Morgunblaðið - 06.07.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 06.07.1994, Síða 19
18 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ ¥ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ1994 19 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. BJARTARA FRAM- UNDAN, EF ... DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra boðaði á mánudag til blaðamannafundar, þar sem kynnt var nýtt minn- isblað frá Þjóðhagsstofnun um útlit í efnahagsmálum á þessu og næsta ári, sem tekið var saman til undirbúnings þjóðhagsáætlun og fjárlagafrumvarpi. Þjóðhagsstofnun segir þróun efnahagsmála í heiminum hafa verið hagstæða að undanförnu og ríki bjartsýni um þróunina á næstu árum. Hagvöxtur sé að glæðast og verðstöðugleiki að festa sig í sessi. Telur stofnunin að sömu megindrættir setji svip sinn á efnahagshorfur hér á landi og annars staðar þó að hagvöxtur virðist ætla að taka hægar við sér en í mörgum öðrum löndum. Helstu atriðin í minnisblaði Þjóðhagsstofnunar eru eftirfarandi: • Þvi er spáð að landsframleiðsla muni standa í stað á þessu ári, í stað þess að dragast saman um 1,1%, og að hún muni aukast um 1% árið 1995. Þjóðartekjur eru taldar eiga eftir að aukast meira, eða um 1,6%, vegna batnandi viðskiptakjara. • Stofnunin telur útflutning á næsta ári verða nánast þann sama og á þessu. Þótt fiskafli dragist saman vegna skerðingar aflaheimilda á þorskveiðum bætir aukinn útflutningur iðnaðarvara og auknar tekjur af ferðaþjónustu það upp. • Flestir kjarasamningar eru lausir um næstu áramót og gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að almenn laun verði nokkuð hærri á næsta ári en þessu þó án þess að raungengi krónunnar hækki. Gert er ráð fyrir óbreyttri skattbyrði og að atvinnuleysi aukist ekki til muna frá því sem nú er. • Reiknað er með 2% verðbólgu 1995 samanborið við að verðbólga stefnir í að verða 1,7% á yfirstandandi ári. • Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að hallinn á ríkissjóði verði innan við 10 milljarðar á næsta ári og að í fram- haldi af því verði stefnt að lækkun hans í áföngum. Þá segist stofnunin ganga út frá aðhaldssamri stjórn peningamála og óbreyttu gengi krónunnar. • Búist er við jákvæðum viðskiptajöfnuði á næsta ári og yrði það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins, sem viðskiptajöfnuður er jákvæður þrjú ár í röð. „Það bendir flest til að við séum komin að endimörkum þessarar kreppu. Það eru engin teikn um það að hún eigi eftir að dýpka. Það eru þvert á móti teikn um að hún fari að slakna en menn þurfa auðvitað að gæta að sér,“ sagði forsætisráðherra þegar minnisblaðið var kynnt. Hann sagði ennfremur: „Það eru allir þættir jákvæðir, sem tek- ið er á í þessu plaggi, og þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við horfum á slíkar tölur. Það er auðvitað ánægjulegt fyrir okkur öll sem höfum verið að þrauka þetta tímabil." Það eru vissulega ánægjuieg tíðindi að margt skuli nú benda til að einu lengsta samdráttarskeiðinu á þessari öld sé að ljúka. Efnahagsþrengingarnar hafa komið mjög illa niður á jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum. Sérstaklega athyglisvert er, að Þjóðhagsstofnun telur horfurnar framundan jafn jákvæðar og raun ber vitni þrátt fyrir að framundan sé enn meiri skerðing þorskafl- ans og reiknað sé með að sjávarafurðaframleiðsla í heild minnki um 3,5% á næsta ári. Enn á þó eftir að koma í ljóst hvort spá Þjóðhagsstofnun- ar gengur eftir, því líkt og tekið er fram á minnisblaðinu getur „þróun opinberra fjármála og vaxta sett strik í reikn- inginn“. Það er ljóst að mikið verður að gerast ef halli ríkissjóðs á að vera innan við tíu milljarðar á næsta ári og enn sem komið er bendir fátt til þess að sú verði raun- in. Þá kemur það atvinnufyrirtækjum í einkarekstri áreið- anlega á óvart, að gert er ráð fyrir einhverri launahækk- un á næsta ári. Þau eru a.m.k. ekki enn sem komið er farin að sjá svigrúm til slíks í eigin rekstri. Minnisblað Þjóðhagsstofnunar ber aftur á móti að túlka sem hvatningu til stjórnvalda um að ná tökum á ríkisfjár- málunum. Það er einungis bjartara útlit framundan, ef aðhalds verður gætt á öllum sviðum. FORNILUIMDUR BM VALLAR Dag-ur Vilhjálmsson hefur unnið hjá friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Úganda og Rúanda undanfarið Morgunblaðið/Golli Að baki skrifstofu FORNILUNDUR liggur á milli nýs skrifstofuhúsnæðis og söluskrifstofu BM Vallár. Að ofan sést bakhlið skrifstofunnar. Gróðurreitur í iðnaðarhverfi Grátt yfirborð iðnaðarhverfís hefur lengi geymt 2.000 fer- metra trjáreit á athafnasvæði steypustöðvarinnar BM Vallár við Breiðhöfða 3 á Artúnshöfða. Á göngu um garðinn sagði Guð- mundur Benediktsson markaðs- • • A stjóri Onnu G. Olafsdóttur frá uppbyggingu garðsins. Við vissum eiginlega ekki hvernig heild- armyndin yrði fyrr en síðasti steinninn var kominn kvöldið fyrir opnun, ljósin loguðu á ljóskerunum og sendu birtu á steinana. Okkur fannst hafa tekist mjög vel til,“ segir Guðmundur þegar talið berst að lok- afrágangi síðari hluta garðsins. Hann segir að sá áfangi hafi verið formlega opnaður um síð- ustu helgi. Upphafið Hann rekur upphaf tijáræktar í reitnum tugi ára aftur í tímann eða til búskaparára Jóns Dungals í Hvammi. Jóhann Pálsson, garðyrkju- stjóri, er einna besti heimildarmaðurinn um tijá- rækt Jóns. „Sonur hans var jafnaldri minn og leikbróðir. Ég kom því oft í Hvamm og fylgdist með starfi Jóns. Hann var hér með refabú, hænsni og kýr á tímabili, og hóf trjárækt á staðnum með því að planta tijám í kringum íbúðarhúsið. Fyrstu trén voru grenitré en í fyrravor stóðu líka tvö eplatré frá tíma Jóns í blóma,“ segir Jóhann og minnir á þriðju trátegundina frá búskaparár- um Jóhanns, þ.e. þingvíði. Sú planta hafi verið algeng á stríðsárunum en nær þurkast út í hreti árið 1963. BM Vallá tekur við Jón bar góðan áburð á plönturnar og höfðu trén náð nokkurri hæð þegar Reykjavíkurborg leysti jörðina til sín. Borgaryfirvöld gerðu svo að skilyrði við BM Vallá þegar hún festi kaup á landinu, svokölluðum Krossmýrarbletti, árið 1985 að almenningur mætti hafa aðgang að því. „Við höfðum fest kaup á svæðinu sitt hvoru megin við og vildum nýta tijálundinn. Sú hugmynd varð til að gera úr honum eftirmynd af evrópsk- um lystigarði og nota jafnframt til að kynna nýjungar í framleiðslu okkar. Framkvæmdir fóru fljótlega í gang og árið 1991 gátum við opnað fyrri áfangann,“ segir Guðmundur. Hann segir að starfsmenn fyrirtæksins hafi lagt ríka áherslu á heimagerðar lausnir á öllum vandamálum. „Ég get nefnt sem dæmi að í þessum hluta er lítil tjöm. Yfir hana þurfti að byggja brú og til þess hönnuðum við sérstakar brúareiningar." Hafíst var handa við síðari hluta garðsins sem fékk nafnið Fomilundur síðastliðið sumar. „Við vildum gæta þess að samræmi væri milli nýja og gamla hlutans og réðum sömu mennina til verks- ins. Landslagsarkitekt er Guðmundur Rafn Sig- urðsson, skrúðgarðameistarar Bjöm & Guðni sf. og verkstjóri þeirra Þorkell Gunnarsson. Tækni- deildin okkar á líka stóran þátt í því hversu vel hefur tekist en í henni eru þeir Einar Einarsson verkfræðingur, Sveinbjöm Guðmundsson, tækni- fræðingur og Hermann Gunnarsson trésmiður. Aðrir starfsmenn BM Vallár sem unnið hafa hörð- um höndum við undirbúning eru Bjöm Grétarsson sem sá m.a. um raflagnir og Þórarinn Ólafsson sem sá um jarðvinnu," segir Guðmundur. Tilgangur Þó viðurkennir hann að starfsmenn hafí fá tækifæri til að njóta þessarar gróðurvinjar. „Við höfum einfaldlega haft svo mikið að gera að undanförnu,“ segir hann. „Áhersla hefur líka verið lögð á að garðurinn þjóni viðskiptavinum okkar sem best; að þeir geti virt fyrir sér fram- leiðslu okkar. Én garðurinn tekur væntanlega breytingum þegar við bætum við nýjum vörum. Við leggjum okkur fram um að fylgjast með og svara kröfum markaðarins með vömþróun," seg- ir Guðmundur og hann bætir við að forsvars- menn fyrirtækisins vilji líta svo á að garðurinn geti verið hugmyndabanki garðeigandans. Allar hellur eru framleiðsla fyrirtæksins. Ljósker eru flutt inn frá Hollandi og bekkir frá Bretlandi. Jóhann segir að honum hafí ávallt þótt vænt um garðinn og eflaust eiga margir eftir að taka undir með honum um fegurð hans. Ekki eru heldur á hveiju strái garðar með 14 til 16 m háum grenitijám eins og í þessum garði og hafa skilyrði þó ekki verið með því besta sem gerist — gömul jökulurð. BM Vallá uppfyllir kaupsamninginn við Reykjavíkurborg með því að hafa garðinnopinn alla daga ársins. Nýi áfanginn GUÐMUNDUR Benediktsson markaðsstjóri við gosbrunn í nýja áfanganum. I blóma GARÐURINN stendur í bióma um þessar mundir. Fornilundur GARÐINUM, sem hefur evrópskan blæ, hefur verið gefið nafnið Fornilundur. Dagur Vilhjálmsson hefur unnið fyrir friðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóð- anna í tíu ár. Hann er einn af óbreyttum starfs- mönnum friðargæslusveitanna og er þrautreyndur loftskeytamaður. Hann hefur verið staðsettur á landa- mærum Úganda og Rúanda síðan haustið 1993 og setti á fót fjar- skiptadeildir í báðum löndunum. Friðargæslusveitimar voru sendar þangað vegna þess að grunur lék á að ríkisstjórn Úganda smyglaði vopnum yfir landamærin til föður- landshreyfingarinnar. Það eru skæruliðasamtök tútsí-manna sem eiga í stríði við stjórnvöld í Rúanda. Ríkisstjórn Úganda neitaði þessum ásökunum, en ríkisstjóm Rúanda fór fram á að sameinuðu þjóðirnar settu upp eftirlitsstöð á landamær- unum til að tryggja að allt færi að settum reglum. „Með tilkomu stríðs- ins í Rúanda hafa allar aðstæður breyst,“ segir Dagur. „Það hefur verið sett vopnasölubann á Rúanda og þar með var grundvellinum kippt undan hlutverki friðargæslustöðvar á landamærum Rúanda og Úganda. Fleiri lönd liggja að Rúanda og eng- inn tilgangur felst í því að fylgjast aðeins með einum landamæmm.“ ‘Eftirlitsstöðin hefur verið starfrækt í tæpt ár, en verður lögð niður í lok september. Herliðið verður flutt burt í áföngum næstu þrjA mánuði. Þá fara sennilega allir óbreyttir starfsmenn friðargæslustöðvarinn- ar til Rúanda. „Það stendur til að senda 2.500 manna friðargæslulið þangað og kannski 2-300 óbreytta starfsmenn,“ segir Dagur. „Aðaltil- gangurinn með þessu er að vemda óbreytta borgara og reyna að stöðva blóðbaðið. Það á jafnvel að setja upp verndarsvæði eins og gert var í Júgóslavíu. En það á ekki að blanda sér í styijöldina. 5.500 manna franskt herlið er þegar kom- ið til Rúanda að reyna að koma í veg fyrir blóðbaðið og stilla til frið- ar. Það er frönsk aðgerð og alveg óviðkomandi Sameinuðu þjóðunum. Sameinuðu þjóðirnar lærðu mikið á stríðinu í Sómalíu. Þar hafa fallið um hundrað manns úr friðargæslu- sveitunum og engin þjóð vill hætta aftur á slíkt mannfall. Ég vona bara að Frökkum takist að koma á friði í Rúanda." Þegar Dagur fór ásamt kunn- ingja sínum að Kageri-ánni sem rennur milli Úganda og Tanzaníu í Viktoríuvatn varð hann fyrir skelfi- legri lífsreynslu. „Á þeim klukku- tíma sem við vorum þar sáum við um það bil fimmtíu lík fljóta hjá. Það voru lík af fólki á öllum aldri, bæði börnum og gamalmennum. Sumir skrokkarnir höfðu verið skomir eða limlestir og öll líkin voru nakin, ætli fötin hafi ekki tætst af þeim í straumnum.“ Líkin flutu með ánni út í Viktoríuvatn sem er orðin fjöldagröf u.þ.b. 40.000 fóm- arlamba stríðsins í Rúanda. Rúanda er eitt minnsta land í Afríku og einnig það þéttbýlasta, en þar bjuggu rúmlega sjö milljónir íbúa áður en blóðbaðið hófst í apríl. Þar af vom um 6 milljónir af hútú- þjóðflokknum en um ein milljón af tútsí-þjóðflokknum. Það hefur gengið á eijum milli þeirra alveg síðan árið 1959 en þá var tútsí-þjóð- flokkurinn við völd undir skjólvængi Belgíumanna. Hútú-þjóðflokkurinn steypti þeim af stóli og Rúanda fékk sjálfstæði árið 1961. Síðan hefur _____________ hútú-þjóðflokkurinn gert sitt besta til að fremja þjóðarmorð á tútsí-þjóðflokknum og rekur með- al annars dauðabúðir í þeirri blóð- ugu styijöld sem nú á sér stað. Síð- an í apríl hefur um hálf milljón manna látið lífið í átökunum og langflestir af tútsí-þjóðflokknum. Þó virðist Föðurlandshreyfingin, sem saman stendur af tútsí-mönn- um, við það að sigra styijöldina. Hún hefur sölsað undir sig allt land- HJÓNIN Dagur Vilhjálmsson og Stella Stelmash Vilhjálmsson ásamt dætrum sínum Sólveigu og Svetl- 4 önu. Þau hjónin eiga tíu ára brúðkaupsafmæli 15. janúar næstkomandi. Rúanda er eins ogsláturhús Dagur Vilhjálmsson hef- ur unnið hjá friðar- gæslusveitum Samein- uðu þjóðanna í tíu ár. Hann hefur verið stað- settur á landamærum Úganda og Rúanda und- anfarið og segir í sam- tali við Pétur H. Blön- dal frá borgarastyrjöld- inni í Rúanda. ið nema suðvesturhornið, þ. á m. Kigali, höfuðborgina. Utrýmingarherferðin hófst í apríl eftir að forsetar Rúanda og Búr- úndi misstu lífið þegar flugvél sem þeir ferðuðust með var sprengd í loft upp. Þeir voru þá að koma af friðarráðstefnu. „Stríðið hófst um leið og tíðindin bárust. Það var eins og allir biðu eftir merki. Skæruliða- herinn er mun betur þjálfaður en stjórnarherinn og í þeirra liði er meiri agi. Þeir virðast vera að taka landið yfir og mun líklega takast það innan tveggja til þriggja vikna, þó þeir séu mun færri.“ Dagur segir að hann hrylli við styijöldinni og þjóðar- morðinú sem eigi sér stað, en fólki af tútsí-þjóðflokknum hafi fækkað um næstum helming síðan stríðið hófst. „Morðingjarnir eru ungir menn sem fara í hópum um göturnar, þekkja fólk af tútsí-þjóð- flokknum úr fjöldanum og slátra því eins og skepnum. Stjórnarherinn hefur líka tekið þátt í þessari slátrun. Mest eru þetta þó einkaherir sem enginn ræður yfir. Þessir ungu menn eru oft ölv- Sáu fimmtíu lík fljóta hjá á klukkutíma. aðir og undir áhrifum eiturlyfja þegar drápin eiga sér stað. Landið er eins og sláturhús og blóðið renn- ur í stríðum straumum um allt. Til bráðabirgða er eina lausnin að senda þetta nýja friðargæslulið til að vemda fólkið og varðveita mannréttindi. Aðskilja kannski vissa hópa og reyna svo að finna pólitíska lausn á málum. Það hefur ekki gengið hingað til en vonir standa til að menn sjái eftir þetta blóðbað að engin hernaðarlausn er til á þessu máli og að eina lausnin er að semja og setja á fót þing sem kosið er af fólk- inu. Það var hugmyndin í byijun með því að setja upp friðargæslusveitirnar á landamærum Uganda og Rwanda.“ Dagur er giftur Stellu Stelmash Vilhjálmsson frá Kiev í Úkraínu og þau eiga tvær dætur, Sólveigu, átta ára, og Svetlönu, sex ára. Báðar dæturnar voru fæddar í Jerúsalem í ísrael en þar eru höfuðstöðvar Dags hjá friðargæslusveitum Sam- einuðu þjóðanna . „Ég fer til Rúanda í lok septem- ber og verð þar líklega til ársloka,“ Engin lausn til nema að semja. segir Dagur, „en mín móðurstöð er í ísrael og ég mun reyna að komast sem fyrst til baka til Jerúsalem. Ég er bara í bráðabirgðastarfi í Afríku. Við verðum síðan líklega í Jerúsal- em eitthvað fram á næsta sumar og þá munum við reyna að komast eitthvert annað. Við höfum áhuga á að fara aftur til Pakistan, KenjiSf eða Kýpur, en það eru stórar friðar- gæslustöðvar í öllum þessum lönd- um. Við erum eins og sígaunarnir, flökkum út um allt. Þetta kemst í blóðið og ef maður er á sama stað í fjögur til sex ár fer að koma órói í mann. í Jerúsalem er elsta friðargæslusveit Samein- uðu þjóðanna en hún var sett á fót árið 1947. „Mér líst vel á það sem er að gerast í ísrael," segir Dagur. „ísraelsmenn og Palestínumenn verða að semjaT Þar eru samningar eina lausnin og mér líst því vel á þróun mála. Með sjálfstjórnarsvæðum Palest- ínuaraba mun starfsvið okkar senni- lega víkka, því við munum setja upp skrifstofur bæði á Gaza-svæðinu og í Jeríkó.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.