Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
2.500 ára
Sameiginlegar heræfingar Rússa og Bandaríkjamanna
Djðfulieg alþjóðahyggja
Rússi
RÚSSNESKI vísindamaður-
inn Vladimír Kozeltsev rann-
sakar jarðneskar leifar, sem
fundust í sífrera í Altaj-héraði
í ágúst á síðasta ári. Múmían
er talin 2.500 ára gömul, er
af 23 ára konu og stendur til
að ljúka endurgerð hennar,
hvað varðar útiit og klæða-
burð, fyrir mitt næsta ár.
Reuter
Radovan Karadzic í viðtali við Der Spiegel
Iðrumst ekkí
gjörða okkar
RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, kveðst sannfærður um
að rússneskar hersveitir kæmu mönnum hans til hjálpar væri tilveru
serbnesku þjóðarinnar ógnað. Karadzic hótar einnig hörðum viðbrögð-
um verði vopnasölubanni gagnvart múslimum aflétt.
„Ef rússnesk þjóðemisstefna er
fasismi, þá er ég fasisti," sagði
Borís Míronov, yfirmaður íjöl-
miðlanefndar rússneska ríkisins,
þegar hann var á yfirreið um nokk-
ur héruð úti á landi og í gær var
hann rekinn úr embætti. Hafa yfir-
lýsingar Míronovs, sem hafði ráð-
herratitil þótt hann sæti ekki í rík-
isstjóm, vakið mikla athygli og
hefur honum verið líkt við Josef
Göbbels, áróðursmeistara Hitlers.
Hélt hann því meðal annars fram,
að alþjóðahyggjan væri djöfullegt
samsæri og sagði frjálslynda fjöl-
miðla í Moskvu vera að reyna að
tortíma Rússlandi að undirlagi
vestrænna ríkja.
„Við vomm ófyrirgefanlega
fljótir að leggja þá hugmynd á hill-
una, að dagblöð ættu að vera sam-
félagslegt áróðurstæki. Það er því
miður nauðsynlegt að færa þau
aftur undir ríkisvaldið.“
Leiðtogi Bosníu-Serba segir í við-
tali sem birtist f þýska vikuritinu
Der Spiegel að hersveitir hans muni
auðveídlega geti haldið þeim sjötíu
prósentum af Bosníu sem þær nú
ráða en samkvæmt friðartillögu
þeirri sem lögð hefur verið fram um
skiptingu landsins myndu 49% koma
í hlut Serba. „Færi svo að serbnesku
þjóðinni yrði raunverulega ógnað
myndi herafli Júgóslavíu og einnig
rússneskar hersveitir koma okkur til
hjálpar."
Karadzic er spurður hvaða mat
hann leggi á þá tillögu Bills Clintons
Bandaríkjaforseta að aflétt verði al-
þjóðlegu banni við sölu á vopnum til
múslima í Bosníu. „Verði vopnasölu-
banninu aflétt munum við ekki virða
eina einustu ákvörðun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Við munum
taka friðargæsluliða í gíslingu, skjóta
niður ótölulegan fjölda flugvéla og
handtaka alla útlendinga á landi
okkar. Við munum gera allt sem
komið getur þjóð okkar til góða, án
nokkurrar iðrunar."
Karadzic kveður Bosníu-Serba
ráða yfir vopnabúnaði sem enn hafi
ekki verið beitt í stríðinu í Júgóslav-
íu. „Við ráðum yfir tækni sem er
óþekkt á Vesturlöndum t.d. eldflaug-
um sem eru ónæmar fyrir innrauðum
geislum."
Karadzic segir að múslimar í
Bosníu muni „hverfa" magnist átök-
in enn frekar. Þá muni Serbar skipta
Bosníu á milli sín og Króata. Hann
kveðst engar áhyggjur hafa þótt
múslimar hafi náð nokkrum árangri
í bardögum undanfarinna vikna.
„Þótt þér réðu yfir lqamorku-
sprengju myndu þeir á endanum tapa
þessu stríði," segir Karadzic.
Reutcr
Ákærð fyrir að
selja bam sitt
TÁNINGSPARIÐ Florin Baiar-
am og Florina Dimir koma til *
réttarsalar í Búkarest í gær, en
þau eru sökuð um að hafa selt
breskum hjónum dóttur sína,
Monicu. Bresku hjónin voru
handtekin fyrir tveimur mánuð-
um er þau reyndu að smygla
barninu úr landi og eiga þau
yfir höfði sér fimm ára fang-
elsi. Foreldrarnir eru 17 ára
sígaunar og segir faðir Florins
son sinn vera andlega vanheil-
an. Réttarhöldunum hefur verið
frestað þar til Florin og Florina
hafa fengið lögfræðing. Ströng
viðurlög eru við ólöglegum ætt-
leiðingum í Rúmeniu en þeim
fjölgaði gríðarlega eftir fall
kommúnismans 1989.
Rútskoj kveðst óttast
bandaríska hersetu
Moskvu. Reuter. »
ALEXANDER Rútskoj, fyrrverandi varaforseti Rússlands, fordæmdi í gær
sameiginlegar heræfingar Rússa og Bandaríkjamanna og sagði þær brot
á fullveldi Rússa og fyrsta skrefíð í átt til varanlegrar veru bandarísks
herliðs í landinu. Rússneskur aðstoðarráðherra var rekinn úr starfí í gær
vegna þjóðemisofstækis og kröfu um, að ströng ritskoðun yrði tekin upp.
í yfírlýsingu, sem Rútskoj sendi
frá sér, sakar hann Borís Jeltsín
forseta og Pavel Gratsjov vamar-
málaráðherra um að svíkja rúss-
neska hagsmuni. Segir hann, að
verið sé að undirbúa varanlega
dvöl bandarískra hermanna á
rússnesku landi, nokkuð sem
fjandmenn Rússa hafi ávallt
dreymt um. „Undir yfirskyni „frið-
argæslu" ætla Bandaríkjamenn að
nota rússneska hermenn til árása
á aðrar þjóðir og fullveldi þeirra,
einkum á bræður okkur í Serbíu,"
sagði í yfírlýsingu Rútskojs. Þá fór
hann einnig hörðum orðum um
brottflutning rússnesks herliðs frá
Þýskalandi og Eystrasaltsríkjun-
um og sagði hann sanna svikin
gegn hagsmunum þjóðarinnar.
Aðeins 500 hermenn taka þátt
í sameiginlegum heræfíngum
Rússa og Bandaríkjamanna, 250
frá hvomm, og fara þær fram í
Totsk, skammt frá landamærunum
við Kazakhstan.
Guð
hvorki
karlné
kona
Sydney. Reuter.
KONUR í áströlsku biskupa-
kirkjunni hafa beðið yfírmenn
kirkjunnar að breyta textan-
um í bænabók kirkjunnar til
þess að Guð verði ekki kyn-
greindur. „Við viljum gera
tungumál og myndmál ítar-
legra og hlutlausara, og að
hvorki sé gefíð í skyn að Guð
sé karl né kona,“ sagði Ruth
Shatford, talsmaður kvenn-
anna.
Meðal þess sem konumar
vilja breyta er „Faðirinn, son-
urinn og hinn heilagi andi“,
sem yrði eftir breytingu
„Skaparinn, frelsarinn og náð
Guðs“. Þá vilja konurnar að
vísað verði til Guðs sem
„hans“ eins sjaldan og kostur
sé.
Konumar segja að með því
að karlkenna Guð, sé lögð
höfuðáhersla á karlleg ein-
kenni hans, en horft fram hjá
þeim kvenlegu, svo sem að
hann sé huggari og uppa-
landi.
Áfram Faðir vor
Konunum var gefínn kost-
ur á því að tjá sig um bæna-
bókina, sem verður endurút-
gefín árið 1995. Talsmaður
nefndarinnar sem vinnur að
bókinni segir að Guð verði
sjaldnar karlkenndur en áður
í nýju útgáfunni en þvertekur
fyrir það að hann verði ekki
kallaður Faðir, því Jesús
Kristur hafi kennt lærisvein-
um sínum að biðja til Guðs á
þann hátt, í bæninni sem
hefst á orðunum „Faðir vor“.
Hættuleg
flugfélög
útskúfuð
BANDARÍSK flugmálayfírvöld
bönnuðu í gær flugfélögum frá
níu ríkjum að fljúga til Banda-
rílqanna vegna ófullkomins
ástands öryggismála hjá þeim.
Flugfélögin eru frá Belíze,
Dóminíkanska lýðveldinu,.
Gambíu, Ghana, Hondúras,
Nicaragúa, Paragvæ, Úrugvæ
og Zaire. Fá þau ekki flugleyfí
á ný fyrr en þau hafa tekið sig
rækilega á. Þá voru sett ströng
skilyrði fyrir því að flugfélög
frá Bólivíu, E1 Salvador, Guate-
mala og Hollensku Antillaeyj-
um fengju lendingarleyfi í
Bandaríkjunum.
Gorbatsjov
segir ósatt
ÞÝSKA
stjórnin birti
í gær skjöl,
sem hún seg-
ir sanna, að
sovétstjórnin
hafí á sínum
tíma sett sem
skilyrði fyrir
sameiningu
Þýskalands,
að stjórnin í Bonn samþykkti
eignaupptökuna, sem komm-
únistar í Austur-Þýskalandi
stóðu fyrir. Þýska stjómin hef-
ur ávallt haldið þessu fram en
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrver-
andi forseti Sovétríkjanna,
virðist hins vegar mæla fremur
gegn því í bréfí, sem þýskt
dagblað birti. Vakti það um
leið vonir margra um að fá
aftur eignir, sem kommúnistar
gerðu upptækar. Þýski stjórn-
arskrárdómstóllinn vísaði frá
kröfum um afhendingu lands
til fyrri eigenda í apríl 1991
vegna þess, að Bonnstjórnin
lagði áherslu á, að það hefði
verið forsenda fyrir samein-
ingu þýsku ríkjanna, að eigna-
upptakan stæði.
Fjöldamorði
afstýrt?
TALIÐ er að maður, sem var
myrtur fyrir utan upptökuver
NBC-sjónvarpsstöðvarinnar í
New York á miðvikudag,
kunni að hafa komið í veg
fyrir fjöldamorð. Árásarmað-
urinn var vopnaður AK-47
riffli með 30 skotum og í bíl
hans fannst önnur byssa og
60 skot til viðbótar. Morðið
var framið fyrir framan
Today-upptökuver NBC en
vegfarendur geta fylgst með
þulum og þáttastjórnendum í
gegnum skothelt gler.
Kínverjar
styðja Kim
KÍNVERJAR lýstu því yfír á
fimmtudag að þeir teldu ekk-
ert ógna stjórn Kims Jongs-ils,
syni og arftaka hins látna leið-
toga Norður-Kóreu, Kim II-
sung. „Á þessari stundu er
pólitískur stöðugleiki í Alþýðu-
lýðveldinu Kóreu,“ sagði tals-
maður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins. Miklar vanga-
veltur hafa verið um stöðu
Kims, sem hefur lítið sést opin-
berlega frá láti föðurins. Telja
margir það merki um að mikil
valdabarátta fari fram á bak
við tjöldin.
Gorbatsjov