Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 2
p ít_ 2 B ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Reisulegt hus viö Suöurgötu ÞAÐ er ekki oft, sem myndarleg einbýlishús í hjarta Reykjavíkur koma í sölu. Hjá fasteignamiðlun- inni Húsakaupum er nú til sölu húseignin Suðurgata 4. Þetta er reisulegt og fallegt hús, sem stend- ur í næsta nágrenni við ráðhúsið og Tjörnina og er á tveimur hæðum með risi og kjallara. Það er byggt úr timbri en klætt með bárujárni að utan og stendur á steyptum grunni. Grunnflötur hússins er um það bil 165-170 ferm en heild- arflatarmál um 510 ferm. Húsið var reist á fyrsta áratlig þessarar aldar af Halldóri Jónssyni, bankagjaldkera. Jóhann- es Jóhannesson, bæjarfógeti og alþingisforseti, keypti húsið 1924 og bjó í því þar til 1945, en þá eignaðist húsið sonur hans, Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari. Húsið er nú eign erfingja hans. Á þeim tíma, sem Jóhannes bjó þar, voru skrifstofur bæjarfógetaemb- ættisins jafnframt í húsinu. Var þá búið á efri hæðinni og í kjall- ara, en neðri hæðin notuð sem skrifstofa. Lárus bjó einnig í hús- inu og hafði þar jafnframt lög- mannsstofu sína. Að sögn Karls G. Sigurbjörns- sonar, lögfræðings í Húsakaupum, hefur þessu húsi verið haldið vel við. Á fyrstu hæð þess eru þrjár samliggjandi stofur og tvö svefn- herbergi en auk þess eldhús með borðkrók. Gott geymslurými er ennfremur á fyrstu hæð og stigi niður í kjallara. Efri hæðin er með fimm stórum svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Tvennar svalir er á efri hæðinni. Ris er yfir allri hæðinni, sem er vel mann- gengt. Stór kjallari er undir öllu húsinu með þvottaherbergi, geymslum og íbúðarherbergi og baðherbergi og einnig er stórt eld- varið herbergi í kjallara. Óskað er eftir verðtilboði en engar veðskuldir hvíla á þessari eign. Húsið gæti hentað sem að- setur og skrifstofur fyrir félags- samtök eða fyrirtæki, en einnig væri hægt að skipta húsinu í tvær sérhæðir, sem gætu þá hentað vel sem íbúðarhúsnæði. Einnig væri hægt að hafa þar íbúð og skrif- stofu. Morgunblaðið/Sverrir HÚSIÐ er á tveimur hæðum með risi og kjallara. Það er byggt úr timbri en klætt með bárujárni að utan og stendur á steyptum grunni. Grunnflötur þess er um það bil 165-170 ferm en heild- arflatarmál um 510 ferm. Óskað er eftir verðtilboði, en engar veðskuldir hvíla á húsinu. H ú > b r e f i v í 6 > k í p t í Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangvir húsbréfaviðskipta. Landsbanki íslands Banki aflra tandsmarwia i LANDSBREFHF. 1 öggitt ver&bréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. FRÁ EMBURHÖFÐA. Eyjan liggur í mynni Hvammsfjarðar. Þar er nýlegur 10 ferm bjálkakofi. Henni fylgja þrjár aðrar eyjar og er samanlögð stærð þeirra áætiuð um 2,5 ferkm. Hlúð hefur verið að æðarvarpi í þessum eyjum undanfarin ár og sl. sumar fengust af þeim um 4,5 kg af hreinsuðum dún. Þar eru líkar ágætir möguleikar á sjóbirtingsveiði og einnig fæst töluvert af rauðmaga. Á þessar eyjar eru settar 5,5 millj. kr. Eyjar í Hvammsfiröi ÞEGAR eyjar í Breiðafírði koma í sölu, vekur það ávallt áhuga hjá vissum hópi fólks. Þar er gjarnan um náttúrunnendur að ræða, sem hafa í huga að nýta sér eyjarnar sem útivistarstaði. Oft má hafa ein- hverjar tekjur af þessum eyjum, því að í þeim er gj arnan nokkur dún- tekja og frá þeim má líka stunda veiðiskap eins og hrognkelsaveiðar. Þetta kom fram hjá Magnús Leópoldssyni, fasteignasala í Fasteignamiðstöðinni, en hjá þess- ari fasteignasölu er nú til sölu eyjan Emburhöfði, sem liggur í minni Hvammsfjarðar. Emburhöfði er fyr- ir löngu komin í eyði, en er þó lög- býli. Henni fylgja þrjár eyjar aðrar, Nautey, Litla-Nautey og Díanes og er hægt að komast fótgangandi á milli þeirra allra á fjöru. Alls eru þessar eyjar áætlaðar um 2,5 ferkm. að flatarmáli, en þar er þó ekki um nákvæma tölu að ræða. í Emburhöfða er nýlegur 10 ferm bjálkakofi með nauðsynlegum bún- aði svo sem sólarrafhlöðu, ísskáp, farsíma o. fl. Einnig fylgirjítill bátur með utanborðsmótor. Ásett verð með öllu er 5,5 millj. kr. Það tekur um 20-30 mínútur að komast út í eyjarnar með litlum bát frá Aroarbæli í Fellstrandar- hreppi, en um 45 mínútur frá Stykkishólmi. Hlúð hefur verið að æðarvarpi í þessum eyjum undan- farin ár. Þar voru um 320 kollu- hreiður sl. sumar og fengust af þeim um 4,5 kg af hreinsuðum dún. Þar eru líkar ágætir möguleik- ar á sjóbirtingsveiði og einnig fæst töluvert af rauðmaga. Nokkur trjá- gróður er til staðar, en á undanförn- um árum hefur verið gróðursett þar nokkuð af trjám. — Þarna er um einstaka náttúru- perlu að ræða, sagði Magnús Leóp- oldsson. — Þegar fallegar eyjar á Breiðafirði koma í sölu, vekur það alltaf athygli, enda hefur talsvert verið um þessar eyjar spurt. Það er fyrir hendi mikill áhugi á eyði- jörðum úti á landi, sem hægt er að Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. Viðskiptavinir fasteignasala Við viljum vekja athygli á því að Fasteignablað Morgunblaðsins kemur út á föstudögum í vetur og félagsmenn í Félagi fasteignasala hafa skrifstofur sínar opnar á laugardögum frá 27. ágúst. Næsta fasteignablað kemur út föstudaginn 26. ágúst. if FÉLAG FASTEIGNASALA Hátúni 2b sími 62 40 77 3BÖ»2' - <r ^zgssg-v** fí«&- nýta til útivistar. Áður hafði fólk meiri áhuga á stöðum, sem voru nærri höfuðborgarsvæðinu. Nú hef- ur áhuginn á fjarlægari stöðum úti á landi aukizt til muna. Þessu valda bættar vegasamgöngur. En ennþá er verð lægra á eignum, sem eru lengra úti á landi. Emburhöfða er getið í jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. í henni segir, að þar sé vatnsból, eggver og dúntekja. rsiST"" eigna- sölur í blaðinu Ás 6 Ásbyrgi 7 Berg 28 Borgir 17 Eignaborg 6 Eignamíðlunin 5 Eignasalan 7 -19 Fasteignamarkaðurinn 18 Fasteignamiðiunin 11 Fasteignamiðstöðin 14 Firmasala 17 Fjárfesting 24 Framtíðin 7 Garður 6 -22 Gimli 8-9 Hátún 22 Hóll 26 -27 Hraunhamar 10 Húsakaup 28 Húsið 23 Húsvangur 13 íbúð 19 Kjöreign 21 Kjörbýli 27 Laufás 16 Lyngvík 15 Óðal 4 Setrið 22 Séreign 20 Skeifan 12 Stakfell 19 Valhús 15 Þingholt 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.