Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 8

Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR íttísm FOLX FRJALSIÞROTTIR / STIGAMOT Lengraen ég átti von á - sagði Jackie Joyner-Kersee, sem var við heimsmetið í langstökki JACKIE Joyner-Kersee tók þátt í stigamóti Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins í New York um helgina. Þetta var fyrsta keppni hennar utanhúss síðan tímabilið 1992, en hún gerði sér lítið fyrir, bætti bandaríska metið, sem hún átti frá 1987, og náði öðru besta stökki, sem mælst hefur hjá kvenfólkinu. Met hennar var 7,45 og heimsmet Galinu Chistyakovu frá Rússlandi sfðan 1988 er 7,52, en Jackie stökk 7,49 m að þessu sinni. Tvö fyrstu stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins á þessu keppnistíma- bili fóru fram um helgina; í Sao Paulo í Brasilíu á laugardag og i New York á sunnudag. Jackie Joyner-Kersee náði ótrúiega góðum árangri miðað við árstíma í langstökkskeppni stigamótsins í New York á sunnudag. Stökk 7,49 m, sem er aðeins þremur sentímetrum frá heimsmetinu. Dundee Uníted bikar- meistari ífyrsta sinn Glasgow Rangers náði ekki að vinna þrefalt tvö ár í röð Joyner-Kersee var líka í sviðsljós- inu í 100 m grindahlaupi, en hafnaði í öðru sæti á eftir frönsku stúlkunni Michelle Freeman. „Ég einbeitti mér ekki að löngu stökki," sagði hún um stökkið í þriðju til- raun. „Aðalatriðið var að huga að atrennunni og taka áhættu en kom- ast hjá því að gera ógilt. Þetta var lengra en ég átti von á svo snemma á tímabilinu." Carl Lewis stökk 8,45 m í lang- stökki og sigraði í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Barceiona 1992. „Eg á ekki von á að stökkva svona stutt aftur, því markmiðið er að ná fyrri getu.“ Kevin Young and Mike Marsh, tvær af stjörnunum í Barcelona, máttu sætta sig við tap. Kevin Braunskill kom á óvart í 200 m hlaupi og sigraði á 20.73, var á undan ólympíumeistaranum Marsh og breska silfurhafanum John Reg- is. Young kom á eftir Torrance Zellner í mark í 400 m grinda- hlaupi. „Ég átti í vandræðum með tvær síðustu grindurnar," sagði heimsmethafínn, sem sigraði í 25 hlaupum í röð, en tapaði þrisvar á síðasta tímabili. Franski ólympíumeistarinn í 400 m hlaupi kvenna, Marie-Jose Perec, ■ ANDONI Zubizarreta, spænski landsliðsmarkvörðurinn hjá Barcel- ona, er á förum frá félaginu eftir átta ára veru. Zubizarreta, sem er 32 ára og verður aðal markvörður landsliðsins á HM í Bandaríkjunum, var tilkynnt að Barcelona myndi ekki endumýja samning hans í sum- ar. ■ LÍKLEGT er talið að fleiri leik- menn séu á förum frá Barcelona, m.a. framheijinn Julio Salinas, mið- vallarleikmaðurinn Eusebio Sac- ristan, jafnvel landsliðsmennirnir Juan Goikoetxea og Aitor Begui- ristain, og hugsanlega fyrirliðinn sjálfur Jose Bakero. ■ RAINER Hollmann, þýski þjálf- arinn hjá Galatasaray í Tyrklandi, hefur verið látinn fara. Liðið komst í átta liða úrslit Evrópukeppni meist- araliða í vetur, í fyrsta skipti, og því kom ákvörðun forráðamanna liðsins nokkuð á óvart. ■ MATTHEW Le Tissier, fram- • herjinn snjalli hjá Southampton í Englandi, hefur gert nýjan samning við félagið til þriggja ára. Le Tissi- er er 25 ára. ■ JAVIER Castillejo frá Spáni varði Evrópumeistaratitil sinn í létt- millivigt í hnefaleikum um heigina er hann sigraði Patrick Vungbo frá Belgíu á stigum í 12 lotu bardaga. Castillejo vann titilinn fyrst í janúar og varði hann í þriðja sinn síðan um helgina. hafði betur gegn heimsmeistaran- um Jearl Miles frá Bandaríkjunum. Perec tók völdin, þegar 70 metrar voru í mark og hljóp á 50,59, en Miles var á 50,68. Antonio Pettigrew, heimsmeist- ari í 400 m hlaupi 1991, vann Quincy Watts, landa sinn og ólymp- íumeistara á bestá tíma ársins, 45,07. Watts var í fimmta sæti og þriðji Bandaríkjamaðurinn, heims- methafinn Butch Reynolds, var í áttunda og síðasta sæti. Michael Johnson sagði eftir 100 m hlaupið í Sao Paulo að hann ætti langt í land til að vera í fremstu röð, en hann varð í fimmta sæti og sigraði reyndar síðar í 200 m hlaupi. Hann sagði markmiðið að vera undir 44 sekúndum í 400 m hlaupi, undir 20 sekúndum í 200 m hlaupi og undir 10 sekúndum í 100 m hiaupi. „Þetta er langtíma markmið, en ég á eftir að laga margt. Mig vantar meiri sprengi- kraft, sem kemur ekki að sök í 200 og 400 metra hlaupi, en háir mér í 100 metrunum.“ Hann fór 200 metrana á 20,18. „Ég hefði getað hlaupið hraðar. Aðstæður voru full- komnar og ég er í góðri æfingu.“ ■ Úrslit / CIO KNATTSPYRNA DUNDEE United sigraði i skosku bikarkeppninni á laug- ardag, er liðið lagði Glasgow Rangers að velli í úrslitaleik, 1:0 með marki Craig Brewster. Sigurinn var óvæntur en sann- gjarn. Rangers stefndi að því að sigra þrefalt tvö ár í röð i Skotlandi, en þeim árangri hef- ur ekkert lið náð þar í landi. Brewster gerði sigurmark Dundee United er tvær mínút- ur voru liðnar af seinni hálfleiknum, eftir ótrúleg mistök í vöm Rangers. Varnarmaður sendi aftur á Ally Maxwell markvörð og er hann hugðist spyma fram vildi ekki betur til en svo að hann þmmaði í einn framherja Dundee-liðsins, Christian Dailly. Hann sá sér leik á borði og spymti fyrir markið, knötturinn lenti í stöng og fyrir fætur Brewst- ers sem var ekki í vandræðum með að koma honum yfir marklínuna. Litlu munaði að Alexei Mikhaili- chenko jafnaði á 55. mín. eftir und- irbúning Stuarts McCalls, en Guido Van de Kamp varði skot hans frá- bærlega. Annars var sigur „litla“ liðsins sanngjarn, sem fyrr segir, því leik- menn Dundee United höfðu nokkra yfirburði og höfðu fengið nokkur góð marktækifæri áður en þeir skoruðu. Leikmenn Rangers náðu sér hins vegar aldrei á strik. Marseille í öðru sæti Marseille lék um helgina síðasta leik sinn í frönsku 1. deildinni, í bili a.m.k. Liðið sigraði Lens 3:2 á útivelli og lenti í öðru sæti deildar- innar, en fellur þrátt fyrir það í aðra deild vegna mútuhneykslisins, sem frægt varð á síðasta vetri. En þrátt fyrir að Marseille hafi verið dæmt niður í 2. deild fær félagið að taka þátt í UEFA-keppninni næsta vetur, þar sem það tryggði sér þátttökurétt í keppninni. Rui Barros, Pascal Fugier og Sonny Anderson skomðu fyrir Marseille um helgina. París Saint Germain hafði fyrir nokkm tryggt sér meistaratitilinn í Frakklandi og lauk tímabilinu með 4:1 sigri gegn Bordeaux. Það vakti athygli að franski landsliðsmark- vörðurinn Bernard Lama tók víta- spyrnu í leiknum, en nýtti hana ekki. Þrátt.fyrir að hafa verið langefst í deildinni lungann úr keppnistíma- bilinu var liðið gagnrýnt mikið fyrir að leggja áherslu á varnarleik. Art- ur Jorge, hinn portúgalski þjálfari liðsins, er einmitt þekktur fyrir að setja öryggið á oddinn og hugsa meira um sterka vörn en skemmti- legan sóknarleik. Nú er ljóst að hann hættir störfum hjá PSG og fyrrum fyrirliði liðsins, Luiz Fern- andes, sem síðustu ár hefur gert góða hluti með Cannes, tekur við stjórninni. Benfica sigurstranglegt Benfica vantar aðeins eitt stig til að næla enn einu sinni í portúg- alska meistaratitilinn. Liðið sigraði Uniao Madeira 1:0 um helgina og á þrjá leiki eftir, þannig að ekkert virðist geta komið í veg fyrir sigur liðsins. Núverandi meistarar í Porto eru í öðm sæti eftir 1:0 sigur á Boa- vista. ■ Úrslit / C10 ■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn Stefan Schwarz, sem leikið hefur með Benfica í Portúgal undanfarin ár, er á leið til Arsenal í Englandi. Svíinn, sem er 25 ára, hefur samið til þriggja ára við enska félagið. Kaupverð er sagt um 185 milljónir króna. ■ NEWCASTLE hefur keypt Brad Friedel, landsliðsmarkvörð Bandaríkjanna í knattspymu, fyrir tæpar 27 milljónir króna. Kevin Keegan, stjóri Newcastle, sagðist þurfa þijá góða markmenn næsta keppnistímabil, því liðið kæmi til með að spila svo marga leiki. Friedel er 23 ára. ■ RAY Wilkins, miðvallarleikmað- urinn gamalkunni hjá QPR, er á fömm þaðan. Gerry Francis, stjóri liðsins, samdi fyrir helgi við enska landsliðsframheijann Les Ferdin- and og varnarmanninn Clive Wilson um að þeir yrðu áfram hjá félaginu, og tilkjmnti Wilkins eftir að það að félagið hefði ekki efni á að hafa hann líka. Wilkins er 37 ára og hef- ur sagst ætla að spila til fertugs, Crystal Palace er sagt hafa sýnt honum áhuga. ■ RONNIE Whelan, fyrrum fyr- irliði Liverpool, er laus allra mála hjá félaginu eftir að hafa verið þar í 15 ára, og hefur Ipswich boðið honum samning. Ekki er talið víst að Whelan fari til félágsins, þó það sé í úrvalsdeild. Bolton, Stoke, Old- ham, Tranmere og Wolves hafa einnig sýnt honum áhuga og höfuð- stöðvar þeirra eru allar nær heimili hans á Merseyside. ■ MOZER, brasilíski varnarmað- urinn sem leikur með Benfica í Port- úgal, er meiddur og óttast Carlos Alberto Perrera, landsliðsþjálfari Brasilíu, að hann missi áf héims- meistarakeppninni í sumar. Læknir Benfica sagði hins. vegar um helgina að leikmaðurinn ætti að ná sér fljót- lega og vera tilbúinn í slaginn á HM í Bandaríkjunum. ■ ROMARIO, landsliðsframheiji Brasilíu sem leikur með Barcelona, er ekki ánægður með skipulagningu ferðar landsliðsins frá heimalandinu til Bandaríkjanna fyrir HM. Búið er að raða niður 5 sæti í flugvélinni, og á hann að sitja á milli hinna framheij- anna tveggja, Mullers og Bebetos. „Mér finnst best að sitja við gluggann. Svo eru líka aðrir leik- menn sem eru meiri vinir mínir og ég hefði viljað fá að sitja hjá þeim. Ég vil fá að ráða hvar ég sit,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. Romario gagnrýndi áðurnefndan Muller fyrr á árinu; sagði hann einungis leika vel með félagsliði sínu, en ekki landsliðinu. ■ ANDREA Fortunato, vamar- maðurinn snjalli hjá Juventus hefur greinst með hvítblæði, eftir því sem félagið tilkynnti um helgina. Hann er 22 ára og hefur aðeins leikið eitt ár með Juventus. ■ VALERÍ Karpin, miðvallarleik- maður frá Spartak Moskvu, einn þeirra fjórtán leikmanna sem neituðu að leika undir stjóm landsliðsþjálfar- ans Pavels Sadyríns, hefur skipt um skoðun og segist tilbúinn að leika á HM. _ ■ SJÖ þeirra þeirra fjórtán rússn- esku landsliðsmanna, sem neituðu að vera með, hafa þar með skipt um skoðun, en meðal þeirra sem enn sitja fastir við sinn keip eru Andrei Kanchelskis hjá Manchester Un- ited, Igor Kolyvanov frá Foggio og Sergej Kiryakov hjá Karlsruhe. ■ SKOSKI landsliðsmarkvörðurinn Andy Goram er kominn á sölulist- ann hjá Glasgow Rangers. Hann er einn níu leikmanna sem Walter Smith, stjóri liðsins, er tilbúinn að selja ef viðunandi tilboð kemur í þá. Goram, sem er þrítugur, hefur verið meiddur og lítið leikið síðustu níu mánuðina. Þeir Smith urðu ekki ásáttir hvernig endurhæfíngu mark- varðins skyldi háttað og sagði stjór- inn einu lausnina þá að leikmaðurinn færi frá félaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.