það Kristrún
Daáadóttir, Breiðabliki og Ásthildur Helgadóttir, sem berjast um boltann. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er til vinstri og
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem skoraði þriðja mark Breiðabliks, sést álengdar.
NOREGUR
Lið Islendinganna unnu
Liðin þrjú, sem íslendingar eru
hjá I norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu, sigruðu öll um helg-
ina, er heil umferð fór fram.
Bjarni Sigurðsson, fyrrum
landsliðsmarkvörður, og félagar í
Brann eru í öðru til þriðja sæti
deildarinnar með 16 stig eftir 8
leiki; sigruðu Tromsö 1:0 á útivelli
um helgina. Þijú stig eru gefin
fyrir sigur og hefur Brann sigrað
í fímm Ieikjum, gert eitt jafntefli
en tapað tveimur. Kongsvinger er
einnig með 16 stig en meistarar
Rosenborg eru á toppnum með 20.
Lilleström, sem Teitur Þórðarson
þjálfar, er í fjórða sæti með 13
stig eftir 1:0 sigur gegn Kongsvin-
ger á útivelli. Þá sigraði
Bodö/Glimt, sem Kristján Jónsson
og Antony Karl Gregory Ieika með,
lið Strömsgodset á heimavelli sín-
um í Bodö, 3:1 og gerði Antony
Karl eitt marka Bodo. Bodo hefur
aðeins átta stig eftir jafn marga
leiki og er ásamt Start í fjórða til
fimmta neðsta sæti deildarinnar.
Tvö lið falla og eru Ham-Kam og
Sogndal í þeim sætum eins og er,
bæði með fímm stig.
„Lofar
góðufyrir
sumarið"
BLIKASTÚLKUR voru sannfær-
andi þegar þær unnu íslands-
meistara KR í knattspyrnu, 3:0,
í Kópavoginum á mánudaginn.
Óhætt er að telja stigin mikilvæg
því líklega munu þessi lið berj-
ast íefri hluta deildarinnar. Fyr-
irliði Breiðabliks, Sigrún Óttars-
dóttir, gerði tvö mörk, annað
beint úr hornspyrnu, og Ásta
B. Gunnlaugsdóttir það þriðja
undir lok leiksins.
Bæði lið voru spræk og dugleg
við að skapa sér færi, sérstak-
lega Kópavogsbúarnir sem nýttu
kantana til hins ítr-
asta. Blikar byijuðu
betur og náðu á
fyrstu fimm mínút-
unum tveimur ágæt-
is færum þegar Sigrún Óttarsdóttir
rauk upp vinstri kantinn og gaf fyr-
ir markið og hins vegar þegar Ásta
B. Gunnlaugsdóttir reyndi hátt skot
að marki KR. Sigrún var aftur á
ferðinni upp kantinn á 21. mínútu
en fyrirgjöfin nýttist ekki heldur í
það skiptið. Hinsvegar gekk dæmið
upp fimm mínútum síðar þegar Unn-
ur M. Þorvaldsdóttir kom upp vinstri
kantinn og gaf fyrir, Sigríður Fanney
Pálsdóttir markvörður KR bjargaði
naumlega af tám Olgu Færseth en
knötturinn hrökk út I teig þar sem
Sigrún kom aðvífandi og þrumaði í
þaknetið. Síðustu mínútur fyrri hálf-
leiks sóttu KR-ingar af krafti en
sóknimar enduðu með slöppum skot-
um sem Sigfríður Sophusdóttir
markvörður Breiðabliks sá auðveld-
lega við.
Sigrún var síðan enn á ferðinni á
52. mínútu þegar hornspyrna hennar
kom á markið alveg upp við slá við
stönginni nær og Sigríður Fanney
markvörður náði aðeins að ýta bolt-
anum inní markið. Eftir markið kom-
ust Vesturbæingar meira inní leikinn
án þess þó að skapa sér verulega
hættulega færi. Undir lok leiksins
náði síðan Olga að hitta markstöng
KR og á 88. mínútu komst Ásta B.
á auðan sjó fyrir framan mark gest-
anna og innsiglaði sigurinn.
„Ég er náttúrlega mjög ánægð
með sigurinn, okkur gekk vel og við
lögðu allt okkar í leikinn, þetta var
betra en í fyrra. Nú tökum við fyrir
einn leik í einu en sigurinn lofar
góðu fyrir sumarið,“ sagði Sigrún
fyrirliði UBK, sem lék vel og átti
frábæra spretti upp kantinn, sem
skapaði oft hættu við mark KR.
Vörnin með Vöndu Sigurgeirsdóttur
var þétt og tókst ágætlega að halda
sókndjörfum KR-ingum í skefjum.
Sigfríður var öryggið uppmálað í
markinu.
KR-ingar náðu ekki að sína hvað
í þeim býr. Helena Ólafsdóttir og
Ásthildur Helgadóttir náðu nokkrum
góðum atlögum að marki Blika en
það dugði ekki til. Ásdís Þorgilsdótt-
ir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
voru einnig ágætar.
Stefán
Stefánsson
skrifar