Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 1
 FOSTUDAGUR 3.JÚNÍ 1994 <] Kappsamlega hefur verið unnið við endurnýjun hús- næðis á Búðuni. \ l ’ mi Morgunblaðið/RAX I hvalaskoðun fiá Búðum í SUMAR býðst ferðamönnum að fara í hvalaskoðunarferðir frá Búðum á Snæ- fellsnesi. Hótel Búðir og Hafrannsókna- stofnunin hafa samvinnu um þetta. Vikt- or Sveinsson á Hótel Búðum sagði, að hvergi á Islandi væri jafn stutt að fara til að sjá hvali og samkvæmt talningu Hafrannsóknastofnunarinnar er þetta eini staðurinn þar sem steypireyður lætur sjá sig svo nærri auk smáhvela ýmissa og búrhvala. Þessar ferðir hefj- ast um miðjan mánuðinn. Nýir eigendur tóku við Hótel Búðum nú í ár og Viktor sagði, að unnið hefði verið að því í allt vor að endurnýja hótelið sem honum skildist að væri annað elsta hótel á íslandi á eftir Hótel Borg og hefur verið starfrækt frá árinu 1947. Húsið hefur ver- ið málað utan, inngangi breytt en reynt ■er að halda upprunalegum stíl hússins í hvívetna. Herbergi í nýjustu álmu og mið- álmu hússins hafa verið tekin í gegn, rúm endurnýjuð og lúin húsgögn fengið hvíld. Aðalmatreiðslumaður Hótels Búða erHaf- þór Ólafsson, söngvari í Súkkat. Hann hefur séð um að kokka fyrir hótelgesti frá 1987. Þá hefur vegum og bílastæðum við hót- elið verið breytt og færðir til betra horfs, bryggjan löguð og höfnin dýpkuð, einkum og sér í lagi vegna áðurnefndra hvalaskoð- unarferða. Viktor sagði, að einnig yrði rekin hestaleigan Gobbedígobb á Búðum í sumar. ■ Tæplega 3.000 eru skráðir atvinnulausir og sumir missa bætur af því þeir hafna starfi sem þeim er boðið FÆRST hefur í vöxt að atvinnuleysisbætur séu teknar af fólki því það hafnar vinnu sem í boði er. Sumir vinnuveitendur kvarta undan áhugaleysi á störfum og því að erfitt sé að finna vinnu- afl. Nú eru 2.850 manns skráðir atvinnulausir í Reykjavík. Halldór Helgason eigandi rakarastofunnar á Hótel Sögu segist hafa orðið var við áhuga- leysi meðal atvinnulausra hár- greiðslu-og hárskerasveina, en hann auglýsti nýlega lausa stöðu fyrir svein. „Þótt yfir 20 manns í greininni séu skráðir atvinnu- lausir, svaraði enginn auglýsing- unni. Því leitaði ég til ráðninga- skrifstofu borgarinnar.“ Halldór segir að þeir sem ráðningaskrif- stofa hafi sent í viðtal hafi skilað sér seint og illa. í vinnuviðtölum segist Halldór hafa sannfærst um að enginn viðmælenda hafi haft raunveru- legan áhuga á að vinna. „Enginn spurði um laun, en þau eru um 100 þús. kr. á mánuði. Einn vildi vinna 5-10 klst. í viku, annar vildi aðeins vinna með eldri borg- urum, sá þriðji hugðist vera í fríi í 2 mánuði í sumar, sumir báru við ofnæmi, æðaþrengslum eða vöðvabólgu og margir höfðu orð á að þeir hefðu ekki gæslu fyrir börn sín.“ í kjölfar þessa voru atvinnu- leysisbætur teknar af einhveijum viðmælenda Halldórs, sem hann segir að hafi haft samband við sig og kvartað yfir því að vera nú bótalausir hans vegna.“ Borgar slg ekki að vinna Eigandi bakarís í Reykjavík, sem ekki vill að nafn sitt komi fram, hefur margoft auglýst eftir starfskrafti í afgreiðslu. Þeir fáu sem hafi sýnt átarfinu áhuga, hafi sagt að miðað við launin borgaði sig ekki að vinna. „Launin eru skv. taxta V.R. og nokkrum þúsund krónum hærri en atvinnuleysisbætur. Langflestir voru áhuga- lausir með öllu og kváð- ust ekki nenna að vinna fyrir svo lág laun.“ Oddrún Kristjáns- dóttir hjá ráðningaskrifstofu Reykjavíkur segir að nú séu 2.850 manns á atvinnuleysisskrá. „Sam- kvæmt könnun sem við gerðum og náði yfir sex vikna tímabil, hafa 10% atvinnulausra hafnað starfi sem þeim hefur verið boðið. Þessum tilfellum fer fjölgandi." Oddrún segir að stundum kvarti atvinnuveitendur undan því að „Samkvæmt könnun sem við gerðum og nóði yffir sex vikna tímabil, hafa 10% atvinnulausra hafnað starfi sem þeim hefur verið boðið." fólk dragi lengi að mæta í viðtal vegna starfs og rætt hafi verið um að setja reglur um að ekki skuli líða meira en 7 dagar frá því fólk er boðað í viðtal þar til það mæti. Margrét Tómasdóttir hjá at- vinnuleysistryggingarsjóði segir að undanfarið hafí farið fjölgandi þeim tilvikum að fólki sé sagt upp starfi að hluta til. „Mig granar að stundum sé um að ræða samkomu- lag vinnuveitanda og starfsmann um að not- færa sér atvinnuleysis- tryggingakerfið." Hún tekur dæmi um starfs- mann sem sagt er upp 50% starfi en heldur áfram að vinna í hálfu starfi kl. 10-14. „Slíkur vinnutími gerir ómögu- legt að finna annað 50% starf fyrir viðkomandi. Ef bætur eru þegnar á þeim forsendum að við- komandi vilji vinna fullan vinnu- dag, ber honum að taka fullu starfi sem honum er boðið hjá öðru fyrirtæki, eða hætta að taka Yið atvinnuleysisbótum." Margrét kveðst vita af áhugaleysi hjá sum- um þeirra sem skráðir era at- vinnulausir. „Þegar átaksverkefni fara af stað kemur í ljós hveijir vilja vinna og hveijir ekki.“ ■ Evrópubanda- lagið mun m.a. styrkja ffyrir- tæki, einstakl- inga og stofn- arnir til ýmissa verk- efna tengdum ferðamálum. fsland getu sótt um feröaþjónustustyrk EB FRÁ síðustu áramótum hefur ísland ásamt öðrum EFTA-þjóðum tekið þátt í framkvæmdaáætlun Evr- ópusambandsins á sviði ferðamála. Miðast hún við að efla evrópska samvinnu á sviði ferðaþjónustu og stuðla að eflingu atvinnugreinarinnar almennt. Henni er ætlað að kynna ferðaþjónustu meðal neyt- enda og styrkja frumkvæði ferðaþjónustunn- ar að evrópskri samvinnu í hveiju landi fyrir sig. Um þetta er fjallað í framkvæmdaáætlun Evrópusambandsins á sviði ferðaþjónustu og Stjórnunartíðindum EB. Islendingar eiga í sumar möguleika á þvi í fyrsta sinn að sækja um styrk til þessara samstarfsverk- efna. Evrópubandalagið mun m.a. styrkja fyrir- tæki, einstaklinga og stofnarnir til ýmissa verkefna tengdum ferðamálum. Áhersla verður lögð á sam- ræmingu starfsemi sem fyrir er; að skipst verði á upplýsingum eða þær veittar, með betri þjónustu og landkynningu fyrir ferðamenn að meginsjón- armiði. Stefnt er að því að útbúa handhægar upplýs- ingar fyrir ferðamenn í þægilegri handbók og í tölvuv- æddri upplýsingatækni. Það á að veita ferðamönnum nauð- synlegar upplýsingar og greiða fyrir ferðalögum þeirra á evrópska efnahagssvæðinu. Betri upplýsingar fyrir ferða- menn era hagkvæmar í þróun ferðaþjónustunnar. Keppt verður að menningarlegri ferðamannaþjónustu, þ.e. að efla þekkingu á menningu, hefðum og lífsháttum Evrópubúa. Miða á við fjölbreytni og efla gæði í ferðaþjón- ustu í Evrópu. Áhersla verður lögð á bætta og fjölbreytta ferðaþjón- ustu fyrir ungt fólk. Er m.a. áætlað að skapa skiptinema- kerfi vegna „Evrópubekkja" sem eru skólaferðir fyrir nemendur frá ýmsum aðildarríkjum bandalagsins. Góð reynsla ungs fólks af ferðaþjónustu mun hafa áhrif á ferðavenjur þess síðar á ævinni. ■ Morgunblaðið/Kristinn Japanskii ferða- skiilstofumenn á íslandi SÍÐUSTU daga hafa verið hér- lendis um 15 japanskir ferðaskrif- stofumenn og komu þeir hingað fyrir meðalgöngu kynningarskrif- stofu íslands í Tókýó. í hópnum eru einnig tveir blaðamenn sem skrifa um ferðamál. Japanirnir hafa ferðast um Suðurlandsundir- lendi, farið norður á Akureyri og einnig til Vestmannaeyja. Japanarnir fóru í Bláa lónið í gærmorgun og síðan var hádegis- verður og námstefna með fulltrú- um frá íslenskum ferðaskrifstof- um á Holiday Inn, þar sem mynd- in var tekin. Þeir halda heimleiðis í dag, föstudag. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.