Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 1

Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 1
64 SÍÐUR LESBÓK/C 199. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gerry Adams segir að vopnahlé IRA verði ekki rofið Herlið Breta fari af svæðum kaþólikka Dyflinni, Belfast, Lundúnum. Reuter. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishers- ins (IRA), krafðist þess í gær að Bretar flyttu her- og lögreglulið sitt frá svæðum kaþólikka á Norður-írlandi í kjölfar vopnahlésyfirlýsingar IRA. Liðsmenn Frelsisfylkingar Ulster (UFF) skutu kaþólikka til bana í Belfast í fyrrakvöld til að egna IRA til að ijúfa vopnahléið. Adams sagði í gær að slík dráp yrðu ekki til þess að IRA félli frá vopnahlésyf- irlýsingunni. Bill Clinton Bandaríkjaforseti átti í gær fund með Dick Spring, utanríkisráðherra írlands, og hét fullum stuðningi við friðarum- leitanir á N-írlandi. Bandaríkin hyggjast aðstoða héraðið efnahagslega komist á friður en ekki er ljóst um hve háa fjárhæð verður að ræða. Gerry Adams sagði á fyrsta blaða- mannafundi sínum eftir sögulega vopnahlésyfirlýsingu IRA á miðviku- dag að herinn hefði öruggiega vitað um möguieika á því að öfgamenn úr röðum mótmælenda reyndu að koma í veg fyrir friðarumleitanir með árásum á kaþólikka. Hann sagði að IRA væri staðráðinn í að standa við yfirlýsinguna. Deilt um túlkun Adams neitaði að svara spuming- um um það hvort IRA hefði lýst yfir vopnahléi fyrir fullt og allt. Deilt hefur verið um túlkun á vopna- hlésyfírlýsingur.ni. Hann krafðist þess að Bretar flyttu 18.000 manna herlið og 12.000 manna lögreglulið sitt frá svæðum kaþólikka á Norður-írlandi og áréttaði ásakanir um að öryggis- sveitirnar væru í vitorði með öfga- mönnum úr röðum mótmælenda. Þeim ásökunum hafa yfirmenn hers- ins og lögreglunnar ætíð vísað á Raddar- missir er vinnuslys Liverpool. Reuter. BRESKRI kennslukonu sem missti röddina vegna þess að hún þurfti stöðugt að brýna raustina við nemendur sína, voru í gær dæmdar skaðabætur á þeim forsendum að um vinnu- slys væri að ræða. Frances Oldfield, 55 ára, varð að láta af störfum í jan- úar sl., langt fyrir aldur fram, vegna þess að rödd hennar var orðin að hvíslk Hún var afar ósátt við þetta og féllust emb- ættismenn í félagslega kerfinu á þá röksemd hennar að missir raddarinnar væri vinnuslys og að henni yrðu greiddar skaða- bætur. Upphæð þeirra hefur ekki enn verið ákveðin. „Opna kerfið“ Oldfield, sem kenndi grunn- skólanemum í sautján ár í Huy- ton í norðvesturhluta Englands, sagði að vegna hins svokallaða „opna“ fyrirkomulags í skólan- um hefði hún neyðst tii að æpa stöðugt svo að nemendurnir heyrðu í henni. bug. Adams vill að alþjóðleg eftirlits- nefnd fái það hlutverk að fylgjast með starfsemi lögreglunnar og hers- ins á Norður-Irlandi Harðvítug deila hefur blossað upp Sjávarháski á Floridasundi KÚBVERSKIR flóttamenn bjarga félögum sínum um borð í fleka eftir að konum hafði hvolft. Þúsundir manna flýja sem fyrr Kúbu á flekum og öðrum smáfleytum, vitað er að margir hafa farist í hafi undanfarnar vikur. Andstæðingar viðskipta- banns Bandaríkjastjórnar á Kúbu efndu í gær til mótmæla fyrir utan aðalstöðvar Samein- uðu þjóðanna í New York. Bann- ið hefur nú staðið í rúm 30 ár en sætir æ meiri gagnrýni, full- yrt að um kaldastríðsleifar sé að ræða. Annar dagur viðræðna fulltrúa Kúbustjórnar og Banda- ríkjamanna um flóttamanna- vandann var í gær en talið er að árangur hafi orðið lítill. á Norður-írlanai og Bretlandi vegna þeirrar ákvörðunar breskra yfírvalda að senda IRA-menn úr fangelsum í Bretlandi til Norður-írlands. Einn þeirra var í haldi vegna gruns um að hann hefði átt aðild að tilraun til að ráða Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, og ráðherra í stjórn hennar af dögum í sprengjutilræði fyrir áratug. Breska stjórnin vísaði því á bug að þetta hefði verið gert til að umb- una IRA fyrir vopnahlésyfirlýsing- una. Sambandssinnar á Norður- Irlandi líta hins vegar á fangaflutn- inginn sem fyrsta merkið um „frið- kaup með undanlátssemi". FRIÐARGÆ SLULIÐAR og starfs- menn hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Bosníu myndu ekki geta komið í veg fyrir þrengingar tugþúsunda borgara léti Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, verða af hótunum um að loka fyrir aðflutninga með matvæli og hjálp- argögn til múslima og Króata í Bosn- íu. Múslimastjórn Bosníu í Sarajevo hvatti SÞ til þess að halda aðflutn- ingsleiðum opnum með valdi ef nauðsyn krefði. „Bærust engin aðföng myndu all- ir líða þjáningar og skort,“ sagði Reuter GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, á blaðamannafundi í Dublin. Hann hvatti öfga- menn mótmælenda til að fylgja fordæmi IRA og leggja niður vopn þegar í stað. talsmaður flóttamannahjálpar SÞ í Sarajevo. „Hvers kyns ógnun er hluti af daglegu lífí í Bosníu en við verð- um að vona að ekkert verði úr þess- ari hótun,“ sagði hann. „Ótvíræður réttur“ Hótanir Karadzics beinast fyrst og fremst gegn flutningalestum SÞ sem verða að fara um yfirráðasvæði Bos- níu-Serba til þess að koma hjálpar- gögnum til einangraðra svæða músl- ima, um 8.000 tonnum á mánuði. Karadzic hafði í hótunum í fyrra- dag er hann ávarpaði svokallað þing Kynferðisleg áreitni 500 millj- ónabætur New York. Reuter. KVIÐDÓMUR í Chicago hefur dæmt stærstu lögmannastofu í heimi, Baker & McKenzie, til að greiða ritara á stofunni, Renu Weeks, 7,1 milljón dollara (nær 500 milljónir króna) í skaðabætur fyrir kynferðislega áreitni eins lögmannsins. Hinn ákærði, Martin Green- stein, hafði unnið hjá lögmanna- stofunni í þijá áratugi og þótti afar fær í starfi. Hann mun hafa aflað stofunni gríðarmik- iila tekna og fékk sjálfur sem svarar um 34 milljónum króna í laun síðasta árið. Hann hætti störfum hjá Baker & McKenzie. Fékk læknishjálp Weeks sagði að Greenstein hefði m.a. káfað á sér og notað ósæmilegt orðbragð. Fleiri kon- ur hafa sakað Greenstein um áreitni en hann segist hafa fengið læknishjálp og sé nú laus við áráttuna. „Eitt, af markmiðunum er fæling og hún virkar frábær- lega,“ sagði Roxanne Conlin, fyrrverandi forseti samtaka bandarískra lögfræðinga. Hún sagðist viss um að lögmanna- stofur myndu nú gera gangskör að því að draga úr áreitni. Mitsotakis fyrir rétt? Aþenu. Reuter. GRÍSK þingnefnd hefur lagt til að fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, Konstantín Mitsotakis, verði stefnt fyrir rétt vegna fjár- málahneykslis. Sósíalistar eru í meirihluta í nefndinni. Mitsotakis, sem er 75 ára, var forsætisráðherra síðustu stjórnar hægrimanna. Hann er sakaður um að hafa þegið um 20 milljónir dala, nær 1.400 milljónir króna, í mútur í tengslum við sölu á steypustöð, sem var í ríkiseigu, til ítalska fyrir- tækisins Calcestruzzi. Bosníu-Serba og sagðist myndu loka fyrir gas, orku, vatn og matvæli til svæða Króata og múslima ef stjórn- völd í Serbíu afléttu ekki refsiaðgerð- um gegn bræðraþjóð sinni í Bosníu. „Það er ótvíræður réttur okkar að grípa til þvingana gegn múslim- um, jafnvel að koma í veg fyrir að til þeirra komist fuglinn fljúgandi, þar til umheimurinn knýr Júgóslavíu til þess að hætta refsiaðgerðum gegn okkur," sagði Karadzic við taumlaus fagnaðarlæti þingmanna. ■ Gerum allt fyrir þjóð okkar/18 Reuter SÞ haldi flutningaleið um opnum með valdi Sarajevo. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.