Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.09.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 19 Jiang Zemin Kínaforseti í friðarför til Moskvu Ætla að hætta ýfingnm Moskvu. Reuter. JIANG Zemin, forseti Kína, kom í gær til Rússlands í fimm daga opin- bera heimsókn, en henni er ætlað að binda enda á áratugalangar ýf- ingar landanna og leysa þær deilur sem komið hafa upp að undan- förnu. Munu Jiang og Borís Jeltsín Rússlandsforseti undirrita yfirlýs- ingu þar sem löndin heita því að láta hugmyndafræði aldrei aftur koma í veg fyrir tvíhliða samskipti ríkjanna og að hvorugt þeirra muni skipa sér í hóp ríkja sem gæti ógn- að öryggi hins. Barátta Rússa og Kínveija um hvorir ættu að fara fyrir kommún- istaríkjum leiddi til blóðugra landa- mæradeilna á sjöunda áratugnum. Munu Jiang og Jeltsín binda form- lega enda á landamæradeilurnar og fallast á að ríkin beini kjarnorku- flaugum sínum ekki lengur hvort að öðru. Fullyrt er að stjórnvöld í Moskvu líti öfundaraugum til kínverskra yfirvalda, vegna þess hversu mikil tök þau hafi á efnahagslífinu og hversu mikill vöxtur sé í því. Síaukin viðskipti ríkjanna hafa ekki verið vandræðalaus en þau námu sem svarar 550 milljörðum íslenskra króna í fýrra. Hafa kín- versku vörurnar þótt Iélegar og veldur það Kínverjum áhyggjum. Rússar eru hins vegar áhyggju- fullir vegna gegndarlauss útflutn- ings á hráefni frá Síberíu og aust- ustu héruðunum til Kína. Þá eru Rússar ósáttir við allan þann fjölda ólöglegra kínverskra innflytjenda sem býr í Rússlandi. Talið er að þeir séu um 60.000 í Moskvu einni. Landsmót Oddfellowa 3. september 1994 Setningarathöfn í Haligrímskirkju kl. 11.00. Dagskrá í Urriðavatnslandi kl. 13.00. Akstur frá Hallgrímskirkju og til baka. Aðgangur ókeypis. Allir Oddfellowar velkomnir. Landsmótanefndin. Morgunblaðið/Þorkell „KURDAR binda vonir við að Norðurlönd, þar sem lýðræðishefð- in er einna mest, styðji málstað þeirra,“ segja þeir Zeynel Cel- ik og Imdat Yilmaz, talsmenn Samtaka Kúrda á Norðurlöndum. Kúrdar kynna íslenskum ráðamönn- um málstað þjóðar sinnar Viljum binda enda á „óhreina stríðið“ STRIÐ það sem Kúrdar hafa háð við tyrknesk yfirvöld síðustu tíu árin hefur verið kallað „óhreina stríðið“. Það er þrítugasta uppreisn Kúrda gegn yfirráðum Tyrkja og þeir segjast staðráðnir í því að hún verði sú síðasta. Til þess að svo megi verða, þarf hins vegar að koma til þrýstingur frá öðrum lönd- um, segja þeir Zeynel Celik og Imdat Yilmaz, talsmenn Samtaka Kúrda á Norðurlöndum, með aðset- ur í Kaupmannahöfn. Þeir eru staddir hér á landi til að kynna málstað Kúrda fyrir íslenskum ráðamönnum, þingmönnum og full- trúum landsins hjá Evrópuráðinu en Kúrdar hafa óskað þess að Is- lendingar og aðrar Norðurlanda- þjóðir þrýsti á um að Tyrklandi verði vikið tímabundið úr Evrópu- ráðinu, eða þar til mannréttindabrot Tyrkja á Kúrdum hafi verið stöðv- uð. Að sögn Celik og Yilmaz eru Kúrdar flestir í Tyrklandi, um 20 milljónir. í íran eru þeir sjö milljón- ir, fjórar í Irak og 1,5 miljón í Sýrlandi. Þá býr um ein milljón Kúrda víðs vegar um Evrópu þar af um 40.000 á Norðurlöndum. Segja þeir að um 13.000 Kúrdar, þar af 10.000 óbreyttir borgarar, og 7.000 Tyrkir hafi látið lífið í tíu ára stríði þeirra en nú séu um 400.000 tyrk- neskir hermenn í Kúrdistan. „Mannréttindi Kúrda hafa verið fótum troðin frá stofnun Tyrkneska lýðveldisins. Kúrdum hefur verið meínað að tala mál sitt og raunar er allt það sem tengist því að vera Kúrdi, bannað. Um 3.500 þorp Kúrda hafa verið brennd til ösku og íbúarnir neyðst til að halda ann- að. Þá hefur fjöldi fangabúða verið settur upp þar sem fólk er pyntað," segir Yilmaz. Celik og Yilmaz segja að sl. tíu ár hafi staðið yfir barátta Kúrda til að kynna málstað sinn og til- veru, sem hafi verið lítt þekkt. Það hafi nú breyst, en vissulega með öðrum aðferðum en þeir hefðu kos- ið. Það sé ekki ósk Kúrda að beita ofbeldi. „Við viljum pólitíska lausn. Tyrkir vilja hins vegar þagga niður í okkur með hervaldi. Við höfum farið víða til að kynna málstað okk- ar og okkur hefur víðast verið vel tekið,“ segir Celik. Sú krafa Kúrda að Tyrkjum verði vísað úr Evrópuráðinu og að þeir verði beittir viðskiptaþvingunum hefur verið kynnt fjölmörgum Evr- ópuþjóðum. Segja Kúrdarnir að þrátt fyrir góðan vilja, segist stærstu þjóðirnar, svo sem Þjóðveij- ar og Frakkar, eiga of mikilla við- skiptahagsmuna að gæta. Því bindi Kúrdar vonir við Norðurlönd þar sem lýðræðishefðin sé einna mest. Minnist Cejik í því sambandi á að Islendingar urðu fyrstir til að viðurkenna sjálf- stæði Litháens. „Við fáum hvai’vetna jákvæðar undirtektir, en vitum auðvitað ekki hver árangurinn verður. Danskir jafnað- armenn hyggjast taka mál okkar fyrir á þingi Evrópuráðsins í októ- ber, en það hefur áður verið rætt þar. Það vantar hins vegar herslu- muninn, að brottvísunar verði kraf- ist. Það eru fordæmi fyrir því, Grikkland var útilokað tímabundið frá fundum Evrópuráðsins, vegna mannréttindabrota á tímum herfor- ingjastjórnarinnar. Við getum ekki annað en vonað það besta, við telj- um okkur að minnsta kosti eiga möguleika nú.“ Binda vonir við stuðning Norðurlanda ÞAÐ £R ALLTAT SKÁTASTARF er ævintýri Um þessar mundir er vetrarstarf skóta að fara af stað. Skátafélög eru starfandi víða um landið og nú er einmitt tækifærið til að taka þátt í spennandi og skemmtilegu starfi. Hér að neðan er listi yfir skátafélögin og upplýsingar um hvernig má hafa samband við þau. Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta í síma (91) 62 13 90. Innritun í skátafélögin fer fram laugardaginn 3. september og sunnudaginn 4. september á milli kl. Reykjavfk Ægisbúar Neshaga 3 23565 Júlíus Aðalsteinsson 629897 Vesturb., vestan Lækjarg. & flugv. Landnemar Austurb. frá Lækjarg. aö Snorrabraut 60 610071 Haukur Haraldsson 17790 Kringlum.br. Garðbúar Búðargerði 10 678099 Svavar Sigurösson 34369 Búst., Smáíb., & Fossv.hv. Skjöldungar Sólheimar 21 a 686802 37951 Sigmundur Guömundsson Heimar, Vogar, Sund, Laugarás, Laugarnes, Kleppsholt Skf. Eina Arnarbakki 2 670319 812798 Jón I. Haraldsson Bakka- og Stekkjahverfi Segull Seljahverfi Tindasel 3 Félagsmiðst. Ársel 873088 Sigurjón Einarsson 72355 Hafernir 44611 Atli B. Bachmann 813422 Fella- og Hólahverfi Árbúar Ártúnsholt, Árbæjar- og Seláshverfi Logafold 106 658820 Björn V. Björnsson 75846 Vogabúar Varmárskóli 650900 Guðmundur Kristinsson 672184 Grafarvogshverfi Borgarholtsbr. 7 Mosfellsbær Mosverjar Hraunhólar 12 13190 Kópavogur Kópar Hraunbrún 57 Þorvaldur J. Sigmarsson 44653 Garöabær Vífill Skátah. v/lþr.hús 11727 Karl R. Þórsson 673186 Hafnarfjörður Hraunbúar Hringbraut 101 71798 Þétur Sigurösson 651207 Bessast.hr. Svanir Holtsgata 51 BirgirThomsen 650346 Keflavík Heiðabúar Háholt 24 3282 Lárus F. Guðmundsson 14890 Njarövík Vfkverjar Viö Borgarbraut Kristberg Kristbergsson 13065 Akranes Skf. Akraness Sigurður Guðjónsson 12249 Borgarnes Skf. Borgarness Mjallargata 4 Ragnar Andrésson 71264 Gurndarfjörður Öminn Brekkustígur 25 12266 Jóhanna E. Ólafsdóttir 86913 ísafjörður EinherjarAfalkyrjan 61648 Soffía Hauksdóttir 7121 Blldudalur Himinherjar Skátah. (Gúttó) Guðrún H. Sigurðardóttir 2228 Blönduós Bjarmi Hafnarstræti 49 Sturla Bragason 24439 Sauöárkrókur Eilífsbúar Mfmisvegur 6 Björn Sighvatz 36661 Akureyri Klakkur Ásgeir Hreiöarsson 12266 Dalvík Landvættir Skátah. (Skonsan) Guðmundur Óskarsson 61177 Raufarhöfn Melrakkar Grunnskólinn Lfney Helgadóttir 51225 Þórshöfn Skf. Þórshafnar Stefán Már Guömundsson 81369 Neskaupsstaður Nesbúar Skátaheimilið 34805 Guðrún S. Siguröardóttir 71458 Höfn Frumbyggjar Skátaheimiliö 12915 Lucia Óskarsdóttir 81285 Selfoss Fossbúar Skátaheimiliö Dóra Sverrisdóttir 81285 Eyrarbakki Birkibeinar Skátaheimilið Hafdís Óladóttir 31403 Stokkseyri Ósverjar Frímann B. Baldursson 31244 Hveragerði Strókur Karlinna Sigmundsdóttir 34272 Vestm.eyjar Faxi Páll Zophonlasson 11201 PLÁSS FYRIR ÞIGi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.