Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 03.09.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 23 AÐSENDAR GREINAR Mörg óleyst úrlausnar- efni við Svalbarða í SJÓNVARPS- ÞÆTTI í Noregi fyrir skömmu hafði ég orð á því að óleyst vandamál Norðmanna vegna Svalbarða væru fleiri og flóknari en þau er lytu eingöngu að hinu svokaliaða fiskvemdar- svæði, sem Norðmenn lýstu yfir einhliða árið 1977. Það svæði nær frá fjögurra mílna land- helgismörkunum út í 200 mílur frá Svalbarða en nýtur ekki alþjóð- legrar viðurkenningar. Þannig er það t.d. staðreynd að aðrar þjóðir hafa ekki fallist á skilgreiningu Norðmanna á landgrunni Svalbarða og réttindum sem af þeirri skilgrein- ingu leiða. Norðmenn líta svo á að Svalbarði hafi ekki sjálfstætt land- grunn heldur sé eyjaklasinn einfald- lega staðsettur á framlengingu af landgrunni Noregs. Þessari túlkun hafa t.d. Bretar harðlega mótmælt enda fær hún ekki staðist nema litið sé svo á að Svalbarði sé norskt land. En ef það væri tilfellið þá hefði að sjálfsögðu ekki þurft neinn alþjóðleg- an Svalbarðasamning árið 1920 og allar deilur um yfirráð og hagnýtingu á svæðinu verið óþarfar bæði fyrr og síðar. Allir menn sjá í hendi sér hversu miklir hagsmunir gætu verið í húfi ef landgrunnið í kringum Sval- barða er jafnauðugt af olíu og svæð- in nær Noregi. Þarf ekki að koma á óvart þótt önnur ríki vilji ekki sam- þykkja athugasemdalaust að Noreg- ur slái einhliða eign sinni á landgrunns- svæðið. Umdeilanieg- lögsögumörk Þá er umdeilanlegt með hvaða hætti dregin er lína milli hinnar eig- inlegu efnahagslögsögu Noregs og fiskverndar- svæðisins við Sval- barða. Hvarvetna þar sem þessi svæði skarast hafa Norðmenn ákveðið að Svalbarðasvæðið skuli víkja fyrir efna- hagslögsögu þeirra. Því má halda fram með sterkum rökum að ef á annað borð er heimilt að koma á sérstakri lög- sögu við Svalbarða eins og fiskvernd- arsvæðinu þá eigi mörk slíkrar lög- sögu og efnahagslögsögu Noregs að miðast við miðlínu. Þarna er sem sagt ýmsum spurn- ingum ósvarað. Þessi málefni fóru hins vegar ekki hátt í alþjóðlegri umræðu undanfarinna ára. Hygg ég að vestræn ríki hafi á tímum kalda stríðsins viljað forðast hvers konar ágreining við Noreg um túlkun Sval- barðasamningsins frá 1920 enda stóðu þessi ríki þá þétt að baki Norð- mönnum gagnvart ásælni Sovétríkj- anna á norðlægum slóðum, m.a. á Svalbarða sjálfum. Komu þar að sjálfsögðu við sögu sameiginlegir öryggishagsmunir og samstarf vest- rænna ríkja á því sviði. Nú eru hins vegar gerbreyttir tímar að þessu leyti og má búast við því að jafnskjótt og Ein leið til að leysa úr ágreiningnum, segir Geir Haarde, er að kalla saman nýja Sval- barðaráðstefnu. Norðmenn' hyggjast ráðast í t.d. olíu- vinnslu á landgrunni Svalbarða muni koma til alvarlegs ágreinings við önnur aðildarríki Svalbarðasamn- ingsins. Er þá vafasamt að Norð- menn komist hjá því að lúta alþjóð- legum úrskurði um deiluatriðin. Svalbarði, ESB og fiskverndarsvæðið í þeim gögnum sem lögð hafa verið fyrir norska Stórþingið og varða aðildarsamning Noregs við Evrópusambandið er nokkuð vikið að stöðu Svaibarða og fiskverndar- svæðinu umhverfis hann. Þar er sam- viskusamlega greint frá því að nokk- ur ríki Evrópusambandsins hafi gert fyrirvara við rétt Norðmanna til þess að koma þessu svæði á. Þar segir m.a. að þessi ríki telji að jafnræðis- regla Svalbarðasáttmálans hljóti einnig að gilda á fiskverndarsvæðinu. Þetta er einmitt kjarni málsins að því er varðar fiskverndarsvæðið. Annaðhvort nær sáttmálinn og þar með jafnræðisreglan aðeins til lands á Svalbarða og hinnar eiginlegu fjög- urra mílna landhelgi (í því tilfelli er um að ræða úthaf utan við landhelg- ina) ellegar að hægt er að búa til Geir H. Haarde nýja ytri lögsögu á grundvelli hinnar almennu hafréttarþróunar en þá hljóta jafnræðisákvæðin hins vegar að eiga við. Norðmenn bjuggu hins vegar til nýja lögsögu, fiskverndar- svæðið, án eðlilegs tillits til jafnræð- * isreglunnar þó svo úthlutað hafi ver- ið einhveijum aflakvótum til þeirra sem veitt höfðu á svæðinu á árunum 1967-77. Við mat á því hvað sé eðlileg beiting jafnræðisreglunnar hljóta einnig að koma við sögu aðrir hagsmunir en veiði síðustu tíu ára áður en fiskverndarsvæðinu var lýst yfir. Á það hefur svo einnig verið bent, m.a. af þjóðréttarfræðingunum Churchill og Ulfstein í bók þeirra um Barentshafið, að það sé órökrétt að erlend ríki hafi meiri rétt nærri landi en utar, eins og túlkun Norðmanna leiðir af sér. Samkvæmt aldagamalli hafréttarvenju eykst réttur útlend- inga eftir því sem ijær dregur frá landi en ekki öfugt. Þessu hafa Norð- merin snúið við á Svalbarðasvæðinu. í áðurnefndum gögnum norska Stórþingsins segir einnig að Noregur hefði viljað ná fram í aðildarsamning- um við ESB almennri viðurkenningu sambandsins á túlkun Noregs á ákvæðum Svalbarðasáttmálans. Um það hafi hins vegar ekki náðst sam- komulag og falli fiskverndarsvæðið því ekki undir ákvæði aðildarsamn- ings Noregs við ESB. Jafnframt er skýrt frá því að Spánn, eitt ESB-ríkj- anna, hafi beinlínis lýst sig andvígan því að Norðmenn færu með yfirráð á fiskverndarsvæðinu. Þarf nýja Svalbarðaráðstefnu? Það er því ljóst að miklu fleiri en íslendingar hafa athugasemdir frarn að færa við túlkun Norðmanna á hinum ýmsu ákvæðum Svalbarða- sáttmálans og við meðferð Noregs á fullveldisrétti sínum samkvæmt sátt- málanum. Ein leið til að reyna að leysa úr ágreiningnum er að kalla saman nýja Svalbarðaráðstefnu með það fyrir augum að aðlaga hinn 74 ára gamla sáttmála að breyttum aðstæðum og framþróun á sviði ha- fréttarmála. Slíkt er hins vegar án efa þungt í vöfum og tímafrekt. Langskynsamlegast fyrir alla aðila, ekki síst Norðmenn, er að leita samn- inga um þau óleystu úrlausnarefni sem uppi eru. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Samsettar úr stöðluðum einingum. FRYSTI GEYMSLUR - KÆLI GEYMSLUR Allar stærðir. ALHLIÐA KÆLIÞJONUSTA KÆLITÆKNI Skógarhlíð 6,101 Reykjavík.Sími 91-614580. Fax. 91-614582. Verslun KEA, Hrísalundi, Verslun KEA, Sunnuhlíð KEA nettó, Óseyri Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga Verslunin Búrfell, Garðarsbraut Verslunin Þingey, Garðarsbraut 62 Kópasker: Verslunin Kópaskeri Raufarhöfn: Verslunarfélag Raufarhafnar Þórshöfn: Kaupfélag Langnesinga Vopnafjörður: Kaupfélag Vopnfirðinga Egílsstadir: Kaupfélag Héraðsbúa Verslunin VAL, Fellabæ Seyðisfjörður: Kjörbúðin Brattahlíð Verslunin Aldan Reyðarfjörður: Kaupfélag Héraðsbúa Verslunin Lykilinn hf. Búðareyri Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskifjarðar, Strandgötu Verslunin Eskikjör, Útkaupstaðarbraut Neskaupstaður: Kaupfélagið Fram Melabúðin, Hólsgötu 9 Fáskrúðsfjörður: Kaupfélag Fáskrúösfirðinga Viöarsbúð, Búðarvegi 13 Stöðvarfjörður: Kaupfélag Stöðfirðinga Höfn í Hornafirði: Verslunin Hornabær Verslun KASK, Vík: Verslun K.Á. Víkurbraut 5 Kirkjubæjarklaustur: Verslun K.Á. Klausturvegi 13 Vestmannaeyjar: Verslun KV, Goöahrauni 1 Verslunin Eyjakaup, Strandvegi Verslunin Eyjakjör, Hólagötu Hvoisvöllur: Kaupfélag Rangeyinga Hella: Kaupfélag Rangeyinga Selfoss: Hornið sf. Tryggvagötu 40 K.Á. Kaupfélag Árnesinga, Austurvegi 3-5 Verslunin Höfn, Tryggvatorgi Laugavatn: Verslunin Sel Hveragerði: Hverakaup, Breiðumörk Verslun K.Á. Eyrarbakki: K.Á. Kjörbúð Stokkseyri: Verslun K.Á. Sandgerðl: Kaupfélag Suðurnesja Garður: Kaupfélag Suðurnesja Keflavlk: ( Sparkaup, Hringbraut 55 Verslunin Faxabraut, Faxabraut 27 Verslunin Kaskó, Iðavöllum Verslunin Miðbær.Hringbraut 52 Njarðvík: Samkaup v/Reykjanesbraut Vogar: f Kaupfélag Suðurnesja Grlndavík: Staðarkjör 0 KROSS GÖTUR Vöm gcgn vímii Borgarnes: KB Hyrnan, Brúartorgi 1 •Jón og Stefán, Verslun, Borgarbraut 56 Kaupfélag Borgfirðinga Grundarfjörður: Verslunin Grund, Grundargötu Ólafsvlk: Verslunin Hvammur Verslunin Kassinn Verslunin Virkið, Rifi Stykkishólmur: Verslunin Stykkiskjör, Borgarbraut 1 Verslunin Þórshamar, Aðalgötu 17 Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12 Tálknafjörður: Verslunin Arnarkjör, Nesvegi Bíldudalur: Verslunin Edinborg Þlngeyrl: Kaupfélag Dýrfirðinga isafjörður: Kaupfélag ísfirðinga Verslunin Vöruval, Skeiði Bolungarvik: Verslun Einars Guðfinnssonar Hvammstangí: Kaupfélag V-Húnvetninga Sauðárkrókur: Hlíðarkaup, Akurhlíð 1 Matvörubúðin, Aðalgötu 8 Kaupfólag Skagfiröinga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Verslunin Vísir, Húnabraut 21 Siglufjörður: Verslun KEA Verslunarfólagið Ásgeir Ölafsfjörður: Verslun KEA Verslunin Valberg Dalvik: Verslun KEA kureyrl: !un KEA, Byggðavegi STYRKJUM FORVARNIR! Fjölnota pokar til styrktar forvörnum gegn vímuefnum kosta 250 kr. og fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: 10-10 Verslunin Gnoðavogi 46 10-10 Verslunin Hraunbæ 102 10-10 Verslunin Norðurbrún 2 10-10 Verslunin Suðurveri 10- 11 Verslunin Álfheimum74 11- 11 Verslunin Kaupás hf. Holtavegi Bónus Skútuvogi 13 Hagabúðin, Hjarðarhaga 47 Melabúðin, Hagamel Hagkaup, Skeifunni Kjöt og fiskur, Mjódd Kjöt og fiskur, Seljabraut 54 Nóatún, Nóatúni Plús markaðurinn, Grímsbæ Plús markaðurinn, Straumnesi Plús markaðurinn, Hvannarima Garðabær: Baugur, Suðurhraun 1, Garðabæ Garðakaup, Garðatorgi 1, Garðabæ Hafnarfjörður: Fjarðarkaup hf., Hólshrauni 1b Kaupfólag Suðurnesja, Miðvangi 41 Kjöt og fiskur, Strandgötu 5 Akranes: Grundaval, Garðagrund 1 Skagaver, Miðbæ 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.