Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 2

Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPTRNA Þeir hafa þjálfafi flest lið í 1. deild Höröur . Meðal starfandi þjálfara þá hafa félagarnir hér að neðan þjálfað flest lið Helgason, IA /' 1. deild.Jóhannes Atlason hefur þó þjálfaþ flest lið allra ídeildinni, eða sex: ÍBA, Fram, KA, Þór, Stjörnuna og IBV. lan Ross, IBK Guðjón Þórðarson, KR Ingi Björn Albertsson, UBK Marteinn Geirsson, Fram iÞtíMR FOLK ■ SIGURJÓN Arnarsson úr GR varð í 38. sæti á St. Andrews Trop- hy golfmótinu í Skotlandi um helg- ina. Siguijón lék á 81 og 76 fyrri daginn og var eftir það í 23. sæti, en Þorsteinn Hallgrímsson fór á 90 og 95 og komst ekki áfram. Siguijón fékk sama skor seinni daginn, en keppnin fór fram í sex til átta vindstigum. ■ GALDRALÆKNIR í austur Afríku hefur boðið nýráðnum landsliðsþjálfara Englands í knatt- spyrnu, Terry Venables, starfs- krafta sína. ■ BERTI Vogts, þjálfari heims- meistara Þjóðverja fékk tilboð frá galdralækninum, sem vildi aðstoða Vogts meðan á HM í Bandaríkjun- um stæði og lofaði að leggja bölvun á andstæðingana væri þýska knatt- spymusambandið tilbúið að greiða rétta fjárhæð fyrir. Þjóðverjarnir munu hafa neitað boðinu. ■ „LÆKNIRINN“ segist geta tryggt Venables starfið eins lengi og hann vilji og velgengi enska liðs- ins í mótum á næstu árum. „Tveir fyrirrennarar þínir, Don Revie og Bobby Robson, neituðu báðir að taka tilboði mínu og það varð þeim dýrkeypt... þeir herramenn glötuðu báðir starfinu." ■ MARTINA Navratilova datt út úr opna franska meistaramótinu í tennis á mánudag, strax í fyrstu umferð. Navratilova, sem er 37 ára og ákveðin í að hætta keppni eftir yfirstandandi vertíð, tapaði 6-4, 6-4 gegn Miriam Oremans frá Hollandi. ■ NAVRATILOVA hafði ekki tapað í fyrstu umferð á stórslemmu- móti í 18 ára; ekki síðan á opna bandaríska meistaramótinu 1976. Síðan hefur hún sigrað á 18 slíkum mótum og aðeins eru tvær tennis- konur sem oftar hafa fagnað sigri á þeim, Margaret Court og Helen Wills Moody. ■ BORIS Becker, þýski tennis- kappinn snjalli, meiddist í upphitun fyrir fyrsta leik sinn á opna franska á Roland Garros leir/öllunum, og varð að hætta við. Becker dró sig í hlé aðeins 10 mínútum áður en hann átti að hefja keppni á mánu- dag. ■ MICHAEL Laudrup, danski landsliðsmaðurinn snjalli hjá Barc- eiona á Spáni, tilkynnti um helgina að hann væri á förum frá félaginu. Þarlendir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Laudrup hafi þegar samið við Real Madrid, en hann segir svo ekki vera. Real sé hins vegar eitt þriggja liða sem hafi boðið honum samning. Daninn vildi ekki upplýsa hver hin liðin væru en París Saint Germain, Bayern Miinchen, Glasgow Rangers og Ajax frá Amsterdam hafa öll verið nefnd. FRAMTÍD Knattspyrna er leikur leik- anna, hvernig sem á það er litið, hvar sem borið er niður. Þátttakendur eru hvergi fleiri, athyglin hvergi meiri. Þeir bestu njóta ávaxtanna í rík- um mæli, en allir fá hlut af kökunni í réttu hlutfalli við árangur. Eftir miklu er að slægjast; landslið í úrslitakeppni heims- meistaramótsins fær nokkur hundruð milljónir króna fyrir það eitt að vera á meðal þeirra bestu, íslandsmeistarar eiga vísar um 11 milljónir frá Knattspyrnusam- bandi Evrópu fyrir að vera með í Evrópukeppni félagsliða, bikar- meistararnir fá um fjórar millj- ónir og liðið í öðru sæti íslands- mótsins sömu upphæð fyrir að taka þátt í Evrópukeppni. Rekstur íþróttafélaga kostar óhjákvæmilega mikla peninga og hvort sem mönnum líkar betur eða verr skiptir árangurinn í keppni þeirra bestu öllu máli með framhaldið í huga. Leikurinn snýst um að gera fleiri mörk en mótheijinn, að sigra. Þetta á við um landslið og keppni í 1. deild, en eins og oft hefur verið áréttað skiptir þátttakan öllu I yngri flokkunum. Þar eiga gleðin og skemmtunin að sitja í fyrirrúmi burtséð frá úrslitum. Kennslan, uppeldið og aginn skila sér síðar, þegar alvaran hefst, og þó hollt sé að kynnast sigrum og tapi snemma á lífsleiðinni, læra að taka velgengi sem mótlæti, er ástæðulaust og í raun varhuga- vert að ætlast til gulls og silfurs í formi verðlauna hjá bömum og unglingum. Þau eru gull og ger- semi í leik sínum og tími þeirra kemur, en það má ekki skemma skemmtilegustu íþróttaárin með miklum kröfum um árangur og stöðugu titlatogi. Keppni 11. deild hófst um helg- ina, en landsliðið gaf tóninn með frábærum ieik og sigri gegn heimsmeistaraliði Bólivíu á Laug- ardalsvelli s.l. fimmtudagskvöld. Frammistaða landsliðsins hefur vakið athygli innan lands sem utan, og er nærtækast í því sam- bandi að benda á nýleg heimboð þrefaldra heimsmeistara Brasiliu, tvöfaldra heimsmeistara Argent- ínu og gestgjafa HM í sumar, Bandaríkjanna. Árangur landsliðsins er ekki síður ánægjulegur með tilliti til árstímans, en hann sýnir að æf- ingaleikirnir að undanförnu hafa skilað sér. Alþjóðleg knattspyrna er heils árs íþrótt og ef vel á að vera verða Islendingar að geta æft við góðar aðstæður allt árið til að eiga_ möguleika á að ná lengra. KSÍ hefur lagt áherslu á yfirbyggða veili sem víðast um landið og er víða verið að kanna möguleika á framkvæmdum. Árni Sigfússon borgarstjóri sagði I sjónvarpsviðtali fyrir helgi að yfirbyggður völlur væri á áætlun meirihlutans í Reykjavík á kom- andi kjörtímabili og með heims- meistarakeppnina í handbolta að ári S huga væri mikilvægt að fara af stað sem fyrst. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóraefni minnihlutans tók í sama streng. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir íþróttaunnendur, einkum handknattleiks- og knattspyrnu- menn. Hins vegar hefur um of verið einblínt á gervigrasvöllinn í Laugardal í þessu sambandi, en spurningin er hvort ekki sé skyn- samlegra, þegar til lengri tíma er litið, að byggja nýjan völl frek- ar en að ganga á þá aðstöðu, sem fyrir er, þó hún þarfnist lagfær- ingar við. Steinþór Guðbjartsson Bottinn er byijaður að rúlla og knattspyrnu- veislan er hafin Erknattspyrnumaðurinn KARL ÞÓRÐARSOM hættur við að hætta við að hætta? Get ekki slitið mig frá þessu KARL Þórðarson knattspyrnumaður frá Akranesi, sem verður 39 ára næsta þriðjudag, lýsti þvíyfir eftir keppnistímabilið 1985 að hann væri hættur. Hann byrjaði þó aftur 1988 og lék fjögur keppnistímabil til haustsins 1991 og sagðist þá vera hættur. En hann lætur sér ekki segjast og er kominn aftur í slaginn 22 árum, eftir að hann lék fyrsta meistaraflokksleikinn með Skaga- mönnum, þá 17 ára gamall. Hann á að baki glæsilegan feril með ÍA og í Belgíu og Frakklandi. Hann kom inná sem varamað- ur í leik ÍA og FH í 1. umferð íslandsmótsins á mánudagskvöld og lék þá 198. deildarleik sinn. Hann hefur leikið 360 leiki með meistaraflokki félagsins. Karl starfar sem rafvirki hjá H.B. h/f á Akranesi og er giftur Ernu Haraldsdóttur. Þau eiga tvö böm, Gísla Eftjr 16 ára og Svövu ValB. 10 ára. Börnin Jónatansson völdu ekki knatt- spymuna eins og pabbinn. Gísli stundar badminton og Svava er í sundi og fimleikum. Karl sagði að íþróttagreinamar sem börnin völdu væru ekkert síðri en knattspyrnan. Hvað var til þess að þú tókst knatt- spyrnuskóna fram aftur? „Þetta er svo rosalega gaman og ég get bara ekki slitið mig frá þessu. Eg fór á eina æfingu í mars og þá blossaði upp áhuginn svo ég ákvað að prófa þetta alla vega út maí og sjá svo til. Það borgar sig ekki að plana of langt fram í tím- ann. Ætli ég setji ekki markmiðið að spila 200. deildarleikinn, en það eru tveir leikir í það. Ég sagði fyr- ir nokkrum árum að ég kæmi aftur þegar ég væri orðinn fertugur, svo ég svindla um eitt ár með því að koma inn núna.“ Ertu þú ekkert að verða of gam- all til aðstanda íþessu íefstu deild? „Nei, það held ég ekki. Alla vega fæ ég klapp á bakið frá jafnöldrum mínum, sem sjá að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það eru margir erlendir leikmenn sem hafa verið í þessu lengur en ég. Leik- menn eins og Roger Milla frá Ka- merún og Stanley Matthews, sem var að til fimmtugs. Áttu von á að geta staðist þeim yngri snúning í sumar? Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Karl Þórðarson er kominn aftur í gulu treyjuna eftir þriggja ára hlé, Hann lék 360. meistaraflokks leik sinn með ÍA gegn FH. „Já, ég reyni mitt besta. Ég legg mig fram og hef æft. vel frá því í mars, fimm sinnum í viku og er að komast í góða æfingu. Vonandi get ég veitt þeim yngri keppni og ýtt við þeim. Ég á ekki von á að leika lykilhlutverk í liðinu. Ég er í þessu fyrst og fremst af því að ég hef gaman af því að vera í kringum þetta. Það er bara bónus fyrir mig ef ég fæ að spila. Við erum með breiðan og góðan hóp og því mikil samkeppni um að komast í byijun- arliðið." Hvernig taka stuðningsmenn ÍA þér? „Ég held að þeir taki mér vel. Ég fékk alla vega mikið klapp þeg- ar ég fór inná sem varamaður gegn FH. Ég náði reyndar ekki að setja mark mitt á þann leik — kom við boltann aðeins tvisvar sinnum þess- ar átta mínútur sem ég fékk að spila." Sumir segja að þú takir sæti í liðinu frá ungum og efnilegvm Skagamönnum, hvað segir þú um það? „Nei, það held ég ekki. Ég vona að samkeppnin verði meiri og það er af hinu góða ef svo er. Ég treysti þjálfaranum til að velja besta liðið hveiju sinni. Hann fer ekki að velja mig út á eitthvað gamalt og gott.“ Finnst þér knattspyrnan hafa breyst undanfarin ár? „Já, knattspyrnan hefur breyst til hins betra. Liðin eru öll miklu sterkari núna og einstaklingarnir betri en áður. Það er meira æft og þetta er tekið fastari tökum en áður.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.