Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 14

Morgunblaðið - 03.09.1994, Page 14
14 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Álverðið rýkur upp Búist við að tonnið geti farið upp í 1.600 dollara á næstunni London. Reuter. HORFUR á meiri samdrætti í álframleiðslu hafa ýtt undir aukna eftirspurn eftir málminum og í gær var álverðið hærra en það hefur verið síðan í mars 1991. Álbirgðir minnka stöðugt og búist er við, að álverðið komist brátt í 1.600 dollara tonnið. Dagvörukaupmenn kæra innflytjendur o g iðnfyrirtæki til Samkeppnisstofnunar Verslunum mismunað Líkur er.i á, að framleiðsla í Tom- ago-álverinu í Ástralíu verði minnk- uð um 20% í næstu viku vegna verk- falla eða í 260.000 tonn en fram- leiðslugeta þess er 340.000 tonn. Þá er mikil óvissa um framleiðslu Valco-álversins í Ghana, sem er nú rekið á 70% afköstum vegna þurrka og orkuskorts. Er það í eigu Kaiser Aluminum og er framleiðslugeta þess 200.000 tonn á ári. Kemur þessi skerðing, hver sem hún verð- ur, ofan á þann samdrátt, sem ál- framleiðsluríkin hafa samið um. Verð á áltonni fór í 1.570 dollara á málmmarkaðinum í London í gær og er það 500 dollurum eða 51% meira en fékkst fyrir það síðastliðið haust þegar verðið var 1.037 dollar- HAGNAÐUR Pearson-samsteyp- unnar jókst um 50% á fyrra misseri ársins en talið er, að reksturinn verði í járnum á því síðara. Hagnaðurinn fyrir skatt var 69,3 milljónir punda nú en 46,3 millj. á síðasta ári. Pearson-samsteypan hefur verið í margvíslegum rekstri, á meðal annars The Financial Times og Mad- ame Tussaud-vaxmyndasafnið, en ætlar að snúa sér eingöngu að fjölm- iðluninni. Vegna þess hefur hún ver- ið að selja ýmis fyrirtæki og er það meginskýringin á hagnaðaraukning- unni á fyrra árshelmingi. ar. Búast flestir við, að verðhækk- anir síðustu daga haldi þar sem gert er ráð fyrir, að álbirgðir haldi áfram að minnka út árið. Álverðið fór að hækka þegar helstu álframleiðsluríkin, Evrópusamband- ið, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur og Ástralía, ákváðu að draga úr offramleiðslunni og jafnvel fréttir nú í vikunni um, að samkomu- lagið væri til rannsóknar hjá banda- ríska dómsmálaráðuneytinu, hafa engu um það breytt. Kemur sú rann- sókn raunar mjög á óvart því að full- trúar frá bandaríska dómsmálaráðu- neytinu voru viðstaddir samnings- gerð álríkjanna til að tryggja, að hún bryti ekki í bága við hringamynd- unarlöggjöfina bandarísku. Það, sem af er þessu ári, hefur dagblaðareksturinn gengið mjög vel vegna aukinna auglýsinga og stækk- andi upplags The Financial Times en á bókaútgáfunni var hins vegar tap. Er um að ræða þijú forlög, Addison- Wesley í Bandaríkjunum og Penguin og Longman í Bretlandi. Á síðasta ári gekk hún hins vegar mjög vel og skilaði langmestum hagnaði ein- stakra rekstrareininga. Af öðrum fjölmiðlunarfýrirtækjum í eigu Pear- sons má nefna Sky-sjónvarpsstöðina og Thames Television og var hvor tveggja rekin með hagnaði. • • Orsmár farsími Tókýó. Reuter. SONY-fyrirtækið japanska er að setja á markað í Japan nýjan far- síma, sem er ekki stærri en venju- legt kreditkort. Verður hann seld- ur á 46.000 kr. og er framleiðslan áætluð 5.000 símar á mánuði. Talsmenn Sony segja, að eftir- spurn eftir farsímum í Japan hafi aukist meira en við hafi verið búist eftir að stjórnvöld heimiluðu beina sölu á þeim til neytenda en áður var aðeins leyfilegt að leigja þá. FÉLAG dagvörukaupmanna sendi í gær inn kæru til Samkeppnisstofn- unar þar sem óskað er eftir að skor- ið verði úr því „hvort óeðlileg mis- munun á kjörum ýmissa innflytj- enda og iðnfyrirtækja gagnvart við- skiptavinum sínum standist hin nýju samkeppnislög". Ýmis gögn fylgja kærunni sem félagið hefur safnað undanfarna mánuði en það hefur notið aðstoðar Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns hjá Al- mennu lögfræðistofunni. Kæran er send inn í kjölfar al- menns félagsfundar í Félagi dag- vörukaupmanna sem haldinn var á fimmtudagskvöld en þar var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um að erindið skyldi borið fram. VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur farið þess á leit við viðskiptaráð- herra að samkeppnislögum verði breytt. Ráðið vísar þar til reglna EES um ríkisstyrki og starfsemi opinberra fyrirtækja og þess hve mikil brögð séu að samkeppnis- hamlandi starfsemi slíkra aðila samanber málafjölda hjá Sam- keppnisstofnun. Verslunarráð legg- ur til að vinnuhópur aðila frá ráðinu og viðskiptaráðuneyti vinni að slík- um breytingum. Sighvatur Björg- vinsson, viðskiptaráðherra, segir að tillaga Verslunarráðs verði athuguð rækilega. í bréfi sem Verslunarráð sendi viðskiptaráðherra í gær kemur fram að í 59. grein EES samningsins sé að fínna ákvæði um að opinber fyr- irtæki eða fyrirtæki með einkaleyfi skuli laga sig að samkeppnisreglum EES og í 61. grein samningsins er kveðið á um bann við ríkisaðstoð þar sem átt er við hvers kyns aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðn- um fyrirtækjum eða framleiðslu. „Hugtak þetta hefur verið túlkað mjög vítt í dómum Evrópudómstóls- ins og verið talið ná til beinna fram- laga, skattaafsláttar, niðurgreiðslu lánskjara, ábyrgða og hlutabréfa- kaupa í vissum fyrirtækjum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta á jafnt við um styrki frá ríkinu, sveitarfélögum og stofnunum, fyrirtækjum eða sjóðum sefn eru í eigu opinberra aðila að öllu leyti eða hluta,“ segir í bréfi Verslunarráðs. Reglur EES hafa einungis áhrif í viðskiptum milli aðildarríkja en í bréfi Verslunarráðs er minnt á að Evrópudómstóllinn hafi túlkað það hugtak vítt. Nægjanlegt hafi verið talið að samkeppnishömlur röskuðu samkeppnisstöðunni innan hins sameiginlega markaðar. í bréfinu segir ennfremur að ljóst megin telja að áðurnefndar reglur muni í fram- tíðinni almennt bæta samkeppnis- stöðu innlendra fyrirtækja gagn- vart markaðshamlandi starfsemi hins opinbera. Eftir standi hins veg- ar að þegar um hrein innanlandsvið- skipti sé að ræða verði reglum EES ekki beitt. Því kunni að myndast misræmi í réttarvernd og sam- keppnisaðstæðum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins beinist hún sérstaklega að sjö heildsölu- og iðnfyrirtækjum. Félagið hefur gert samanburð á innkaupsverði minni verslana við útsöluverð hjá Hagkaup og Bónus og byggist kæran m.a. á niðurstöð- um sem þar koma fram. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á mánudag og segir m.a. í fundarboði að mikill hiti sé í dagvörukaup- mönnum vegna þessa máls. Líti þeir svo á að niðurstaða samkeppn- isráðs skipti sköpum um það hvort minni matvörukaupmenn geti hald- ið áfram rekstri sínum í þessu landi. Bónus tilkynnti í gær um úrsögn sína úr Kaupmannasamtökum Is- lands vegna þessa máls. Verslunarráð leggur til í bréfi sínu til viðskiptaráðherra að vinnu- hópur kanni lögfestingu ákvæða sem eru sambærileg 59. og 61. grein EES-samningsins í sam- keppnislög og hugsanlegar breyt- ingar á lögum um tekju- og eigna- skatt þannig að sá hluti starfsemi hins opinbera sem er í samkeppnis- rekstri verði skattlagður. Mjólkursamsalan Stórir við- skiptavinir njóta magn- kaupa GUÐLAUGUR Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar, vísar því alfarið á bug að lítið mötuneyti annars vegar og Baugur hf., dreif- ingarfyrirtæki Hagkaups og Bón- uss, hins vegar sitji við sama borð í viðskiptum við fyrirtækið, eins og Jóhannes Jónsson, stjórnarformað- ur Baugs, hélt fram í viðskiptablaði á fimmtudag. Sömuleiðis lýsti Jó- hannes yfir áhuga á að Baugur fengi að annast dreifíngu á mjólkur- vörum til verslana Hagkaups og Bónuss. Guðlaugur sagði að Mjólkursam- salan hefði gert sérstaka viðskipta- samninga við stærri aðila og þeir nytu magnsins í kjörum sínum að einhvetju leyti. Varðandi umleitanir Baugs um að fá að annast dreifingu mjólkurvaranna sagði Guðlaugur að húsnæði og öll aðstaða Mjólkur- samsölunnar miðaðist við að fyrir- tækið stýrði sjálft útstreymi úr húsinu. „Við höfum takmarkaða aðstöðu til að koma bílum að af- greiðslunni og það er hætta á að ýmislegt færi úr skorðum ef við stýrum ekki útstreyminu sjálfir. Það er reynt að dreifa bílunum yfir dag- inn þannig að hægt sé að þjóna öllum viðskiptavinum sem best. Öllu er hins vegar hægt að breyta og ég ætla ekki að útiloka neina mögu- leika í þessu sambandi.“ Umsóknir Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á eftirfarandi nýjum og nýlegum félagslegum íbúðum, flestum í Grafarvogi, sem koma til afhendingar nú í haust. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. Tegund og staðsetning Herb. Stærð íb. Fjöldi Verð pr. Verð pr. fjöldi fm íbúða íbúð bílsk. Nýjar íbúðir: Félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir 4 89-107 27 6,8-7.600.000 án bílskýlis 3 84-91 13 6,4-7.000.000 2 60 2 5.300.000 Endursöluíbúðir: Félagslegar eignaríbúðir án bílskýlis 4 97-127 3 7,5-10.800.000 3 94-112 3 8,0-8.900.000 2 86-87 4 6,6-7.000.000 Félagslegar eignaríbúðir með bílskýli 5 114 1 9.500.000 450.000 3 86 1 6.100.000 450.000 2 55-106 3 4,5-7.400.000 450-650.000 Almennar kaupleiguíbúðir án bílskýlis 2 92 4 6.700.000 Almennar kaupleiguíbúðir með bílskýli 4 119 5 8.900.000 1.090.000 3 112 1 8.300.000 1.090.000 2 64-87 6 5,9-6.600.000 1.090.000 Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur að Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar upplýsingar. Skrif- stofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 8-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 16. sept. 1994. Ath. Almenn úthlutun ársins 1995 verður auglýst um miðjan okt. 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Fyrirtæki Aukinn hagnaður hjá Pearsons London. Reuter. Viðskipti * Verslunarráð Islands vill breytingar á samkeppnislögum i < i ( i 'i ( ( j I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.