Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Félag fjalla- lelúsögamanaa TEKIÐ hefur til starfa félag sem kallar sig “íslenskir fjallaleið- sögumenn" og eru í því menn sem hafa margra ára reynslu í göngu og fjallaferðum og hyggj- ast þeir sjá ferðamönnum, inn- lendum sem erlendum fyrir leið- sögn og skipulagningu ferða um óbyggðir og fjöll. Þeir hyggjast reisa búðir í þjóðgarðinum í Skaftafelli og hafa þar bæki- stöðvar í sumar. Félagið mun þó taka að sér leið- sögn á öðrum svæðum eftir því sem óskað er. Ákveðnar hafa verið ferð- ir á Hvannadalshnúk og er þá geng- ið frá Virkisjökli og reiknað með að gangan taki 15-17 klst. Önnur leið er Núpstaðaskógar-Skaftafell sem er 4ra daga bakpokaferð. Sú þriðja kallast Þumall og er tveggja daga klettaklifur og loks Laki— Skaftafell sem er bakpokaferð úr Lakagígum í Skaftafell. Leiðsögumennirnir fjórir sem hafa hér tekið höndum saman eru Sveinn Helgi Sverrisson, Leifur Örn Svavarsson, Hjörleifur Finnsson og Einar Torfi Finnsson. ■ Pamir besta veit- ingahusiú í Helsinki SÆLKERAFÉLAG Finnlands hefur kunngert að Pamir, veit- ingahúsið sem er í Hótel Strand- Intercontinental-hótelinu í Hels- inki, teljist best þar í borg. Félag- ið gefur út handbók um veitinga- staði og þykir það mikill heiður að uppfylla strangar kröfur fé- lagsins um gæði og þjónustu og komst í bókina. Að þessu sinni eru 102 matstaðir í bókinni og eru flestir í Helsinki, Turku og Tammerfors. Samkvæmt sömu bók fá Bon Vivant-veitingastaðirnir á skipun- um Silja Europa og Silja Symphony fimm stjörnur fyrir matargerðarlist. Ellefu staðir fá 4 stjörnur svo aug- ljóst er að menn sem kunna að meta góðan mat ættu að geta feng- ið sér vel í gogginn víða í Finnlandi. Kostakjör í Brussel í FRÉTTABRÉFI belgísku ríkis- ferðaskrifstofunnar segir frá því að SAS-hótelið í Brussel bjóði nú ljómandi góð helgarkjör og einn- ig afsláttarkjör fyrir 65 ára og eldri. Helgarkjörin hljóða upp á 2.450 belgíska franka fyrir manninn og innifalið er morgun- verðarhlaðborð. Gestir sem eru 65 ára fá 65% afslátt og síðan hækkar afslátturinn með hverju ári og 100 ára gamall gestur fær að sjálfsögðu 100% af- slátt á gistingu. FERÐALÖG Spiseloppen í Kristjáníu. Hvern skyldi gruna að bak við þessa veggi leynist spennandi veitingastaður? Boröað í Kaupmannahðfn SPISELOPPEN - hversu margir vita að bakvið nafnið er einn af betri veitingastöðum Kaupmannahafnar? Og hversu margir trúa því þegar ég segi að staðurinn sé í Kristjáníu. En þannig er það nú samt. Spiseloppen er í sótugu múrsteinshúsi fremst í Kristjaníu (við Prins- essugötu) og svo óhijálegt er umhverfið að það er ekki fyrr en dyrnar á 3. hæð hússins uppljúkast að maður fer að trúa því að þar sé veit- ingastaður ^em fékk fjórar kokkahúfur af fimm í Politiken og sé þekktur fyrir góðan og hugmyndaríkan mat. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Dæmigerður danskur pylsuvagn á Ráð- hústorginu. Spiseloppen verður ellefu ára á þessu ári. Fyrst var staðurinn hugsaður sem veitinga- og sam- komustaður fyrir þúsund manna byggð Kristjáníu en fljótlega var farið að leita út fyrir hana að við- skiptavinum. Þrátt fyrir húf- urnar fjórar hefur aidrei verið lærður kokkur á Spiselop- pen. Nú eru þar sjálfmenntaðir matsveinar frá Danmörku, Frakklandi og Líban- on. Að sögn eins þeirra, Jesper Paustian, sem ólst upp í Kristja- níu, er lögð áhersla á alþjóðlegan, óhefðbundinn og spennandi mat. Ég hef nokkrum sinnum snætt á Spiseloppen og á erfitt með að halda aftur af sterkum lýsingar- orðum. Veitingasalurinn er stór og bjartur með þungum viðarsúlum. Þjónustan er fijálsleg en fagmann- leg, og ekki skaðar að hér er maturinn ódýr, aðalréttir um 100 DKR. Ég ráðlegg þeim sem ætla sér að borða á Spiseloppen að mæta ekki í sínu fínasta pússi. Það hæf- ir einhvern veginn ekki andrúms- loftinu. Og hafið ekki áhyggjur ef þið mætið hundum í yfirstærð við innganginn. Þeir hafa ekki áhuga á öðrum mannverum en húsbónd- anum og eru jafn meinlausir og Snati í íslenskri sveit. Hér er lítið sýnishorn af matseðli staðarins. Einn föstudag var hægt að fá sér steiktan sverðfisk og kolkrabba á teini, kryddað með satysc og hrísgijónum 108 DKR. Meðal kjöt- rétta sama kvöld: heilsteiktur villi- svínahryggur með maríneruðum skorztrótum, bakaður hvítlaukur, hindbeijaijómasósa og kartöflur, sykraðar baunir 120 DKR. Annan dag var meðal annars boðið upp á stökkan smjördeigsturn með kryddaðri sveppafyllingu, kartöfl- um og maríneruðu grænmeti, 89 DKR. Vín hússins eru á 90 DKR en þess utan er ágætis úrval af frönskum, spönskum, portúgölsk- um, marókóskum og argentískum vínum á bilinu 120-220 DKR. Ekki er tekið við greiðslukortum. Stephan a Porta er öllu hefðbundnari veitingastaður við Kóngsins Nýjatorg og á sér sess í sögu okkar undir nafninu Mjóni. Þar sátu löngum andans tröll á borð við Biynjólf Pétursson, Kon- ráð Gíslason og Benedikt Gröndal, supu drykki og lásu blöðin. Stephan a Porta er í glæsilegum salarkynnum, matseðillinn er á frönsku, ensku og dönsku og þjón- ustan glæsileg. Réttir eru klassísk- ir og gerast vart betri. Hvergi hef ég bragðað jafn góðar gratíneraðar kartöflur. Aðalréttirnir eru aðeins dýrari en á Spiseloppen, frá 95-158 DKR. En staðurinn fylgir tíðarand- anum og býður upp á pizzu og pastarétti frá 40 DKR. Fyrir nokkrum árum var byggður gler- skáli við húsið og þar geta þeir setið sem vilja fýlgjast með mann- lífinu og horfa á Konunglega leik- húsið handan götunnar. Fyrir inn- an glerhúsið eru tveir salir. Annar gegnir hlutverki bars og kaffihúss en þar fyrir innan er veitingasalur- inn. Og ekki er ónýtt að sitja yfir gratíneruðum kræklingum og með- læti fyrir 138 DKR, heilsteiktu lambakjöti með sinnepi og gras- laukssósu 128 DKR og eftirrétt- urinn er gióðaðar nektarínur með Grand Marnier fýrir 42 DKR. Stað- urinn tekur á móti öllum helstu greiðslukortum. Að málsverði loknum má ganga út í kvöldið, yfir mjóa götu og þá er maður fyrir framan Hviids Vinstue sem er svo þekkt meðal íslendinga að ég hef ekki fleiri orð um það. Pylsuvagnar þykja náttúrlega ekki fínir veit- ingastaðir en setja óneitanlega svip á borgina. Hver hefur ekki fengið sér Fransk Hotdog í Höfn? í Eg- on’s Polser á Ráðhústorginu fær maður einn slíkan fyrir 16 DKR, fjórum krónum meira ef beikon- pylsa er í brauðinu. Þeir sem kjósa hefðbundnar pylsur, borga 12-14 DKR og geta valið milli tveggja sinnepsgerða, ýmissa sósa og lykta hreesilega af lauk næstu klukku- tímana. Það er auðvitað afar danskt og ég tala nú ekki um ef pylsunni er skolað niður með einum bjór. Jón Stefánsson Höfundur er búsettur í Kaup- mannahöfn. Rólegt njgg vlð Baleareyjar HAFNIR þar sem seglbátar með háum möstrum sem rugga hægt og rólega fram og aftur í kvöldkyrrðinni í suðrænum löndum eru afar sjarmerandi. Langflestir myndu líklega taka boði fegins hendi um að búa um borð í bát^og sigla um Miðjarðarhafið í nokkra daga. Alla vega gerði ég það. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að þetta rólega rugg getur verið óttalega þreytandi og maður kemst ekki langt á nokkrum dögum. Nú er ég reynslunni ríkari og sjarminn er farinn af lífinu um borð í seglbát. Flest ríki hafa ákveðnar reglur um eign og leigu á bátum. Svisslendingar þurfa t.d. að o hafa svokallað B-skírteini til Ul að sigla um höfin blá undir svissneskum fána eða til að leigja skútu á Spáni eða Grikk- 21 landi. Þeir þurfa að sækja tíma Jí? í siglingafræði, taka próf og 52 sigla þúsund sjómílur undir eft- Ul irliti áður en þeir fá skírteinið. Ég fór með í slíka siglingu. Hafði aldrei verið lengur en hálftíma um borð í seglbát og hlakkaði til. Ákvað að taka ekki sjó- veikispillu af því að maður á að verða svo þreyttur af þeim en svaf samt mest allan fyrsta daginn, gubbaði í stillilogni um kvöldið og tók mínar töflur eftir það. Eins og í vöggu Við lögðum upp frá Palma á Mall- orca. Bátaklúbburinn þar er óttalega lítilfjörlegur. Sturtumar kaldar og salemin á bryggjunni ósnyrtileg. En klettótt ströndin og gróðivaxin eyjan séð af dimmbláu hafinu er falleg. Við höfðum nægan tíma til að dást að henni. Okkur fannst við góð ef við fórum 8 hnúta (14,4 km) á klukkustund. Báturinn ruggaði ró- lega eins og vagga og ég lognaðist fljótt út af. Við vorum sex um borð. Skipstjór- inn er efnafræðingur sem fer á hveiju ári í tveggja vikna siglingu fyrir siglingaskólann Hochsee-Seg- elschule Rorscþach. Hinir voru að safna mílum og ég að fylgjast með. Þau skiptust á um siglingastjóm og hjálpuðust að við að aka seglunum svo að vindurinn nýttist sem best. Mér fannst heldur lítið um að vera og svaf þegar þau sigldu 11,7 metra langri skútunni næstum upp á sand- sker í fögrum flóa 32 mílur suðvest- ur af Palma þar sem við vörpuðum akkeri. Hvað kostar að hringja frá íslandi? GJALDSKRÁ Pósts og síma fyrir símtöl til útlanda er skipt upp í átta verðflokka í sjálfvirka símkerfinu og fer gjaldið eftir þvíhvert hringt er hverju sinni. Dagtaxti gildir frá kl. 8.00 til 23.00 og kostar míntúan til útlanda allt frá 58 kr. og upp í 225 kr. Næturtaxtinn tekur við eftir kl. 23.00 á kvöldin til kl. 8.00 að morgni, en þá kostar míntúan frá 43,50 til 168.50. Handvirka þjónustan er mun dýrari. Fjarlægðir landanna frá íslandi skipta augljóslega ekki öllu máli þegar rýnt er gjaldskrána, heldur em það þeir samningar, sem gerðir eru við viðkomandi símastjórnir, sem hafa úrslitaáhrif á það í hvaða verðflokkum löndin lenda. Dagtaxti Næturtaxti Lönd (8.00-23.00) (23.00-8.00) Danmörk, Færeyjar, Noregur, Sviþjóð, Þýskaland___________58 kr Finnland, Holland 61 kr Bretland, Frakk- land, Spánn 68 kr 43,50 kr. 43,50 kr. 51,00 kr. Austurrki, Bandarikin, Beliga, Hawali, Irland, Ljchtenstein, Lúxemborg, Portúgal, Slóvakia, Sviss, Tékkland, Ungverjaland 86 kr 64,50 kr. Alsir, Búlgara, Eistiand, Gíbraltar, Grikkland, italía, Jómfrúreyjar, Júgóslavia, Kanada, Króatia, Kýpur, Lettland, Litháen, Libýa, Malta, Marokkó, Moldava, Pólland, Puerto Rico, Rúmena, Samveldis- rikin, Slóvena, •Túnis, Tyrkland 98 kr 73,50 kr. Ástralía, Falklandseyjar, Grænland, Malaví, Qatar, St. Helena, Venezúela, Hong Kong, Kúveit, Nýja-Sjáland 150 kr 112,50 kr. Bermda, Brúnei, Guinea, Japan, Malasía, Namibía, Níger, Nicaragua, Nígera, Óman, Perú, Rwanda, Lesótó, Singapore, Suöur-Afríka, Súdan, Swaziland, Taiwan, Tailand 201 kr 150,50 kr. Alaska, Angóla, Argentína, Bahamaeyjar, Bahrein, Bangladesh, Brasilía, Chile, Costa Rica, Egyptaland, Filipseyjar, Gambía, Graenhöfðaeyjar, Haítí, Indland, Iran, Irak, Israel, Jamaíka, Jórdanla, Kenýa, Mexlkó, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Seychells-eyjar, Sri Lanka, Víetnam og fleiri 225 kr 168,50 kr. Nýtt ferðablað hef ur gðngu sína FYRSTA tölublað FERÐA- MÁLA sem er nýtt ferðablað er komið út og er gefið út af Farvegi hf. sem einnig gefur út ferðaritið Farvís-Afanga. Ætlunin er að blaðið komi út mánaðarlega og eins og nafnið gefur til kynna er fjallað um hinar ýmsu hliðar ferðaþjón- ustunnar, fyrirtæki og stofnan- ir, menntun, fundi og umræður um uppbyggingu hennar. Ferðamál er prentað á dag- blaðapappír og er einnig í dag- blaðabroti. í fréttatilkynningu segir að því verði aðallega dreift til áskrifenda. Blaðið er tólf síður. Meðal efnis má nefna ávarp Halldórs Blöndals, samgönguráð- herra, sagt er frá ferðamálasam- tökum Suðurnesja, fundi fulltrúa norðlægra höfuðborga, tilkynnt um ljósmyndasamkeppni o.fl. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður er Þórunn Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.