Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Gijóthrun lokaði Ólafsfjarðargöngunum í fyrrinótt
Heppin að vera ekki
aðeins fyrr á ferðinni
STYKKI úr lofti jarðganganna um Ólafsfjarðarmúla hrundi niður í
fyrrinótt þannig að göngin lokuðust fyrir umferð í tæpan klukkutíma
meðan gólfið var hreinsað. „Mér brá fyrst og fremst, það var myrkur
og ég sá ekki hvers kyns var fyrr en ég var alveg komin að gijót-
inu,“ sagði Margrét Jónsdóttir konrektor Menntaskólans á Akureyri,
sem fyrst kom á vettvang eftir gijóthrunið, um kl. 00.30 í fyrrinótt.
Hún gerði lögreglu í Ólafsfirði viðvart.
„Ég véit ekki hvað þetta var mik-
ið, gæti verið upp undir tonn sem
sunkaði niður úr loftinu miðju, tók
klæðninguna niður og stigann sem
rafmagnið er á,“ sagði Jón Konráðs-
son lögreglumaður í Ólafsfirði. „Það
var mikill vatnsflaumur í göngun-
um, varla hægt að ganga þarna um
þegar við komum að. Við skófum
göng í gegn til að umferð gæti hald-
ist eðlileg um göngin um nóttina."
Um eitt þúsund bílar fara um
göngin á sólarhring að meðaltali
allan ársins hring samkvæmt athug-
unum sem gerðar hafa verið. Mildi
þykir að atvikið átti sér stað að
næturlagi þegar umferð er minni
en yfir daginn og að enginn varð
fyrir gijóthruninu. Strax eftir
óhappið myndaðist röð bíla sem biðu
þess að komast í gegn.
Guðmundur Svavarsson umdæm-
isstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri
sagði í gær að ekki væri nákvæm-
lega vitað hvað hefði gerst en ástæð-
ur óhappsins yrðu kannaðar. Mikill
vatnsagi hefði sennilega átt sinn
þátt í að losa um gijótið í göngunum
og steypan gefið sig undan þungan-
um. „Eg held að þetta hljóti að vera
einstakt atvik, þetta átti ekki að
geta komið fyrir, það var vel frá
öllu gengið,“ sagði Guðmundur.
„Ég tók ekki eftir þessu fyrr en
ég var alveg komin upp að gijótinu
og nánast búin að keyra á það,“
sagði Margrét Jónsdóttir, sem varð
fyrst á vettvang eftir gijóthrunið,
en myrkur var í göngunum og mik-
ill vatnsagi. Hún var á Ieið frá
Ólafsfirði til Akureyrar en skömmu
síðar kom fólk á jeppa úr hinni átt-
inni. Margrét bakkaði inn í næsta
útskot og gerði ökumanni jeppabif-
reiðarinnar viðvart með því að
blikka ökuljósunum, en ók síðan til
Ólafsfjarðar aftur og gerði lögreglu
aðvart. „Ég áttaði mig ekki á hvað
hafði gerst fyrr en ég leit upp og
sá gatið í loftinu. Óneitanlega
bregður manni við að vera nærri
búin að keyra inni í þetta, en ég
var heppin að hafa ekki verið á ferð-
inni aðeins fyrr,“ sagði Margrét og
bætti við, að sér hefði ekki þótt
ónotalegt að aka um göngin það sem
eftir var leiðarinnar.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
STYKKI úr lofti Ólafsfjarðarganganna hrundi niður í fyrrinótt
og Iokuðust þau af þeim sökum í tæpa klukkustund meðan grjót
var hreinsað af gólfi ganganna. Mildi þykir, að bílar voru ekki
á ferð um göngin þegar óhappið varð.
ÖALVfc
Stýrimannadeiltíin á Dalvík
30 tonna réttindanámskeið verður
haldið ef næg þátttaka fæst.
Kennt verður á kvöldin og um helgar.
Skráning í símum 96-61218, 96-61860,
96-61380 og 96-61162.
Sveinbjörg
sýnir á
Hjalteyri
SVEINBJÖRG Hallgrímsdóttir
opnar á morgun, laugardaginn 3.
september, sýningu á verkum sín-
um í Richardshúsi-Hótel Hjalteyri
viðEyjafjörð.
Á sýningunni eru 17 verk sem
öll eru unnin á
Sveinbjörg lista- og handíða-
skóla íslands 1992
en áður hafði hún
lokið námi við kennaradeild sama
skóla árið 1978. Þetta er fyrsta
einkasýning Sveinbjargar en hún
hefur áður sýnt olíumálverk og
grafíkverk á fjórum samsýningum.
Efni verkanna sækir Sveinbjörg
í náttúru landsins og tilveru þjóðar-
innar.
Sýningin stendur til 18. septem-
ber og er opin daglega á opnunar-
tíma kaffihússins frá kl. 13-18.
mm
sunnudag lö-l/
í verslunum okkar við Holtagarða
BÓNUS
keaI
Morgunblaðið/Björn Gíslason
FRAMKVÆMDUM við Sundlaug Akureyrar er nú loitið. Fjöl-
skyldudagur, sem efnt verður til á morgun, er nokkurs konar
vígsludagur og verður mikið um að vera við laugina af því tilefni.
Framkvæmdum við sundlaugina lokið
Aðsókn aukist
mjög í sumar
AÐSÓKN að Sundlaug Akureyrar
hefur aukist mikið í sumar miðað við
fyrri ár og sóttu að meðaltali um 900
manns laugina daglega í júlí og að
meðaltali voru um 890 gestir daglega
í lauginni í nýliðnum ágústmánuði.
Miklar framkvæmdir hafa staðið
yfír við Sundlaug Akureyrar frá því
í vor og er þeim nú að fullu lokið.
Settar voru upp rennibrautir og
byggð lendingarlaug, þá var einnig
byggð barnabusllaug og eimbað eða
vatnsgufubað auk þess sem byggður
var geymsluskúr, ný sólbaðsaðstaða
gerð og pottar endurnýjaðir. Kostn-
aður við þennan fyrsta áfanga af
fjórum er 55 milljónir króna og verð-
ur framkvæmdum haldið áfram á
næstu árum að sögn Sigurðar Guð-
mundssonar forstöðumanns Sund-
laugar Akureyrar.
„Breytingarnar hafa vakið mikla
lukku og aðsóknin hefur aukist gífur-
lega,“ sagði Sigurður, en á síðustu
tveimur mánuðum, í júlí og ágúst,
hafa um 55 þúsund gestir brugðið
sér í laugina.
Fjölskyldudagur
Á morgun, laugardaginn 3. sept-
ember, verður efnt til fjölskyldudags
í og við Sundlaug Akureyrar og sagði
Sigurður að um nokkurs konar
óformlegan vígsludag yrði að ræða
nú þegar framkvæmdum við fyrsta
áfanga breytinganna væri að fullu
lokið. Dagskráin hefst kl. 13. með
lúðrablæstri og hálftíma síðar munu
fulltrúar úr bæjarstjórn og skóla-
stjórar á Akureyri keppa í sundi.
Iþrótta- og æskulýðsráð býður gest-
um laugarinnar og þeim sem á svæð-
inu verða eins og Skralla trúði upp
upp á kakó og pönnukökur í tilefni
dagsins. Fólki gefst kostur á að
spreyta sig í að aka frjarstýrðum bíl-
um, rafmagnsbílum eða reyna furðu-
hjól og þá verður efnt til bolta-
keppni. Loks má nefna að ljósmynd-
ir úr maraþonljósmyndakeppni sem
haldin var á dögunum verða til sýnis
við sundlaugina.
Messur
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs-
þjónusta verður í kirkjunni nk.
sunnudag kl. 21. Séra Hann-
es Örn Blandon þjónar. Sókn-
arprestur.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Her-
mannasamkona kl. 17 á
sunnudag. Hjálpræðissam-
koma kl. 20. Miriam Óskars-
dóttir talar. Ailir velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam-
koma í umsjá ungs fólks kl.
20.30. Vakningarsamkoma,
ræðumaður Stella Sverris-
dóttir, verður kl. 20. Biblíu-
lestur kl. 20 miðvikudags-
kvöldið 7. september.