Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 7 FRÉTTIR Bolungarvík og Þórshöfn U mfangsmiklar endurbætur á loðnubræðslum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. YFIRKJÖRSTJÓRN brennir kjörgögn síðustu kosninga f.v. Gunn- ar A. Jónsson, Sr. Siguröur Sigurðarson og Leifur Eyjólfsson. 20 ára samstarfi lokið Selfossi, Mogunblaðid. DREGIST hefur að opna loðnuverk- smiðjur á Bolungarvík og Þórshöfn vegna umfangsmikilla endurbóta á tækjabúnaði í verksmiðjunum. Tals- menn þeirra segja að þær verði opnaðar eins fljótt og auðið er, á Bolungarvík í vikunni en á Þórshöfn um eða eftir næstu helgi. Á Bolungarvík er að sögn Elíasar Jónatanssonar framkvæmdastjóra Gnáar hf. sem rekur loðnuverk- smiðju staðarins unnið dag og nótt að framkvæmdum við verksmiðj- una. „Við erum fjórum dögum á eftir áætlun en, við ætluðum að vera tilbúnir með verksmiðjuna fyr- ir byijun loðnuvertíðar 1. júlí,“ sagði Elías í samtali við Morgunblaðið. Elías segir að verið sé að setja upp gufuþurrkara í stað eldþurrk- ara. Framkvæmdir hófust í lok síð- ustu loðnuvertíðar fyrir um tveimur mánuðum og fullyrðir Elías að verk- smiðjan verði opnuð í vikunni. Hólmar Ástvaldsson íjármála- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar segir að þar fari einnig fram um- fangsmiklar endurbætur á tækja- búnaði í loðnuverksmiðju fyrirtæk- isins. „Það er slæmt að geta ekki verið klárir í slaginn í upphafi vertíð- ar. Ég geri þó ráð fyrir að breyting- arnar muni vinna upp missi fyrstu daganna," sagði hann. YFIRKJÖRSTJÓRN Selfoss kom saman til síðasta fundar 2. júlí. Kjörstjórnarmennirnir, Leifur Ey- jólfsson formaður, séra Sigurður Sigurðarson ritari og Gunnar Á. Jónsson, hafa starfað saman i 20 ár að kjörstjórnarmálum á staðnum en luku nú þessu samstarfi. Fyrir fundinn var farið með kjör- gögn frá bæjarstjórnarkosningunum og þau brennd eins og gert hefur verið eftir hverjar kosningar. íslenskur piltur búsettur í Kanada Lætur ferma sig á Islandi TVEIR unglingar verða fermdir á sunnudaginn kemur í Siglufjarðar- kirkju. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef annað fermingarbarn- anna, Baldvin Júlíusson, væri ekki fæddur og uppalinn í Kanada og kominn sérstaklega til íslands til að láta ferma sig. Fermingarbörnin, Baldvin og Vigdís Theódórsdóttir, eru bræðrabörn. Baldvin er sonur Júlíusar Júlíusar- sonar en faðir Vigdísar er bróðir hans Theódór Júlíusson. Fjölskylda Baldvins hefur búið í borginni Reg- ina í Saskatchewan-fylki í Kanada frá árinu 1976 og fest þar rætur. Að sögn Theódórs Júlíussonar er hefð fyrir þessu í fjölskyldu Baldvins en báðar eldri systur hans k'omu sérstaklega hingað til lands til að ferma sig. Hann segir að dóttir sín Vigdís hafi átt að fermast í Kópa- vogi í vor en ákveðið að bíða frænda síns. Nauásynlegur bragfðauki með kexi . op' snittubrauði. a LUXUS YRJA Góð með öllu, einnig kara ein sér og með ávöxtum. KASTALI ppurinn í körfunni Góður með öllu. 11 DALA BRIE Ómissandi með ferskum ávöxtum og á saltkexið. 'Wé&i/ GRÁÐAOSTUR SE v: V- pmm ■ . Y íslenskir ostar \ eru hrein orkulind sem gott er að sækja orku sína i, hvert t sem förinni A er heitið. Æm M Aii v '„v. RJOMAOSTUR Einstaklega ljúfur á kragðið, getur komið í ^ stað viðkits. BURI Mjúkur og bragjð- mildur. Góður sein snakk. ÍSLENSKIR W. OSTAJV W %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.