Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Læddist niður á nærbuxunum um miðja nótt til að fylgjast með sveppunum HANN Ragnar Flúðasveppur, eins og hann er kall aður meðal starfsbræðra sinna, segist alla tíð hafa haft löngun til að takast á við eitthvað óvenjulegt. „Það var ljóst að svepparækt á Is- landi yrði erfitt viðfangsefni en gæti átt fyrir sér bjarta framtíð. Þessvegna dreif ég mig í svepparæktina," segir Ragnar Kristinn Kristjánsson sveppabóndi á Flúðum en hann og kona hans, Mildrid Stein- berg, reka þar mjög tæknilega full- komið sveppabú. Um tíma voru íslenskir sveppa- framleiðendur sex talsins en þeir hættu einn af öðrum og Ragnar stóð eftir sem eini sveppabóndinn á Is- landi. Núna hefur annar innlendur ræktandi bæst við en óhætt að segja að Ragnar sé sveppakóngur landsins þar sem hann sér landsmönnum fyr- ir þorra þeirra sveppa sem þeir láta ofan í sig. Framleiðir 4 tonn af sveppum á viku Fyrir mörgum árum heimsótti ég Flúðasveppi og þá voru þau hjónin að byija með svepparæktina. Heim- ilið og fyrirtækið var í sama húsi og allt snérist um sveppina. Fyrirtækið var þrír ræktunarklefar og markmið- ið var að rækta um 500 kíló af svepp- um á viku. Ragnar var bjartsýnn, nýkominn frá Danmörku þar sem hann hafði kynnt sér málið. Starfs- mennimir voru þrír en Ragnar vann dag og nótt við að koma búinu upp. Hann var meira að segja á ferðinni á nóttunni, reis úr rekkju um miðja nótt og læddist niður á nærbuxunum til að athuga hitastigið á sveppunum. Fyrirtæki Ragnars er orðið tíu ára og núna átta árum eftir að Daglegt líf heimsótti Ragnar síðast hefur margt breyst. Flúðasveppir er myndarlegt fyr- irtæki, allt mjög snyrtilegt og miklu stærra og tæknilega fullkomnara en þá. Starfsmenn em um tuttugu og nú í vor flutti fjölskyldan af loftinu hjá Flúðasveppum í nýtt hús sem þau hjón vom að reisa skammt frá fyrir- tækinu. Ragnar getur samt ekki sof- ið vært allar nætur því hann lét tengja tölvukerfi ræktunarklefanna inn á símboða sem læt- ur hann vita um leið og eitthvað fer úrskeið- is. Fyrirtækið hefur verið í ömm vexti þessi tíu ár en þróuninni er engan vegið lokið. „Ég á eftir að gera fram- leiðsluna enn hag- kvæmari og er alltaf að vinna að því að finna út nýjar leiðir í ræktun- inni. I upphafi var markmiðið að rækta 500 kíló á viku en nú em klefarnir orðnir ell- efu og meðalfram- leiðsla um 4 tonn á viku. Markmiðið að nota íslenskt hráefni Ragnar Kristinn hefur frá upphafi haft að markmiði að rækta sveppina úr alíslensku hráefni. Hann kaupir ekki rotmassa a’ utan heldur er sjálf- ur með rotmassavinnslu. í rotmassan fer íslenskur bygghálmur, hey og áburður af kjúklingum. Ræktunar- gróin er það eina sem kemur erlend- is frá. Það tekur þijár vikur að und- irbúa massann og til að anna þörf- inni framleiðir Ragnar um 22 tonn á viku. Moldin er íslensk líka en moldin, hálmur- inn og heyið em gmnd- vallarefni í framleiðsl- unni. Umbúðirnar fær Ragnar erlendis frá því enn hefur hann ekki fundið íslenskan aðila sem getur framleitt kassa eins og hann þarf fyrir sveppina. Svepparæktunin er mjög tæknivædd á Flúðum enda segist Ragnar vera með einn starfsmann í því að sjá um viðhald á tækjum. Hann hefur líka þurft að láta breyta mörgum tækjum, aðlaga þau að íslenskum aðstæðum. Ræktunarklef- ar em tölvustýrðir og tölva sér um að halda aðstæðum stöðugum í klefa. Samspil lofts, hita og raka þarf að vera rétt á hveiju ræktunarstigi og loftræstikerfin geta hermt eftir öllum árstíðum. í upphafi var markmiðið að framleióa 500 kíló af sveppum ó viku. Núna framleiöum við að meðaltali 4 tonn ó viku Sveppaverð hefur lœkkað! - Hvað með að framleiða fleiri sveppategundir? „Eg hef hugleitt það en komist að þeirri niðurstöðu að markaðurinn sé ekki nægilega stór til að fara út í það. Það er ekki mögulegt að nýta þetta húsnæði í framleiðsluna, aðrar sveppategundir þurfa ólík vaxtarskil- yrði og ég veit ekki hvort ég hefði orku í að sinna annarri framleiðslu en þessari. - Nú kvarta margir neytendur yfir háu söluverði og segja þig okra í skjóli einokunar? „Sveppaverð hefur lækkað. Fyrir fímm ámm kostaði eitt kíló af Flúða- sveppum 833 krónur. Það lækkaði með aukinni framleiðslu og kílóið núna er yfirleitt á 599 krónur. Það hefur staðið í stað í langan tíma. Á meðan ég var eini sveppaframleið- andinn á landinu þá hækkaði ég ekki verðið. Mitt markmið er að fyrirtækið beri sig og ég vil auðvitað ná sem bestum uppskemárangri til að verðið haldist óbreytt eða geti lækkað enn meira.“ Það er aldrei hægt að stóla á fjög- urra tonna uppskeru. Á hveijum degi segir Ragnar Kristinn að starfs- mennirnir séu að fást við ný vanda- mál og reyna að finna út hagkvæm- ari leiðir í ræktuninni. Hollenskir svepparæktendur eru 900 talsins Þegar vikið er að því hvort hann kvíði því að landið opnist fyrir inn- flutningi á landbúnaðarvömm þá jánkar hann því. „Hollenskir svepparæktendur vom 600 talsins þegar ég byijaði með Flúðasveppi fyrir 10 ámm. í dag eru þeir 900 talsins. Hollenska ríkið hef- ur stutt við bakið á hollenskum bændum að undanförnu og hvatt til tækjakaupa, stækkunar og uppbygg- ingar. Stuðning sinn hefur það sýnt með því að greiða allt að 60% af því verði sem bændur hafa þurft að greiða fyrir ný tæki,“ segir Ragnar. Hann bendir líka á að í Hollandi gangi sveppabúskapur mjög illa og standi varla undir sér þrátt fyrir mikinn stuðning frá yfirvöldum. „í tíu ár hef ég verið að byggja þetta fyrirtæki upp og reyna að gera rekstuimn sem hagkvæmastan. Auð- vitað hef ég í og með verið að búa mig undir þessa holskeflu þegar hún ríður yfir og er ákveðinn að reyna að takast á við hana þegar þar að kemur. En hvort að ég hef bolmagn til að keppa við t.a.m. 900 hollenska sveppaframleiðendur sem rækta við allt önnur skilyrði en ég verður að koma á daginn." ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Leiðbeinir Norðmönnum hvernig þeir geti losnað við þreytu og vanlíðan UPPSKRIFTIN að betra lífi var fyrirsögn á opnugrein í norska viku- blaðinu KK fyrir skömmu. Konan sem er að gefa lesendum þessa upp- skrift að betra Iífi er íslensk, Elsa Kirstin Kaldalóns Jónsdóttir en hún rekur nokkurskonar heilsumiðstöð í húsinu sínu i Risor í Noregi. Hús- ið sitt vill hún kalla „Hús með sál“. „Ég er búin að reka nuddstofu hérna í Risor í ein tíu ár en eftir að ég skildi fyrir nokkrum árum þá varð ég að finna leið til að halda húsinu og ákvað að byrja með að- stöðu fyrir fólk sem vildi hvíld, ró og betri líðan." Elsa segir að til hennar komi fólk sem vinnur mikið og vilji taka sér hvíld frá amstri daganna. Einnig hefur starfsemin þróast þannig að hún er farin að sinna ráðgjafarstörf- um, jafnvel hjúskaparráðgjöf fyrir bæjarbúa og út fyrir landsteina. Elsa hefur haldið fyrirlestra um andlega líðan og hún hefur verið með útvarps- þætti þar sem hlustendur hringja inn með spumingar. Um árin hefur Elsa hjálpað unglinum sem eru á villigöt- um, látið þá vinna og aðstoðað við að ná tökum á fíkninni. Hún hefur núna snúið sér að rekstri heimilisins. Þar er hvorki sjónvarp né útvarp en boðið upp á ýmiskonar nudd og sauna og síðan kennir hún fólki hvernig það á að borða, sérstaklega ef það er undir álagi og kennir því að hugsa jákvætt. Fólk þarf að læra aó taka ábyrgð á sér Elsa segir að þeir sem séu undir álagi í vinnu eða einkalífi þurfi að borða réttan mat til að ná burt þreyt- unni. Borði fólk þungan mat og sæt- indi þá verður það ennþá þreyttara Elsa Kirstin Kaldalóns Jónsdóttir og á erfitt með að leysa nokkur mál. Sé fæðan létt og borðuð á rétt- an hátt finnur fólk strax mun að tveimur eða þremur dögum liðnum. Samsetning fæðu skiptir líka miklu máli.“ Sjálf segist hún búa sér til grænmetis- súpu í stóran pott og borða síðan súpuna og ávexti í nokkra daga á meðan hún sé að hreinsa sig og létta. „Þetta er létt- hreinsandi matur og þyngdin í líkam- anum hverfur og mér fínnst ég geta hvað sem er. íslendingar með Elsu til Sikileyjar? Hún er að athuga núna' l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.