Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 7

Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPl'EMBER 1994 7 FRÉTTIR Elnet sækir um leyfi til fjölrása sjónvarpsdreifingar í 7 bæjum Fyrsta bæjarkerfið í gang eftir 4 mánuði ELNET sf., sem er sérhæft fyrirtæki á fjarskiptasviði og sá m.a. um uppsetningu á Fjölvarpi íslenska útvarpsfélagsins í Reykjavík, hefur sótt um leyfi til útvarpsréttarnefndar til dreifingar á fjölrása sjónvarpi me örbylgju í Vestmannaeyjum, á Akureyri,_ Sauðárkróki, Húsavík, ísafirði, Egilsstöðum og Selfossi. Að sögn Ómars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Elnets, er fyrirhugað að fyrstu kerfin verði gang- sett í desember á þessu ári, en hann segist ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að umsóknin um dreifingarleyfið fái jákvæða meðhöndl- un enda séu öll tilskilin réttindi og leyfi til staðar. Ný sljórn hjá Norðurtanga Á AÐALFUNDI hraðfrystihússins Norðurtangans hf. á ísafirði í vik- unni urðu þær breytingar á stjórn fyrirtækisins að við formennsku tók Eggert Jónsson. Guðmundur Jónsson, fyrrum stjórnarformaður, og Jón Páll Hall- dórsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, hverfa úr stjóminni. Við stjórnarformennsku tók Eggert Jóns- son, sem var fyrir í stjórninni, en auk hans koma nýir í stjórnina Rúnar Guðmundsson og Pétur Jónsson. Að sögn Jóns Páls Halldórssonar ríkti full sátt og samkomulag um þessa breytingu og er tilgangurinn fyrst og fremst að fá nýja og fríska menn inn í stjómina til að takast á við þann vanda sem Norðurtanginn hf. líkt og önnur sjávarútvegsfyrirtæki á Vest- fjörðum stendur frammi fyrir. Umsókn Elnets felur í sér sam- tals 12 sjónvarpsrásir í hveiju bæjarfélagi en fyrirhugað er að endurvarpa gervihnattaefni á ell- efu rásum og nota eina rás fyrir staðarefni á hveijum stað. 10 þúsund áskriftir í upphafi Þá er uppsetningin á sjónvarp- skerfunum, að sögn Ómars, í tengslum við fyrirhugaða kapal- sjónvarpsstöð aðila í Reykjavík. „Auk 11 gervihnattarása og einn- ar innanbæjarrásar gæti þannig verið um kapalrás að ræða auk Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, sem dreift yrði á kerfinu,“ sagði Ómar. Áætlanir Elnets hljóða upp á að um 10.000 áskrifendur geti tengst kerfunum þegar kapalsjón- varpsstöðin fer í gang. Að sögn Ómars verður gengið frá öllum búnaði þannig að hann tengist auðveldlega ljósleiðarakerfum Pósts og síma, sem ná nú hringinn í kringum landið. Vestmannaeyjar, Akureyri og Sauðárkrókur verða fyrst Ómar sagði að viðræður við aðila í fyrrnefndum bæjarfélögum væru misjafnlega langt komnar. „Við vonumst til að næsta skref verði stofnun rekstrarfélaga í Vestmannaeyjum, á Akureyri og Sauðárkróki, sem festi kaup á þeim búnaði sem til þarf, komi honum upp og hefji útsendingar. „Elnet hefur áhuga á að vera að- ili að þessum rekstrarfélögum til þess að tryggja tæknilega upp- byggingu kerfisins og koma þess- um málum af stað. Við höfum hins vegar ekki áhuga á að vera rekstr- araðili að kerfunum sem slíkum. Það ætlum við að láta aðilum á hveijum stað eftir,“ sagði Ómar, en athuganir Elnets sýna að telja má hagkvæmt að setja upp ör- bylgjukerfi í bæjarfélögum allt niður í 200 heimili. Kerfin verða rekin með áskrift- ar- og auglýsingatekjum og eins og áður hefur komið fram í Morg- unblaðinu byggja þau á afruglara- kerfi sem gerir kleift að opna allar dagskrár samtímis. Morgunblaðiö/Ingólfur Guðmundsson Síðsumarleikur HEYRÚLLURNAR í Kelduhverfi þjónuðu þessum krökkum sem besti stökkpallur í blíðunni fyrir norðan á dögunum. Birgittu Lind Vilhjálmsdóttur virðist kitla í magann í failinu en Betúel Ingólfsson er hugsi þegar hann skimar til jarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.