Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 C 5
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ
Enginn meistarabragur á
leik toppliða síðasta árs
Fastir fyrir
VARN ARMENN FH voru fastir fyr-
ir í leiknum gegn IA á Skaganum
Hér er Mihajlo Bibercic, miðherji
IA, umkringdur þremur leikmönn-
um Hafnarfjarðarliðsins; virðist í
léttum dansi við Tékkann Petr
Mrazek í þann mund er Stefán
markvörður Arnarson handsamar
knöttinn. Auðun Helgason er nálæg-
ur, en Olafur H. Kristjánsson, fyrir-
liði FH, í baksýn.
ÞAÐ var ekki mikill meistara-
bragur á leik Skagamanna gegn
FH í fyrstu umferð 1. deildarinn-
ar á Akranesi á mánudaginn.
Þeir áttu í miklu erfiðleikum,
með að brjóta niður þéttan varn-
armúr FH-inga, sem minnugir
hrakfaranna í fyrra ætluðu sér
greinilega að fara betur út úr
viðureignunum við meistarana
þá — en þá töpuðu þeir báðum
leikjunum fyrir ÍA 0:5. Á mánu-
dag var hins vegar ekkert skor-
að.
Heimamenn léku undan vindinum
í fyrri hálfleik og sóttu linnulít-
ið að marki FH-inga, sem vörðust
gífurlega vel, með
Sigþór nánast allt liðið í
Eiríksson vöm. Það var helst
skrífar frá Ólafur Adolfsson
Akranesi sem skapaði færi
með hæð sinni eftir homspymur og
fyrirgjafír, og þrívegis var hann ná-
lægt því að skora; fyrst átti hann
skalla rétt yfir eftir hornspymu, svo
rétt framhjá eftir fyrirgjöf og loks
skot yfír eftir aukaspyrnu Haraldar
Ingólfssonar. Á síðustu mínútu fyrir
hálfleiks vom Skágamenn hárs-
breidd frá því að ná forystunni eftir
þunga sókn; Haraldur Ingólfsson
átti þmmuskot á nærstöng en Stefán
Arnarson varði meistaralega í horn.
í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn
mun meira, enda léku FH-ingar und-
an vindi. Lítið markvert gerðist fram-
anaf en á 52. mínútu átti Þorsteinn
Jónsson þmmuskot yfir ÍA-markið
og stundarfjórðungi fyrir leikslok
átti Atli Einarsson skot í bláhomið
uppi, en Þórður Þórðarson varði frá-
bærlega í horn. Mínútu síðar fengu
Skagamenn síðan mjög gott mark-
tækifæri þegar Stefán Þ. Þórðarson
— sem var nýkominn inn á sem vara-
maður — átti hnitmiðað skot sem
nafni hans Amarson varði mjög vel,
með því að slá knöttinn í horn.
Skagamenn fengu síðan besta
tækifæri sitt þegar sjö mín. voru
eftir, er Alexander Högnason komst
einn fyrir FH-vömina en Stefán kom
mjög vel á móti honum og varði aft-
ur glæsilega. Síðasta marktækifæri
leiksins átti Hallsteinn Arnarson fyr-
ir FH, er hann þmmaði að marki en
Þórður varði vel.
Svo virðist sem Skagaliðið sé enn
ekki komið almennilega í gang. Alex-
ander, Sigursteinn og Bibercic, sem
allt em lykilmenn, léku undir getu
að þessu sinni og Ólaf Þórðarson,
Sturlaug Haraldsson og Bjarka Pét-
ursson vantaði alla vegna meiðsla.
Liðið munar um minna og virkaði á
mánudag alls ekki eins beitt og í
fyrra, en getur örugglega mun meira.
Erfitt er að dæma FH-inga af þessum
fyrsta leik; liðið kom greinilega með
því hugarfari að vetjast og lág í vöm
í fyrri hálfleik. Hafnfirðingarnir
sóttu í sig veðrið eftir hlé en þá fengu
Skagaméfíh reyndar nokkur færi, er
þeir léku gegn vindinum, sem FH-
ingum hafði ekki tekist fyrir hlé. En
FH-ingum tókst ætlunarverkið, þeir
eru með öfluga vamarmenn og Stef-
án er afskaplega ömggur markvörð-
ur. Hörður Magnússon byijaði ekki
með FH-ingum, en eftir að hann kom
inn á kom meiri broddur í sóknir liðs-
ins, enda er hann hættulegur hverri
vörn með hraða sínum og áræði.
1 tg*,'***'™’*****
.. % ,ri. 11
Morgunblaðið/Bjami
Vorbragur á
ÞórogÍBV
Markalaus baráttuleikurá slæmum
grasvelli Þórsara á Akureyri
ÞÓR og ÍBV skildu jöfn, 0:0, í
miklum baráttuleik á grasvelli
Þórs á Akureyri á mánudags-
kvöld í 1. deildinni. Knatt-
spyrnan sem boðið var upp á
var ekki áferðarfalleg, enda
vallaraðstæður erfiðar.
Leikmenn hófu leikinn af krafti
og á 7. mínútu varð Ólafur
Pétursson í marki Þórs að taka á
honum stóra sínum,
er hann varði skalla
frá Steingrími Jó-
hannessyni mjög
fallega. Nokkrum
mín. síðar varði Friðrik í marki
Reynir B.
Eirjksson
skrífar frá
Akureyri
Vestmannaeyinga frábærlega
þrumuskot frá Bjarna Sveinbjörns-
syni af stuttu færi.
Eftir fremur fjörlega byijun fór
leikurinn að mestu fram vítateig-
anna á milli og einungis einu sinni
var hætta upp við mark það sem
eftir lifði hálfleiksins; Ólafur Pét-
ursson varði þá mjög fallega gott
skot frá Steingrími. Þaðan fór
knötturinn í stöngina og framhjá.
Dauft
Leikurinn var mjög daufur fram-
an af síðari hálfleik; svo mjög, að
Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs,
fann knúinn til að kalla inná og
minna menn á að leikurinn væri
hafinn að nýju, þegar tíu mín. voru
liðnar af hálfleiknum. Þau færi sem
sáust í síðari hálfleik voru öll Þórs-
ara, það fyrsta kom á 61. mín. er
Sveinn Pálsson skaut rétt framhjá
af vítapunkti og tveimur mín. síðar
átti Júlíus Tryggvason skalla rétt
yfir. Á 79. mín. var það svo Páll
Gíslason sem átti þrumuskot af
löngu færi en rétt framhjá og er
fímm mín. lifðu af leiknum var það
varamaðurinn Hringur Hreinsson,
sem var nýkominn inná, sem skall-
aði að markj en Friðrik varði vel í
horn.
Bestir
Leikurinn einkenndist af bar-
áttu; krafturinn var meira áberandi
en fínleikinn, og það verður að segj-
ast eins og er að vorbragur var
talsverður á leik beggja liða. í
Þórsliðinu átti Lárus Orri ágætan
dag, var traustur sem miðvörður
við hlið Júlíusar, og átti auk þess
góðar rispur upp völlinn. Einnig
voru þeir góðir Sveinn Pálsson og
Páll Gíslason auk þess sem Ólafur
Pétursson, markvörður, skilaði
hlutverki sínu vel. Hjá ÍBV var
Steingrímur Jóhannesson mjög
skeinuhættur auk þess sem Friðrik
Friðriksson var sem klettur í mark-
inu og miðverðirnir Jón Bragi og
Heimir traustir.
Er aldrei
sáttur við
eittstig
aldrei sáttur við að fá
stig úr leik, en þetta er
bara byijunin. Við eigum eftir
að fá mörg stig í sumar. Menn
hafa spáð okkur slöku fengi og
falli í 2. deild, en það er óskaspá
fyrir okkur, sagði Friðrik Frið-
riksson, fyrirliði ÍBV, og vildi
meina að spá um svo slakt gengi
þjappaði mönnum enn betur sam-
an en ella. „Það var mikil barátta
í leiknum í dag og líkamsburðir
frekar en fínleikinn sem réði,“
sagði Friðrik.
Slæmar aðstæður
„Fyrsta orðið sem mér kemur
í hug eftir þennan leik er kart-
öflugarður; aðstæðumar voru
afar slæmar og skópu leikinn,“
sagði Bjami Sveinbjörnsson, fyr-
irliði Þórs, sem kom til liðsins að
nýju fyrir þetta keppnistímabil,
eftir eitt sumar með ÍBV. „Það
vantaði ekki baráttuna en þegar
kom að spilinu var fátt um fína
drætti,“ sagði Bjarni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Barátta
ÞAÐ var fyrst og fremst barátta
leikmanna beggja liða sem ein-
kenndi viðureign Þórs og ÍBV á
Akureyri, en lítið fór fyrir fínlegu
samspili. Hér er það Eyjamaðurinn
Magnús Sigurðsson, t.v., sem á í
höggi við Þórsarana Bjarna Svein-
björnsson, t.h., og Ormarr Örlygs-
son. Bjarni lék með ÍBV í fyrra en
snéri heim á ný í vetur, og er orð-
inn fyrirliði Þórs á nýjan leik. Hann
var lítt áberandi á mánudag.
Siglingar
Námskeið í siglingum verða í allt sumar hjá siglinga-
klúbbnum Kópanesi. Tveggja vikna námskeið verða
í boði fyrir 8 ára og eldri og verðið aðeins 3.000,- kr.
Upplýsingar í símum 40145 og 44148.
Kópanes.