Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 C 3 verði læsir. Við vitum ekki um töluna núna en reiknum með að varla séu meira en 20-30% læsir.“ Við verðum að hreinsa vatnsbólin „Heilsugæsla og heilsuvernd er ekki síður brýnt en menntamálin, því ungbarnadauði er alvarlegt vandamál. Alls konar sjúkdómar stafa af því að ekki er nægilega gætt að vatnsbólunum og því eru sérstakir hópar okkar sem fara og leiðbeina um hvernig eigi að halda vatninu hreinu. Takist okkur það er miklum áfanga náð. Við höfum tekið upp samstarf við al- þjóðleg kvennasamtök með góðum árangri og fáum marga erlenda sjálfboðaliða hingað sem vinna með okkur í 1-2 ár.“ Galdralækningar eru hefð i Mósambik „Þegar þessir sjálfboðaliðar snúa heim vonumst við til að sam- tök og einstaklingar í þeirra lönd- um taki að sér hjálparverkefni hér, svo sem að senda smágreiðslu með börnum á mánuði svo þau geti gengið í skóla eða fengið föt. Þetta er enn í litlum mæli vegna þess að Mósambik var lokað land lengi vel vegna stríðsins. Ég sagði áðan að ýmsar mósambískar hefð- ir væru hemill á framfarir, þar á meðal eru galdralækningar sem hafa tíðkast öldum saman hér. Engu að síður líta margir á þær sem eðlilegan og sjálfsagðan þátt í þjóðlífí okkar og þær verða það ugglaust áfram. Það er þó áhyggjuefni að fólk sækir nú meira til galdralækna. Ekki vegna hefðanna heldur af því almenn heilsugæsla önnur en sú sem við í samtökunum veitum er svo rán- dýr að fólk hefur fæst efni á að fara til venjulegra lækna. En ef þú spyrðir mig hvort mér fyndist æskilegt að sá tími kæmi að við hættum að eiga okkar galdra- lækna, myndi ég svara neitandi. Gamlar hefðir skal virða og galdralæknar eru mikilvægur hluti arfleifðarinnar," sagði Gertrudes Vitorino. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir Morgunblaðið/JK Flestir götusalar eru konur eða börn en karlar reka búðir. Litlar skólastelpur í Maputo. ambik var til að tefja að stefnu- mál okkar næðu fram að ganga,“ sagði Gertrudes. „Fjölkvæni hafði ekki þótt tiltökumál og víða - einkum úti um landið - voru kon- ur ekki annað en vinnudýr á ökr- unum og nutu hvorki eins né neins. Börn gengu sjálfala því mæður þeirra höfðu ekki tök á að sinna þeim, hvað þá heldur sjá um að þau sæktu skóla. Sem betur fer er nú margt á betri leið. Hópar sjálfboðaliða og hjálparmanna eru starfandi og fara út um allt, full- orðinsfræðsla hefur verið sett á laggirnar og reynt er eftir megni að fá konur til að skilja að dætur þeirra eigi að læra að lesa ekki síður en drengir. Það hefur viljað loða við að drengir sitji fyrir og stafar meðal annars af því hvað verðlag hefur farið upp úr öllu valdi og foreldrar verða að borga fyrir skólabækur og ýmislegt í skólagöngu barnanna. Hér þykir sjálfsagt að eiga átta til tíu börn og það hefur verið lenska að ein- ungis elsti sonur fái að fara í skól- ann. Við höfum skipt landinu niður í svæði og skipulag er allgott. Við vonumst til að innan tíu ára takist að ná þeim árangri að um 60-70% er yfirleitt mjög einstaklingsbundið verðmæti þar sem engar tvær fast- eignir eru nákvæmlega eins. Urlausn verður því að byggja á nánari athug- unum s.s. aldri fasteignar, bygging- argerð, byggingarefni og kaupverði. Sé kaupverð hátt má kaupandi að öðru jöfnu eiga von á að ásigkomu- lag eignar sé betra en þegar kaup- verðið er lágt. Upplýsingaskylda seljanda Seljanda ber að eigin frumkvæði að gefa kaupanda upplýsingar um öll þau atriði, sem hann veit um eða mátti vita um og hann ætlar að skipti kaupandann verulegu máli við mat á eigninni. Vanræki seljandi þessa skyldu er um sök að ræða og er hann því bótaskyldur gagnvart kaup- anda. Upplýsingaskylda seljanda hefur einnig vissa þýðingu þegar vafi er um hvort um galla er að ræða. Seljandi á ekki aðeins að gefa kaupanda upplýsingar um þau at- riði, sem hann veit beinlínis um, held- ur á hann líka að vekja athygli kaup- anda á þeim atriðum, sem gefa til- efni til gruns um að eitthvað sé at- hugavert við. Þegar seljandi hefur beint athygli kaupanda að hugsan- legum göllum, er boltinn kominn til þess síðamefnda og hans að láta fara fram frekari athugun. Seljandi hefur þá efnt upplýsingaskyldu sína og er þar með laus undan ábyrgð. Skoðunarskylda kaupanda Hafi kaupandi skoðað eignina áður en kaup voru gerð og séð eitthvað athugavert, er ekki hægt að tala um „leynda galla“ síðar. M.ö.o. getur kaupandi ekki gert sér vonir um að fá annað og meira en hann sá. Skoð- un kaupanda getur einnig haft áhrif á upplýsingaskyldu seljanda þar sem úr henni dregur að svo miklu leyti sem seljandi má ætla að kaupandi- hafi sjálfur rannsakað ástand eignar- innar. Viti seljandi um galla, sem kaupandi hefði átt að sjá, en sér ekki, ber honum að benda á gallann, ef honum er ljóst að kaupanda yfir- sást. Ákvæðið „kaupandi hefur skoðað Upplýsingaskylda seljanda gagnvart kaupanda fasteignar er algjör, en ef hægt er að sanna að seljandi hafi vísvitandi leynt kaupanda upplýsingum um óstand eignar, er sel jandinn skaðabótaskyldur. eignina og sættir hann sig við ástand hennar í einu og öllu,“ er að finna í flestum kaupsamningum og afsöl- um. í réttarframkvæmd hafa slík ákvæði ekki verið talin hafa sjálf- stæða • þýðingu við hlið skoðunar- skyldu kaupanda og útilokar slíkt ákvæði alls ekki að kaupandi geti borið fyrir sig leynda galla síðar. Ef fasteign telst gölluð koma til svokall- aðar vanefndaheimildir til handa kaupanda, en þær eru: riftunarrétt- ur, réttur til afsláttar af kaupverði og bótaréttur. Kaupandi gallaðrar fasteignar á fyrst og fremst kröfu á hendur selj- anda, þ.e. heimildarmanni sínum. Hann á almennt ekki kröfu á við- semjendur seljanda því á milli þeirra ei' ekki réttarsamband. Hinsvegar kann kaupandi að eiga beina kröfu, utan samninga, á hendur þeim er eignina byggði þótt sá aðili sé ekki viðsemjandi hans. Einnig getur hann átt kröfu á hendur meisturum húss- ins ef galla má rekja til vanrækslu þeirra. ■ Jóhnnna• Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Pappír er m.a. búinn tii úr gömlum bankanótum og dagblöðum. F ólk fær vinnu og útrás fyrir sköpunargleðina EINSKONAR listasmiðja hefur verið opnuð á þriðju hæð verslunar- hússins við Eiðistorg á Seitjarnarnesi. Þar skipta 8-10 manns með sér sex stöðugildum, en þetta sama fólk var á atvinnuleysisskrá þar til listasmiðjan var opnuð fyrir þremur vikum. Hjónin Grímur Friðgeirsson og Halldóra Björnsdóttir standa að listasmiðjunni, sem ber heitið Listfengi, eins og verslun þeirra á neðstu hæð sama verslunarhúss. Kort eru gerð úr endurunnum pappír og eru skreytt með ýmsu móti. Á veturna er vinnustofa fyrir al- menning á þessum sama stað þar sem áhugafólk getur komið á kvöldin og um helgar og unn- ið að listsköpun. Leiga fyrir aðstöðu og áhöld er 300 krónur á klukku- tímann og er leið- sögn innifalin. Slíkur rekstur er nýr af nálinni hér á landi og sjálfsagt þarf talsverðan tíma til að hugmynd af þessu tagi festi sig í sessi. Nu er hins vegar unnið allan daginn á þessum stað og oft fram á kvöld. Halldóra og Grímur segja að um 10% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá á Nesinu hafi fengið vinnu í lista- smiðjunni, en Seltjarnarnesbær og atvinnuleysistryggingasj óður styrkir verkefnið. „Við vorum mjög heppin með starfsfólk, sem er bæði hresst og áhugasamt. Hluti af starfsfólki er myndlistamenntað, þar á meðal leiðbeinendur og útlitshönn- uðir. Við lögð- um áherslu á að aldursdreif- ing yrði sem mest hjá þeim sem kæmu að vinna hér og tókst það ágætlega.“ Strax í upp- hafi var ákveð- ið að nota ódýrt hráefni og að framleiðsla listasmiðjunnar yrði eins um- hverfisvæn og kostur væri. Listasmiðjan leitar viða fanga og er tekið á móti ýmsum hlutum sem til eru á mörg- um heimilum, en fólk er hætt að nota, til dæmis krukkum, tölum, húsgögnum og blúndum svo eitt- hvað sé nefnt. Allt notað Bankanótur, víxlar, skuldabréf og tímarit eru meðal þess sem er endurunnið í Listfengi. Stærstur hlutinn kemur kurlaður, en tíma- ritin eru kurluð á staðnum og úr þessu búinn til pappír í gjafakort, bréfsefni, diskamottur og fleira. Ef kort eða bréfsefni misheppn- ast, er hugmyndafluginu gefinn laus taumur og eitthvað annað búið til úr pappírnum, til dæmis grímur eða hattar. Auk pappírsgerðar býr starfs- fólk til frumlegar möppur úr bylgjupappa og einnig öskjur í ýmsum stærðum. Lítil málverk eru á einu vinnuborði, kertastjakar úr pappahólk, undirskál og netahring á öðru, vínhilla á því þriðja og teikningar af hugmyndum eru hér og þar. Ekki fer á milli mála að sköpunargleðin er mikil og sömuleiðis hug- myndaflugið. Þriggja mánaða reynslutími Þau Halldöra og Grímur segja að bæjar- yfirvöld hafi ákveðið að styrkja verk- efnið í þijá mánuði. Ætl- unin er að selja hluta fram- leiðslunnar á staðnum, en einnig í aðrar verslanir. Vissulega vonast þau til að lista- smiðjan eigi framtíð fyrir sér, því þau eru sannfærð um ágæti þess sem þar er gert. Minjagripafram- leiðsla er meðal þess sem er í þró- un og eru Halldóra og Grímur mjög spennt fyrir henni. Fólk fær vinnu og útrás fyrir sköpunargleði og verðmæti eru búin til í stað þess að þeim sé fleygt. ■ Biynja Tomer Ef bréfsefni misheppnast er til dæmis hægt að búa til hatt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.