Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 8

Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ f JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Rauðakrosshúsið við Tjarnargötu í Reykjavík Gestum hefur fjölgað í neyðarathvarfinu ÁRIÐ 1993 var 131 gestakoma í neyðarathvarf Rauðakrosshússins við Tjarnargötu og er það nokkur fjölgun frá árinu á undan þegar 100 gestir leituðu þangað. Af 83 ein- staklingum gistu 49 í athvarfinu í fyrsta sinn. Flestir komu í júní eða 26, en í ágúst komu fjórir. Skráð símtöl til hússins á árinu voru 4.460 og er það fækkun frá árinu á und- an, en þá voru símtölin 7.528. Heildarfjöldi daggesta, sem leituðu ráðgjafar, var 1.717 á árinu og eru það heldur fleiri en árið á undan. í ársskýrslu Rauðakrosshússins fyrir árið 1993 segir enn fremur, að meðaldvalartíminn á árinu hafi verið 5,8 nætur miðað við 8,2 næt- ur árið á undan. Meðaldvalartíminn fyrstu sjö árin, sem athvarfið hefur verið opið, er 8,6 nætur og dvelja stúlkur að meðaltali einni nóttu lengur en drengir. Að baki 131 gestakomu voru gistinætur 758 og er það fækkun frá árinu á undan en þá voru þær 804. Af þeim 83 einstaklingum sem gistu í athvarfinu á árinu komu 22 oftar en einu sinni og tilheyra flest- ir þeirra hópi sem er í mikilli vímu- efnaneyslu. Fleiri drengir Fram kemur að á árinu 1993 leituðu fleiri drengir athvarfs en stúlkur, en það er breyting frá fyrra ári. Meðalaldur gestanna var 16,3 ár eða svipað og síðustu sjö árin. Líkt og undanfarin ár voru stúlkur heldur yngri. 39% gestanna höfðu lokið skyldu- námi, 26% voru í skyldunámi, 13% voru í framhaldsnámi og 22% höfðu hætt skyldunámi. 76% kynforeldra gestanna voru ekki í sambúð. Al- gengustu orsakir fyrir dvölinni voru samskiptaörðugleikar við foreldra eða forráðamenn eða í 27% tilvika. 15% komu vegna vímuefnaneyslu og 38% vegna húsnæðisleysis. Fleiri stúlkur hringja í ársskýrslunni kemur fram að sennilegasta skýringin á fækkun símtalanna milli ára sé aukning á þjónustusímum, sem eru með 99- númer, auk þess sem lítil kynning var á símaþjónustunni í grunnskól- um á síðasta skólaári. Ástæðúr hringinganna voru margvíslegar, en tengjast áberandi gelgjuskeið- inu. Stúlkur voru í miklum meiri- hluta þeirra sem hringdu. Haldið upp á 75 ára afmæli flugs á íslandi í dag Líkt eftir fyrsta fluginu FLUGMÓDELI eftir fyrstu ís- lensku flugvélinni sem hóf sig til flugs verður flogið á Vatnsmýr- arbletti í dag, laugardaginn 3. september kl. 17. Á þeirri stundu verða nákvæmlega 75 ár liðin frá fyrsta fluginu. Fyrsta íslenska flugvélin bar einkennisstafina H2545 Avro 504K og var eign Flugfélags Is- lands. Flugmaðurinn hét Cecil Torben Faber og hafði verið kapteinn í breska flughernum. Faber flaug aðallega listflug og útsýnisflug. Jakob Jónsson, félagi í Morgunblaðið/Kristinn MÓDELSMIÐURINN Jakob Jónsson hefur á átta mánuðum eytt mörg hundruð klukkutímum i smíði hennar. flugmódelfélaginu Þyt, hefur smíðað eftirlíkingu af áður- nefndri flugvél í hlutföllunum 1:4 og sömu efni notuð og í upphaf- legu flugvélinni. Hvert smáatriði er handsmíðað af Jakobi. Hann hefur m.a. komið fyrir flug- manni, klæddum eins og Faber, í vélinni. Áttavitinn, stýripinninn og mælaborðið í módelinu er nákvæm eftirmynd flugvélarinn- ar. Óhöpp henda 54,5% barna á leiksvæðum Engar reglur til um byggingu leiksvæða Herdís Storgaard Nýlegar kannanir hafa leitt í ljós háa slysatíðni hjá bömum á leiksvæð- um. Óhöpp henda að jafn- aði 54,5% barna og af þeim þurfa 15,7% að leita aðstoðar læknis til að gera að áverkum sínum. I sumum tilvikum hafa slys verið það alvarleg að við dauða hefur legið. Á þriðja hundruð leikvallar- svæði sérhönnuð fyrir börn eru í Reykjavík og svipaðán fjölda er að finna á landsbyggðinni. í núgildandi reglum um byggingar, en undir þær falla meðal annars leik- svæði, er ekkert ákvæði sem tekur með afgerandi hætti á öryggi bama. Umhverfisráðherra hefur í ljósi þessa leitað til hóps sérfræðinga á þessu sviði og falið þeim að vinna ítarlegar tillögur um hvernig megi breyta reglugerð um byggingar til að efla eins og kostur er öryggi bama. Til að stýra vinnunni hefur umhverfis- ráðherra fengið Herdísi Storgaard sem hefur unnið að forvörnum á þessu sviði á vegum Slysavarnafé- lags íslands og er formaður nefndar íslenskra sérfræðinga sem vinna að drögum um evrópsk- an staðal um leiksvæði sem gert er ráð fyrir að taki gildi í byijun árs 1996. - Er slysatíðni barna hærri hér á iandi en annars staðar? „Ég gerði könnun á slysatíðni barna á leikskólum og gæsluvöll- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir tveimur árum og það kom í Ijós að rúmlega 50% barna verða fyrir óhappi. Þar af þurftu 15,7% bama að leita læknis vegna áverka sinna. Könnunin stóð yfír í eitt ár til að fá inn í hana veðurf- arslega þætti og annað sem skipt- ir máli. Skráningin var gerð til að leiða í ljós hvort aðrar hættur leyndust hér en erlendis. Þau lönd sem taka þátt í vinnu við drög að evrópskum staðli hafa öll gert hjá sér slíka slysaskráningu. Erlendis, t.d. í Noregi og Sví- þjóð, þurfa 4-5% barna að leita læknis. Umræðan um þessi mál hófst fyrir fjórtán áram í Dan- mörku og Danir gerðu staðal um sín leiksvæði. Á tíu árum hefur þeim tekist að fækka slysum um helming. Við erum því fjórtán árum á eftir öðram Norðurlanda- þjóðum, Bretlandi og Þýskalandi í þessum efnum. Þó var ákveðið að búa ekki til íslenska staðla því í því er fólgin mikil vinna og auk þess mun evrópski staðallinn gilda hér á landi. Við komumst hins vegar fljótt að því að það er ýmislegt ábótavant í evrópska staðlinum. Hann snýr að mestu að hveiju og einu leiktæki, frá- gangi þess, hönnun og undirlagi. Okkur fannst vanta inn í drögin ákvæði um umhverfið, eins og sleðabrekkur og fleira. Við höfum reynt að koma þessu inn í evr- ópska staðalinn og ég er einmitt að fara á fund í BrusSel þar sem kosið verður um hvort þetta ákvæði verði inni í evrópska staðl- inum eða hvort við þurfum að setja það inn sem viðauka hér. Við gætum því haft áhrif á hönn- un leiksvæða í Evrópu og Bretar og Hollendingar eru sammála okkur um þörfina fyrir þessu ákvæði. En þetta er nokkuð hita- mál og Þjóðvetjum finnst þetta algert aukaatriði.“ ► Herdís Storgaard barna- slysavarnafulltrúi Slysavarna- félags íslands er fædd 25. des- ember 1953. Hún er hjúkrunar- fræðingur að mennt og hefur sérmenntun í slysa- og bæklun- arhjúkrun, svæfingarhjúkrun og í kennslu- og uppeldisfræði. - Komu niðurstöður könnunar- innar þér á óvart? „Nei, þær komu mér ekki á óvart. Hins vegar kom það mér á óvart að það er ekki eins mikið um slys í leiktækjum hér á landi og í öðrum löndum. Slysin virðast dreifast meira á leiksvæðin og þegar þau eru skoðuð blasir ástæðan við. Oft er svæðin hönn- uð með tilliti til þarfa fullorðinna en ekki lítilla bama sem byija sum eins til tveggja ára á leikskólun- um. Oft er umhverfíð hæðótt, langar steintröppur og kannski vantar i þær snjóbræðslukerfí þannig að þær eru hálar á vet- uma. Á íslenskum leikskólum er oft reynt að hafa brekkur svo börnin geti rennt sér á sleðum en svo er kannski sett upp leiktæki við endann á sleðabrautinni. Þeg- ar ákvörðun um byggingu leik- skóla eða leiksvæðis er tekin er ekki við neinar reglur að styðjast í þeim efnum. Engar reglur eru til um hvar eigi að staðsetja rólur miðað við önnur leiktæki svo börn- in reki sig ekki á og svo mætti lengi telja. I nágrannalöndunum era þess- ar reglur til og framkvæmdaraðil- um ber að framfylgja þeim. Aðrir aðilar eru síðan látnir taka verkið út og sjá til þess að framkvæmdaaðilar hafi farið að reglum.“ - Hvar er umræðan um gúmmíheilur á leik- svæðum stödd? „Það er gert ráð fyrir gúmmí- hellum í drögum að evrópska staðlinum. Þar er bent á mismun- andi fallundirlag og m.a. gert ráð fyrir þeim. Þegar pallur er 60 sm frá jörðu verður að vera fallundir- lag og það má vera úr nokkrum mismunandi efnum. Eitt efnið er trjábörkur sem hefur verið notað- ur mikið á Norðurlöndum en þyk- ir ekki hentugur hér á landi því hann fýkur. Sandur hentar heldur ekki hér á landi því hann blotnar og frýs og verður að hörðu undir- lagi. Þriðji kosturinn er svokallað- ur perluleir sem er mjög dýr en hann léttur í sér og fýkur. Gúmmí- hellur koma einna best út hérlend- is. Þótt þær séu dýr kostur í upp- hafi þá endast þær lengst og henta best hér.“ Erum 10 árum á eftir öðrum þjóðum I' !: > i i I > I ! I I: i I 1 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.