Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Hönnunar- verðlaun veitt fyrir brjóstapumpu Svissneska fyrirtækið Ameda fékk nýlega hönnunarverðlaun fyrir brjóstapumpu sem hönnuð var í samvinnu við ljósmæður og konur sem voru með börn á bijósti. Rétthentar og örvhentar konur geta notað pumpuna og hún á að vera þannig úr garði gerð að hún þreyti ekki þó pumpað sé í tölu- verðan tíma. Þá er annar kostur við pumpuna að barnið fær mjólk- ina beint úr pumpunni því pumpan er skrúfuð á pela. Það má frysta mjólkina að pumpun lokinni sé notuð plastflaska á hana. ■ Hattar eru í tísku Veðrið hefur verið gott á höfuð- borgarsvæðinu að undanförnu og því gefist tækifæri til að klæðast ljósum og léttum sumarfatnaði. Svokallað- ir krumpukjólar og pils hafa slegið í gegn, hatt- ar eru komnir í tísku og pijónahúfur ganga líka. Litirnir eru ljós- ir og beinhvítur vin- sælastur. ■ Viðmælandi minn er Gertrudes Vitorino, ritari Kvennasamtaka Mósambik, og við hittumst á skrif- stofu hennar í Maputo. Skrifstofan er í Frelimo-húsinu eins og það er kallað og ég gekk upp óteljandi stiga því engin lyfta er í húsinu. Kim II Sung og Mao götur í Maputo Þetta er í hverfi í Maputo sem er langtum myndarlegra og rík- mannlegra en miðbærinn. A leið- inni labbaði ég um einbýlishúsa- hverfi, þar voru m.a. ýmis erlend sendiráð til húsa. Götur í Maputo heita flestar eftir aðskiljanlegum frelsishetjum Mósambik svo og erlendum stjórnmálaskörungum af Marx-Lenín ættbálkinum og ein breiðgatan heitir náttúrlega Karl Marx-gata. Einnig eiga Mao Tse-Tung , Kim II Sung, Julius Nyere, Ho Chi Minh og Salvador Allende og fleiri sínar götur. Fyrir sjálfstæðið hétu götur Maputo eftir portúgölsk- um sæförum og stjórnmál- aköppum einræðisstjórnar ; Portúgals. Þær voru allar skírðar upp eftir að landið : losnaði undan Portúgölum 1975., Það var höfuðborgin líka, hún hét áður Lorenzo Marques. Ýmsir höfðu á orði að nú væru að vísu margir af þessum náung- um úr sögunni eftir fall kommún- ismans. Umræður urðu um það í fyllstu alvöru að skíra breiðstræti borgarinnar upp eina ferðina enn. En mörgum finnst nær að sinna uppbyggingarstarfinu af krafti; vandamál Mósambikka eru slík að mislukkuð og úrelt götunöfn skipta ekki nokkru máli. Okkur hefur ekki miðað langt vegna stríðsins Gertrudes sagði að þrátt fyrir að kvennasamtökin hefðu verið pólitísk framan af hefðu þau jafn- an haft þann tilgang að stuðla að bættri menntun kvenna. Ekki að- eins að konur lærðu að lesa og skrifa heldur einnig um samsetn- ingu fæðunnar með hollustu í huga, umhirðu barna og þess hátt- ar. „Allt varð erfíðara vegna stríðs- ins. Ef við lítum á tölur núna um ólæsi í Mósambik mætti ætla að okkur hefði lítið miðað, það er mjög svipað og það var þegar Portúgalar fóru héðan. En það liggur í augum uppi að okkur voru settar skorður vegna ófremdará- standsins í landinu árum saman, konur og karlar höfðu annað við tímann að gera en sitja við að Gertrudes Vitorino læra stafina þegar stríð og hryll- ingur geisaði allt um kring. Jafnskjótt og friðvænlegt var á svæðum - því oft lágu bardagar niðri - vorum við komnar á vett- vang með okkar leiðbeinendur. En svo þurfti kannski að pakka saman í einum grænum hvelli. Þetta voru mjög erfið ár.“ Árið 1990 voru gerðar breyting- ar á stjórnarskrá landsins og fellt úr henni það sem var í ætt við marx-lenínisma og samtímis var samtökunum breytt úr pólitískri hreyfingu í almenn baráttusamtök fyrir bættum hag kvenna. Sjálfboöallðar samtakanna starfa um landlð allt „Margt í gömlum hefðum Mós- „Leyndir gallar“ - í fasteignaviðskiptum geta einatt verið álitamál UM SVIK af hálfu seljanda fasteignar er að ræða þegar hann með ólögmætum hætti og gegn betri vitund gefur rangar upplýsingar eða leynir atriðum, sem máli skipta, með þeim ásetningi að fá kaupanda til að gera kaupsamning. Þetta er það sem í daglegu tali eru kallaðir „leyndir gallar“. Það getur oft reynst kaupendum erfitt að sækja rétt sinn eftir að kaup hafa farið fram, en hafi seljandi beitt svikum á kaupandi rétt á bótum úr hendi hans og einnig riftunarrétt. Við leituð- um til Húseigendafélagsins til þess að fá innsýn í málið. Að sögn Steingerðar Steinarsdótt- kaupanda varðar, skiptir það eitt i ur, kynningarfulltrúa, er meginregl- an sú að hafi eigandi vitað eða haft grun um galla telst það leyndur galli. Sé aftur á móti um að ræða eitt- hvað, sem seljandi fasteignar hefur alls ekki getað vitað um, er það kaup- andinn sem yfirleitt verður að bera skaðann og er seljandi laus undan ábyrgð. Hugtakið galli hefur tvær merk- ingar. í fyrsta lagi telst eign gölluð ef hún hefur ekki þau einkenni, sem hún átti að hafa/hefur einhver ein- kenni sem hún átti ekki að hafa, skv. samningi aðila. í öðru lagi er eign gölluð hafi hún ekki þá kosti eða einkenni, sem sambærilegar eignir hafa venjulega. Hafa skal í huga að þessar tvær merkingar fara ekki alltaf saman. Hvað skyldur seljanda og heimildir máli hvort hið selda er í samræmi við samning þeirra. Ef sú er raunin skiptir engu máli hvort eignin yrði almennt talin gölluð eða ekki. Oft er miklum vandkvæðum bund- ið að ákvarða hvort fasteign sé með göllum, sem kaupandi getur borið fyrir sig, og við athugun þess er margs að gæta. Hið mikla verðmæti fasteigna getur leitt til að minni háttar gallar verði ekki taldir skipta máli. Þá er fasteign margþætt verð- mæti og byggist heildarástand henn- ar og verðmæti á mati, þar sem horfa verður til fjölmargra þátta. Það má t.d. hugsa sér að léleg múrvinna sé upphafín með vönduðu tréverki eða góðri staðsetningu. Ábyrgð seljanda Seljandi kann að hafa ábyrgst í kaupsamningi að eignin sé tilteknum kostum búin eða laus við ákveðna ókosti, t.d. að raki sé ekki eða þak leki ekki. Þegar slíkar yfirlýsingar liggja fyrir er afstaðan yfírleitt Ijós. Þá kann seljandi að hafa gefið ýms- ar munnlegar upplýsingar um ástand eignarinnar við eða í tengslum við samningsgerð sem reynast rangar. Slíkar upplýsingar teljast almennt jafngilda því að hann hafi ábyrgst réttmæti þeirra. Fyrir kemur að selj- endur gefa rangar upplýsingar um eign í góðri trú. Þegar svo stendur á ætti seljandi yfirleitt endurkröfu- rétt á hendur heimildamanni og því er eðlilegt að hann sé ábyrgur gagn- vart kaupanda. Forsendurkaupanda Við ákvörðun þess hvort eign telst gölluð, koma til álita forsendur kaup- andans, en með forsendum er hér átt við þær hugmyndir sem kaupandi mátti með sanngimi gera sér um ástand eignar og voru ákvarðandi fyrir hann um kaupin. Það er þó ekki einhlítt að segja til um hvaða hugmyndir kaupandi má gera sér um fasteign. Fasteign Sjálfboðasveitir kvennasamtakanna vinna um Mósambik þvert og endilangt „UPPHAFLEGA voru Kvennasamtök Mósambik pólitísk og mark- mið þeirra var að leggja fram sinn skerf í frelsisbaráttunni gegn Portúgölum. Það voru stofnaðar litlar deildir í næstum öllum héruðum og þó við vildum auðvitað vinna að bættri stöðu kvenna, var hugurinn bundinn við að öðlast sjálfstæði. Svo fékkst sjálfstæð- ið 1975 en þar með er ekki sagt að öll mál hafi leyst. Nema síður sé. Þá hófst borgarastyijöld vítt og breitt um landið með skelfileg- um afleiðingum." k f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.