Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Siötti átangi lýðveldisgöngunnar GANGAN hefst kl. 10.30 við Draugatjörn. Þar má velja um tvær leiðir eftir hentugleikum og færni. ÚTIVIST NOKKRAR helgarferðir eru 3.-5. júní hjá Útivist og má fyrst nefna ferð í Breiðafjarðareyjar. Er þá siglt með Baldri í Flatey á laugardeginum og eyjan skoð- uð. Gist í svefnpokaplássi í Stykkishólmi. Þá eru að heíj'ast reglulegar ferðir í Bása við Þórsmörk og er farið um hverja helgi í allt sum- í ÞESSUM mánuði verður tekið í notkun nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Byggingarframkvæmdir hófust í nóvember síðastliðnum og miðað er við að ljúka þeim á settum tíma eða í byrjun júní. Á hótelinu verða tuttugu og eitt tveggja manna herbergi og ar. Gist er í Útivistarskálanum. Um- miðjan júní verður einnig hægt að tjalda. Skipulagðar gönguferðir eru laugardag og sunnudag með fararstjóra. Brott- för í helgarferðir eru kl. 20 á föstu- dagskvöldum en miða þarf að sækja áður á skrifstofu Utivistar. Laugard. 4. júní er farið íHeið- mörk-Lækjarbotna kl. 13. Verða 3 léttar laugardagsgöngur í sumar hjá Útivist og er ekkert þáttöku- gjald. Þátttakendur mæta við Ár- bæjarsafn kl. 13 og þaðan er ekið að upphafsgöngu hverju sinni. Á iaúgardag er ekið í Heiðmörk og Hólmsborgin skoðuð, gengið um Lækjarbotna og farið í Botnahelli. Sunnud. 5. júní kl. 10.30 er þriðji áfangi lágijallasyrpunnar sem hefur hlotið góðar undirtektir. Að þessu sinni er Brennisteins- fjöll-Kistufell, jarðfræðiferð í fylgd sérfróðs leiðsögumanns. Brottför frá BSÍ. ■ hægt að fá morgunverð. Að sögn Guðmundar Elíassonar verslunar- stjóra í Víkurskála er þegar farið að bóka gistingu á hótelinu og upppantað suma daga sumarsins. Nóttin í tveggja manna herbergi kostar 6.400 krónur og morgunverður 750 krónur. ■ A. Gengið er meðfram Húsmúla allan sveiginn að Engidalskvísl, síðan yfir hana og enn áfram um sléttlendi með öll fell á hægri hönd uns komið er á Hálsa vestan Dyradals. Mosfells- heiði er á vinstri hönd allan þennan hluta leiðar. Má fastlega vænta þess að sjá og heyra til vaðfugla og mó- fugla á þessum árstíma, spóa og jafn- vel sólskríkju. B. Gengið er yfir Húsmúla og nið- ur í Engidal og eftir honum inn í þröngt skarð sem liggur til Marar- dals sem er sléttur og algróinn og minnir á útiléiksvið, umkringdur fell- um. Upp úr honum er farið eftir hestagötu og niður á sléttlendið vest- an Hálsa. Hópar A og B sameinast á Hálsum vestan Dyradals og verða samferða um Dyr og eftir gamla Dyravegi til Rauðuflaga og niður á Nesjavelli. Þetta er gömul leið með hestalestir og má því sjá að hún er létt gangandi mönnum. Á svæðinu frá Dyradal er leiðin ævintýraleg og tilbreytingarík vegna íjölbreytilegs og rofins landslags. Nesjavallavegur liggur eftir Spor- helludal norðan undir Hengli. Spor- hellur eru tvær, misstórar og hallar stærri að dalnum en minni sporhellan er með allt að hnédjúpri götu norðan í litlum kambi þvert fyrir botni Vatns- stæðis. En glæsileg útsýn bíður göngufólks á austurbrún Dyrafjalla ofan við Nesjavelli. Yfir gnæfir Heng- ill. Hér um orti Loftur Gíslason, bóndi á Vatnsnesi í Grímsnesi (að sögn Guðmundar Jóhannessonar frá Króki): Hengil fjallakóng má kalla á klettahnúki. Hefur karlinn harðan skalla á hraustum búki. Kl. 13 er ekinn hinn nýi Nesjavalla- vegur yfir Mosfellsheiði . austur í Dyradal og gamla Dyravegi fylgt þaðan til Nesjavalla. Þetta er hæfí- lega löng gönguleið fyrir fjölskylduna auk þess að vera ein af nýjustu gönguleiðum í grennd Reykjavíkur. Nýi vegurinn gerir leiðina aðgengi- lega. Glæsileg sýn er til Hengils og af austurbrún Dyrafjalla. ■ Sigurður Kristinsson Nýtt hótel í Vík í Mýrdal Álfar og ovættir BORGARFJARÐARHREPPUR er geysilega víðfeðmur og nær frá Héraðsflóa í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Innan hans búa þó aðeins um 190 manns. Þorpið í Borgarfirðinum er í daglegu tali er nefnt Borgarfjörður eystri, en heitir í raun Bakkagerði. Það heiti er þó lítið notað. Fuglalíf er fjölskrúðugt og kannski álfarnir séu þarna líka. Eins og svo víða annars staðar tengjast flestir íbúarnir sjósókn á einhvern hátt. Trillur eru uppistað- an í bátaflotanum því höfnin, þó glæsileg sé, tekur ekki á móti neinu stærra. Það kemur fyrir að sægarp- amir dragi einn og einn hákarl og má stundum sjá þá hanga við bryggju og bíða eftir því að vera skornir niður. Kæstur og súr er hann síðan étin á þorra. Mest af þorskinum er verkað í saltfisk og grásleppuhrogn eru verkuð á vorin. Flest aðrir íbúar rækta sauðfé og sinna hefðbundnum sveitastörfum. Þjónustustig er nokkuð hátt í þessari litlu sveit. Grunnskóli er á staðnum, tónskóli, heilsurækt og heilsugæsla og þangað kemur læknir einu sinni í viku. Samgöng- ur em mjög góðar og flogið er frá Egilsstöðum fjórum sinnum í viku. Landvegurinn er bæði greiður og auðfarinn að sumarlagi þótt Vatns- skarðið sé bæði hátt (431 m) og hlykkjótt. Sérstaða Borgarfjörður hefur sérstöðu um margt en telja verður smæð hans þá mestu. Þar er i raun allt smátt í sniðum, en um leið vinalegt. Nátt- úran og fjallahringurinn umhverfis fjörðinn er ákaflega fallegt og ber þar hæst hin frægu Dyríjöll með sínum þverhníptu veggjum og „dymm“. Líparítfjöll eru að sunn- anverðu en blágrýti að norðan- verðu. Á sumrin er litadýrð fjallana síbreytileg og næg ástæða til að heimsækja staðinn. Umhverfi hafnarinnar er sér- stakt fyrir margra hluta sakir. Hafnarhólmi, rétt utan lands, var tengdur landinu með gijótgarði og höfnin _gerð í lítilli vík er þá mynd- aðist. I þessum hólma verpa rita, fýll, æður og lundi í seilingarfjar- lægð. Þarna geta ferðamenn kom- ist í nokkurra metra fjarlægð frá fuglinum, en umferð um varplandið sjálft er ekki leyfð. Fyrirtækið Álfasteinn er eitt stærsta fyrirtækið á staðnum. Þar SÉÐ til Bakkafjarðarþorpsins eru unnir listmunir úr borgfirsku gijóti og er framleiðsla Álfasteins- manna ■ löngu landsfræg Sam- kvæmt könnun sem gerð hefur verið meðal ferðamanna koma 90% þeirra við í Álfasteini. Segja má að Álfasteinn og umhverfið sé það sem flesta dregur að. Álfabyggð Óvíða á íslandi er að finna önn- ur eins býsn af álfabyggðum og í Borgafirði eystra. Þeir sem til þekkja og þykjast skynja tilveru þeirra segja mikla og líflega flóru álfa og vætta af ýmsum gerðum og stærðum búa í íjöllunum um- hverfis bæinn. Þeirra frægust telj- ast vera álfakonungurinn í Dyrfjöll- um og drottning hans í Álfaborg. Geistlegur fulltrúi, biskupinn, býr í Blábjörgum. Telja verður þessa aðila til góðra vætta en til eru þeir sem ekki falla undir þá skilgrein- ingu. Fer þar fremstur í flokki Óvætturinn Naddi sem sat í Njarð- víkurskriðum. Bóndi úr Borgarfirði hratt honum í sjó fram á 14. öld og reisti síðan krossmark til vernd- ar þeim sem um Skriðurnar fara. Góður siður er að fara með bæn þegar ekið er framhjá krossinum. Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Ferðamannaþjónusta Þjónusta við ferðamenn hefur verið að aukast á síðasliðnum árum. Þeir eru um tíu þúsund í venjulegu árferði og tengjast þessari starf- semi 2-3 ársverk. Aðstaða fyrir þá er góð í Borgarfirði. Þar er bændagisting á Stapa sem opin er allt árið. Samhliða henni er verið að fullgera tjaldstæði með þjón- ustuhúsi. Fjarðarborg hefur svefn- pokapláss og veitingasölu. Hesta- leiga er á bænum Bakka þaðan sem hægt er að fara í langar og stuttar hestaferðir. Meðal annars er mögu- legt að fara inn í hinn rómaða Loðmundarfjörð á hestum og gista þar í ferðaþjónustuhúsi. í sumar stendur einnig til að vera með báts- ferðir um Borgarfjörð og nærliggj- andi eyðivíkur. Þá er ótalin sú þjón- usta sem hópar kynnu að vilja not- færa sér, en það er leiðsögn heima* manna um nærliggjandi umhverfi. Um þetta allt má fá upplýsingar í upplýsingamiðstöðinni í steina- verksmiðjunni í Álfasteini. ■ Benedikt Sigurðsson, Egiisstöðum Á reiðhjðlum um Reykjanes NÚ GETA ferðamenn brugðið sér í skipu- lagðar hjólaferðir um nágrenni höfuðborg- arinnar því sett hefur verið á stofn fyrirtæk- ið Hjólaferðir þar sem ýmsir kostir eru um ferðir um Reykjánes- ið. Bókanir í daglegar ferðir eru í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Bankastræti 2. Hópafsláttur er gefinn fyrir 7 farþega eða fleiri. Hámarksfjöldi í hóp er tuttugu manns. Eigandi Hjólaferða, Halldór Garðarsson, sagði að bæklingur væri kominn út á ensku um hjóla- ferðir í Bláa lónið og aðrir fastir áningarstaðir væru Djúpavatn, Vig- dísarvellir, fjaran undir Festarfjalli og Grindavíkurhöfn. Á leiðinni er máltíð í boði, súpa, brauð og sæta- brauð. Er maturinn borinn fram á langborði og tjaldað yfir og hitað upp ef þarf vegna veðurs. Áður en hver ferð hefst útskýrir fylgdarmaður leiðina á korti. Auka- hjól eru með í för ef eitthvað skyldi bila og fylgdarbíll fylgir alltaf hópn- um. Lögð' eru til 18 gíra fjallahjól, hjálmar, regnföt, vatnsbrúsar og málsverðurinn. Halldór sagði að sérstök áhersla yrði á ferðir í Bláa lónið eins og minnst var á. Hefst þá ferðin við skiptistöð Almenningsvagna í miðbæ Hafnarfjarðar. Leiðin er 51 km og áætlaður ferðatími um 6 klst. Farin er Djúpavatnsleið og um Grindavík. ■ ísland í sjónhendingu QUICK Guide to Iceland heitir handbók sem Viðskiptabókin hefur gefið út. Þetta er fjórða árið í röð sem hún er gefin út og er hún á ensku. Árni Sigfús- son, borgarsljóri skrifar nokkur orð og býður gesti velkomna og bendir á ýmislegt sem ferða- menn geta gert í Reykjavík og skoðað. Þá eru almennar upplýsingar um Reykjavík s.s. hótel, gistiheimili, kort, minjagripaverslanir, söfn og ýmsar uppákomur og sýningar. Síð- an eru hliðstæðar upplýsingar um alla helstu staði úti á landi. ■ Vestnorden TlimelMaii94 14-17 Sepl., Ilarnarfjörður, Irrland Til ferðaþjónustuaðila Ferðakaupstefna Vestnorden 1994 verður haldin í íþróttahúsinu Kaplakrika, Hafnarfirði, 14.-17. september. Skráning þátttakenda lýkur 1. júlí. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga á skrifstofu Ferðakaupstefnunnar í síma 18200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.