Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 C 5 DAGLEGT LÍF Einkenni um skort östrogen-hormóna algeng á breytingaskeiði, en úr því má bæta ÆSKILEGT ER að konur taki hormóna í fimm ár í kringum tíðahvörf. Það getur komið í veg fyrir bráð einkenni og haft fyrirbyggjandi áhrif á beinrýrn- un og hjarta- og æðasjúkdóma, segir í fræðsluriti Félags ís- lenskra kvensjúkdómalækna, sem gefið hefur út samálit fé- lagsins um hormónameðferð fyrir og eftir tíðahvörf. Tvær tegundir náttúrulegra östrogena eru skráðar á íslandi og þijár tegundir tilbúinna östrog- ena. Á síðustu árum hafa verið þróaðir hormónaplástrar og eru þrjár tegundir skráðar á íslandi, að sögn Björns G. Aðalsteinssonar hjúkrunarfræðings sem vinnur hjá lyfjainnflutningsfyrirtækinu Stef- áni Thorarensen. Breytingaskeið er tímabilið í kringum síðustu blæðingar konu, sem eru yfirleitt í kringum fimm- tugsaldur. Líffræðileg orsök þessa er að eggjastokkar hætta smám saman að framleiða kynhormón. Blæðingar verða óreglulegar og smám saman hætta þær alveg. Hitl, sviti og grátur Flestar konur finna fyrir ein- hveijum óþægindum á breytinga- skeiðinu og er talið að um helming- ur allra kvenna finni það mikil óþægindi að þær þurfi aðstoð. „Það er mjög mismunandi hversu lengi þessi óþægindi standa, en algengt er að þau óþægindi sem beint má rekja til truflunar á hormónaframleiðslunni, til dæmis svitakóf, standi í nokkur ár, en önnur einkenni, svo sem þurrkur í slímhúð legganga og þvagrásar verða meira áberandi með hækk- andi aldri.“ Hita-og svitakóf á nóttunni valda oft svefntruflunum, en einn- ig geta geðsveiflur valdið erfiðleik- um með svefn. Sumar konur verða grátgjarnar, pirraðar eða þungar í skapi á breytingaskeiðinu. Aðrar finna fyrir óþægindum í liðamót- um og vöðvum og er að hluta til hægt að skýra þau með breyting- um í bandveíjum kringum liðamót- in. Hormónaplástrar njóta vaxandi vinsælda. Að sögn Björns Að- alsteinssonar hjúkrunarfræð- ings er hægt að gefa minni horm- ónaskammta en með pillum. Hormónaflæði úr plástri er stjórn- að af sérstakri stýrihimnu Notaðir gegn beinþynningu og kransæðasjúkdómum Svo virðist sem langtímanotkun á östrogen-hormónum geti minnk- að hættu ' á beinþynningu. Jens A. Guðmundsson sérfræðingur á kvennadeild Landspítala greinir frá þessu í Lyfjatíðindum. Þar seg- ir hann jafnframt að mikið sé rætt um að östrogen-hormónar dragi úr hættu á kransæðasjúk- dómum. Hann segir að flestir séu sammála um að hormónameðferð á breytingarskeiði hafi fleiri kosti en galla. Helstu niðurstöður starfshóps Félags kvensjúkdómalækna eru að ákaflega fátt mælir á móti því að læknar veiti hormónameðferð. Þó er talið að líkur á bijósta- krabbameini geti aukist hjá konum sem taka hormóna lengur en í tíu ár. „Hormónameðferð í fimm ár eða skemur eykur ekki á tíðni bijóstakrabbameins,“ segir í greininni. í upplýsingariti Félags kvenn- sjúkdómalækna kemur fram að á breytingaskeiði fá allt að 80% kvenna bráð einkenni um hormón- askort sem standa í meira en eitt ár. Hjá fjórðungi kvenna standa þau lengur en fímm ár og hjá 15-20% vara einkennin í allt að 15 ár. Hormóna er hægt að fá með ýmsu móti, til dæmis með plástrum, pillum og forðaspraut- um. í ritinu kemur fram að lítill munur virðist vera á árangri eftir því hvaða lyfjaform er notað, en þó virðist hormónaplástrar síður hafa áhrif á starfsemi lifrar. Líkt eftir tíðahring Gestagen-hormón er gefið til mótvægis við östrogen og er það til að koma í veg fyrir ofvöxt slím- himnu legsins. Hér á landi eru til nokkrar tegundir gestagena, en í upplýsingariti kvensjúkdóma- lækna kemur fram að gestagen þurfi að nota í 10-12 daga í hveij- um mánuði til að ná fullum árangri. Með því móti er líka líkt eftir tíðahring, og fá flestar konur létta blæðingu í lok gestagen-með- ferðar. ■ Brynja Tomer Hluti hópsins er stendur að rekstri Grænu smiðjunnar. Berum virðingu fyrir plöntum og nýtum náttúruna á skynsamlegan hátt ÞETTA eru einkunnarorð Grænu smiðjunnar, fyrirtækis er tíu framtakssamar athafnakonur af Suðurlandi hafa stofnað í Hvera- gerði. Græna smiðjan er sölu- og fræðslumiðstöð um plöntur og plöntunytjar. í kjölfar mikillar umræðu um atvinnuleysi tók hópur lista- og athafnakvenna sig saman og stofn- aði Grænu smiðjuna. Fyrirtækinu var búinn staður að Breiðumörk 26, Hveragerði, í einu elsta húsi bæjarins. Konumar tóku við húsnæðinu í mikilli niðurníðslu en eftir þrotlausa vinnu má nú sjá árangur erfiðis þeirra í glæsilegum húsakynnum Grænu smiðjunnar. Öll vinna við að koma rekstrin- um af stað var unnin í sjálfboðavinnu. Laugardaginn 14. maí var Græna smiðj- an opnuð með við- höfn. í Grænu smiðjunni verður fyrst og fremst sala á handunnum varn- ingi unnum úr plöntum eða hlutir sem höfða til plantna. Dæmi um vörur eru þurrkaðar íslenskar krydd- og tejurtir, þurrblóma- skreytingar, ýmsar tré- og leirvör- ur, skarpgripir unnir úr ríki náttúr- unnar og margt fleira. Stefnt er að rekstri útimarkaðar á sumrin. Á döfinni eru til dæmis nám- skeið um körfugerð úr viðartágum, Fjölbreytt nóm- skeióahald verdur fyrir al- menning um plöntur, ræktun þeirra og nytjar pappírsgerð, plöntur til manneldis, kryddjurtir, flóru íslands og margt fleira. Stefnt er að því að nám- skeiðin verði stutt eða hnitmiðuð. Gönguferðir um Hveragerði og næsta nágrenni verða einnig í boði þar sem áhersla verður lögð á að skoða sérkenni Hveragerðis, nýtingu jarðvarmans, gróð- uríar í nágrenninu, skógrækt, upp- græðslu og fleira. Gönguferðirnar verða ætlaðar jafnt íslend- ingum sem erlendum ferðamönnum. I fréttatilkynningu frá Grænu smiðjunni segir meðal annars: „Þetta fyrirtæki mun auka þá möguleika sem handverks- fólk hefur til að koma handverki sínu á framfæri, auk þess sem það getur bæði aukið líf í bænum óg boðið uppá nýjungar í afþreyingu jafnt fyrir bæjarbúa sem aðkomu- menn“. Græna smiðjan er til húsa að Breiðumörk 26 í Hveragerði og er opin alla daga vikunnar frá klukk- an 13-18. ■ Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði hvort hún geti ekki boðið Norðmönn- um og jafnvel íslendingum upp á nokkurskonar heilsubótar-, og skemmtiferðir. „Oft þegar komið er heim úr fríi er fólk þreyttara en þeg- ar það lagði af stað. Borði það rétt fæði í ferðinni, sofi vel, drekki áfengi í hófi, næri líkama og sál og skemmti sér í leiðinni kemur það heim endur- nært og er tilbúið að fara að vinna aftur og takast á við hversdagslega hluti." í þessu sambandi rennir Elsa hýru auga til Sikileyjar og þessa dagana er hún að athuga málið. Hún hefur verjð að ræða við bæjaryfirvöld í Risor og ferðaskrifstofur í Noregi um mögulegar hópferðir til Sikileyjar og hún spjallaði líka við forsvars- menn hjá Urval-Útsýn hér heima. „íslendingar hafa ekkert síður en Norðmenn þörf á að endurnæra lík- ama og sál i fríum sínum og mér fannst sjálfsagt að viðra þessa hug- mynd heima. Hvað verður úr á eftir að koma í ljós. Bryðja of mikið af töfium Elsu finnst Norðmenn bryðja alltof mikið af töflum og hún segir að állt- of oft sé það ekki nauðsynlegt, það sem ami að sé neikvæður hugsunar- háttur og rangt matarræði. „Þegar höfuðverkur gerir vart við sig þá er gleypt pilla. Hvernig væri að prófa stórt vatnsglas í staðinn.? Höfuðverkur er oft merki frá líkam- anum um að hann vanti vökva. Aumir vöðvar? Skýringin kann að vera mikil vinna og álag en það kann líka að vera að líkaminn hafi ekki náð að losa sig við úrgangsefni og þá þarf að laga það. Þetta snýst oft um að hlusta á líkama sinn og bregð- ast rétt við skilaboðunum. Lykillinn er rétt fæða og Jákvæö hugsun Fáirðu til þín þreytta og pirraða manneskju, hvað gerir þú? „Ég byija að spyqa hana hvað hún hafi borðað og bendi henni á að forðast það að borða fæðu sam- setta á vissan hátt. Síðan kemur hvíld, ró og friður og síðast en ekki síst jákvæður hugsunarháttur.“ Elsa myndi bjóða pirraðri mann- eskju upp á grænmeti, ávexti og soðið vatn í nokkra daga og mæla með miklum svefni. Hún segist stundum fá til sín ein- staklinga sem geti ekki hreyft sig vegna slappleika. í ljós kemur að ekkert amar að ennað en fólkið borð- ar verkjatöflur á hveijum degi og hrúgar í sig mat og eiturefnum sem líkaminn ekki nær að senda út aft- ur. Það kann að vera að fyrir sé það ofnæmisgjarnt og líkaminn nái ekki að vinna nógu vel úr fæðunni. Hef engar töf ralausnir Elsa talar um að fólk vilji töfra- lausnir og helst að það geti gengið i út eftir nokkra daga án þess að þurfa i að hafa fyrir því að gera eitthvað f sjálft. „Ég lækna ekki fólk. Þetta snýst * um að lækna sig sjálfur. Ég ráðlegg í og aðstoða eftir getu en síðan er \ framhaldið í höndum einstakling- , anna sjálfra. Því miður er það alltof ( algengt að öðrum sé kennt um það sem aflaga fer og þannig komið í veg fyrir að einstaklingurinn sjálfur taki ábyrgð á eigin lífi.“ Elsa flutti frá íslandi fyrir meira en áratug. Hún. vann á sjónvarpinu þegar hún bjó hér, lærði förðun og snyrtifræði og var um tíma starfs- maður á heilsuhælinu í Hveragerði. „Risor er einn fallegasti smábærinn á leiðinni til Kristiansand, er í þriggja og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Osló og liggur við hafíð.“ Elsa segist samt fyrir löngu vera búin að gera sér grein fyrir því að heimurinn sé meira en ísland og Noregur. „Ég gæti alveg hugsað mér að prófa næst að búa á Sikiley." * ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Ekki borða saman sterkju og prótein Eisa segir sína reynslu að rétt samsetning fæðu skipti sköpuni fyrir marga þegar líðan þeirra er annarsvegar. „Ég ráðlegg mínum gestum að borða ekki saman fæðu sem inni- heldur sterkju (kolvetni) og hins- vegar prótein. Þetta er alveg á skjön við það sem tíðkast en hef- ur reynst mér vel.“ Samvkæmt þessu ætti því ekki að borða saman fisk og kartöflur, kjöt og hrísgijón og ekki pasta og kjöt. Brauð með mjólkurmat er á bannlista. Ástæðan segir hún að sé sú að borði fólk saman þessi efni sé fæðan mjög iengi að melt- ast og líkaminn nái ekki að losa sig við úrgangsefni. En hvað á þá að borða með fiskinum og kjötinu? Elsa ráðleggur grænmeti með flestu og segir að ekkert sé á bannlista bara ef þess sé gætt að borða fæðuna rétt samsetta. Áður en hún gefur sínum við- skiptavinum þessi fyrirmæli setur hún þá á létt fæði í nokkra daga eða föstu til að hreinsa út líkam- ann. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.