Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ1994 C 7 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Varig lokar skrifstofum í Evrðpu VARIG, ríkisflugfélag Brasilíu, mun loka allmörgum skrifstof- um sínum í Evrópu og er það liður í hagræðingu og sparnað- arstefnu félagsins að því er tals- maður þess í Bretlandi skýrði frá. Hann sagði að Varig hefði verið rekið með miklu tapi síð- ustu ár og yrði því að draga saman seglin og finna nýjar leiðir sem skiluðu hagnaði. <4h -A Hjá flugfélaginu vinna alls 25 þúsund manns og er reiknað með 1Ö% niðurskurði. Ekki er á hreinu hve margir af þeim sem vinna á skrifstofum félagsins í Evrópu missa vinnuna. Einn þáttur í þessu er að skrifstofur á Norðurlöndum verða lagðar niður og færast verk- efni þeirra á hendur skrifstofunnar í Bretlandi sem að líkindum verður miðstöð Varig í Evrópu að endur- skoðuninni lokinni. Meðal ástæðna fyrir óhagstæðri stöðu er að ýms Evrópuflugfélög hafa bætt mjög samgöngur til Brasilíu og Varig hefur setið eftir í því að bæta þjón- ustu við farþega í flugi. Filippseyingar eta mest af banöniim ÞAÐ eru engin takmörk fyrir því á hveiju er gerð könnun í heimi nútímamannsins. Hið merka vikurit Asiaweek hefur nú gert könnun á því hvaða þjóðir borða mest/minnst af banönum og var ekki seinna vænna að athuga það. Niður- stöður fara hér á eftir. land.fjöldi banana etinn árlega Filippseyjar.................184 Thailand.....................126 Malasía......................111 Víetnam.......................79 Þýskaland.....................75 Nýja Sjáland..................70 Indónesía.....................58 Bandaríkin................... 54 Ástralía......................54 Bretland......................39 Þá kemur að sjálfsögðu fram hveijir eta fæstu bananana og það reynast vera Kínveijar en hver Kínveiji borðar aðeins 7 banana á ári, Pakistanar borða 8, Brunei- menn 15 og þeir í Singapore 16 stk. SAS-flugfélagið flýgur í beinu flugi frá Kaupmannahöfn til Pek- ing og tekur ferðin um 9 klst. en tíu þegar haldið er sömu leið frá Peking til Kaupmannahafnar. Brottför frá Höfn er síðdegis og geta farþegar frá íslandi hæglega náð þeirri vél og haldið ferðinn áfram í einum áfanga. Brosandi flugþjónar tóku á móti farþegum og á 1. farrými voru sex flugliðar, sem sáu um að uppfylla óskir ferðalanganna. Sætin eru einstaklega þægileg og stillanleg eftir óskum hvers og undir er stillanlegur fótskemill til að auka enn á vellíðanina. í poka við sætin voru sokkar, augnhlífar, eyrnatappar, tannkrem, tann- bursti, skóáburður og bijóstsykur. Skömmu eftir flugtak þegar stólbakinu hafði verið hallað aftur og sokkar eru komnir á fæturna, birtust flugþjónar og buðu hress- ingu. Af skjá mátti fylgjast með flugi okkar. Hve löng leið var að baki, hvað margar mílur eftir, flughæð, hraða og hitastig innan vélar og utan. Frá Höfn var stefn- an tekin á Riga og síðan sunnan við Moskvu í beinni stefnu yfir Kákásusfjöll, Síberíu og loks Mon- gólíu. Fljótlega var borinn fram pinna- matur og síðan fjórréttuð máltíð, þar sem valið stóð um önd, rauð- sprettu eða súrsætan kjúkling osta, kökur og kaffi. Með matnum var vín eða svaladrykkur. Allt rann þetta ljúflega niður og að lokinni máltíð var sýnd kvikmyndin „Fyr- irtækið", eftir metsölubók John Grisham. Þeir sem þess óskuðu gátu valið úr fjölda myndbanda og fengið tæki með skjá fyrir sig. og taka við á ný. Nú tók við röð þar sem sýnd var kvittun fyrir flugvallaskatti, farseðill og vega- bréf, þá var komið að afgreiðslu- borðum flugfélaga og enn allt merkt á kínversku. Við tók ein röðin enn og við urðum þess vísari að farþegar með SAS höfðu þegar verið afgreiddir. Það var því ekki laust við óróleika þegar loks tókst að fá afgreiðslu en þá tók við önnur röð og enn þurfti að fylla út skýrslu. Loks með þijár skýrslur og nokkur af- rit auk passans var komið að síð- ust röðinni, tollskoðun og stimpl- un. I fríhöfninni voru engar merk- ingar um hvert farþegar ættu að fara. Evrópubúar stóðu í ráðleysi og svipuðust um og fyrir hreina tilviljun fannst gangur út að flug- vélunum og þar lítið skilti þar sem skrifað var með kúlupenna SAS. Farþegar voru því að vonum fegn- ir þegar þeir voru komnir um borð og fannst sem væru þeir þegar komnir heim. Kristín Gunnarsdóttir Þegar leið á nótt sótti svefninn að og með augnhlífar og eyrna- tappa leið ekki á löngu þar til svefninn tók öll völd. Undir morg- unn þegar klukkan nálgaðist sex að staðartíma tók að birta og flug- þjónar báru fram morgunverð, rúnstykki, ost, marmelaði, eggja- köku með tómötum og beikoni og sveppum, kaffi og te. Er vélin lækkaði flugið sást varla til jarðar vegna misturs en sólin bræddi er líða tók á morgun- inn. Við flug- brautina var unnið að viðgerðum og voru menn með haka og skóflu upp á gamla mát- ann. Einu flugvél- arnar sem sáust voru frá China air og frá N- Kóreu. Flughöfnin í Peking ber þess merki að til skamms tíma voru ekki margir sem áttu þess kost að ferðast með flugi í Kína. Flughöfnin er mjöglítil, þegar haft er í huga að þetta er höfuðborg fjölmennasta ríkis í heimi. Lítið fer fyrir merkingum á ensku eða öðru máli en kínversku sem skapar óör- yggi útlendinga. Að vísu var leiðin að tollskoðun vörðuð svipbrigða- lausum hermönnum sem hefðu þó eflaust gripið til sinna ráða ef röng stefna hefði verið tekin. Öllu verra var þegar kom að heimferð. Brott- fararsalur var yfírfullur en sjá mátti raðir eða þyrpingar við þröng hlið og ekki auðvelt að átta sig á hvert maður, ólæs á kínversku, átti að snúa sér. Fyrsta röð var við afgreiðsluborð þar sem greiddur var flugvallarskattur, næst röð eða lirúga við mynd- sjá, þar sem ferða- töskur voru skoð- aðar. Engir vagn- ar sáust á lausu og varð hver og einn að lyfta sinni tösku upp í tækið ffl/StS Flughöfnin i Peking ber þess merki að til skamms tíma voru ekki margir sem óttu þess kost að ferðast með flugi í Kína Staður Acapulco Aden Addis Abeba Anchorage Auckland Aþena Bagdad Bangkok Beirút Bilbao Bogota Boston Blantyre Caracas Casablanca Dar Es Salam Dhaka Feneyjar Genf Harare Havana Istanbul Jakarta Kalkútta Kúveitborg Libreville Lima Maputo Montreal Osaka Panamaborg Rio de Janeiro Riyad Sao Paulo Seoul Seychelles Shanghai Taipei Tel Aviv Vínarborg °c 32 37 23 17 15 30 41 33 29 23 19 24 24 27 24 29 32 25 23 21 31 26 31 34 37 29 19 25 23 27 30 25 42 22 27 28 28 31 29 22 Skipt um segl. Fótspor ferðamanna 5,6 milljónir ferðamanna fara til Mallorca á ári. Flestir þeirra eru Bretar og Þjóðveijar. Fyrsta þýska pakkaferðin var farin með skipi árið 1934. Þeir fóru að flykkjast þangað fyrir alvöru eftir stríð og hafa skilið eftir sín spor. Matstaðurinn „Haus des Fisches“ í Cala Ratjada á norð- austurströndinni var til dæmis þétt- setinn íjóðveijum og auglýsingar á þýsku blöstu við í flestum gluggum í þorpinu. Bretar voru meira áber- andi í Ciudadela á vesturströnd Mi- norca. Það fannst mér skemmtilegur Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir. Það er takmarkað pláss um borð í 11,7 metra seglbát. staður. Aðsiglingin stórfengleg, höfnin full af matstöðum og bærinn mun stærri en hann virtist vera við fyrstu sýn. Við sigldum aftur til Mallorca um nótt. Það var öldugangur en samt of mikið logn til að láta berast fyrir seglum. Mótorinn gekk alla nóttina. Ég vaknaði við uppköst einnar stúlk- unnar og flúði úr þröngri og dimmri eldhús- setustofunni út undir bert loft. Þar var annar að æla út yfir borðstokkinn. Ég hlakkaði til að sjá birta af degi, en varð fyrir vonbrigð- um. Himinninn varð bara smátt og smátt bjartari, engin rauð og róm- antísk sólaruppkoma þann daginn. Það var ekki nógu gott veður til að fara í sund og sólbað í Cala Pi, mjög fagurri vík rétt utan við flóann við Palma, svo við héldum beint til E1 Arenal. Bátaklúbburinn þar stend- ur fyrir sínu. Sturturnar heitar, sal- emin snyrtileg og sundlaugin frátek- in fyrir meðlimi. Við leituðum að matstað með almennilegri steik, vor- um búin að fá meira en nóg af fiski og ég hlakkaði til að losna við sjórið- una heima í björtum og rúmgóðum húsakynnum. Anna Bjamadóttir HVERNIG VAR FLUGIÐ? Með SAS til Feking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.