Morgunblaðið - 03.09.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 21
AÐSENDAR GREINAR
Flug á íslandi í 75 ár
ÞAÐ MÁ með sanni
segja að yfirstandandi
ár sé mikið afmælisár
í sögu íslenskra flug-
mála og reyndar einnig
í alþjóðlegri flugsögu.
Fyrr á þessu ári voru
50 ár liðin frá stofnun
Loftleiða hf. og í ágúst
voru 70 ár frá því að
fyrst var flogið yfir
hafið til Islands, en það
flug var hluti af heims-
flugi Bandaríkja-
manna. í júní síðast-
liðnum voru 75 ár liðin
frá því að Alcock og
Brown flugu fyrstir
manna yfir Atlantshaf-
ið og í byrjun desember
verða liðin 50 ár frá undirritun
Chicago-sáttmálans, en með honum
var lagður grundvöllur að stofnun
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og
alþjóðlegum flugsamgöngum eins og
þær hafa þróast á síðastliðinni hálfri
öld. Auk þess eru liðin 25 ár frá því
að maður steig í fyrsta sinn fæti á
tunglið.
íslendingar trúðu snemma á
framtíð flugsins
í dag, 3. september, er þess minnst
að 75 ár eru liðin frá því að flugvél
hóf sig í fyrsta sinn til flugs á ís-
landi. Þetta flugtak í Vatnsmýrinni
markaði upphaf íslenskrar flugsögu
enda þótt sú tilraun til flugrekstrar
yrði ekki langlíf. Það ber vott um
mikinn stórhug og trú á framtíð
flugsins að stofna til flugrekstrar á
Islandi árið 1919, að minnsta kosti
þegar þetta framtak er metið með
mælikvarða nútímans. Aðeins voru
liðin rúm fimmtán ár frá flugi Wrig-
ht-bræðra og flugtæknin var enn á
frumstigi, þótt framfarir hefðu orðið
miklar í smíði flugvéla í
fyrri heimsstyrjöldinni.
Ljóst er að hér á landi
höfðu menn fylgst vel
með þeim framförum
sem orðið höfðu í flugi.
Þetta kemur meðal ann-
ars fram í tímaritsgrein
sem birtist í íslendingi
sumarið 1917. Þar er
landstjórnin hvött til
þess að undirbúa tilraun-
ir með póstflug hér á
landi, sem skyldu heljast
þegar að heimsstyrjöld-
inni lokinni. Greinarhöf-
undur, Þorkell Þorkels-
son, síðar veðurstofu-
stjóri, lýsir þeirri skoðun
sinni að flugið geti verið
lausn á samgönguvanda lands-
manna, sem var mikill á þeim tíma.
Hann segir: „Það liggur þess vegna
beint við að reyna undir eins og
færi gefst að fara þær leiðirnar, þar
sem enga vegalagningu þarf við og
aldrei teppast af snjóum né hafísum
eins og landleiðin og sjóleiðin norðan
um landið.“ Þótt hér sé ef til vill um
einföldun að ræða má segja að hin
öra þróun innanlandsflugsins nokkr-
um áratugum síðar hafí einmitt
byggst á því hve samgönguleiðir á
sjó og landi voru seinfarnar og oft
torsóttar.
Trú íslendinga á framtíð flugsins
kemur vel fram í grein eftir Halldór
Jónasson frá Eiðum, sem birtist í
september haustið 1918, en þar seg-
ir: „Og þessi nýja samgöngubót er
eins og alveg sköpuð fyrir okkur öll-
um öðrum fremur. Þar verðum við
þó að minnsta kosti að fylgjast með.“
Þegar friður komst á biðu menn ekki
boðanna og var Flugfélag íslands
hið fyrsta stofnað í mars árið 1919,
aðeins ijórum mánuðum eftir lok
Það er umhugsunarvert
að fyrir 7 5 árum lagði
fjöldi einstaklinffa fram
fjármuni til að gera tii-
raun með nýja tækni,
segir Þorgeir Pálsson,
sem hafði komið fram í
sjónvarpsþætti aðeins
15 árum áður.
heimsstyrjaldarinnar. í stjórn voru
kosnir Garðar Gíslason stórkaup-
maður, Pétur Halldórsson bóksali og
síðar borgarstjóri, Pétur A. Ólafsson
konsúll, Sveinn Björnsson lögmaður
og síðar forseti, Axel Tuliníus for-
stjóri og Halldór Jónasson cand.p-
hil., en hann hafði unnið manna ötul-
legast að undirbúningi stofnunarinn-
ar.
Frumherjarnir hugsuðu stórt
Eins og fram kernur í lögum þessa
fyrsta flugfélags íslendinga var til-
gangurinn „að vinna að því að koma
á flugferðum með hvers konar flug-
tækjum innanlands á íslandi og milli
íslands og annarra landa og styðja
að því á hvern hátt, sem félaginu
er fært, að sem fyrst verði gerðar
tilraunir í þessu efni“. Hér var því
ekki aðeins hugsað um innanlands-
flug heldur einnig flug á milli landa
og það áður en Alcock og Brown
flugu fyrstir yfir Atlantshafið, en sá
atburður varð ekki fyrr en þrem
mánuðum síðar. Félagið iagði þegar
í stað drög að því að festa kaup á
Þorgeir
Pálsson
flugvél, ráða flugmann og byggja
flugskýli í Vatnsmýrinni.
Flugreksturinn hófst hinn 3. sept-
ember árið 1919 og stóð yfir í þijár
vikur. Þótt aðallega væri flogið í
nágrenni Reykjavíkur er óhætt að
fullyrða, að hún hefur varla farið
fram hjá nokkrum landsmanni, enda
mikið um hana ljallað í blöðum.
Margir Islendingar fóru þá í sína
fyrstu flugferð eða voru „gerðir upp-
tækir" eins og það var nefnt í blaða-
fregnum þess tíma. Nöfn farþeganna
voru birt í bæjarblöðunum eins og
tíðkaðist um þá sem sigldu til ann-
arra landa. Þó hafa ekki allir haft
trú á flugrekstrinum því miklar um-
ræður urðu á Alþingi um það hvort
styrkja skyldi félagið og sýndist sitt
hveijum.
Meðal annars kom þá fram í um-
ræðum að flugið væri fyrst og fremst
skemmtun fyrir efnaða menn. Þó fór
svo að félagið fékk styrk þótt hann
væri aðeins lítill hluti af stofnkostn-
aðinum. Flugrekstri var því haldið
áfram sumarið 1920 og stóð í tæpa
tvo mánuði. Þá var orðið ljóst að Ijár-
hagslegur grundvöllur fyrir rekstrin-
um væri ekki fyrir hendi enda byggð-
ust tekjurnar nær eingöngu á hring-
flugi með farþega.
Þótt þessi fyrsta tilraun til flug-
reksturs á íslandi yrði ekki langlíf
er ljóst að hún gaf landsmönnum
tækifæri til að komast í þeina snert-
ingu við flugið og færði íslendingum
þekkingu á getu og takmörkunum
þessarar nýju tækni við íslenskar
aðstæður. Þótt flugtæknin væri ekki
komin nægilega langt á veg né að-
staða nægilega góð til að hér væri
hægt að stunda arðbæran flugrekst-
ur tókst forsvarsmönnum Flugfélags
Islands hins fyrsta að kveikja þann
áhuga og trú á möguleikum flugsins
sem varð til þess, að næsta tilraun
til flugreksturs á íslandi var gerð
innan áratugar með stofnun Flugfé-
lags ísiands hins annars í röðinni í
maí árið 1928. Og þá þurfti ekkert
minna en heimskreppu til að stöðva
þá tilraun.
Dagsbrún mun ekki framlengja
núgildandi kjarasamningum
I GREINARKORNI
sem ég skrifaði í Morg-
unblaðið í upphafi ág-
ústmánaðar sl. þar sem
árásum blaðsins gegn
Dagsbrún sem þá höfðu
staðið yfir um hríð var
svarað, lofaði ég því að
koma Morgunblaðinu
til hjálpar í umhyggju
þess fyrir íslensku lág-
launafólki og benda því
á atriði sem bætt gætu
hag fátæks fólks sem
verður að skrimta á
launum sem vart duga
til að halda ijölskyld-
unni ofan hungur-
marka . Eg vek athygli
á því að grundvallarlaun bygginga-
Guðmundur J.
Guðmundsson
ráðamönnum ríkis og
Reykjavíkurborgar því
að mjög lítið hefur af
þeirra hálfu verið gert
til þess að reyna að
ná í þá fjármuni sem
renna um hið íslenska
neðanjarðarhagkerfi.
Dagsbrún hefur ítrek-
að vakið athygli
stjórnvalda, embættis-
manna hjá ríki og borg
og almennings á þess-
um málum og þess ber
að geta að fjármála-
ráðherra, Friðrik
Sophusson, hefur að-
stoðað Dagsbrún við
það að ná upplýsing-
þurft hefur til að ná til
verkamanna eru kr. 45.731 kr. á
mánuði og hæsti taxti eftir 15 ára
starf hjá sama atvinnurekanda er
51.823 krónur á mánuði. Það er
fólkið á þessum smánarlaunum sem
nú gengur mót þriðja atvinnuleysis-
vetrinum í röð.
Það er athyglisvert að á sama
tíma og atvinnuleysi, launamisrétti
og almenn fátækt er að verða var-
anlegt hlutskipti sívaxandi ijölda
íslenskra fjölskyldna, þá hefur
Morgunblaðið, sem segist sjálft
vera blað allra landsmanna, ekki
séð þörf á því að fjalla að ráði um
mál eins og neðanjarðarhagkerfið,
svarta atvinnustarfsemi, m.a. á
opinberu framfæri og skattsvik,
heldur fjallað um Dagsbrún, félag
hinna lægst launuðu, eins og ein-
hveija glæpamafíu. Það er þó Ijóst
að ritstjórum Morgunblaðsins eru
þessi mál ekki með öllu ókunn. Um
það ber ágætur leiðari í byijun
ágústmánaðar sl. vitni. Ekki verður
þó séð að umræddur leiðari
Morgunblaðsins hafi náð að ýta við
þeirra sem stunda svarta atvinnu-
starfsemi. Vinnuveitendasamband-
ið er hins vegar alsaklaust af því
að hafa veitt slíka aðstoð.
Aðgerðaleysi í þessum málum
vekur furðu í ljósi þess hve mikið
er hér í húfi: í opinberri skýrslu
svokallaðrar skattsvikanefndar er
fullyrt að ríkissjóður verði árlega
af 11-15 milljörðum króna af þess-
um sökum. Morgunblaðinu virtist
hins vegar þykja það verðugra verk-
efni á nýliðnu sumri að hamast
gegn Dagsbrún vegna fijálsrar fé-
lagsaðildar en að rannsaka og skýra
landsmönnum ítarlega frá neðan-
jarðarhagkerfinu og afleiðingum
þess fyrir almennt launafólk og
þjóðfélagið í heild.
Það er orðið einkennandi fyrir
ísland nútímans að hópur blásnauðs
fólks fer sívaxandi. Á hinn bóginn
hefur fjöldi fólks í landinu mjög
góðar tekjur og sumir svo háar tekj-
ur að það er gjörsamlega yfirgengi-
legt. Láglaunastefnan sem beinist
gegn þorra launafólks er sífellt rétt-
lætt með yfirstandandi erfiðleikum
þjóðarbúsins vegna aflatregðu og
síminnkandi aflaheimilda og þar
með minnkandi þjóðartekjum.
Raunveruleikinn er hins vegar allt
annar.
Á síðasta ári varð gróði Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna 600
milljónir króna. Ekki hefur sá hagn-
aður verið notaður til að skapa fleiri
störf hjá fyrirtækinu á heimavelli
heldur var stórum hluta hans var
varið til ljárfestinga erlendis, eink-
um í Grimsby, París og víðar. Þetta
íslenska fyrirtæki hefur verið gert
að heiðursborgara í Grimsby fyrir
að útrýrna þar atvinnuleysi. Þá var
afkoma SÍF heldur ekki bágborin á
síðasta ári en stjórnendur fyrir-
tækisins voru ekki að ijárfesta
krónurnar hér heima heldur keyptu
dýra saltfiskverksmiðju í Frakk-
landi. Hampiðjan er enn eitt stórfyr-
irtækið sem flýr landið. Fyrirtækið
sem hefur skrifað undir átakið „Is-
lenskt, já takk“ hefur flutt um þriðj-
ung starfsemi sinnar út til Portúg-
als: Eg hef ekki séð Morgunblaðið
eða júristana hjá Vinnuveitenda-
sambandinu kvarta undan þessu.
Stendur þeim á sama um alvarleg
þjóðfélagsmein eins og stórfellt at-
vinnuleysi, gríðarleg skattsvik og
óþjóðhollar ljárfestingar íslenskra
stórfyrirtækja, verðbréfa- og lífeyr-
issjóða erlendis? Dagsbrún liefur
mótmælt þessum vinnubrögðum og
ekki orðið vör við stuðning Morgun-
blaðsins eða Vinnuveitendasam-
bandsins.
Morgunblaðið hefur skýrt frá
stórgróða margra helstu stórfyrir-
tækja í landinu en fjallað minna um
hvernig honum er ráðstafað og lítið
greint frá gríðarlegu launamisrétti
sem endurspeglast í launum há-
launaaðalsins í landinu, t.d. stjórn-
Óbreytt kaup almenns
verkafólks verður ekki
samþykkt, segir Guð-
mundur J. Guðmunds-
son, kaupmátt þess
verður að auka.
enda og sérfræðinga bæði hjá einka-
fyrirtækjum og opinberum stofnun-
um sem í ófáum tilfellum fara vel
yfír eina milljón króna á mánuði.
Þegar á heildina er litið búa ís-
lensk fyrirtæki við ágæta afkomu.
Þannig hafa olíufélögin haft hundr-
uða milljóna króna hagnað á síð-
asta ári og enn meiri það sem af
er þessu ári, Eimskip græddi 400
milljónir á síðasta ári og hundruða
milljóna hagnaður varð af starfsemi
tryggingafélaganna og útlit er fyrir
enn betri afkomu á yfirstandandi
ári. Þá vantar ekki að Grandi hf.
hafi það bara ágætt sem og ýmis
stór fyrirtæki í útgerð og fisk-
vinnslu úti um landið. En Grandi
hf. hefur varið stórum hluta hagn-
aðar síns auk 100 milljóna króna
lífeyrissjóðsláns til fjárfestinga suð-
ur í Chile og hyggur á frekari fjár-
festingar þar í sveit.
Ríkið og Reykjavíkurborg skipta
stöðugt við hvert gjaldþrota verk-
takafyrirtækið á fætur öðru, -fyrir-
tæki manna sem skipta um kenni-
tölu á fyrirtækjum sínuin sí og æ
til að komast hjá því að standa skil
á opinberum gjöldum. Þessi verk-
takar semja við starfsmenn sína
sem undirverktaka og greiða ekki
í lífeyrissjóði, greiða ekki trygg-
ingagjald né opinber gjöld. Þetta
framferði verktakanna virðist ekk-
íslendingar hafa sýnt atorku
og áræði í flugmálum
Þegar rýnt er í hugmyndtr manna
frá fyrstu áratugum aldarinnar um
framtíð íslenskra flugmála hljótum
við að dást að þeirri skarpskyggni
og árvekni, sem þar kemur fram.
Það er umhugsunarvert að fyrir 75
árum var fjöldi einstaklinga hér á
landi reiðubúinn til að leggja fram
verulega fjármuni til að gera tilraun
með nýja tækni sem hafði komið
fram á sjónarsviðið aðeins fimmtán
árum fyrr. Þótt þessi fyrsta tilraun
til flugrekstrar skilaði ekki þeim
árangri, sem vonir stóðu til, kom sá
tími að draumar og framtíðarsýnir
þeirra manna, sem að henni stóðu,
rættust og gott betur. Og sem betur
fer fengu flestir þeirra að uppjifa þá
tíma, enda nær öll flugsaga íslend-
inga yfir tímabil, sem er heldur
skemmra en meðal mannsævi. Þann-
ig eru enn fjölmargir íslendingar á
lífi sem voru bornir í þennan heim
áður en fyrst var flogið á íslandi
fyrir 75 árum.
I stríðum straumi tækniframfara
gleymist stundum hve miklu hefur
verið áorkað á skömmum tíma. Þetta
á ekki síst við um framfarir á sviði
íslenskra flugmála. Því er mikilvægt
að staldra við öðru hvoru og hyggja
að því að þær afburða flugsamgöng-
ur, sem við njótum í dag, urðu ekki
til fyrirhafnarlaust, heldur kröfðust
mikillar atorku, áræðis og stundum
fóma.
Fyrsta flugs á íslandi verður
minnst í dag af flugmódelklúbbnum
Þyt með því að fluglíkan af fyrstu
flugvél íslendinga, sem var af Avro
504 K gerð, mun hefja sig til lofts
í Vatnsmýrinni kl. 17, nákvæmlega
75 árum eftir fyrsta flugið hér á
landi. Á þann hátt lýkur vel heppn-
aðri afmælisdagskrá Flugmálafélags
íslands og aðildarfélaga þess í tilefni
af 75 ára afmæli flugs á íslandi.
Heimild: Annálar ísienskra flugmála, 1.
bindi; Arngrímur Sigurðsson ritstj.
Höfundur er flugmálastjóri.
ert há þeim í viðskiptum við opin-
bera aðila. Þeir fá stöðugt ný og
ný verk.
Reykvískt verkafólk sér nú fram
á þriðja atvinnuleysisveturinn í röð,
því að þrátt fyrir góða afkomu
flestra stóru atvinnufyrirtækjanna
þá hefur atvinnutækifærum ekki
fjölgað. Það er verið að flytja at-
vinnu verkafólks úr landi í stórum
stíl. Það er verið að flytja fé ein-
staklinga og lífeyrissjóða úr landi
í stórum stíl á meðan erlend lán
eru tekin til þess að greiða atvinnu-
leysisbætur. Ekki skal fjallað um
skattalöggjöfina í þessari grein en
ekki fer á milli mála að um veruleg-
ar skattahækkanir á launafólk hef-
ur verið að ræða undanfarin sex ár.
Undanfarin þijú ár hefur um litla
sem enga eftirvinnu verið um að
ræða hjá verkafólki, en reiknað
hefur verið með að á árunum þar
á undan hafi 30-40% af heildartekj-
um launafólks verið fyrir yfírvinnu.
Þar við bætist að hluti þessa fólks
hefur verið atvinnulaus nokkra
mánuði undanfarin tvö ár. Vitan-
lega eru menn því verr undir það
búnir að mæta þriðja atvinnuleysis-
vetrinum við þessar aðstæður.
Fjöldi verkafólks hefur misst
megnið af þeirri yfirvinnu sem það
hafði um árabil. Er ætlast til að
félög eins og Dagsbrún framlengi
sanminga með þeim kaupmætti sem
þessi laun gefa; hið samnings-
bundna kaup sem er frá tæplega
50 þúsundum upp í 60 þúsund? Ef
einhver heldur það, þá skal það til-
kynnt hér og nú að óbreytt kaup
almenns verkafólks verður ekki
samþykkt.
Ég vænti þess að Morgunblaðið
styðji stjórn Dagsbrúnar í því að
krefjast þess að þessi smánarlaun
verði afnumin og kaup þessa fólks
liækkað, eða aðrar þær ráðstafanir
gerðar sem tiyggja aukinn kaup-
mátt þess. Og ég vona að um-
hyggja Morgunblaðsins nái svo
langt að það styðji Dagsbrún í þeirri
baráttu.
Höfundur er fornuuhir
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.