Morgunblaðið - 06.07.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.07.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 23 ævistarfi sem hennar, unnið af fórnfýsi, trúmennsku og í kyrrð. Helstu einkenni Guðmundu voru rótgróin samviskusemi og sjálfs- virðing, sem kom meðal annars fram í því að vera alltaf veitandi, umfram það sem almennt tíðkast. Þetta reyndum við hjónin, er við 14 fyrstu hjúskaparárin bjuggum með þeim í húsi. Aldrei verður full- þökkuð sú umönnun og ástúð sem dætur okkar nutu hjá ömmu sinni þau ár og ætíð síðan. Að því munu þær búa ævina út. Hjá ömmu og afa áttum við okkar annað heimili, þar sem aldrei skorti hlýhug og huggun fyrir sálina, að ekki sé minnst á veitingar, sem alltaf voru ríkulegar og af góðum hug gefnar. Hér er í raun lýst því gamla fjöl- skyldumynstrij sem um aldaraðir hefur reynst Islendingum farsælt. Við hjónin erum þakklát fyrir að dætur okkar fengu að mótast í sliku umhverfi. Guðmundu Margrétar er sárt saknað í fjölskyldunni, en mestur er missir Friðbjarnar, tengdaföður míns, sem dvelur í hárri elli á hjúkr- unarheimilinu Eir hér í Reykjavík. Hörður Vilhjálmsson. Elsku amma mín. Þessa stundina sit ég ein við skrifborðið mitt í erlendri borg og leyfi minningunum um þig að streyma fram. Fregnin um andlát þitt kom mér mjög á óvart. Þú varst alltaf svo falleg og vel til höfð og svo ung, bæði á líkama og sál, og alltaf svo hraust. Alltaf stóðst þú á eigin fótum og hjálpað- ir þér sjálf. I huga mínum varst þú aldrei gömul kona þótt ég vissi að æviárin þín voru næstum því 85. Ég veit að þú vildir aldrei verða gömui þannig að þú þyrftir að reiða þig um of á aðra. Þú talaðir oft við mig um dauðann og þú sagðir mér í einlægni að bráðum myndir þú fara. Þessu vildi ég aldrei trúa. Núna finnst mér þú hafa jafnvel verið að undirbúa mig fyrir þennan atburð. Kannski skynjaðir þú á ein- hvern hátt að dauðinn nálgaðist og greinilega varst þú komin lengra í lífinu en við héldum. En fyrir mér deyrðu aldrei. Mér finnst að þú sért nærri mér núna og það er sem ég heyri óminn af röddinni þinni. Þar sem ég sit við þessar skrift- ir hrannast minningarnar um bernskuárin mín og heimilið ykkar afa yfir mig. Ég gleymi aldrei barnslegri eftirvæntingunni fyrir hver jól sem haldin voru á Hof- teignum og síðar hjá foreldrum mínum í Brekkugerði. Ég var alltaf svo spennt fyrir því að sjá hvernig þið afi hefðuð skreytt jólatréð því það var heill ævintýraheimur, fullur af alls konar köllum og kellingum, og það var alltaf svo gott að koma til ykkar á Hofteiginn og vera með ykkur. Svo, eftir að jólin voru flutt heim í Brekkugerðið, skipti öllu máli að þið afí kæmuð til okkar á aðfangadagskvöld. Allar voru þess- ar stundir með ykkur yndislegar, þær verða aldrei metnar til fulls. Þegar að því kemur að ég eignast mín eigin börn verður þeim sagt frá ömmu og afa á Hofteigi 34. Ég man svo vel síðustu stundina sem við áttum saman fyrir tæpum mánuði síðan. Þá kom ég til þín ásamt vini mínum og færði þér ís og súkkulaðisósu. Þarna sátum við saman góða stund og ræddum um heima og geima. Ekki óraði mig fyrir að þetta yrði í síðasta skipti sem við sæjumst í þessu lífí. Én dauðinn gerir ekki boð á undan sér, þetta er víst gangur lífsins. Elsku afi minn á nú um sárt að binda því hann er alltaf svo stoltur af fallegu konunni sinni og sagði okkur oft frá því að hann hefði nú fengið fallegustu stúlkuna í sveit- inni. En elsku amma mín, hafðu ekki áhyggjur af honum. Við mun- um öll passa hann fyrir þig og veita honum ást og umhyggju. Þó gott sé að vera hér er núna er erfitt, amma mín, að geta ekki fylgt þér síðustu skrefin hér í heimi. í huganum reyni ég að vera með fjölskyldu minni heima og biðja fyrir þér. Ég þakka þér fyrir svo margt og algóðum Guði fyrir að hafa átt þig. Guð blessi þig og varðveiti þig að eilífu, elsku amma mín. Minning þín mun lifa með okkur þar til við hittumst á ný, „því svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúi glatist ekki heldur hafí eilíft líf‘. Guðrún Þóra Bjarnadóttir. Á björtu og fögru sumarkvöldi lagðist amma til hvílu, lét aftur augun og sofnaði í hinsta sinn. Hún kvaddi þetta líf með þeim hætti sem hún hafði lifað því, af æðruleysi. Amma var sérstök kona. í kring- um hana var sjaldnast lognmolla og segja má að sópað hafí að henni. Hún var höfðingi og tryggðatröll. Ekkert veitti henni meiri ánægju en að gefa öðrum. Hún hvikaði ekki af verðinum um þá sem henni stóðu næstir, en gerði líka þær kröfur að þeir stæðu fyrir sínu. Hún var ekki allra viðhlæjandi og hikaði ekki við að leggja sitt til málanna ef hún taldi það nauðsyn- legt. Hún var fljót til svars og brá gjarnan fyrir kímniglampa í brúnu augunum. Hún var heil í þvi sem hún gerði og trú sínum skoðunum. Mærð og oflof voru henni ekki að skapi. Hún kom ávallt beint og hiklaust að efninu. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum henni það veganesti sem hún bjó okkur. Blessuð sé minning hennar. Hjördís, Margrét, Ragn- heiður, Sigrún og Hildur. GESTUR K. JÓNSSON + Gestur Kristinn Jónsson var fæddur í Geirshlíð í Miðdölum í Dala- sýslu 11. desember 1906. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 1. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bergsson og Sigurfljóð Ikaboðs- dóttir. Systkini hans voru Kristín, Skarphéðinn, Flosi, Sigurrós og Ólafía, og er Sigurrós nú ein þeirra á Iífi. Gestur fór ungur í fóstur til föðurbróður síns, Teits Bergssonar, og konu hans Ingibjargar í Hlíð í Hörðudal. Hinn 9. nóvember 1929 giftist Gestur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sig- uijónsdóttur, f. 20. ágúst 1905, og eignuðust þau sjö syni og eina dóttur. Börnin eru i aldurs- röð: Sigurjón Heiðar, f. 1930, Trausti Hafsteinn, f. 1931, Alm- ar, f. 1932, Baldvin, f. 1934, stúlka, f. 1939, dó óskírð, Guð- mundur Rúnar, f. 1945, Kristinn, f. 1947 og Gunnar, f. 1947, d. 1970. Gestur stundaði almenna verkamannavinnu. Utför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag. ELSKU Gestur lang- afí, nú ert þú farinn yfir móðuna miklu og komið að kveðjustund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) Elsku Guðrún langamma, missir þinn er mikill. Guð styrki þig og styðji í sorg þinni. Aron, Sunna Dís og Sara. t Eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóð- ir, tengdamóðir, dóttir og amma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Úthlið 5, lést af slysförum föstudaginn 1. júlí sl. Útför hennar verður gerð frá Háteigs- kirkju föstudaginn 8. júlí nk. kl. 10.30. Sverrír Einarsson, Ásgeir Guðmundsson, Erla Hallbjörnsdóttir, Hannes Einarsson, Guðrún Þuríður Ólafsdóttir, Örn Einarsson, Nína Stefánsdóttir, Ómar Einarsson, Halla Magnúsdóttir, Gunnlaugur Sverrisson, Guðný Björg Hauksdóttir, Einar Þór Sverrisson, Guðmundur Helgason og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, KRISJJÁN STEFÁNSSON, Smyrilshólum 2, Reykjavík, er lést 29. júní sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudag- inn 7. júlí, kl. 13.30. Rósa María Guðnadóttir, Stella Guðný Kristjánsdóttir, Stefanía Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, amma og systir, RANNVEIG STEINGRÍMSDÓTTIR SAARI, Háteigsvegi 13, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 2. júlí. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. júlí kl. 13.30. Anna B. Saari, Þór Saari, Eirikur Þór Guðmundsson, Rannveig Rúna Guðmundsdóttir, Tryggvi Steingrímsson, Margrét Steingrímsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Þór Vignir Steingrímsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLA VESTMANN EINARSSONAR prentara, Hagamel 20, Reykjavik. Jóna Einarsdóttir Álfheiður Óladóttir, Skúli Nielsen, Eygló Biörg Óladóttir, Kristinn Þorsteinsson, Sigrún Öladóttir, Ingimundur Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN HAUKSTEINN MATTHÍASSON frá Haukadal í Dýrafirði, sem lést 13. júní sl., var jarðsettur 22. júní sl. Þökkum þeim fjölmörgu, sem sýndu minningu hans virðingu. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki elli- og hjúkrunarheimil- isins Grundar fyrir frábæra umönnun. Ólafur Örn Arnarson, Kristín Sólveig Jónsdóttir, Sylvia Arnardóttir, Magnús Snorrason, Ingólfur Arnarson, Halldóra Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, MAGNÚSARENOKS GESTSSONAR. Sérstakar þakkir til Björns Magnússon- ar, læknis, starfsfólks á E-gangi, Reykja- lundi og deild 13-D, Landspitala. Sesselja Gunnarsdóttir og fjölskyldur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Júlífrum- sýning Brúðubílsins EGGIÐ sem hvarf heitir leik- ritið sem frumsýnt verður í Brúðubílnum í dag, miðviku- daginn 6. júlí, kl. 10 í Hallar- garðinum við Fríkirkjuveg 11. Þetta er önnur frumsýning sumnarsins en Brúðubíllinn sýnir tvö ný leikrit á sumri hveiju. Brúðubíllinn hefur núna í júní sýnt leikritið í útilegu á 32 gæsluvöllum og útivistar- svæðum og hafa áhorfendur aldrei verið fleiri. Nú verður skipt um leikrit og önnur umferð hefst. Eggið sem hvarf er söng- leikur sem gerist í dótatunn- unni hans Lilla og þar koma margir við sögu s.s. sjóræn- ingjar, trúðar, úlfar, ungar, krókódílar, ýmsar tegundir af brúðum, litlar og stórar og svo mætti lengi telja. Sýningar eru á vegum íþrótta- og tómstundaráðs og eru allir velkomnir. Sýningin tekur 30 mínútur. 2. sýning verður í dag kl. 14 í Arnar- bakka, 3. sýning verður fimmtudaginn 7. júlí kl. 10 í Dalalandi og 5. sýning sama dag kl. 14 í Austurbæjarskóla. Leiðsögii- bók um Ar- bæjarsafn ÚT ER komin ítarleg leiðsögu- bók um Árbæjarsafn. Hún er 40 blaðsíður, í stóru broti, prýdd fjölda mynda. Bókin er gefín út á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Hún kemur í stað leið- sögubókar sem kom út árið 1981 og er nú uppseld. Sölu- staður er miðasala Árbæjar- safns og kostar bókin 500 kr. Einnig er hægt að fá bókina senda í pósti. Gengið með strönd Kolla- fjarðar HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN heldur strandgöngu sinni áfram í kvöld, miðvikudags- kvöld, með því að byija að ganga með strönd Kollafjarðar frá Gróttutöngum. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 21 og síð- an verður farið með SVR, leið 3, út á Seltjarnarnes og farið út í Gróttu en þar hefst gang- an. Ströndinni verður fýlgt með Eiðisvík og út í Örfirisey, síðan með höfninni að Hafnarhúsinu en þar lýkur göngunni. Öllum er heimil þátttaka í ferðum með Hafnargönguhópnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.