Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 12
KNATTSPYRNA
Marksæknir feðgar frá Vestmannaeyjum
Með þrennur
gegn Blikunum
KNATTSPYRNA
Ekki komið
grænt Ijós á
Guðmund
ÞÓRSARAR hafa enn ekki feng-
ið grænt ljós á félagaskipti Guð-
mundar Benediktssonar frá belg-
íska félaginu Ekeren. „Við bíðum
enn eftir svari frá Ekeren um
að Guðmundur sé laus allra
mála,“ sagði Kristján Kristjáns-
son, formaður knattspyrnudeild-
ar Þórs. „Við gerum okkur enn
vonir um að geta notað hann í
gegn FH á fimmtudagskvöid."
Þrír í bann
ÞRÍR knattspymumenn voru úr-
skurðaðir i eins leiks bann af
aganefnd KSÍ í gærkvöldi. Þeir
fengu allir að líta rauða spjaldið
um leikjum liða sinna um helg-
ina. Þetta eru þeir Hajrudin
Cardaklija, markvörður, 1. deild-
arliðs Breiðabiiks og úr 3. deild;
Steinbjörn Logason, BÍ og Ingvar
Magnússon, Tindastóli.
Fimm fara til Aþenu
Fimm Íslendingar fara til Aþenu, þar sem Evrópumeistaramót öld-
unga í fijálsíþróttum fer fram 2.-13. júní. Kistján Gissurarson
keppir í stangarstökki, Jón H. Magnússon og Þórður B. Sigurðsson í
sleggjukasti og Amý Heiðarsdóttir í langstökki. Ólafur Unnsteinsson
verður fararstjóri og mun sitja ársþing Evrópusambands öldunga.
TÓMAS Ingi Tómasson, mið-
herji KR, vann það afrek að
skora þrjú mörk gegn Breiða-
bliki. „Þetta er nýtt fyrir mig,
þar sem ég hef aldrei áður
skorað þrennu í fyrstu deild-
inni,“ sagði Tómas Ingi, sem
fetaði í fótspor föður síns —
Tómasar Pálssonar, fyrrum
landsliðsmiðherja úr Eyjum,
sem skoraði þrisvar sinnum
þrennu í 1. deild.
Svo skemmtilega vill til að Tóm-
as Pálsson skoraði einnig sina
ífyrstu þrennu í leik á útivelli gegn
I Breiðabliki — fyrir
Sigmundur Ó. 22 árum, 1972, en
Steinarsson þá unnu Eyjamenn
tóksaman 5:2. Það tók Tómas
Inga 17 mín. að
skora þrjú mörkin á mánudaginn,
en faðir hans skoraði mörkin sín
þijú á 54 mín. Aðrir feðgar hafa
skorað þrennu í 1. deildarkeppninni
— Skagamennimir Þórður Þórðar-
son og sonur hans Teitur, sem á
markametið; skoraði sex mörk í
leik gegn Breiðabliki, 10:1, 1973.
Þess má geta til gamans að Her-
mann Gunnarsson hefur skorað oft-
ast þrennu í 1. deild, eða níu sinnum
fyrir Val og ÍBA. Það tók hann
í aðeins þijár mín. að skora þijú
mörk fyrir ÍBA gegn Víkingi 1970,
6:2.
Bræður sem hafa skorað þrennu
í 1. deild, eru Ríkharður og Þórður
Jónssynir, Akranesi og Akureyring-
arnir Skúli og Eyjólfur Ágústssynir.
339 mín. bið eftir marfci
Fyrsta markið í 1. deildarkeppn-
inni kom eftir 339 leiknar mínútur.
' Serbinn Marko Tanasic skoraði
markið — fyrir Keflavík gegn Val.
Þess má geta að þegar Valur og
Keflavík mættust í fyrsta leik 1.
deildar fyrir 34 árum, 1960, í
Reykjavík, tók það 17 ára nýliða
Einar Magnússon, tannlækni í
Keflavík, aðeins 31. sek. að skora
í jafnteflisleik, 2:2.
í fótspor föðursins
Tómas Ingi var ekki sá eini sem
fetaði í fótspor förður síns í fyrstu
umferðinni. Það gerði Eiður Smári
Guðjohnsen einnig, en hann er
yngsti leikmaðurinn sem hefur leik-
ið í 1. deild — 15 ára og 250 daga
gamall. Eiður Smári fæddist 15.
september 1978, eða sama ár og
Arnór Guðjohnsen lék sína fyrstu
leiki með Víkingi í 1. deild. Árnór
náði að skora í sínum fyrsta leik —
gegn Eyjamönnum í Eyjum, 140
dögum áður en Eiður Smári fædd-
ist. Arnór fór sama ár til Belgíu
og gerðist leikmaður með Lokeren.
James Bett, sem lék með KR gegn
Blikunum, fór þá einnig til Lokeren
— eftir að hafa leikið tvo leiki með
Valsmönnum 1978.
Karl Þórðarson, sem er 39 ára,
lék á ný með Skagamönnum gegn
FH. Hann lék fyrst í 1. deildar-
keppninni 1972 — þá var Guðjón
Þórðarson, þjálfari KR, einnig nýliði
í Skagaliðinu.
Morgunblaðið/RAX
Tómas Ingi Tómasson skorar fyrsta mark sitt af þremur gegn Blikunum
hér á myndinni fyrir ofan, en á litlu myndinni til hliðar er faðir hans, Tómas
Pálsson, fyrrum markakóngur úr Eyjum, sem var markakóngur 1. deildar 1972
með 15 mörk. Tómas skoraði einnig sína fyrstu þrennu gegn Breiðabik.
Dæmigerður
vorleikur
VALSSTÚLKUR náðu þremur
stigum gegn Stjörnunni í gær-
kvöldi, með 1:0 sigri að Hlíðar-
enda. „Þetta var dæmigerður
vorleikur og einkenndist af bar-
áttu ásamt spennu í leikmönn-
um. Ég er ánægður með stigin
því liðin eiga eftir að reita stig
hvert af öðru í sumar," sagði
Helgi Þórðarson þjálfari Vals.
Hlíðarendastúlkurnar voru meira
með boltann í fyrri hálfleik og
réðu yfir miðjuspilinu. Þeim tókst
hinsvegar aðeins tví-
Stefán vegis að skapa sér
Stefánsson umtalsverð færi en
skrifar' Hanna Kjartansdótt-
ir markvörður
Stjömunnar sá við þeim, varði fyrst
skallabolta frá Sirrý Hrönn Haralds-
dóttur á 28. mínútu og síðan gott
skot Sirrýar Hrannar undir iok fyrri
hálfleiks.
Dæmið snerist við eftir hlé. Stjörn-
ustúlkur sóttu meira en gekk illa að
skapa sér færi því fyrir voru í vörn-
inni Guðrún Sæmundsdóttir og Krist-
ín Briem. Valsstúlkur nýttu sitt eina
færi í síðari hálfleik þegar Sirrý
Hrönn gaf góðan stungubolta inná
Helgu Rut Sigurðardóttur, sem varð
rétt á undan Hönnu markverði og
potaði boltanum í autt markið á 82.
mínútu.
Valsarar létu boltann yflrleitt
ganga vel á milli sin og Hera Ár-
mannsdóttir og Ragnheiður Víkings-
dóttir stjómuðu mikið til öllu spili á
miðjunni. Guðrún var samt kjölfestan
í liðinu og strönduðu flestar sóknar-
lotur Garðbæinga á henni.
Hjá Stjörnunni var Auður Skúla-
dóttir potturinn og pannan í vöm-
inni, Ragna Lóa Stefánsdóttir sterk
á miðjunni og Rósa Dögg Jónsdóttir
átti góða spretti í framlínunni.
FRJALSIÞROTTIR
NBA
Olajuwon
bestur
Hakeem Olajuwon, miðheiji
Hoston Rockets, var í gær-
kvöldi útnefndur besti leikmaður
bandarísku NBA-deildarinnar í
körfuknattleik i árlegu kjöri sem
bandarískir íþróttafréttamenn
standa fyrir.
Olajuwon var þriðji stigahæsti
leikmaður NBA-deildarinnar í
vetur — gerði 27,3 stig að meðal-
tali í leik og var í fjórða sæti yfir
bestu frákastarana með 11,9 frá-
köst að meðaltali. Hann fékk sam-
tals 889 stig í kjörinu, þar af settu
66 íþróttafréttamenn af 101 hann
í fyrsta sætið. Olajuwon er fyrsti
miðheijinn til að vinna þennan
eftirsótta titil síðan Moses Malone
gerði það með Philadelphiu 76ers
1983.
David Robinson fékk samtals
730 stig t kjörinu og var sá eini
sem veitti Olajuwon einhveija
keppni. Scottie Pippen var með
390 stig t þriðja sæti, Shaquille
O’Neal, Orlando Magic, varð
fjórði með 289 stig og Patrick
Ewing, New York, fimmti með
255 stig.
GETRAUNIT: 1X1 X21 111 1222